20.6.2010 | 21:55
Lítið að frétta....
Fengum hringingu frá okkar frábæra skurðlækni á föstudaginn að það verður fundað um Maístjörnuna okkar á þriðjudaginn útí Svíþjóð og þá verður allt væntanlega ákveðið. Ég vona bara svo heitt og innilega að þetta mun ganga hratt fyrir sig einsog okkar frábæri læknir vill og ýtir mikið á eftir. Hann fer reyndar í frí eftir viku en ef Þuríður okkar þarf aðgerð áður en hún fer út kemur hann úr fríinu sínu til að skera hana. Þetta er sko alvöru læknir sem sinnir sko sjúklingum sínum. Ég er hrikalega ánægð með hann einsog ALLA sem hafa sinnt henni, þau gera allt svo að Maístjörnu minni líði vel.
Maístjörnunni minni líður mjög vel þessa dagana, það er sko ekki að sjá á henni að hún er veikjast aftur.
Hérna er Maístjarnan mín að módelast fyrir mig í Heiðmörkinni en við fjölskyldan hjóluðum þar um á 17.júní sem var æði. Tókum með okkur nesti og höfðum það kósý. Hún hjólaði reyndar ekkert enda hefði hún ekki ráðið við það því miður en naut sín í hjólavagninum.
Hérna er fótbolta-strákurinn minn hann Theodór Ingi sem labbaði inná völlinn með Fylkismönnunum í kvöld, ótrúlega stolltur og montinn.
Núna bíð ég bara eftir þriðjudeginum og vona það svo heitt og innilega að við verðum í Svíþjóð eftir ekki svo marga daga.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæra fjölskylda, sendi ykkur góðar óskir og hlýjar hugsanir og bið alla góða vætti að fylgja ykkur.
hjördís blöndal (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 23:50
Krossa putta að þetta gangi allt hratt elsku fjölskylda. Þegar þið standið saman eins og þið gerið alltaf myndið þið traustasta varnarmúr í heimi fyrir Þuríði ykkar, og ásamt þessum frábæru læknum er hún í bestu höndum sem til eru. Fylgist með ykkur áfram og sendi baráttustrauma frá norð-austurhorni landsins!
Kristín (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 10:41
En yndislegur læknir sem þið eruð með
Vona svo sannarlega að þetta gangi allt hratt og vel fyrir sig hjá ykkur.
Krossa líka fingur fyrir ykkur og sendi ykkur að sjálfsögðu fullt af baráttu- og orkustraumum.
Kv. frá DK
Berglind (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 11:57
Trúi á þessa fallegu stelpu, hún spjarar sig.
Aðalsteinn Agnarsson, 21.6.2010 kl. 21:54
Smá bakslag, en ekki spurning um að hetjan á eftir að spjara sig út úr þessu öllu. Hef fylgst með ykkur hér í gegnum bloggið, en lítið "commentað", bara dáðst að hvað þið eruð dugleg í gegnum þetta allt. Sem amma lítils hjartastráks, þykist ég geta sett mig svolítið í sporin ykkar hvað varðar vanmátt manns þegar maður vill gera allt, en getur einhvern veginn gert svo lítið og þarf að leggja allt sitt í hendurnar á einhverjum öðrum. Sem betur fer eigum við frábært fólk í öllum stöðum :)
Vill samt segja þér, að frá því að ég fór að lesa bloggið þitt hef ég alltaf haft þá tilfinningunni að það eigi eftir að verða eitthvað mikið úr þessari stúlkuhnátu :D
Gangi ykkur sem best í því sem framundan er, og ég held áfram að fylgjast með ykkur, kveikja á hetjukerti og biðja með ykkur öllum :)
Berglind (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 22:04
Flottur strákur:)Því miður hafði ekki nærvera Theodórs sigur hjá Fylki,í þetta sinn..
Já vonandi verðið þið bráðum í Svíaríki....
Bið að heilsa Kalla kóngi:)
Góðar kveðjur,nú að austan:)
Halldór
Halldór Jóhannsson, 21.6.2010 kl. 22:16
Innilegar kveður til ykkar. Frábærar myndir af krökkunum.
Kveðja til stórfjölskyldunnar frá Þorgerði.
Þorgerður (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 16:05
Vona að þið komist út sem fyrst og klárið þetta. Óþolandi að hafa svona hangandi yfir sér.
Ég beið í næstum 3 ár eftir beinmergsskiptunum. Alltaf verið að reyna eitthvað nýtt.
Hugsa til ykkar
Rakel Sara Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 16:19
Gott að verið er að drífa hlutina áfram. Guð veri með ykkur
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.6.2010 kl. 20:08
Eitt stórt knús á ykkur duglega fjölskylda!
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 11:56
Langaði bara að kasta kveðju á ykkur og vonandi fáið þið fréttir sem fyrst um að þetta fari allt að skella á. Gangi ykkur ofboðslega vel! Risaknús til ykkar allra, Ásdís
Ásdís (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 20:57
Langaði bara að senda ykkur knús í morgunsárið, veit að það er erfitt að bíða, en þetta styttist.
Falleg myndin af hetjunni og bróðirinn að kafna úr monti á hinni myndinni :D
Orkukveðja úr morgunsólinni sem er að fara af Skaganum....
Helga
Helga Arnar (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.