Leita í fréttum mbl.is

Erfitt að útskýra...

Þá fundi okkar lokið með doktorunum.  Ég er gjörsamlega búin á því eftir fundinn en samt var hann ekkert átakanlegur þannig séð, jú ég barðist við ekkan í hálsinu og tárin í augunum.  Maginn búinn að vera svo þungur og síðustu vikur ógeðslega erfiðar og næstu vikur verða ekkert auðveldari. 

Æxlið hennar Þuríðar minnar er að svokallaðari gráðu 2 en þeir voru mjög hræddir að það væri orðið að gráðu 3 sem hefði náttúrlega verið verst og nánast ekkert hægt að gera við/fyrir æxlið.  Hún er önnur hér á landi sem greinist með þetta æxli sem er frekar sjaldgæft en mjög fáir í heiminum hafa greinst með það svo það er komin frekar lítil "reynsla" á það þar að segja meðferðlega séð.  Þetta er þannig æxli að það getur alltaf "poppað" upp aftur og aftur þannig við getum alltaf verið í þessari baráttu en það gæti líka bara alltíeinu horfið eða einsog læknirinn orðaði það "það gæti líka elst af henni"??  En það ætti að vera hægt að halda æxlinu niðri eða æxlunum sem myndu myndast með meðferðum eða svo segir reynslan sem er nú bara nokkra ára.

Næst á dagsskrá hjá Maístjörnu minni er væntanleg Svíþjóðarferð (geislar) og kanski stór aðgerð fyrir hana hérna heima (áður en hún færi út) en það gæti verið á næstu tveim/þrem vikum.  Þetta mun gerast mjög hratt þegar þetta er farið afstað en vonandi fáum við símtal frá Svíþjóð á föstudaginn.  Einsog læknirinn sagði þá er ekki gott að bíða of lengi og leyfa kanski æxlinu að stækka meira og þá gætu aðstæður líka breyst varðandi meðferð.  Við treystum á þessa geisla í Svíþjóð.

Við hefðum geta fengið verri fréttir en mig hefði samt langaði í betri.  Ég skil bara ekki þennan tilgang hjá þessum þarna uppi?  Hann ætlar ekki að gera lífið auðvelt hjá Maístjörnunni minni en að sjálfsögðu mun hún rúlla í gegnum þessa meðferð einsog allar aðrar sem hún hefur gengið í gegnum.

Núna ætla ég að plana einhverja skemmtilega hluti fyrir okkur, virkilega núna þarf ég á einhverju til að hlakka til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús í hús mín kæra, þið farið í gegnum þetta eins og allt annað!  Þið eruð mun sterkari en þið haldið og notið "get, ætla, skal" á þennan bardaga eins og þá sem þið hafið þegar lagt að baki!

Jóhanna (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 14:28

2 identicon

Bestu óskir um að allt fari á besta veg. Vonum það  besta , kærar kveðjur

Erla (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 14:45

3 identicon

Hæ Áslaug,

ég var/ er á Karólínskaspítalanum í Huddinge sem er úthverfi af Stokkhólmi. Svo er annað Karólínkskasjukhus í Solna sem er nær miðbæ Stokkhólms. Þar eru geislarnir. Ég fór þangað í geisla, mjög fínn spítali. Ég kann miklu betur við hann en þennan í Huddinge þar sem beinmergsskiptin eru gerð.

Vitið þið hvað hún þarf að fara í mörg skipti í geislann ? 

Gangi ykkur vel

Rakel Sara Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 15:12

4 identicon

Elsku Áslaug, Óskar og börn !

Jú vissulega hefðu fréttirnar getað verið betri - en þessi kraftaverka kjella sem hún er, þá eru líkurnar hennnar megin.

Búin að kveikja á kerti hér heima og á síðunni hennar

Við sendum ykkur endalaus kærleiks og baráttu knús 

Sigrún og co (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 15:16

5 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda.

Erfið er hún slóðin Þuríði er mörkuð. En vá hvað hún er heppin að eiga ykkur sem förunauta. Gangi ykkur sem allra best og ekki gleyma ykkur sjálfum. kv.frá gömlum granna.

Bryndís Baldvinsd. (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 16:33

6 identicon

Ynnilegar kærleikskveðju til ykkar.

Þorgerður (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 16:52

7 identicon

Sendi ykkur fullt fangið af góðum hugsunum.

gþ (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 17:07

8 identicon

Óska ykkur alls hins besta og þið verðið i bænum mínum, þetta fer vel, þið eruð svo sterk fjölskylda.  Kær kveðja

Sigga (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 18:08

9 identicon

Óska ykkur alls hins besta og vona innilega að þetta muni allt ganga upp hjá ykkur. Þú ert svakalega dugleg og yndisleg mamma. Þuríður gæti ekki verið heppnai.

Gangi ykkur vel í verkefnunum framundan,

kveðja, Sara

sara Hlín Hálfdanardóttir (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 18:18

10 Smámynd: Ragnheiður

Elsku Áslaug, bænir mína fylgja ykkur skilyrðislaust í þessum slag sem framundan er.

Ragnheiður , 16.6.2010 kl. 18:50

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nú er komið plan og þá er bara að vona að allt fari  á besta veg. Annars eru orð svo ómerkileg, en þó það eina í stöðunni að setja hér nokkur til hughreystingar. Bænir, ljós, orka, von, jákvæðni og allt annað sem hjálpar.

Það verður sent til ykkar ásamt blessun Guðs og englanna.   

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.6.2010 kl. 20:12

12 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið eru börnin ykkar falleg á stikunni hér fyrir ofan

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.6.2010 kl. 20:24

13 identicon

Kærleiksknús á ykkur hetjurnar

Gunna (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 21:51

14 identicon

guð og gæfan veri með ykkur,allar heimsins vættir veri með ykkur og allt fari á réttan veg, knúsknús, eigið góðan 17. júní.

Didda ókunnug (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 23:44

15 identicon

Kærleiksknús og orkustrauma sendum við ykkur

kveðja að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 00:32

16 identicon

Get ekki annað en kvittað hér, og mig langar að senda ykkur styrk og kærleik, gangi ykkur vel í baráttunni, ég veit að guð verður með ykkur.

Fallegar myndir af börnunum ykkar

Jóhanna H (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 09:00

17 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Sendi fullt af englum og heitum bænum til ykkar...þetta mun takast...Maistjarnan er öflug..sterk og dugleg og hún á líka bestu foreldra sem hugsast getur...með trú von og vilja verður þessi tími fljótt að minningu og birtan mun verða ykkar...

Batakveðjur og gangi ykkur sem allra allra best.

Bergljót Hreinsdóttir, 17.6.2010 kl. 11:57

18 identicon

Hugsa til ykkar á hverjum degi og sendi ykkur fullt fang af góðum batakveðjum það er ekki annað í boði en að þetta fari allt vel.

Kristín ókunnuga (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 20:59

19 identicon

Knús á ykkur duglega fjölskylda, gangi ykkur áfram vel, sendum hlýja strauma frá Skaganum:)

Áslaug (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 22:23

20 identicon

Sendi ykkur hlýjar hugsanir og bið fyrir ykkur á þessum erfiðu tímum, en hef fulla trú á því að litla kraftaverkakonan komist yfir þetta.  HÚN SKAL

Kristín (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 22:58

21 identicon

Sendi ykkur alla mína verndarengla, knús á ykkur öll.

kv Kristín (ókunnug sem fylgist reglulega með ;o)

Kristín (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 11:41

22 identicon

Sendi fallegar og bjartar hugsanir til ykkar allra og kveikji á kerti fyrir hetjuna Þuríði Örnu. Kærleikskveðja :O)

Edda Hlíf (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 15:08

23 identicon

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 16:27

24 identicon

Systir in er buin að fara i svo kallaðan Gammakniv hér i sverige og hann gerði henni gott en auðvitað var hun ekki með það sama en brjostakrabba sem dreifði ser ut um allt og þar með i heila. Vona að allt gangi vel hja ykkur er buin að fylgjadt með ykkur siðustu ár.Er ekki góð að skrifa en hugur minn er hja ykkur.

Jolly (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 21:04

25 identicon

Knús á línuna og gangi ykkur vel í Svíþjóð veit að litla hetjan á eftir að standast þessa raun ein og þær fyrri sem hún er búinn að ganga í gegnum.  megi allir góðir englar og vættir vera með ykkur..........

Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband