19.12.2010 | 16:38
Var á vaktinni í nótt
Ástandið á minni elskulegustu er bara svipað og síðustu daga nema mér finnst ég sjá að lömunin sé að koma aftur þannig mín ætlar að hitta einhverja lækna uppá spítala á morgun þar sem ég neita að minnka steraskammtinn á miðvikudaginn ef þetta er raunin. Jú hún er algjörlega orku- og kraftlaus, það er ca klukkutíminn sem hún dugar en svo verður hún að leggjast fyrir og hvíla sig aðeins. Við kíktum einmitt á jólasýninguna í Smáralindinni áðan og eftir tuttugu mín þá vildi Maístjarnan mín fara því henni leið bara ekkert of vel þarna. Mikill hávaði og áreiti er eitthvað sem fer ekki vel í hana þannig núna liggur hún uppí rúmi sofandi.
Ég var á vaktinni í nótt með henni og það var ræs um tvö og við fórum þá að sjálfsögðu fram til að fá eitthvað gott í gogginn og svo var horft á teiknimyndir í tvo tíma eða þegar Maístjarnan mín var tilbúin að fara aftur uppí rúm að hvíla sig.
Já þetta eru virkilega erfiðir dagar hjá henni og manni líður ofsalega illa að horfa á hana einsog hún er, hún skilur að sjálfsögðu ekkert í því afhverju henni líður svona.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
30 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessað barn.
Auðvitað skilur hún ekki upp né niður í þessu.
Vonandi finnst eitthvað sem hentar henni meðan bjúgurinn minnkar
Knús á ykkur
Ragnheiður , 19.12.2010 kl. 18:18
Ég spyr eins og sá sem ekki veit. Má ekki gefa henni eitthvað til að hjálpa henni að sofa? Ég hef þurft að taka stera og þá hef ég fengið svefnlyf. Það er svo mikilvægt í bataferlinu að sofa. Og mikilvægt fyrir hjálparhellurnar líka :-)
Ég vil óska ykkur innalega gleðilegra jóla og ekki síst farsældar á komandi ári. Ég þakka kærlega fyrir mig, það er hvetjandi að sjá hvernig þið takist á við ykkar erfiðleika.
fjögurra_dætra_móðir (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 19:02
Æi, elsku telpan og þið öll. Vona að jólin verði samt sem besta móti hjá ykkur öllum.
Huldis (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 19:03
ég spyr eins og Ragnheiður, er ekki hægt að gefa snúllunni eitthvað til að hvílast. leiðinlegt að hún geti ekki sofið á nóttunni, og þið líka.
leiðinlegt að henni líði ekki nógu vel ég hugsa til ykkar eins og alltaf.
bataknús
Lára Kristín (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 19:34
Vonandi fer þetta erfiða tímabil að líða hjá. Baráttukveðjur til ykkar, hughrausta fjölskylda.
Anna
Anna Þorgrímsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 21:51
Erfit ,vonandi fer þetta að lagast ,svefn er svo mikilvægur fyrir hennar bata og fyrir ykkur svo að þið getið annast hana og börnin, ég vona að þið hafið góða hjálp.
Baráttu kveðjur Dagbjört
Dagbjört Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 22:42
bænar- og kærleikskveðjur
Aldís (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 23:34
Vonandi fer nú Maístjörnunni þinn að líða betur og þangað til sé hægt að finna eitthvað til að henni líði betur á meðan bjúgurinn fer.
Gangi ykkur vel í baráttunni.
Jóhanna (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 01:24
Greyið litla skottan. Það er agalegt að geta ekki sofið. Vonandi finnst einhver bót á því vandamáli...það er ekki ábætandi að vera svefnlaus.
Jólaknús til hennar =)
Ingveldur. (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 01:34
Sendi ykkur orku og batastrauma.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.12.2010 kl. 01:49
Sæl og takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með ykkur. Vona af öllu hjarta að litlu hetjunni batni sem fyrst og að þið eigið getið verið úthvíld og kát á jólunum :) Berglind
Berglind (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 09:36
Litla hetjan og stóra hetjan
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 09:47
Elsku Áslaug og þið öll, eins og alltaf setur mann hljóðan að lesa bloggið þitt, þessar erfiðu aðstæður lítill svefn og stjarnan þreytt og illa haldin og eflaust stöðugar áhyggjur.
En þú jákvæð, dugleg, æðrulaus og yndisleg, einhver sér þér fyrir krafti nú trúlega Guð og englarnir hans, það þarf svo mikið þegar gengur illa.
Sendi ykkur fjölskyldunni allt það besta sem hægt er í hugsun og fyrirbænum frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 09:54
Elsku elsku barnið, og þið öll. Hugsa svo mikið til ykkar. Vona svo innilega að henni fari bráðum að líða betur.
Svandís (ókunnug) (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 11:13
Elsku BROSdúllan,vonandi fer henni að líða betur ,er svo mikið álag lagt á hana og ykkur öll,en vonandi fer henni að líða betur og sofa vel,elsku fjölskylda hugurinn er alla daga hjá ykkur,muna að kveikja á kertinu hennar,baráttu kærleikskveðjur með stóru faðmlagi til ykkar.Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 11:41
knús og kram til hetju mínnar
Guðrún unnur þórsdóttir, 20.12.2010 kl. 11:58
Batakveðjur og knús til hetjunnar minnar. Hugsa daglega til ykkar.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 12:39
Hæ og takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með ykkur áfram.
Ég datt inn á síðuna þína að ég held 2006 og hef fylgst með ykkur síðan. Ég á einmitt stelpu sem er á sama aldri og blómarósin þín. Mér finnst þið búin að standa ykkur alveg rosalega vel í þessari baráttu og ég er viss um að þið eigið eftir að vinna hana á endanum!
Baráttukveðjur og gleðilega hátíð!
Hildur Arna (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 13:42
Elsku bestu öll. Knús til ykkar!!
Elsa Nielsen, 20.12.2010 kl. 14:55
Kæra fjölskylda, fylgist með baráttu ykkar á hverjum degi. Megi allt gott vaka yfir ykkur og Maístjörninni ykkar.
Sæunn ókunnug (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 18:26
Vonandi gátu læknarnir hjálpað Maístjörnunni eitthvað þannig að hún geti farið að sofa eitthvað og notið aðdraganda jóla.
Kveiki á kerti og bið fyrir ykkur - Helga
Helga (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 18:39
Vona að það verði hægt að gefa Þuríði Örnu eitthvað sem hjálpar henni að sofa, þó að það sé ykkur væntanlega líka erfitt að bæta á hana lyfjum. Svo gengur steragjöfin vonandi sem fyrst yfir, enda eru það örugglega sterarnir sem halda fyrir henni vöku.
eigið gleðilega jólahátið og gangi ykkur ætið sem best, kveðja Kristín
Kristín (ókunnug) (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 19:29
Elsku stelpan. Sendi ykkur orkustrauma og takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með. Guð gefi ykkur gleðilega jólahátíð og góð áramót. Kærleikskveðja
Kristín (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 20:03
Elsku Dúllan,
Vonandi líður henni fjótlega betur og fær að sofa og kvílast
Bestu jólakveðjur til ykkar allra.
Kristín Ólafs
Kristín Ólafs (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 20:31
Kæra fjölskylda,
þakka ykkur fyrir að leyfa mér að fylgjast mér.vona innilega að skvísunni líði bráðum betur.Gangi ykkur vel á næturvöktunum, tekur örugglega mikið á.Knús á ykkur og hetjuna
Bestu jólakveðjur til ykkar allra.
kv Adda laufey
Adda Laufey , 21.12.2010 kl. 01:41
Já þetta eru erfiðir dagar hjá ykkur. Vona að læknarinir hafi einhver góð ráð! Það er hræðilegt að ná ekki góðum svefni fyrir utan allt annað sem er í gangi. Sendi hlýja strauma á ykkur.
Bylgja (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 07:55
Elsku stelpan... sendi knús og góðar hugsanir til fallegu dömunar.
Linda (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 08:44
Sendi ykkur stórt knús með von um betri líðan hjá ykkur öllum....
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 08:52
Takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með ykkur.
Eigið góð jól saman sterka fjölskylda, batnaðarkveðjur :)
Bylgja Dögg (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 09:15
Batakveðjur til litlu hetjunnar
Anna (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 09:51
Tek undir með þeim sem eru að velta fyrir sér svefnlyfjum. Bæði hún og þú verðið að geta sofið. Ég hef líka verið á sterum og þeir "tjúna " mann upp. Væg svefnlyf, róandi lyf eða ofnæmislyf geta unnið á móti. Svefninn er svo mikilvægur.
Elsku þið öll, það er sárt að sjá hvað þið eruð að kljást við mikla erfiðleika. Vonandi náið þið að njóta jólanna samt. Óska ykkur gleðilegra jóla og góðs nýs árs.
Birna
Birna Einarsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.