12.8.2010 | 15:52
Sá tími sem við ætluðum..........
Maístjarnan mín er þreytt.
Þetta er sá tími sem við ætluðum að vera laus við öll veikindi, tíminn sem Maístjarnan mín ætlaði að fara njóta lífsins einsog heilbrigt barn, tíminn sem ég ætlaði að sjá hana blómstra, tíminn sem við ætluðum að minnka enn meira flogalyfin hennar, tíminn sem við ætluðum að losa okkur við "brunninn" hennar, tíminn sem ég ætlaði að fara pirra mig á einhverju sem skiptir engu máli, tíminn sem við ætluðum að hætta hafa áhyggjur, tíminn sem Blómarósin mín ætlaði líka að blómstra sem hún og hætta að hafa áhyggjur af stóru systir ENN nei þetta er greinilega ekki sá tími.
Bráðum eru komin heil sex ár síðan Maístjarnan mín veiktist og það er löööööngu komið gott af þessari veikinda"súpu". Afhverju er verið að pína hana svona mikið, þetta er óendanlega sárt. Nei hún kvartar nánast aldrei en stundum langar mig að heyra hana kvarta bara svo ég fái að vita hvernig henni líður. Ekki misskilja mig, mig langar ekki að henni líði illa mig langar bara heyra hvernig henni líður. Hún á bara erfitt með að tjá sig, finna réttu orðin svo fara þau öll í "flækju" en henni langar svo mikið.
Það var samt svo gaman hjá okkur áðan, við mæðgur kíktum í sund og Maístjarnan mín skríkti/öskraði af kæti allan tíman sem hún var í rennibrautinni held að allir í sundinu hafi heyrt í henni og ö-a inní klefana. Eftir fimmtán (blómarósin mín taldi) ferðir í rennibrautinni vildi Maístjarnan mín fara heim því þá var hún búin á því og að sjálfsögðu fórum við uppúr.
Já mér finnst þetta allt saman SKÍTT og skil ekki þennan tilgang og mun aldrei skilja.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 4870799
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
æi ... ég vildi ég hefði einhver svör...
Katrín Ösp og Ólöf Alda (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 15:57
Auðvitað er þetta skítt og gott að skulir skrifa það hér að þér finnist þetta SKÍTT.
En svona er ekki hægt að svara - það vantar orð.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.8.2010 kl. 16:16
__________________Á enginn orð.....
Sendi KÆRLEIK-HLÝJA STRAUMA-BARÁTTUKVEÐJUR-GOTT KNÚS SEM OG ENDALAUST AF <3<3<3<3<3<3..
Þið eruð EINSTÖK...og svo MIKLAR HETJUR...
Vildi svo getað tekið þetta af hetjunni stóru...
Halldór Jóhannsson, 12.8.2010 kl. 16:19
Já, þetta er skítt. Enginn getur sett sig í spor ykkar. Með kærri kveðju frá Þorgerði.
Þorgerður (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 16:22
Æ, elskan litla.Ég segi eins og fl.''ég finn ekki orðin.''
Sendi ykkur bata og baráttukveðjur.
Halla frænka.
Halla (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 21:07
Já þetta er vægast sagt mjög skítt, og sjaldan sem maður óskar þess jafn heitt að geta gert eitthvað.
Þið eruð óendanlega miklar hetjur og standið ykkur vel í þessari erfiðu baráttu.
Risa knús til ykkar!
ps. Gaman að heyra af skemmtilegri sundferð, trúi því að þetta hefur verið mikið stuð ;)
Katrín (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 23:29
Já þetta er helvíti skítt og gott hjá þér að segja það upphátt. Og já þetta átti að vera tíminn sem að þú væri að velta og pirrast yfir einhverju sem skiptir engu máli.
Mér finnst þetta komið gott og að þið séuð búin með ykkar pakka og ég segi eins og fleiri finn ekki orðin til að reyna að hughreysta ykkur. Þið eruð svo endalaust dugleg og sterk kæra fjölskylda.
Það kemur dagur eftir þennan dag og ég vona að guð gefi ykkur betri dag á morgun og það sem eftir er.
Berglind Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 23:36
Það er oft mjög erfitt að skilja hve mikið er lagt á sumt fólk og hvað þá sum börn, en það er víst bara eitt hægt að gera og það er að halda áfram að vona og vona að nú fari þetta að vera komið gott. Guð leggur ekki meira á mann en maður getur höndlað, eða svo verðum við að trúa! Þið eruð ótrúlega duglegar mæðgur!
Guðrún (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 07:41
Það er einfaldlega ekki hægt að skilja þetta. Vona bara að þessu sé að ljúka hjá ykkur. Löngu kominn tími til!!!
Ég fór í Ljósið á miðvikudaginn og ég skil bara ekkert í sjálfri mér að hafa ekki farið þangað fyrr, mikið rosalega er gott að koma þangað. Vel tekið á móti manni.
Hafið það sem allra best kæra fjölskylda, njótið helgarinnar.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 15:06
Sendi ykkur baráttukveðjur.
Benedikt Halldórsson, 13.8.2010 kl. 19:29
Þetta er ömurlega skítt
Ragnheiður , 13.8.2010 kl. 23:13
Sendi ykkur risa knús og alla englanna mína
Jóhanna (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 05:19
Ágæta Áslaug mín,lífið er oft erfitt,og ég skil reiði þína að dóttir þín skuli þurfa að ganga þennan erfiða veg.En reyndu að láta reiðina ekki yfirtaka allt,njóttu hvers dags og vertu til staðar eins og þú svosem ert fyrir öll börnin þín.Þú ert heppin að geta gert allt það sem maður les um hjá þér,það eru ekki allir sem hafa td fjárráð til að fara í utanlandsferðir og þessháttar.Gleymdu ekki heilbrigðu börnunum þínum.Þau þurfa svo mikið á þér að halda.Ég óska ykkur öllum góðrar heilsu og hamingju á komandi árum.Að lifa og deyja er það eina sem við vitum þegar við fæðumst,og við fáum mislangan tíma hér á jörðinni.Blessi þig Áslaug
Margret (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 18:14
Hef nú ekki staðið í þessari baráttu nálægt því eins lengi og þið en úff hvað ég skil þig vel. Að hafa áhyggjur af algjörlega tilgangslausum hlutum er eitthvað sem væri svo kærkomið. Og stundum þarf maður bara aðeins að fá að öskra yfir óréttlætinu í þessu lífi. Gangi ykkur endalaust vel. Við hugsum til ykkar.
Signý og fylgifiskar
Signý og Svenni, 15.8.2010 kl. 12:49
Já, segi eins og fleiri á engin orð, en sendi eina stóra kærleikskveðju
Kristín (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 22:32
Lifið er skrýtið , sendi þér og ykkur Risastóra kærleiksnúskveðju
kveðja að austan
Dagrún (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.