Leita í fréttum mbl.is

Draumur Þuríðar minnar :)

Mín yndislega og fallega Þuríður mín fékk að vita með drauminn sinn í morgun eða um leið og hún vaknaði.  Ég svaf lítið sem ekkert í nótt þar sem ég var ofur-spennt að tilkynna henni þetta, mér leið einsog 8 ára gömlu barni að bíða eftir aðfangadegi. 

Hérna kemur smá myndband þar sem Þuríður mín tilkynnir ykkur hvað hún sé að fara gera um helginaWink ....strákarnir verða í góðum höndum á meðan en mín yndislega systir ætlar að flytja inná heimilið og hugsa um pungana mína og svo systir mömmu hún Linda uppáhald og strákarnir hennar, þannig þeim á heldur ekkert eftir að leiðast um helgina.

Sem sagt snilldar helgi framundan þar sem Þuríður mín fær að upplifa sinn ALLRA ALLRA stærsta draum, ég mun aldrei geta þakkað nógu vel fyrir mig þeim sem gerðu þennan draum að veruleika.

Hérna er svo ein af þeim frekar "mygluðum" og nývöknuðum með leikhúsmiðann sinnW00t
mamamia


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OMÆ!!!!! jiiiiii en yndislegt . Skemmtið ykkur konunglega elskurnar minar. Vá hvað eg er ótrúlega ánægð fyrir ykkar hönd. hlakka til að sjá myndir frá þessum frábæra stað. knus og kossar fra DK.

Helga (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 11:09

2 identicon

Ji minn ég er búin að vera svooo spennt. Þetta verður æðislegt.

Góða skemmtun :)

Erla (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 11:14

3 identicon

YNDISLEGT!!! Góða ferð og góða skemmtun.

Sjöfn (ókunnug) (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 11:29

4 identicon

Góða ferð og dekrið við prinsessuna - þetta verður frábært...

Siggi Hjaltalín (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 11:35

5 identicon

jesús minn ég táraðist. skemmtið ykkur rosalega vel :)

Gullveig (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 11:45

6 identicon

Elsku þið,yndislega góða fjölskylda ,þið eigið þetta svo þúsund falt inni,elsku Áslaug ég get ekki sagt það hvað þú þarnast þessa mikið,vonandi kemur þú með linar axlir heim og þessar spenntu skilur þú eftir og bindur hnútin í maganum vel utanum og hendir í lokaða ruslafötu úti.Góða ferð og skemmtun,Hrönn

Hrönn (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 11:45

7 identicon

Æðislegt  góða skemmtun ....

Gerða Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 11:48

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

VÁ VÁ VÁ mikið verður þetta gaman GÓÐA SKEMMTUN ÞIÐ ÖLL  

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.11.2010 kl. 11:57

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta er yndislegt

Sigurður Haraldsson, 3.11.2010 kl. 12:20

10 identicon

æi en gaman! ég fékk gæsahúð að horfa á þetta! Góða ferð og skemmtun.

Oddný (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 13:09

11 Smámynd: Þórunn Eva

jiiiiiiiiiiiiiiiii en gaman víííí ;D

Þórunn Eva , 3.11.2010 kl. 13:16

12 identicon

þetta verður sko gaman hjá ykkur :) skemmti ykkur vel :)

svanhildur fanney Hjörvrasdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 13:22

13 identicon

jiiii ég fékk tár í augun !!!

Loksins fær hún drauminn sinn :)

Njótið helgarinnar og skemmtið ykkur ótrúlega vel :)

Sara Björk (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 14:18

14 identicon

Búin að vera mjög forvitin, nú er leyndarmálið komið í ljós.  Góða ferð og góða skemmtun kæra fjölskylda.  Gangið á Guðsvegum.  Kærleikskveðja.

Sæunn ókunn (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 15:00

15 identicon

Dagný (ókunnug) (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 15:13

16 identicon

En yndislegt! þið eruð ótrúlega falleg fjölskylda, allir ættu að taka ykkur til fyrirmyndar! Góða ferð og njótið í botn!

ókunnug (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 15:40

17 identicon

Jiiiibbbbýýýýý!!!!!!! ;o) æ, ég er svo glöð að lesa um stóra drauminn hennar Þuríðar Örnu og ég óska ykkur góðrar ferðar. það verður gaman að kíkja hér eftir helgina. Mamma mia!!!!!  

Oddný Erla er snillingur að geyma þetta leyndarmál, svona lengi.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 16:03

18 identicon

VÁ mikið er ég glöð fyrir ykkar hönd þið eigið þetta svo sannarlega skilið og njótið ferðarinnar vel.

Kristín ókunnuga (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 16:36

19 identicon

Þvílík snilld.Góða ferð og góða skemmtun

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 16:55

20 identicon

Þetta er bara ekkert annað en yndislegt. Hamingja og gleði fylgi ykkur.

kv gþ

Guðný þ (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 17:00

21 identicon

Frábær ferð hjá ykkur

Ég er búin að fara til London og sjá Mamma Mía það er hrein og tær snilld.

Eigið góða daga saman.

kv

Anna Pála

Anna Pála (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 17:14

22 identicon

Frábært! Góða ferð og góða skemmtun! kv. Ásdís

Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 17:20

23 identicon

Æji frábært ... algjörlega yndislegt fyrir ykkur :) Góða skemmtun :)

Dagbjört ókunnug (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 17:27

24 identicon

Æðislegt:) Góða ferð og góða skemmtun :)

Guðrún ókunnug (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 17:33

25 identicon

úff Ólöf Alda var með mér að horfa á myndbandið en ég gat ekki svarað henni þegar hún spurði hvað væri að gerast, ég var með svo mikinn kökk hehe:) Æðislegt!! Góða skemmtun :)

Katrín Ösp og Ólöf Alda (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 17:53

26 identicon

jemmi dúdda mía , tárin hrundu við að sjá þetta myndband :) Góða ferð og skemmti ykkur konunglega :) :)

kærleikskveðjur að austan :)

Dagrún (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 18:04

27 identicon

FRÁBÆRT!!!!!!

Skemmtið ykkur vel, þið eigið það svo sannarlega skilið

Kær kveðja,

Stella

Stella A. (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 19:05

28 Smámynd: Ragnheiður

við tárumst allar sem erum hér fastagestir greinilega

Ragnheiður , 3.11.2010 kl. 19:28

29 identicon

Dásamlegt! kökkur tár og allt. Frábær hugmynd!

ókunnug (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 19:46

30 identicon

Yndislegt, tárin runnu , frábær hugmynd og skemmtið ykkur vel :)

Kristín (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 21:14

31 identicon

Yndislegt

Guðrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 21:42

32 identicon

Ji en æðislegt að sjá stúlkuna þína svona glaða og spennta og snillingurinn hún Oddný að halda leyndarmálinu allan tímann:) Yndislega verður gaman hjá ykkur þarna úti og ég segi bara góða skemmtun kæra fjölskylda:)

kristín ókunnuga (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 22:47

33 identicon

Þið eruð Snillingar!!!  Skemmtið ykkur eins og þið eigið lífið að leysa, ég skil bara ekki hvernig ykkur dettur allt þetta skemmtilega í hug, sem þið eruð sífellt að framkvæma eða á leiðinni að framkvæma:o)  Hafið það dásamlegt þarna úti!

Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 23:07

34 identicon

Frábært, skemmtið ykkur æðislega vel. Veit að þið munið njóta ykkar í botn. 

Verð nú að segja að mér finnst algjörlega ótrúlegt að hún Oddný skuli hafa getað geymt þetta leyndarmál allan þennan tíma.

Finnst þið vera algjörir snillingar í að gera eitthvað skemmtilegt saman.

Kristín (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 23:28

35 identicon

Frábært hjá ykkur :-) Góða ferð og skemmtið ykkur vel :-)

Hestakveðja, Berglind

Berglind Inga Árnadóttir (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 00:30

36 identicon

Þið eruð svo yndisleg!!! Manni vöknar um augun, eigið æðislega helgi öll sömul!

Lilja ( ókunnug ) (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 09:16

37 identicon

YNDISLEGT MYNDBAND AF YNDSILEGRI BROSSTELPU!!!

Skil vel að hún hafi brosað allan hringinn, en það er alveg magnað hvað þetta bros og þessi gleði getur fengið marga til að klökna og nánast skæla (en af gleði reyndar).

Eigið yndislega helgi í London saman!!!

Kæmpe knus frá bláókunnugri konu í DK...

Begga Kn. (ókunnug) (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 09:57

38 identicon

Yndislegar fréttir...

Góða ferð og góða skemmtun á Mamma Mia.  Þetta verður alveg örugglega yndisleg ferð hjá ykkur öllum

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 10:10

39 identicon

Yndislegt! Góða ferð og góða skemmtun. Kveðjur frá einni ókunnugri en bloggáskrifenda í Köben.

Arndís Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 10:25

40 identicon

Þetta eru yndislegar fréttir, ég er viss um að þetta verður bara æðislegt.

Eigið góða daga og dekrið hvert við annað.

Kær kveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 11:52

41 identicon

Yndislegt.

Sit hér hágrátandi við tölvuna og þið eigið þetta svo sannarlega skilið.

 Njótið hverrar mínútu.

Góða ferð.

Hilda (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 12:43

42 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Góða ferð :)

Benedikt Halldórsson, 4.11.2010 kl. 13:09

43 identicon

En yndislegt! Þið eruð einstök! Góða ferð!

Eyja (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 17:47

44 identicon

Yndislegt!!

Ég tárast bara og allt er svo spennt fyrir ykkar hönd!
Eigið yndislega ferð saman

Þórunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 18:03

45 identicon

YNDISLEGT!!!!!!

Góða ferð og góða skemmtun :)

Hanna (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 19:15

46 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.11.2010 kl. 22:51

47 identicon

Æðislegt skemmtið ykkur ROSALEGA vel :)

Góða ferð:)

Aðalheiður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 00:02

48 identicon

Kæra fjölskylda, ég fylgist alltaf með ykkur, þið eruð alveg einstök öll sömul. Gangi ykkur ávallt vel og góða skemmtun í London,

kveðja, Sara

sara Hlín Hálfdanardóttir (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 09:49

49 identicon

Njótið vel fallega fjölskylda.

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 15:56

50 identicon

Vá augun eru full af tárum. Yndislegt að sjá að draumar geta sko ræst Njótið vel

Hjördís Edda (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 18:49

51 identicon

Dásamlegt - lífið er til að njóta og reyna að láta draumana rætast. Góða ferð og skemmtun!

Bára (ókunnug) (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 10:59

52 identicon

Elsku besta og fallegasta hetjan mín.þetta er bara guðsgjöf að þið systur séuð að fara út að sja þetta uppáhaldsverk ykkar.Nú er bara að æfa sig að syngja á ensku þangað til þið farið.Ég elska þetta verk sjál og ekki laust við að ég öfundi ykkur af þessu og langi til að koma með....en ef einhver á þetta skilið þá er það flottasta og fallegasta hetja sem ég hef kynnstt.Njótið vel elskurnar og mikið væri gaman að við færum að hittast Áslaug mín.Ég ligg núna á 11-e og fer á miðvikudaginn í viðtal upp á liknardeild....knús og kossar til ykkar allra.

Björk töffari (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband