Leita í fréttum mbl.is

Konguló, konguló, vísaðu mér á berjamó.

Við fjölskyldan fórum á Þingvelli í gær í þessu yndislega veðri.  Týndum heilan helling af krækiberjum en það var endalaust mikið af þeim þarna en Oddný Erla mín var dáltið fúl að það voru engin bláber. 
P8082399 [1280x768]
Hérna er Maístjarnan mín en hún var meira fyrir að slaka aðeins sá og skoða blómin en að leita af berjum eða svona undir lokin þá fór hún á fullt og týndi heilan helling.
P8082376 [1280x768]
Hinrik Örn aðal töffari hugsaði meira um lookið en að týna berin en skemmti sér samt ótrúlega vel enda elskar hann að vera svona útí náttúrunni.
P8082412 [1280x768]
Öll berin sem voru týnd í ferðinni sem var reyndar bara ca klukkutíma-týnsla en mikið fór uppí okkur á meðan týnslunni fór fram.
P8082433 [1280x768]
Við förum náttúrlega ekki í ferðalag í dag án þess að boltinn sé með og hérna er súper töffarinn hann Theodór í fótbolta en ekki hvað??
P8082438 [1280x768]
Systurnar sáu svo um að hjálpa pabba sínum að grilla hamborgara handa okkur en við fundum okkur kósý stað til að grilla á og leika okkur.
P8082429 [1280x768]
Að sjálfsögðu var svo ein systkinamynd en ekki hvað.

Yndislegur dagur í gær sem við áttum á Þingvöllum, allir hressir og kátir enda ekkert annað í boði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndi.

Einhver hvíslaði að mér að maður gæti tínt aðalbláber í Heiðmörk.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 20:39

2 identicon

æðislega sæt , flott berin.

Didda ókunnug (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 21:47

3 identicon

Myndirnar af börnunum klikka ekki. Alltaf jafn yndisleg og sæt. Hafið það sem allra allra best, alltaf.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 22:24

4 identicon

Vona að mér fyrirgefist að ráðast svona inn á síðuna en langar að segja ykkur frá því að í Grafningnum finnst frábært aðalbláberjasvæði (þ.e. Reykjavíkurmegin Þingvallavatns)

Helga (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 22:41

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þið hafið átt góðan dag sem er yndislegt

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.8.2010 kl. 22:49

6 identicon

Þið eruð bara flottust og dugleg að tína ber!!

LOL Brynja og co.

Brynja (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 09:27

7 identicon

Varð hugsað til þín þegar ég sat úti í góða veðrinu hér í Mosó, en stöku sinnum dett ég inn á síðuna og dáist að því hvað þið eruð flott fjölskylda. Vona að þið haldið áfram að blómstra. Kær kveðja, Jónína, mamma Sigurgeirs og Óla Jóns sem þú passaðir í gamla daga..

Jónína Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 10:32

8 identicon

Notalegur dagur þetta og krúttlegar myndir

Kristín (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 12:15

9 identicon

æ hvað þetta er sæt mynd af þeim :)

Dagrún (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband