Leita í fréttum mbl.is

Svíþjóð - dagur 4 - fyrri færsla dagsins

Það var nú ekki mikið um svefn hjá þeirri sterkustu og Skara mínum í nótt.  Hjúkkurnar voru víst að koma ansi oft inná herbergi til þeirra til að gefa þeirri sterkustu verkjalyf sem ég skil kanski ekki þar sem hún var ekkert að kvarta og svaf einsog steinn fyrirutan að sjálfsögðu þegar þær voru alltaf að koma og vekja hana.  Þannig alltaf þegar hún var ný sofnuð þá var hún vakin með lyfjum.  Svo á endanum var Latibær settur í tækið enda stúlkan glaðvöknuð fyrir allar aldir þökk sé hjúkkunum sem voru að sjálfsögðu að sinna sínu starfi.

Ég og Oddný mín Blómarós sváfum ótrúlega vel til rúmlega sex en þá eru Svíarnir farnir að vinna einsog brjálæðingar hérna fyrirutan hótelið og það heyrist svona líka vel þó svo við séum á þrettándu hæð.

Veit ekki hvernig dagurinn verður hjá okkur en það kemur í ljós í kringum tíu þegar læknarnir fara að labba á milli.

Enn og aftur takk fyrir ÖLL kommentin þau gera ótrúlega mikið fyrir okkur ÖLL, svoooo gaman að lesa þau fyrir stelpurnar mínar.
P7292046 [1280x768]
Hérna er Blómarósin mín að kveðja systir sína rétt áður en hún fór í svæfinguna, endalaust flottar og bestar.

Eigið góðan dag, ég er vissum að okkar verður FRÁBÆR.  Skjáumst aftur í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra fjölskylda,

Ég þekki ykkur ekki neitt, en samt finnst mér ég þekkja ykkur því ég hef fylgst með ykkur í langan tíma.  Þið hjón eigið sterkustu stelpur sem ég veit um og ég dáist að þeim. Það er nú samt ekki skrýtið að þær séu svona duglegar og sterkar sjáið bara foreldrana þau eru þau flottustu hér á bæ.

Ég sendi ykkur mínar bestu kveðjur og hef ykkur í bænum mínum alla daga. Þuriður Arna er svo sannarlega hetja og ekki er systir hennar síðri. Þær tvær geta sigrað allt og með þessa fjölskyldu með sér eru ykkur allir vegir færir.

Kveðja ókunnugur aðdáandi:)

Sigríður (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 08:14

2 identicon

Dagurinn y

Brynja (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 08:55

3 identicon

Dagurinn ykkar verður frábær það er ég viss um vonandi getur Þuríður og Óskar hvílt sig í dag eftir annasama nótt hjá hjúkkunum. Hlakka til að lesa seinni færsluna svo gaman að fylgjast með ykkur.

Knús til ykkar allra, kv. Brynja og co.

Brynja (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 08:57

4 identicon

Mikið er gott að vita hvað sænsku hjúkkurnar er samviskusamar  varðandi verkjalyfin  Þið eigið frábærar stelpur (og stráka auðvitað líka) Yndislegt að fylgjast með þeim og flott að sú fékk að fara með ykkur út. Knús til  ykkar frábæra fólk, bið kærlega að heilsa Línu langsokk

Jóhanna Ól (ókunnug) (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 09:14

5 identicon

Gangi ykkur vel kæra fjölskylda.

Guðmunda (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 10:12

6 identicon

Yndisleg myndin af systrunum. Risa knús á þær frá mér. Eigið góðan dag.

Og ég bið líka að heilsa Línu langsokk.  

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 10:22

7 identicon

yndislega flottar stelpurnar, stjarnan og perlan, bestu óskir um góða daga og góða líðan, hugsa til ykkar oft, þið eru frábær og dugleg, sendi ykkur góða strauma og orku, ljúfustu kveðjur og stórt knús, fylgist áfram með.

Didda ókunnug (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 10:26

8 identicon

Fallega duglega fjölskylda mikið er gott að sjá hetjuna ykkar og reyndar báðar hetjurnar ykkar svona brosandi og yndislegar.  Falleg mynd sem segir allt sem segja þarf um kærleik ykkar og ást á lífinu, tilverunni og öllum gullmolunum ykkar.  Gangi ykkur áfram vel og ég tendra ljós fyrir ykkur. Dagurinn ykkar verður góður og fallegur. Guð passar ykkur og gefur ykkur styrk.

Kærleiksknús frá 4 barna mömmunni

4 barna mamman (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 10:40

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er bara fyrir fólk með "hestaheilsu" að liggja á sjúkrahúsi.

Lítill svefnfriður fyrir umhyggju og eftirliti. Gott að allt gengur vel

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.7.2010 kl. 11:04

10 identicon

Duglega fjölskylda ... þið eruð hetjur. Yndisleg myndin af þeim systrum. Gangi ykkur súpervel áfram.

Dagbjört ókunnug (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 11:34

11 Smámynd: Ragnheiður

Gott að allt gengur vel, yndisleg mynd af allra flottustu stelpunum !

Ragnheiður , 30.7.2010 kl. 12:11

12 identicon

Elsku fjÖlskylda! Gangi ykkur allt vel ì dag.Tid eigid rosa flottar og duglegar stelpur.Hlakka til ad lesa næstu færslu.Kv.Oddny

Oddny Hróbjartsd (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 12:26

13 identicon

Sendi í gær kveðju til Þuríðar. En í dag langar mér til þess að senda kveðju til Oddnýjar. Oddný þú ert besta og sterkasta systir sem til er. Ert svo góð við Þuríði og passar hana vel. Skemmtið ykkur veð að hitta Línu Langsokk þið eruð sko miklu sterkari er hún. :)Kv Helga.

Helga ókunnug (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 12:28

14 identicon

Fylgist reglulega með hetjunni, frábært að sjá hversu dugleg hún og þið öll eruð.  Gangi ykkur sem allra allra best :)

Kv. María

María (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 13:19

15 identicon

Þið eruð öll rosalega dugleg.

Þuríður og Oddný: Við hér í vinnunni erum með flugnaspaða sem maður setur rafhlöður í og þá kemur rafstraumur í spaðann og svo hleypur ein konan hér um allt með spaðann að ná flugum og "zappa" þær :) En það versta er að þær rotast bara og við verðum að klára málið öðruvísi.

Eigið góðan dag :)

Hulda (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 14:07

16 identicon

Elsku Þuríður og Oddný.  Mikið eruði yndislegar systur.  Þuríður svo ótrúlega dugleg og lætur engan bilbug á sér finna.  Oddný án efa langbesta systir sem til er.  Þið eruð yndislegar.

Sendi ykkur baráttukveðjur (og ykkur foreldrunum að sjálfsögðu)

Dísa ókunnug (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 14:50

17 identicon

Kæra fjölskylda

Óska ykkur alls hins besta Gangi ykkur öllum rosalega vel og baráttukveðjur Kveðja Hjördís ( ókunnug )

Hjördís Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 16:21

18 identicon

Hæhæ elsku fjöldskylda.

 Sendum ykkur hlýja strauma frá Lundskógi. Þið eruð öll hetjur í okkar augum, Þuríður og Oddný þið eruð án efa fallegustu systur í öllum heiminum. Gangi ykkur vel næstu dag.

 Bestu kveðjur úr Lundskógi.

 Kveðja Hanna Dögg, Birgir Már og Karen Dögg

Hanna Dögg (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband