Leita í fréttum mbl.is

Svíþjóð - dagur 6

Þetta er búið að vera mikill hamingjudagur hjá stelpunum mínu og jú auðvidað okkur.  Við vorum mætt í tvíloíið hérna í Stokkhólmi um leið og það opnaði, þá þurftum við ekki að bíða svo lengi eftir því að komast í tækin sem var bara snilld.  Stelpurnar gátu farið í öll tækin sem þær vildu og höfðu stærð í sem var endalaust gaman.  Það var sem sagt mikil gleði og mikil kátína hjá stelpunum mínu í dag en eftir tívolí ákváðum við að skella okkur í sjávardýrasafnið sem er hliðina á tívolíinu og hitta nokkra hákarla, froska og marga skrýtna fiska.  Ætluðum í kaffi til drottingarinnar en þurftum að afboða okkur á síðustu stundum þar sem Hard Rock heillaði meira J.

Núna erum við uppá hóteli að pakka því heimför er á morgun, fyrr en áætlað var sem er  gaman!!

Þuríður mín er  hress, það er ekki að sjá á henni að hún hafi verið í meðferð eða farið undir „gammahnífinn“ á fimmtudaginn.  Hún kvartar undan þreytu en „ekkert meira en það“ sem er að sjálfsögðu gott.  Ef þetta hefði verið ég þá væri ég væntanlega ennþá inniliggjandi með verkjastillandi í æð en oft er sagt að börn eru fljótari að jafna sig en við fullorðnafólkið.

Þessir dagar hérna í Svíþjóð eru búnir að vera bæði ofsalega erfiðir og líka mjög skemmtilegir, höfum aðeins geta gleymt okkur  í smá skemmtun sem er stór plús í þessari ferð.  Oddný Erla blómarósin okkar hefur líka hjálpað okkur mikið og þá sérstaklega Þuríði sinni, einstaklega góðar og nánar, miklu  nánari en áður.

Einsog oft áður ætla ég að enda þessa færlsu á myndum dagsins en næst þegar ég blogga þá verður það frá klakanum okkar. J
P8012220 [1280x768]

P8012252 [1280x768]

P8012312 [1280x768]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Dásemdin ein að geta gleymt sér aðeins, þessari erfiðu ferð...

Þuríður er hreint og klárt KRAFTA-FURÐUVERK:)

Oddný er aldeilis stoð og stytta allra:)

Góða ferð elskurnar heim:)

Kv..

Halldór Jóhannsson, 1.8.2010 kl. 18:48

2 identicon

flottar stelpurnar, góða heimferð.

Didda ókunnug (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 19:41

3 identicon

Yndislegar myndir af systrunum. :) Góða ferð heim á morgun. Þar taka á móti ykkur, 2 yndislegir bræður með bros á vör. Sé það fyrir mér.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 20:47

4 identicon

Ég gleymdi að segju ykkur hvernig ég hélt upp á útskrift Maístjörnunnar í gær. Það var sko, Grillveisla. Mmmmmmmmm 

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 21:57

5 identicon

Þetta er ótrúleg stelpa sem þið eigið, hún er svo sterk og dugleg :)

Guðrún (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 23:37

6 Smámynd: Signý og Svenni

Yndislegt að vel gengur og að draumar hafi verið uppfylltir. Gaman að sjá myndirnar af þeim í tívolíinu. Gangi ykkur vel á heimleið

Signý og Svenni, 1.8.2010 kl. 23:59

7 Smámynd: Edda Sigurdís Oddsdóttir

Frábært að heyra að vel gekk og að þið náðuð smá skemmtun í ferðinni.

Maður hefur nú lengi haft á tilfinningunni (eftir að hafa fylgst með hér á heimasíðunni) að það væri einhver sérstakur kraftur í Þuríði en það er greinilegt að krafturinn í Oddnýju Erlu er ekki minni.

Edda Sigurdís Oddsdóttir, 2.8.2010 kl. 10:40

8 identicon

Æðislegt að sjá myndirnar og lesa hversu gaman var í tívolíinu.  Þessar dætur ykkar eru báðar alveg yndislegar og mjög samheldnar.  Gangi ykkur vel á heimleiðinni, svo hlakka ég bara til að lesa bloggið að heiman

Ásdís (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 10:57

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Frábært hvað þessi ferð hefur tekist vel í alla staði. Systurnar eru einstaklega nánar og það hjálpar ykkur öllum. Guð veri með ykkur

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.8.2010 kl. 17:07

10 identicon

Kæra yndislega fjölskylda

vonandi eruð þið lent á íslandi og allt gengið vel.

Frábært að fylgjast með ykkur og hvað hún Þuríður Arna var fljót að ná sér eftir aðgerðina og með von í hjarta að allt gangi vel hér eftir.

Gott að sjá systrakærleikinn hjá þeim systrum bara frábærar, eins og þið eruð öll fjölskyldan eins og sést vel er ég les bloggið ykkar.

Anna Pála (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 20:58

11 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Yndislegt að heyra hvað allt gengur vel :)Sendum ykkur styrk og strauma fra Noregi

Erna Sif Gunnarsdóttir, 2.8.2010 kl. 22:16

12 identicon

Flottustu stelpurnar;)

kv. Brynja

Brynja (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 12:47

13 Smámynd: Ragnheiður

Flottar myndir. Þuríður Arna er alveg stórkostleg..ég held að ég lægi líka bakk eftir svona inngrip en hún bara ansar ekki neinu svoleiðis og er bara langduglegust og flottust. Ekki er Oddný neitt síðri - líka ofsalega flott stelpa :)

Ragnheiður , 4.8.2010 kl. 16:36

14 identicon

þú ert hetja þuríður Arna einsog allir í fjölskylduni

flottar myndir af ykkur systrum. vonandi hefur heimferðinn gengið vel .

verðum áfram með hugan hjá ykkur

ofurorkurkærleiksstraumar að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 23:50

15 identicon

Yndislega fjölskylda. Gaman að sjá hvað allt hefur gengið vel, flottar myndir af sætum systrum. Bið Guð að allt gangi vel eftir að þið komið heim

Kristín (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband