Leita í fréttum mbl.is

Svartur dagur í gær en það birti til í dag.... (langt)

Þriðjudagur 9.nóvember‘10

Vekjaraklukkan hringir 6:50  eftir lítinn nætursvefn enda mikill kvíðadagur framundan.  Ég fer beint inn til Þuríðar minnar, vek prinsessnuna mína og skelli mér í sturtu.  Við mæðgur eigum að vera mættar uppá spítala kl 7:30 fyrir verðandi rannsóknir en Óskar minn sér um hin heima eða koma Oddnýju í skólann og keyra drengina í leikskólann. 

Við erum mættar rúmlega hálf átta en Þuríður mín á að vera númer tvö í röðinni í segulómun en þar sem barnið sem var sett á undan er ekki mætt fáum við að vera fyrstar.  Yeeesss!! enda ömurlega leiðinlegt að þurfa bíða með fastandi barn í marga klukkutíma sem gerist alltof oft.

Rúmlega átta erum við komnar í svæfinguna og hittum „gamla“ svæfingalæknirinn okkar eða sem sá um hana þegar hún var í geislunum og það er alltaf gaman að hitta „gamla liðið“ okkar (þó svo ég myndi alveg vilja sleppa því) og veit hennar sögu.  Hún er fljót að sofna og ég kveð hana, mikið ofsalega finnst mér alltaf erfitt að sjá hana sofna við svæfingu og kveðja hana.  Langar mest að vera hjá henni og halda í hendina á henni þó svo hún sé sofandi allan tíman.

Einum og hálfum klukkutíma síðar erum við Skari mætt til hennar á „vöknun“ og að sjálfsögðu er ég með nesti handa þeirri allra flottustu enda vaknar hún alltaf sársvöng og vill borða NÚNA.  Hún vaknar vel einsog í flest öll skipti og klárar samlokuna sína á nokkrum mínútum.

Eftir þetta tekur við löng tveggja klukkutíma bið því læknarnir okkar ætla að láta okkur að fá bráðabirgðaniðurstöður, ég sé hjúkkuna og lækninn labba framhjá biðherberginu og þegar ég sé þau saman fæ ég hnút í magan og segi við Óskar „að það er ekki góðsviti að þau komi saman til okkar“ sem og þau gera.  Ég finn hálsinn minn fyllast af kvíða, maginn er allur í hnút og ég er farin að skjálfa af hræðslu.  Hjúkkan snýr sér strax til Þuríðar minnar og spyr hana útí helgina og Þuríður mín er að sjálfsögðu í sæluvímu að ræða þetta við hana enda þvílíkur draumur í dós hjá henni að fá að sjá „mama mia“.  Eftir nokkra mínútna samtal milli hjúkkunar og Þuríðar minnar snúa þau sér að okkur en ég vissi um leið og hún byrjaði að ræða við hetjuna mína þá væru þau ekki með góðar fréttir fyrir okkur.  Læknirinn ræskir sig og byrjar að tjá sig „ nei æxlið lítur ekki vel og það eru töluverðar breytingar á því“.  Ég brotna niður og fer að hágráta, Þuríður mín er ekki lengi að koma til mín og tekur utan um mig og klappar mér á bakinu.  En þeir geta samt ekkert staðfest fyrr en sérfærðingar skoða myndirnar í fyrramálið, vávh hvað mér samt óglatt og mig langar bara að komast út til að öskra og knúsa Þuríði mína heima.  Mig langar ekki að vera þarna, mig langar að lifa eðlilegu lífi, mig langar að eiga heilbrigt barn, mig langar að líf okkar verði „áhyggjulaust“, mig langar að hafa sömu áhyggjurnar og margir á þessu landi, mig langar bara að hafa „venjulegar áhyggjur“.  Andskotans hugsa ég, helvítis, já ég blóta mikið, ég er orðin bólgin í augunum en eftir samtalið við læknana hringir sérfræðingurinn okkar (skurðlæknirinn okkar) og ætlar að hitta okkur morguninn eftir þegar hann er búinn að skoða myndirnar.

Dagurinn líður hægt og mér líður illa ALLAN daginn en sýni krökkunum það samt ekki þar sem það var ekkert búið að staðfesta þó svo að Þuríður mín sá mig brotna niður þá er hún fljót að „gleyma“ og leikur sér það sem eftir er dagsins.

Miðvikudagur 10.nóv‘10

Morguninn líður hægt, ég fer með strákana mín í leikskólann.  Theodór minn á frekar erfitt þessa dagana og neitar að fara og það er frekar erfitt fyrir mömmuhjartað en hann á að fá pabbadag um helgina, þeir feðgar ætla saman í bíó sem hann er frekar spenntur fyrir en það er samt ekki nóg til að gleðja hann.  Reyni að gleðja hann yfir því og segi honum að Jólasveinninn ætli að mæta í afmælið hjá Hinrik Erni eftir eina og hálfa viku en það er samt ekki nóg, honum langar að vera hjá mömmu en það var víst ekki í boði þar sem við vorum á leiðinni uppá spítala á fund.  Það er erfitt að kveðja hann en ég veit að hann er fljótur að jafna sig.

Við erum mætt uppá spítala rétt fyrir ellevu þar hittum við sérfræðinginn, hjúkkuna, krabbalækni og taugalækninn okkar.  Maginn  minn er á hvolfi og það er ekkert langt í grátinn, shit (afsakið) hvað mér líður illa, ég bara trúi því ekki að það ætli ekki að takast að „drepa“ þetta æxli, ég trúi því ekki að það eigi að pína Þuríði mína meir.  Hver er tilgangurinn?  Þessi flotta, yndislega, skemmtilega og frábæra stelpa á bara gott skilið.  Við setjumst öll niður og sérfræðingurinn spyr okkur „hvort við séum búin að heyra eitthvað?“ Já það vorum við sannarlega búin að gera sem var bara slæmt.  Sérfræðingurinn heldur áfram „það var annar sérfræðingur sem skoðaði myndirnar með  mér, það eru miklar breytingar á æxlinu en alveg „eðlilegar“ breytingar, það eru miklar bólgur í því (mikil bjúg) sem eru kanski að koma fyrr en áætlað var“.  Hann heldur áfram „en við viljum sjá hjöðnun á æxlinu í næstu myndatökum sem verða í byrjun febrúar“. 

Sem sagt miklar bólgur í æxlinu, við fengum að sjá myndir og já þær eru miklar, æxlið er HUGE.  Hnúturinn minnkar samt ekkert við þessar fréttir þó svo þær eru jákvæðar, „gammahnífurinn“ er að vinna sína vinnu og auknar líkur á að aukaverkarnirnar fari að sýna sig sem eru ALLS EKKI skemmtilegar sem myndi að sjálfsögðu þýða sterameðferð sem er hrikaleg en að sjálfsögðu ekki það versta í heimi.  Stundum finnst okkur sjá að aukaverkanirnar séu að koma en erum samt ekki viss, hún kvartar líka meira en venjulega og orku minni.  Hún vill ekki sofa í nýja rúminu sína sem er kanski ekki það besta á svæðinu fyrir hana og vitum ekki afhverju en það er ekkert að sjá á bakinu hennar.  Gefum því séns í smá tíma í viðbót annars fær hún það BESTA fyrir sig.

Næstu myndatökur verða í byrjun febrúar einsog staðan er í dag en ef Þuríður mín fer að sýna einhverjar miklar breytingar þá verður þeirri dagssetningu flýtt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Áslaug, takk fyrir að blogga og leyfa okkur að fylgjast með.

Má ég spyrja, er þessi bjúgur þá aukaverkun af aðgerðinni í Svíþjóð?

Þú ert sönn hetja og fyrirmynd og átt ótrúlega flott og sterk börn.

Gangi ykkur allt í haginn.

Helga ( ókunnug )

Helga (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 13:41

2 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Já mikið rétt Helga, aukaverkanir koma af meðferðinni í Svíþjóð.

Takk fyrir kveðjuna

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 10.11.2010 kl. 13:49

3 identicon

Þið eruð öll ótrúlega dugleg ég hugsa til ykkar og sendi ykkur góða strauma.

kv Díana G

Díana Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 14:01

4 identicon

Elsku fjölskylda...já þetta er erfitt.  Einstök færsla hjá þér duglega mamma og enn og aftur færð þú mig til að hugsa um það góða, það mikilvægasta og það einstaka í lífinu.  Þú kemur manni niður á jörðina með einlægni þinni.  Mikið vildi ég að töfrasprotinn minn myndi virka, bara ein ósk sem ég gæti uppfyllt til að losa ykkur við þessar erfiðu líðan. 

En ég tendra ljósin og bænin er sterk, þetta fer allt vel og við trúum því alltaf.  Þið eruð einstakir foreldrar og síðasta helgi var ykkur svo dýrmæt og minningin sem var búin til svo falleg.  Þuríður á eftir að ljóma um ókomin ár ég er alveg viss um það!  Mundu að hugsa um sjálfa þig mín kæra og mundu að panta þér í nuddið góða, þú þarft á því að halda.

Lífsins ljós litla hjarta
þín bíður veröldin bjarta
óskin flýgur full af þrá
falli aldrei skuggi á
þitt hreina hjarta.

Lífsins ljós guð þér gefur
frið og ró þegar þú sefur
óskin flýgur full af þrá
alla ævi munt þú sjá
ást guðs þú hefur.

Bænir mínar verða fyrir ykkur kæra fjölskylda Gangi ykkur vel

Kærleikskveðja 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 14:12

5 identicon

Kæra Áslaug - takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með. Hugsa reglulega til ykkar og vona að helv. æxlið sé bara núna reitt yfir meðferðinni hjá gammahnífnum og sé á leið að minnka í næstu myndatöku.  til ykkar.

Ragnhildur, ókunnug (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 14:13

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Átakanlegt svo ekki sé meira sagt sterkir straumar frá mér til ykkar

Sigurður Haraldsson, 10.11.2010 kl. 14:41

7 identicon

Elsku þið öll

Þetta eru alls ekki góðar fréttir og þó, ef að þetta eru bólgur sem verða mikið minnkaðar í næstu mynd þá eru þetta góðar fréttir.  Og við skulum ákveða að svo sé.

En að leggja þessa óvissu og bið á fólk endalaust er hryllilegt, maður spyr hvað er Guð að spá? en kannski er það einmitt hann sem er að koma í veg fyrir að þið tapið ekki bæði vitinu og heilsunni.

En hvað sem öðru líður ert þú Áslaug endalaust æðisleg komin með fréttir strax sem er alveg einstakt, takk fyrir það.

Guð og allur englahópurinn veri svo með ykkur öllum.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 14:57

8 identicon

Elsku Áslaug vona það besta og treysti á að þetta sé bara eðlilegar bólgur eftir Svíþjóð sendi ykkur alla mína jákvæðni, baráttuanda, kraft og styrk sem ég get og vona að þið stappið stálinu í hvort annað fyrir jólatörnina

 Knús og kossar frá okkur

Unnur "frænka" (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 14:59

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég vil trúa því að þessar aukaverkanir hjaðni von bráðar. Þetta er orðið svo langt og strangt ferli hjá ykkur. Bið almættið og englana mína að láta æxlið hjaðna og hjana.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.11.2010 kl. 15:22

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég vil trúa því að þessar aukaverkanir hjaðni von bráðar. Þetta er orðið svo langt og strangt ferli hjá ykkur. Bið almættið og englana mína að láta æxlið hjaðna og hjaðna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.11.2010 kl. 15:23

11 identicon

Þú ert svo ótrúlega dugleg og sterk. Ég vona innilega að þetta séu bara eðlilegar bólgur og að þær verði búnar að hjaðna í febrúar. En ég dáist af þér hvað þú ert dugleg og ekki síður litla hetjan þín.

Guðrún ókunnug (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 15:48

12 identicon

Verðum bara að trúa og vona að þetta séu aukaverkanir og í næstu skoðun komi allt gott í ljós!

Þið eruð öll alveg ótrúlega miklar hetjur og eigið allt gott skilið.

Eigið yndislega jólahátið saman og munið bara að nýtt ár gefur ný tækifæri og nýjar vonir :O)

Edda Bjork (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 16:23

13 identicon

Duglega duglega fjölskylda, krossa fingur og kveiki á kertum fyrir litlu hetjuna ykkar.  Megi allt gott geyma ykkur

Sæunn ókunnug (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 16:40

14 identicon

Orðlaus yfir þessari fræslu. Ég bara skil ekki hvernig þið komst af. þið eruð ótrúlega dugleg. Ég vona að guð gefi það að þetta séu " bara " aukaverkanir. En nú er þetta orðið gott við viljum ekki meiri veikindi. Sammála Eddu hér að ofan við skulum bara ákveða að nýtt ár gefi ykkur nýjar vonir og árið 2011 verði ykkar.

Berglind (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 16:41

15 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda.   Þetta eru sannarlega erfiðar fréttir að meðtaka.  Ég trúi samt staðfastlega að þetta sé tímabundið og að helv. æxlið hjaðni og minnki og að í næstu skoðun verði betri fregnir.  Sendi ykkur stórt knús og innilegar kveðjur,    Stella A.

Stella A. (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 16:55

16 identicon

Elsku fjölskylda !

Þið eruð HETJUR, megi guð almáttugur vernda litlu stúlkuna ykkar og gefa henni heilsu, einnig ykkur foreldra og systkyn, þú átt mikið hrós skylið fyrir að lofa okkur að fylgjast með ( eg hugsa hvort að það geti ekki líka hjálpað ykkur því við öll sem lesum bloggið þitt biðjum fyrir ykkur í bænum okkar ) Stórt og þétt faðmlag á þig mikla hetja.

Margrét (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 16:58

17 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda, það þarf sterka konu til að skrifa þetta það ert þú svo sannarlega,en megi allir verndarenglar alheims vaka og vernda ykkur,takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með,veitir hugarró og gefur kærleiksríkari hugsun,muna eftir kertinu hennar Þuríðar.

Hrönn (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 17:28

18 identicon

Hvílíkt sem lagt er á ykkur unga fallega fjölskylda . Þú ert svo dugleg Áslaug  og þið bæði  .. þar eru börnin ykkar heppin . Þetta er nær ómanneskjulegt sem á ykkur er lagt . Sendi mínar kærleikskveðjur og bið þess af öllu mínu hjarta að litla gullið ykkar fái bata !

Anna Jóna (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 17:38

19 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda.  Mínar innilegustu kærleikskveðjr til ykkar.

Þorgerður (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 18:11

20 Smámynd: Ragnheiður

Ég les og tárast, afhverju getur þetta ekki bara farið burt ?

Ég vona svo innilega að það verði rétt, að þetta sé bjúgur í æxlinu og í febrúar verði það farið að hjaðna verulega.

Knús Áslaug, elsku elsku Áslaug

Ragnheiður , 10.11.2010 kl. 20:00

21 identicon

Sæl öll.  Þið takið frábærlega á þessum hræðilegu erfiðleikum.  Ég óska ykkur öllum alls hins besta og Hetjunni henni Þuríði bið ég Guðs blessunar og að hún verði kraftaverkið sem við öll þörfnumst.  Blessuð sé framtíð ykkar !

Bkv.  Unnur Hreins.

Unnur Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 20:54

22 identicon

Elsku Áslaug og Óskar.

Það er svo sorglegt hvað er mikið er

ykkur lagt.Elsku litla Hetjan hvað hún er dugleg.

Manni er orðavant.Ég vona svo innilega að Guð veri með ykkur og æxlið eigi eftir að hverfa.

Hjartans kveðjur.

Halla fr.

Halla Magnusdottir (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 21:22

23 identicon

Það er hörð baráttan sem þið glímið við. En þið sýnið það en og aftur hversu heppin dóttir ykkar og börnin ykkar öll eru að lenda hjá ykkur í lífinu. Þið standið ykkur eins og hetjur og eigið aðeins það besta skilið. Nú vona ég og mín fjölskylda að árið 2011 megi vera ykkur gott. Ljósið lýsi ykkur og við höldum áfram að biðja um kraftaverk.

Dagný Gísladóttir (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 23:23

24 identicon

Af hverju getur þetta fj. æxli ekki gefið sig og hætt að kvelja Þuríði litlu. Ég bið og vona að þetta líti betur út í næstu skoðun. Guð blessi ykkur stóra og duglega fjölskylda

Kristín (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 09:51

25 identicon

Ég gat varla lesið út af tárum.....

Ég vona svo heitt og innilega að þetta verði betra í næstu skoðun, þið eruð FRÁBÆRIR foreldrar það verður ekki af ykkur tekið.

Ég kveiki á kerti fyrir Þuríði og sendi ykkur góðar hugsanir.

Linda (ókunnug) (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 14:20

26 identicon

Ég tek undir með öllum hér, kærar þakkir fyrir að leyfa okkur að fylgjast með. Þið eruð ótrúlega dugleg öll sömul. Það er ekki hægt að lesa þessa færslu án þess að tárast. Ég vona líka og bið þess að við fáum betri fréttir í febrúar.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 15:29

27 identicon

sendi ykkur góðar hugsanir knús og kram.....

Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 19:57

28 identicon

Sendi ykkur innilegar baráttukveðjur ...... og mun svo sannarlega setja litlu stelpuna ykkar í bænir mínar. 

Lilja A (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 23:23

29 identicon

Sendi ykkur stórt knús...Þið eruð rosalega dugleg fjölskylda...Baráttukveðjur...

Ragnheiður ókunnug (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 08:51

30 identicon

Elsku Áslaug mín, þetta er ógeðslega ósanngjarnt, alltaf verið að sparka ykkur til baka í vanlíðanina. Við verðum samt að trúa að eftir öll þessi áföll gerist eitthvað jákvætt..það skal bara takast.

Knús, Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 11:44

31 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda.  Mér finnst alveg ótrúlegt hvað þú ert dugleg að skrifa um allt sem er í gangi en ég hef þá  trú að það hjálpi þér andlega.  Ég trúi því að bólgan verði byrjuð að hjaðna þegar Þuríður fer aftur í myndatökurnar í febrúar.  Ég veit að þið eigið eftir að eiga yndisleg jól og hlakka til að sjá færslur eftir "jóla" afmælið!     Knús í kotið, Ásdís (sem er búin að panta miðana á Mamma Mia) ;O)

Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband