8.11.2010 | 11:14
Svíf á bleiku skýji
Helgin var FULLKOMIN í alla staði. Alveg yndislegast í heimi fyrir okkur að fá að upplifa draum Þuríðar minnar sem var að sjálfsögðu okkar draumur. Þvílíkt moment þegar sýningin var að hefjast, ég átti rosalega erfitt með mig enda rosalega tilfinning að sjá barnið sitt upplifa sinn stærsta draum. Ég var með gæsahúð allan þann tíma sem sýning var, Þuríður var eitt bros í framan þegar sýningin var að hefjast og Oddný mín skellihló allan tíman enda var þetta ekkert minni draumur hjá henni. Já þetta var SNILLD í alla staði!
Við gerðum nokkra aðra hluti á meðan við vorum í London t.d. skruppum við í moll sem heitir Westfield en við lásum að söngkonan Rihanna yrði stödd þar til að kveikja á jólaljósunum og þvílík fagnaðarlæti þegar sönkonan mætti á svæðið. Rosalega gaman að fá að upplifa svona stemmningu og stelpunum fannst það sko geðveikt. Kíktum líka í Natural history museum sem var rosalega gaman að sjá, ég ætlaði mér nú að versla jólaföt á stelpurnar mínar í þessari ferð en fann EKKERT sem mér finnst alveg ótrúlegt. Fötin þurfa greinilega að vera of fullkomin og fást ekki einu sinni í London enda fullkomnar stelpur sem ég á. Eini "hausverkurinn" fyrir jólin og það er að velja fullkomnu jólafötin á stelpurnar mínar enda búin með allt hitt.
Já einsog ég sagði þá var þessi ferð algjörlega FULLKOMIN og ég svíf á bleiku skýji og það verður að sjálfsögðu svoleiðis áfram þó svo ég sé hrikalega kvíðin fyrir morgundeginum en þá fer Þuríður mín í rannsóknir sínar og þá verður segulómað bakið í leiðinni. Við ÆTLUM okkur að fá bestu fyrirfram jólagjöfin okkar á morgun enda ekkert annað í boði.
Þið megið krossa alla putta og tær og hugsa fallega til Maístjörnu minnar á morgun.
Gleðileg jól.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 4870798
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Áslaug og fjölskylda við sendum ykkur hlýjar kveðjur og biðjum fyrir góðum fréttum, baráttukveðjur Guðrún og co.
Guðrún Bergmann (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 11:25
Frábært að heyra hvað þið skemmtuð ykkur vel!! Yndislegt! kv. Ásdís
Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 11:32
Frábært að lesa hvað þetta heppnaðist allt vel
Nú leggjumst við bara öll á bæn og biðjum um bestu útkomuna fyrir Þuríði Örnu.
Baráttukveðja af Skaganum,
Helga
Helga Arnar (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 11:47
Elsku fjölskylda yndisleg helgi að baki ,svo verða bara en yndislegri fréttir úr rannsókninni af BROSdúlluni,baráttukveðjur Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 11:55
Gangi ykkur vel á morgun :-)
Brynja (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 14:14
Við hugsum vel til ykkar allra daga og gerum það líka á morgunn. Yndislegt hvað þið skemmtuð ykkur vel og áttuð góða daga saman. Baráttukveðja :)
Sirrý (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 14:16
Endalaust gaman að heyra af þessu, auðvitað hlaut þetta að verða einmitt svona.
Já það er bara eitt sem má koma út úr rannsókninni og það er gott, þetta álag á ykkur er ekki eðlilegt, endalaus bið, og spenna sem einmitt fylgir biðinni.
Þó það sé lítil huggun þá er öruggt að við öll sem fylgjumst með ykkur fallegu duglegu hetjunum erum með í maganum þar til niðurstaðan liggur fyrir.
Guð gefi að hún verði góð, þess óskar Sólveig með kærri kveðju
Sólveig (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 14:16
Gaman hvað helgin tókst vel. Hugsa til ykkar og bið þess að allt gangi vel á morgun.
Krisín (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 15:11
Frábært að heyra með ferðina ykkar! :)
Bið fyrir ykkur öllum á morgun. Gangi ykkur vel.
Dagbjört ókunnug (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 15:21
Yndislegt að lesa hvað allt var gaman í London. Hugsa til ykkar á morgun.
Þorgerður (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 15:34
Vona að dagurinn í dag verði sá allra besti. Megi algóður gefa ykkur að svo verði.
Berglind (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 16:03
Sigurður Haraldsson, 8.11.2010 kl. 16:55
Yndislegt, fékk gæsahúð við að lesa lýsingarnar, fullkomnar stelpur sem þið eigið! Hugsum til ykkar á morgun og óskum Þuríði góðs gengis á morgun, hún á eftir að massa þetta stelpan!!!
Kveðja úr Mosó
Eyja (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 18:11
Hugsa til ykkar á morgun!
Jenny (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 21:40
Kærleikskveðjur<3
Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 21:45
yndislegt að lesa þetta :) hugsum til ykkar á morgun
kærleiksknús til ykkar :)
Dagrún (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 22:13
Hugsa til ykkar í dag, vona af öllu mínu hjarta að allt komi vel út.
Guðrún ókunnug (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 07:49
Frábært að sjá að helgin var vel heppnuð hjá ykkur. Hugsa hlýtt til ykkar alla daga, en extra mikið í dag.!!!! Gangi ykkur vel, ekkert annað í boði.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 08:20
Yndislegt að heyra hvað þið áttuð frábæra ferð saman,
Það á allt eftir að ganga vel í dag, eins og þú segir þá er ekkert annað í boði.
Edda Bjork (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 08:43
Hér er allt í kross fyrir góðu gengi og ekki laust við að það sé hnútur í mallanum líka :-S Vona svo heitt og innilega að allt komi vel út hjá ykkur og sendi ykkur alla mína orkustrauma.
Mikið var gaman að "heyra" hvað það var gaman hjá ykkur um helgina.
Knús og kærar kveðjur til ykkar allra!!!
Begga Kn. (ókunnug) (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 12:19
Yndisleg helgi að baki greinilega :)
Hugsa svo mikið til ykkar í dag!! Knús og kram!
Lilja ( ókunnug ) (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 12:43
Gaman að ferðin var ánægjuleg.
Læt ljós skína í dag fyrir ykkur. Vona að allt gangi eins vel og áverður kosið.
Dagný Gísladóttir (ókunnug) (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 13:21
Mikið er ég glöð fyrir ykkar hönd með hvað helgin hefur verið frábær. Sendi ykkur kærleiksríkar hugsanir
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.11.2010 kl. 14:47
Hugsa til ykkar... og rakst á þetta lag...
http://www.youtube.com/watch?v=sm5Xv4T1uzw&feature=related
Svandis Ros (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 17:24
Fékk tár í augun að lesa þetta og sjá. Vona heitt og innilega að þið fáið jólagjöfina ykkar uppfyllta. Knús á ykkur og sætu stelpuna ykkar.
Katla (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 22:10
Frábært að ferðin tókst vel. Og gangi ykkur vel :)
Helga ókunnug (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 22:50
Gott að heyra að ferðin tókst vel, krossa putta fyrir hetjunni og ykkur öllum, kærleiksknús
Sæunn ókunnug (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 01:05
Bið fyrir ykkur öllum . Knús...
Soffía (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 10:45
Yndislegt hvað ferðin tókst vel hjá ykkur um helgina, ég er líka mamma mia aðdáandi , er núna með hugann við rannsóknirnar og vona að Guð gefi að þær verði eins og best verður á kosið.
Bestu kveðjur til ykkar allrar fjölskyldunnar og spec til Hetjunnar ykkar.
Ragna (ókunnug).
Ragnhildur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.