6.8.2010 | 14:45
Afsakið hlé....
Við erum komin heim og ég hef bara verið algjörlega tóm síðan við komum heim. Mikill léttir að þessari meðferð er lokið og svo mikill kvíði fyrir því hvernig meðferðin tókst þar að segja tókst að drepa þetta æxlið, "poppa" upp önnur æxli í kjölfarið, hvernig koma aukaverkanirnar út og svo lengi mætti telja. Núna tekur við bið, það getur tekið allt uppí ár til að sjá hvernig þetta tókst og það getur líka tekið allt uppí ár eftir að aukaverkanir láti sjá sig.
Hrikalega erfiðir mánuðir framundan því við vitum EKKERT en læknarnir okkar úti voru mjög ánægðir hvernig meðferðin tókst þó svo æxlið var búið að stækka um nokkra mm síðan í maí en þá var það ekki óviðráðanlegt einsog þeir sögðu þar að segja fyrir "gammahnífinn" en þeir voru dáltið smeykir hérna heima ef við myndum þurfa bíða of lengi eftir að komast undir "hnífinn" þá þyrfti að hugsa uppá nýtt hvernig meðferð hún ætti að fara í. Enn sem betur fer kom ekki af því.
Á þessum tíma vorum við búin að ákveða (ásamt hennar "team-i) að losa okkur við "brunninn" hennar en því miður breyttust aðstæður í maí og á "brunninum" þarf hún á að halda. Það kom líka til greina að minnka enn meira flogalyfin hennar með haustinu en það breyttist að sjálfsögðu líka því miður. Í staðin þyrfti frekar að stækka skammtinn hennar þar að segja ef hún fengi fleiri krampa en þennan um miðjan júlí.
Já þetta er allt saman ósanngjarnt!! Maístjarnan mín er samt mjög hress en þreytt.
Eigið góða helgi, væri til í að eyða þessari helgi í berjatýnslu með börnunum. Veit einhver hvar/hvort ég get fengið vel þroskuð ber einhversstaðar, ekki mjög svo langt frá borginni?
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Áslaug mín. Sendi þér hlýjar hugsanir og vona að þið fjölskyldan fáið styrk hvert af öðru. Það er mikið á ykkur lagt, enn einu sinni og ég veit að þið komist í gegnum þetta eins og annað. Duglega fólk
Berjaspretta er víða komin vel á veg - held að það hljóti að vera hægt að fara hér upp í Mosfellsdal/heiði og í hlíðum Esju inni í Mosfellsdal - eins og þið væruð að fara á Móskarðshnúka. Svo er í Brynjudal og víðar og víðar.... (ég fer vestur fljótlega - er búin að smakka ber þaðan og þau voru ótrúlega stór og ljúffeng... nammi namm).
Kveðjur á liðið þitt allt.
Stella
Stella A. (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 15:02
Nesjavallavegur er umkringdur þokkalegu berjalandi líka.
Jóhannes Birgir Jensson, 6.8.2010 kl. 15:51
Eitt Stórt knús á ykkur öll. Það er örugglega gott að fara í berjamó til að dreifa huganum. Ég var eimitt að spá í að skella mér á sunnud. í berjamó. Miðað við það sem maður er að heyra þá er það ekkert of snemmt. Eigið góða helgi, kæra fjölskylda.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 17:49
Vildi bara kvitta fyrir innlitið... Kíki á síðu ykkar reglulega til að sjá hvernig gangi.
Gangi ykkur rosalega vel á komandi mánuðum
Kv. Sandra
Sandra (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 18:22
Gott að þetta tókst allt vel og nú er bara að biðja Guð um góðan bata og þakka honum um leið fyrir Gammahnífinn, ég meina að hann skuli vera til og hægt skuli vera að nota hann á þennan hátt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.8.2010 kl. 18:33
Fræabært að heyra að allt hafi gengið vel í Svíþjóð og vonandi hefur gammahnífurinn náð að drepa æxlið.
Það er allt morandi í berjum á Þingvöllum og vel þroskuð.
Kv.
Aníta Ósk
Aníta Ósk (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 21:36
Það kemur að því að hún losnar við brunninn og lyfin.... eg er alveg viss um það.
Katrín Ösp (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.