21.5.2010 | 07:35
26.maí'10
Hittum okkar verðandi skurðlækni í gærmorgun ásamt læknaliðinu okkar og það er ákveðið að Maístjarnan mín fer í sýnistökuna miðvikudaginn 26.maí. Þetta er kanski ekkert rosalega stór aðgerð en allar svona aðgerðir eru mjög áhættusamar og líkur á blæðingum enda er verið að fara í gegnum mjög erfitt svæði. En ég ber 100% trausts til skurðlæknisins en mér kvíður óendanlega fyrir þessum degi. Aðgerðin sjálf mun bara taka ca hálftíma en ferlið í kringum þetta er frekar langt.
Það mun taka ca viku að fá úr sýninu og þá verður ákveðið strax hvað það verður gert í framhaldinu en það kemur þrennt til greina en samt fannst mér á læknunum að það væri meira eiginlega tvennt en það er lyfjameðferð, geislar í Svíþjóð eða stór skurðaðgerð og fjarlægja æxlið en það er ekkert endilega það besta í stöðunni svo ég legg að sjálfsögðu allt mitt traust til læknanna og þeir ákveða hvað verður best fyrir Maístjörnuna mína.
Hérna er hún að knúsa Hring sem tók afmælissöngin fyrir hana uppá spítala.
Maístjarnana mín átti frábæran afmælisdag, kíkti aðeins á leikstofuna uppá spítala og var þar leyst út með gjöfum, horfði á blómarósina sýna í Laugardalshöllinni og mikið rosalega var hún flott. Svo enduðum við fjölskyldan ásamt ömmum, öfum og systir minni og fjölskylduá Fabrikkunni. Bara fullkomin dagur og Maístjarnan mín ásamt hinum sofnuðu glöð í hjarta sem og ég gerði líka.
Yndisleg Hvítasunnuhelgi framundan, endalausar veislur, bíóferðir, sund, æfingar og og og og ég veit ekki hvað. Það er aðeins léttara yfir mér í dag en síðustu daga kanski bara hvað dagurinn í dag var yndislegur og það er svo gott að gleyma sér með fólkinu sínu þess vegna ætlum við líka að hafa helgina "pakkaða" af skemmtilegheitum. Ég VERÐ að geta gleymt mér svo ég sekk mér ekki einhver "leiðindi".
Eigiði góða helgi kæru lesendur......
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú endar pistilinn þinn svo fallega, ég ætla að deila með þér hugtaki sem ein vinkona mín notar ópast þessa dagana - Látum hverjum degi nægja sína hamingju
Góða helgi kæra fjölskylda og gangi ykkur vel
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 09:38
Kæra fjölskylda, eigið yndislega "pakkaða" hvítasunnuhelgi. Sendi ykkur orkustrauma, sem ég get vel ímyndað mér að ykkur veiti ekki af þessa dagana.
Gangi ykkur vel með framhaldið!!!
Kv. frá ókunnugri Beggu
Berglind (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 09:49
Elsku þið öll
Það er svo gott að finna að þú Áslaug ert svolítið glöð núna, og ert að reyna að vera í núinu, sem getur verið svo endalaust erfitt.
Eins er frábært að heyra hvað dagurinn var góður hjá ykkur, Þuríður litla sem sagt orðin það hress að hún gat notið hans í botn og eins og áætlað var. Bara æði.
Já sömuleiðis njótið helgarinnar endalaust vel.
Kærleikskveðja frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 10:03
Gott að heyra að þér líður aðeins betur og greinilega frábær helgi framundan. Það er svo gaman að hafa eitthvað til að hlakka til sérstaklega í aðstæðum sem þessum hjá ykkur.Góða skemmtun og Guð veri með ykkur
Kristín (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 10:19
Innilegar hamingjuóskir með 8 ára Maístjörnuna ykkar.
úff, já ég þekki það af eigin reynslu, hvað það skiptir miklu máli að hafa eitthvað fyir stafni svo maður detti ekki niður í einhverjar þungar og erfiðar hugsanir. Ég sé að þið eruð svo dugleg að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum ykkar og þið Óskar verðið líka passa upp á ykkar tíma saman. Eigið góða helgi öll sömul.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 11:31
Nú er planið komið og þá er viss spenna frá, en önnur ný kemur í staðinn. Bið almættið að vaka yfir öllum sem koma munu að meðhöndlun á Maístjörnunni og hafa englana með í ferlinu frá uppkafi til enda
Frábært að afmælisdagurinn var svona skemmtilegur. Eigum öll góða helgi.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.5.2010 kl. 16:40
Njótið helgarinnar kæra fjölskylda. Frábært að afmælisdagurinn var skmmtilegur, enda eigið þig svo einstaka fjölskyldu.
Þorgerður (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 18:34
Gott að heyra í þér hljóðið í dag Áslaug.
Eigið yndislega helgi öll saman
Rakel Sara Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 18:43
Góða helgi kæra fjölskylda!
Æðislegt að lesa um afmælisdaginn hennar Þuríðar Örnu.
Þórunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 08:06
Þú endar pistilinn þinn svo fallega, ég ætla að deila með þér hugtaki sem ein vinkona mín notar ópast þessa dagana - Látum hverjum degi nægja sína hamingju
Góða helgi kæra fjölskylda og gangi ykkur vel
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 13:52
góða helgi elskurnar - gott að sjá að andlega hliðin hefur aðeins þokast upp. Þetta eru erfið spor. Þú ert dugleg kona og mikil mamma
Ragnheiður , 23.5.2010 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.