3.10.2010 | 15:47
Ég þoli ekki október mánuð
Þá er komið að þeim mánuði sem ég HATA mest, afhverju? Jú vegna þess þegar við höfum fengið slæmar fréttir þá koma þær oftast alltaf í október. Fyrstu slæmu fréttirnar í október voru 25.okt'04 eða þegar Maístjarnan mín veiktist fyrst og þeim degi gleymi ég ALDREI og svo hafa þær komið alltof oft eftir það í október mánuði.
Maístjarnan mín ætti með réttu að fara í sýnar næstu rannsóknir síðasta þriðjudaginn í okt en við báðum læknanna okkar að breyta því sem ég er mjööööög fegin. Vegna allra slæmu fréttana sem við höfum fengið (í okt) og vegna þess að hennar stærsti draumur á að rætast stuttu eftir það og EF það kæmi ekki gott útur rannsóknunum veit ég að við myndum ekki njóta þess jafn mikið, en í staðin fáum við að gera eitthvað brjálæðislega skemmtilegt og láta hennar STÆRSTA draum rætast. Ég var reyndar alltaf búin að lofa henni að þessi draumur myndi rætast fyrsta lagi þegar hún myndi fermast en aðstæður breyttust í maí þegar hún greindist aftur og vildi helst gera þetta NÚNA. Ég er sjálf að deyja því ég er svo spennt og langar endalaust mikið að segja henni frá þessu en ef ég myndi gera það, þá myndi Maístjarnan mín ekki sofa þanga til. Þannig í staðin fær flottasta stelpan að fara í sínar þriggja mánaða rannsóknir 9.nóv eða tveimur vikum seinna en hún hefði átt að gera.
Maístjörnunni minni líður ágætlega, ég fór einmitt á foreldrafund uppí skóla á föstudag og auðvidað stendur hún sig ágætlega miðavið allt saman. Viljinn er mikill hjá henni og hún hefur sýnt ótrúlega miklar framfarir á bara ári, það verður einhverntíman alveg hrikalega mikið úr þessari stelpu. Hún er líka rosalega ánægð í skólanum enda ekki annað hægt þegar hún er með þrjár stelpur í fjórða bekk sem sitja henni (3 og 4 bekkur saman) sem eru alveg yndislega góðar við hana og passa vel uppá hana, það er ekki hægt að biðja um meiri kærleika einsog hún fær frá þeim. Greinilega vel uppaldar stelpur.
Það var líka foreldrafundur hjá Blómarósinni minni, þetta er allt að koma hjá henni þar að segja félagslega enda þrusu erfitt fyrir hana að þurfa kveðja bestu vinkonurnar úr leikskóla(leikskólinn hennar var ekki í hverfinu), fara í alveg nýtt umhverfi og hafa þurft að upplifa svona erfitt sumar með systur sinni. Henni gengur endalaust vel í skólanum eða einsog kennarinn hennar orðaði það "spurning um að senda hana bara beint í Háskólann". Hún er fluglæs og komin í annar bekkjar bók í stærðfræðinni sem hún flýgur reyndar í gegnum einsog ég hef oft sagt þá er Blómarósin mín ekki 6 ára, hefur þurft að þroskast alltof hratt síðustu ár.
Ég vona að þessi október mánuður verði sá besti síðan 2004, hvað þá nóvember þegar Maístjarnan mín fer í rannsóknir sínar.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þær eru snillingar snillinganna á heimilinu:)
Vona að Okt...Nov...Des....Jan..og....verði bara betri og betri.....
Aldeilis gaman að lesa um kærleik stelpnanna...
Halldór Jóhannsson, 3.10.2010 kl. 16:07
Vona að þið fáið góðar fréttir í nóvember og að október verði góður núna :) Er orðin mjög forvitin hver draumurinn er:)
24.október 08 er dagurinn hjá mér sem við fengum mjög slæmar fréttir í sambandi við son minn, ég skil þess vegna hvernig þér líður í sambandi við 25.okt hjá þér, sniðugt hjá þér að fá að fresta skoðuninni fram í nóvember.
Guðrún ókunnug (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 16:30
Eigið góðan október kæra fjölskylda, kominn tími til! Það eru fleiri forvitnir!
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 17:33
Vonandi gengur allt sem best hjá ykkur. Yndislegar stelpur sem þú átt.
Sigrún Þórisdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 17:56
Hugsa til ykkar, gangi ykkur vel frábæra fjölskylda
Krisín (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 18:54
Kæra fjölskylda þið eruð svo dugleg vá vá það er svo gaman að geta fylgst með ykkur þið eruð svo jákvæð og dugleg, maður er bara líka bara orðin spenntur að fá að vita hvað þið eruð að fara að gera ;-) hugsa oft til ykkar þegar maður er eitthvað að vorkenna sjálfum sér ussss dáist að því hvað þið eruð dugleg með fallegu börnin ykkar að gera hluti
stelpumamma (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.