20.5.2010 | 07:24
Flottasta Maístjarnan er 8 ára í dag :)
Þuríður Arna mín er búin að bíða ansi lengi eftir þessum degi og var að sjálfsögðu vakin með söng og pökkum. Ótrúlega hamingjusöm með gjafirnar frá okkur fjölskyldunni.
Þuríður mín Arna sú allra flottasta á svæðinu, búin að upplifa alltof margt á sinni stuttri ævi en kvartar nánast ALDREI, uppgjöf er eitthvað sem hún þekkir ekki, hún er sterk bæði andlega og líkamlega. Þuríður Arna mín er sú eina sem ég lít upp til, hún er yndislega fyndin, mikill húmoristi, stríðin, elskar föt þá sérstaklega "gelluföt", henni þykir rosalega vænt um systkin sín og er ekkert feimin að segja við þau hvað hún elskar þau mikið. Hún er ófeimin og á auðvelt að bræða fólkið í kringum sig.
Þuríður Arna mín hefur alltaf átt sér einn draum sem hefur alltaf verið dáltið fjarlægur (að okkar mati) en hún óskaði þess að láta þennan draum sinn rætast þegar hún yrði 8 ára gömul. Ég hef líka ákveðið að láta hann rætast og það vonandi sem fyrst eða þegar það er búið að ákveða framhaldið með hetjuna mína hvort það verði stærri aðgerð og reynt að fjarlægja æxlið eða lyfjameðferð sem mun taka marga mánuði en síðast þegar hún byrjaði í lyfjameðferð þá voru það ca 80 vikur. Já ég ÆTLA láta draum Stjörnu minnar rætast og get ekki beðið þegar af því verður. En það verður allt saman leindarmál eða þanga til ég mun framkvæma.
Hún er ennþá lasin, var mjög slöpp í gær svo það er ágætt að við erum að fara á fund uppá spítala með liðinu okkar og skurðlækninum og látum þá kíkja á Maístjörnuna í leiðinni.
Hérna er KR-Stjarnan mín nýorðin tveggja ára gömul.
Við ætlum allavega að reyna njóta dagsins þrátt fyrir að það verður kanski einhver slappleiki til staðar, kíkja í Laugardalshöllina þar sem blómarósin mín verður með sýningu og enda á Fabrikkunni.
Hérna er ein sem var tekin af henni nývaknaðri og nýbúin að opna nokkrar gjafir:
Pss.ssss Ef þið kíkið hérna til vinstri þá er ég búin að setja inn eitt myndband af blómarósinni minni sem er að syngja einn fallegasta texta sem til er, endilega kíkið.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið þitt elsku fallega Þuríður Arna.
Ragnheiður , 20.5.2010 kl. 08:09
Hún er falleg að utan sem innan eins og þú lýsir henni, enda hefur hún gengið í gegnum meira en margur gerir á heilli ævi og það þroskar hana. Hún býr við gott atlæti, treystir fullkomlega á stuðning ykkur og því hafa erfiðleikar síðustu ára styrkt hana í stað þess að brjóta hana niður.
Ég vona að þið eigið ánægjulegan afmælisdag og að vikan færi ykkur fréttir sem létta eitthvað af áhyggjum ykkar.
fjögurra_dætra_móðir (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 08:19
Elsku Þuríður Arna !
innilega til hamingju með 8 ára afmælið þitt - ég vona að dagurinn þinn verði þér jafn yndislegur og þú ert sjálf
Knússsss
Sigrún og co (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 08:27
Elsku Þuríður Arna,
Innilega til hamingju með 8 ára afmælið þitt. Eigðu yndislegan dag í faðmi fjölskydunar
Agnes Linda (ókunn) (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 09:18
Innilega til hamingju með fallegu afmælisprinsessuna. Við hugsum mikið til ykkar.
Signý, Gunnar Hrafn og fylgifiskar
Signý og Svenni, 20.5.2010 kl. 09:36
Hjartans hamingju óskir með 8 ára afmælið elsku BROSdúlla,eigðu góðan dag, duglega fallega Þuríður,með allri fjölskyldunni.
Hrönn (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 10:01
Innilegar hamingju óskir með fallega átta ára stelpuna þína. Hún er yndisleg og þú algjör hetja!
Kristín Björg (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 10:43
Hamingjuóskir með afmælið Þuríður Arna. Eigðu skemmtilegan dag og yndislega helgi. Gangi þér svo mikið vel í aðgerðinni og ætíð síðan í lífinu þínu. Guðsblessun í bæinn
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.5.2010 kl. 10:54
Elsku Þuríður Arna mín. Til hamingju með afmælið og njóttu dagsins í faðmi fölskyldunnar. Fallegur söngurinn þinn, þú ert hetjan okkar allra.Guð veri með þér og fjölskyldu þinni
Kristín (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 11:06
Til hamingju með daginn og gangi þér vel
Guð veri með ykkur fjöldskyldunni
Birna (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 11:54
Innilegar hamingjuóskir til fallegu maistjörnurnnar. Njótið dagsins.
Gangi ykkur vel í baráttunni.
Kveðja,
Ragga (Birnusystir)
Ragga (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 13:19
Til hamingju með 8 ára blómarósina, njóttið dagisns.
Vonandi hressist litla rófan fljótlega
Lilja ( ókunug ) (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 14:11
Til hamingju með daginn Maístjarna !
Hver er svo draumurinn dularfulli ? Spennó
Vona að dagurinn hafi og sé eins góður og hugsast getur hjá ykkur.
Afmæli eru heilög eða eiga að vera það
Rakel Sara Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 16:19
Innilega til hamingju, elsku Þuríður með daginn þinn! Sjáumst kannski í Höllinni á eftir á sýningunni :)
Sirrý (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 16:48
Innilegustu hamingjuóskir til Þuríðar litlu/stóru, og eins til ykka, kæru foreldrar!
Ylfa Mist Helgadóttir, 20.5.2010 kl. 17:14
innilegar hamingjuóskir með afmælisdúlluna, eigið góðan dag, allar góðar vættir veri með ykkur öllum, knúsknús og stór faðmur.
Didda ókunnug (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 18:07
Innilega til hamingju með fallegu maístjörnuna ykkar sem söng svo fallega þennan flotta texta, vona innilega að allt gangi ykkur í haginn.
emma (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 20:05
til hamingju með elsku fallegu snúlluna þína gangi ykkur allt í haginn,fallegur söngurinn hennar
bestu baráttukveðjur ein 4 barnamamman
ingileif Finnbogadóttir (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 20:50
Innilega til hamingju með afmælið Þuríður. Vonandi hafið þið fjölskyldan haft það gott í dag og fengið að njóta dagsins til fulls.
Sigrún (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 20:53
Innilegar hamingjuóskir með 8 ára afmælið Þuríður Arna
Við vonum að þið hafið átt skemmtilegan dag
Risaknús og orkustrauma sendum við ykkur
kveðja að austan
Dagrún (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.