29.7.2010 | 09:43
Svíþjóð - dagur 3 - fyrri færsla dagsins.
Vorum mætt eldsnemma uppá spítala í morgun og undirbúningurinn hófst fljótlega eftir að við komum.
Þuríður mín stóð sig að sjálfsögðu ótrúlega vel í öllu, heyrðist ekki "múkk" í henni þegar hún var sprautuð enda heyrist aldrei neitt í henni þó svo það sé verið að pína hana. Óskar hefði bara átt að vera þegar hún var svæfð en svo var ákveðið að leyfa okkur þremur að vera sem var að sjálfsögðu æði. Þó svo þetta sé í "hundraðasta" sinn sem hún er svæfð finnst mér það alltaf jafn erfitt.
Íslenski svæfingalæknirinn mun fylgja okkur í allan dag sem er bara fullkomið og sinnir okkur 150% væntanlega miklu meira en hann á að gera. Hann var einmitt að hringja í okkur rétt í þessu til að láta okkur vita að það gengur allt vel hjá henni og allt er eftir áætlun. Mikið hlakka ég til að hitta hana eftir ca tvo til fjóra tíma uppá "vöknun".
Oddný Erla mín á frekar erfitt í kringum allt þetta ferli en hún minnir mig dáltið á sjálfan mig, finnst erfitt að brotna niður fyrir framan aðra og reynir allt sem hún getur að fara ekki að gráta. Svo þegar við vorum búnar að kveðja Þuríði mína þá ákváðum við að kíkja í h&m sem er hennar uppáhalds búð og er föst við hótelið sem við búum á þessa dagana og kaupa smá gjöf handa Þuríði sinni sem henni fannst ekki leiðinlegt að velja og svo rétt áður en við förum uppá spítala verður kíkt í dótabúðina og keypt eitt "Pet shop" dýr sem uppáhalds dótið þeirra systra og gefið stóru systur þegar hún vaknar. Oddný Erla litla blómarósin mín er ekki minni hetja en Maístjarnan mín.
Við erum reyndar ótrúlega þreytt, frekar mikið álag en ég og Oddný náum okkur enganveginn niður til að hvíla okkur en það er gott að Skari minn nær því.
Núna ætla ég aðeins að knúsa blómarósina mína áður en við kíkjum í dótabúðina sem er líka föst við hótelið okkar og kaupum eitt stk pet shop dýr.
Skrifa aftur í kvöld og hlakka mikið til að lesa öll kommentin frá ykkur fyrir Maístjörnuna mína.
Knús á ykkur öll.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
253 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gangi ykkur ótrúlega vel. ég hugsa til ykkar:*
katrín (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 09:57
Hef fylgst með ykkuur hetjunum um tíma en ekki kommentað lengi
Hugsa til ykkar og bíð spennt heftir frekari fréttum af. Þetta fer allt vel 
Jóhanna Ól (ókuunnug) (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 09:59
Mikið eru þið dugleg og þú Oddný besta systir í heimi og þú Þuríður sterkasta stelpa í heimi. Held að Lína langsokkur ætti að fara vara sig þar sem þú er nú einu sinni í hennar heimalandi :) Þið eruð öll súperhetjur sem mega líka gráta ;) Gangi ykkur vel Bestu kveðjur frá mæðgunum KNÚSSSSSSS
Magga og Andrea (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 10:11
Gefi ykkur góða strauma. Gangi ykkur hrikalega vel. Þið eruð ótrúlega dugleg
kv Díana Guðjóns.
Díana Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 10:11
Gangi ykkur vel og hugur minn er hjá ykkur
Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.7.2010 kl. 10:23
Mikið rosalega ertu dugleg og sterk Þuríður og heppin að eiga svona góða litlu systur eins og hana Oddnýju :)
Þið eruð öll hetjur og það er alveg rétt, Oddný er ekkert minni hetja en Þuríður :)
Þetta eru flottar stelpur sem þið eigið og þið standið ykkur rosalega vel :)
Knús
inga - ókunug (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 11:04
Elsku fallega Þuríður mín sem ert svo sterk og dugleg. Gangi þér vel í dag Hanna frænka hugsar mikið til þín núna og þegar ég vaknaði í morgun að þá kveikti ég strax á kerti fyrir þig dúllan mín....Birgitta Nótt og Dagbjört Líf hugsa líka mikið til þín og eru mikið að spurja hvernig gangi hjá þér í Sviþjóð. Þær senda þér stórt knús elskulegust. Ég er líka viss um að Hanna Vina sé með þér í huganum þó lítil sé ;o) Nú svo má ekki gleyma Munda pung,hann biður að heilsa hetjunni líka. Svo er það Oddný elsku blómarósin okkar. Þú ert sko ekkert minni hetja og ert dugleg að standa með stóru systu. Eins og ég hvísla alltaf að þér dúllan mín að þá ert þú flottust og fínust og við elksum þig mikið sæta ;o) Óskar og Áslaug við sendum ykkur kærar kveðjur og stórt knús. ELSKUM YKKUR ;o)
Hanna og Co (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 11:24
Þetta á allt eftir að ganga vel hjá ykkur:) Þuríður Arna alltaf jafn dugleg og hörð af sér en munið að tárin eru líka af hinu góða og þau létta mikið á spennunni sem er í kroppnum og sálinni
Katrín Ösp (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 11:37
Hugur minn er hjá ykkur kæra fjölskylda. Þið eruð öll engar smá hetjur og ég trúi því að þetta fari vel. Bið fyrir Þuríði, Oddnýju og ykkur hjónum. Gangi ykkur vel :)
Dagbjört ókunnug (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 11:48
Sendi ykkur alla þá sólargeisla sem til eru í veröldinni.
Guðný þ (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 11:48
Elsku fjölskylda. Hugur minn er hjá ykkur og ég sendi ykkur allar mínar bestu óskir. Elsku fallega Maístjarna, þú ert algjör hetja og hugrakkasta átta ára stelpa sem ég hef nokkurn tíma vitað um. Gangi ykkur vel!
Anna Lára Steindal (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 11:50
Kæra fjölskylda, ég er ein af þeim sem fylgist með ykkar baráttu og dáist að því hvernig þið gangið í gegnum erfiðleikana. Ég sendi ykkur allar mínar bestu óskir og bið almættið um kraftaverk fyrir Þuríði Örnu.
Þuríður Arna og Oddný Erla, þið eruð einstakar perlur og það eru forréttindi að fá að fylgjast með ykkur.
ókunnug (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 11:52
Kæra fjölskylda,
Gangi ykkur sem allra, allra best í Svíþjóð. Þið eruð öll hetjur!
Bestu kveðjur,
Ragga (systir Birnu)
Ragga (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 12:02
Duglegu hetjur :) Fylgjumst með úr fjarlægð og sendum strauma.
Kv
Hrund og co.
Hrundski (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 12:09
Sendi ykkur alla mín góðu strauma. hef fylgst með blogginu ykkar og dáist að ykkur öllum. Kveðja Guðný ókunnug en finnst ég þekkja ykkur svolítið. Ég þekki svolítið að eiga veikt barn. Yngsta stelpan mín er hjartveik. aftur kær kveðja Guðný
Guðný Elísabet Einarsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 12:09
Elsku Þuríður Arnar,
rosalega ertu nú dugleg og sterk stelpa og mikið ofsalega ertu heppin að eiga svona góða systur eins og Oddný Erla er. Þið eruð báðar mjög heppnar stelpur að eiga hvor aðra að:) Ég er viss um að þetta mun ganga vel og þú verður fljót að jafna þig á þessu. Bestu kveðjur til mömmu og pabba sem eru líka svakalega dugleg enda ekkert annað í boði þegar maður á ekkert annað en hetjur!
Bestu kveðjur úr rokinu á Akranesi, Helga Arnar
Helga Arnar (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 12:13
Kæra fjölskylda, kveikti á kerti fyrir Þuríði Örnu og sendi góða strauma yfir hafið. Gott að allt gengur vel og er sannfærð um að þetta fer allt vel. Knús á hetjuna og litlu systur hana Oddnýju hún er svo góð systir! Kv. Hulda og fjölskylda.
Hulda SKB mamma (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 12:24
Elsku þið öll
Mikið er yndislegt að heyra hvað þið virðist vera í góðum höndum og gerið ykkur þetta eins gott og mögulegt er.
Þið eruð öll miklar hetjur, sem svo sannarlega má taka sér til fyrirmyndar.
Hvað varðar MAÍSTJÖRNUNA, bið ég ekki um minna en kraftaverk enda er hún mikið kraftaverkabarn.
Sendi ykkur kærleiks- og fyrirbænakveðjur
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 12:31
yndislegt að fá að fylgjast með, kærar þakkir fyrir færslurnar. Við sitjum hér í Bandaríkjunum og lesum og hugsum mikið til ykkar og vonum að allt fari eins vel og mögulegt er. Þið eruð öll þvílíkar hetjur. Baráttukveðjur til Þuríðar!!
Lísumamma (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 12:57
Já, það eru svo sannarlega forréttindi að fá að fylgjast með ykkur. Sendi ykkur hlýjar hugsanir og góða strauma. Þuríður Arna og Oddný Erla eru svo sannarlega hetjur eins og þið öll. Hugsa líka til strákanna ykkar sem eru pottþétt í dekri hér heima. Þið eruð öll hetjur.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 13:01
Sendi Þuríði hlýjar hugsanir, hún er sko algjör hetja.....
Magga J (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 13:13
Já, þetta eru sterkustu systur í heimi og ekkert smá heppnar að eiga hvora aðra að. Ekki spilla þessir flottu bræður fyrir og hvað þá að eiga foreldra sem öllu vilja kosta til fyrir hópinn sinn.
fjögurra_dætra_móður (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 13:13
Elsku Þuríður Arna svakalega ertu dugleg! Gangi þér sem allra best í landi Línu Langsokks! Bestu kveðjur til foreldra þinna og flottu systkina þinna. Sendi þér og fjölskyldu þinni mína bestu strauma í allan dag!
ókunnug sem fylgist með. (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 13:23
Gangi ykkur vel í dag. Þuríður er algjör hetja það sér maður langar leiðir en systir hennar og foreldrar eru líka ótrúlegar ofurhetjur. Ég veit að Þuríður er örugglega sammála að allar Súperhetjur verða sterkari á að hafa ofurhetjur sér við hlið til að hjálpa og án ykkar væri hún ekki slík súperhetja sem hún er. Sendi hlýja strauma frá Íslandi.
Ein tveggja barna mamma (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 13:57
Elsku systur.
Hugsa til ykkar. Þið eruð ofurhetjur. Duglegustu systur í öllum heiminum. Knús í hús.
Berglind Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 14:07
Sendum hugrökku Þuríði Örnu batakveðjur og hugsum til ykkar allra.
Kv.
Tómas og Linda.
Linda og Tómas SKB foreldrar (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 14:34
Gangi þér vel í dag Þuríður Arna, þú ert sannkölluð hetja eins systkyni þín og foreldrar.
Sólveig (ókunnug) (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 15:17
Elsku þið öll. Núna er vonandi hetjan vöknuð og búin að sjá allt sem Oddný hefur valið fyrir systur sína. það er svo gaman að lesa og fá að fylgjast með. Þið eruð öll svo dugleg og reynið að hvílast líka það er svo mikilvægt í baráttunni.
Knús og kossar til ykkar, Brynja og co.
Brynja (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 16:01
Sendi ykkur öllum baráttukveðjur, veit að þeta fer allt saman vel, Þuríður Arna er svo mikil hetja að við getum öll lært af henni, hennar bíður eitthvað stórkostlegt, knús til ykkar ótrúlega sterka fjölskylda, kv. Sigga
(þekki ykkur ekkert, hef fengið að fylgjast með ykkur hér, takk fyrir það:)
Sigga (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 16:16
Elsku Þuríður okkar!
Við strákarnir hugsum til ykkar í Svíþjóð. Við vitum hvað þú ert mikill töffari og snillingur. Við bræðurnir erum að fara keppa í fótbolta og ætlum að reyna skora mark fyrir þig. Amma Oddný og Hinrik Örn komu í heimsókn áðan. Biðjum að heilsa Oddný Erlu baráttukveðjur úr Kópó.
kv. Linda og strákarnir
Linda og strákarnir (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 16:44
Duglega fjölskylda...
Batakveðjur frá Fróni og baráttukveðjur með framhaldið......þið eruð sannkallaðar hetjur.....
kv Anna
Anna (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 16:56
mikð ertu dugleg Þuríður Arna, ég óska þér góðs bata og vonandi verður þú komin heim að leika sem fyrst. Knúsaðu litlu systur sem er svo dugleg að vera þarna með þér. guð og lukkan veri með ykkur
Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 17:23
Hæ Þuríður ég held að þú sért duglegasta stelpan í öllum heiminum. Ég veit að Skoppa og Skrítla eru sko rosalega stolltar af þér þú ert svo duglega að reyna að láta þér batna í höfðinu þínu. Gangi þér vel og stórt knús og koss á kinn frá mér. Kv Helga.
Helga ókunnug (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 17:32
Það er yndislegt að heyra að aðgerðin hafi gengið vel, það getur engin sett sig í ykkar spor nema hafa gengið í gegnum svona. Það er yndislegt að sjá systurnar saman, og mér finnst þær ótrúlega duglegar. Ég bið góðan guð að vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk, við Oddnýju Erlu vil ég segja, þú ert ótrúleg systir, og það er gott að þú getir verið hjá Þuríði þinni, mér finnst þú vera mikil hetja, við þekkjumst ekkert kæru frænkur en ég óska þess að allt gangi vel hjá ykkur í Svíþjóð kv María
María Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 01:05
Oh ég var svo mikil klaufi að gleyma því að segja hvað þið hetjurnar eruð heppnar að fá að sjá Línu Langsokk, það eigið þið svo sannarlega skilið :)
María Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.