Leita í fréttum mbl.is

Mikil vanlíða

Maístjörnunni minni líður ekkert svakalega vel á þessum sterum, maginn orðinn svo útþaninn, mikil bjúg í kinnunum, andadrátturinn mjög þungur, henni er svo illt, svöng, þyrst og þreytt.  Er hægt að líða eitthvað verr?  Fengum smá fyrir svefninum hennar í gær en það dugði til hálf fjögur í nótt en þá vorum við mæðgur mættar frammí stofu að borða morgunmat (þar að segja Þuríður) og horfa á teiknimyndir og ég sat rangeygð í lazy boynum á meðan.  Hún er ótrúlega óhamingjusöm þessa dagana einu skiptn sem ég sé hana brosa eða hlæja er þegar við mætum á leikstofuna uppá spítala enda höfum líka gert það á hverjum degi, bara til að sjá smá bros á minni.  Logi Geirs handbolta-stjarna mætti einmitt þangað í gær ásamt gluggagægir vini okkar (sá allra skemmtilegasti jólasveinn sem ég hef hitt), Friðrik Dór söng nokkur lög og svo Birgitta Haukdal en hún tók smá viðtal við stelpurnar mínar sem mun koma í "fyrstu skrefin" á mbl.is.  Ísland í dag var líka á svæðinu og tók viðtal við okkur mæðgur og ég veit ekki hvort það komi í kvöld?

Já það er mikil vanlíða hjá Maístjörnunni minni, engin tilhlökkun í gangi gagnkvart jólunum eða hún sýnir það allavega ekki.  Mig langar bara að fá Þuríði mína tilbaka, mig langar svo að henni fari að líða vel, mig langar að sjá hana glaða, leika sér í nitendo sem hún elskaði en hefur ekki snert síðan hún lamaðist eða byrjaði á sterunum.  Við munum minnka sterana á miðvikudag svo vonandi mun henni þá allavega líða betur á gamlárs sem er hennar uppáhalds kvöld, sjá öll ljósin og lætin en í dag þolir hún ekki mikin hávaða eða áreiti.

Blómarósin mín dettur líka aðeins niður við að sjá systir sína einsog hún er í dag en hún gerir líka allt til að láta henni líða vel eða reyna fá hana til að brosa.  Þuríður mín neitar t.d. að taka sterana sína og magatöflurnar en systir hennar hvetur hana endalaust mikið til að reyna taka þau inn og hrósar henni fyrir að vera dugleg en það virkar nánast EKKERT (og þá er nú mikið sagt).  Þuríður mín gæti ekki verið heppnari með systir sem er alveg yndislega góð við hana.  Mig langar líka að sjá hana aðeins glaðari.

Þetta er allt saman SKÍTT og erfitt, maður er gjörsamlega búin á því en það er ekkert í boði að leggjast eitthvað niður bara standa upp og hvetja Maístjörnuna mína áfram. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er sárt að lesa hvernig hetjunni okkar líður núna, sendi massa knús og von um bata sem fyrst....jólagjöfin í ár er klárlega að hún hristir þetta af sér :)

Knús og kremjur á ykkur öll!

Lilja (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 10:58

2 identicon

Sárt að lesa hvað litlu hetjunni líður illa þessa dagana, sendi henni stórt knús með von um betri tíma.  Yndisleg systir sem hún á, hún á   einnig skilið stórt knús. megi allir góðir vættir gefa ykkur gleði og frið á jólum.  Knús og kram á ykkur öll ég mun senda henni batastrauma..

Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 11:05

3 identicon

Vona svo innilega að Þuríði fari að líða betur og þá ykkur í framhaldinu af því. Ef ég ætti eina ósk þá veit ég amk hvert sú ósk færi :)

Fæ tár í augun að lesa hvað Oddný er yndisleg systir og góð við Þuríði...greinilegt að hún er vel upp alin...enda topp foreldrar. 

Ég held áfram að fylgjast með og kveikja á Þuríðarkertinu okkar..og vona það allra besta!

Knús

Sirrý (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 11:08

4 identicon

Úbs ekki gott frá ykkur nú, bið og bið um að henni fari að líða betur.

Finnst að það séu nýjar fréttir og ekki góðar að hún vilji ekki taka lyfin sín.

Ég geri eins og örugglega allir sem af ykkur vita að biðja Guð um betri líðan fyrir hana og ykkur öll, þetta er tæplega mennskt álag.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 11:31

5 identicon

Úff þetta er ekki gott að lesa, vona að ástandið fari nú skánandi þegar nær dregur aðal kvöldinu.

Knús til þín Áslaug mín

Guðný (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 11:54

6 identicon

Ég finn sárt til með ykkur, sendi ykkur faðmlag og góðar óskir.

gþ (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 12:04

7 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 13:23

8 identicon

Yndisleg systir sem gerir allt sem hún getur fyrir sína bestu,einu systur og bestu vinkonu.  Það sem þetta hefur þroskað systur hennar þuríðar litlu við að annast hana svona mikið með ykkur. Hún hefur mikla og þroskaða samkennd svona ung.

Með von um betri tíma (sem vonandi hefst á Aðfangadegi,uppáhaldsdegi flestra) knús,Auður

Auður (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 13:23

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er erfitt að lesa færsluna þína kæra Álaug, en hvað er það miðað við að vera þú og vera Þuríður Arna. Sendi mínar heitustu bata og hvíldaróskir til ykkar allra. Kærleikskveðjur  

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.12.2010 kl. 13:53

10 identicon

Knús á ykkur duglega fjölskylda   þið eruð hetjur!

Kristín Erla (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 14:38

11 identicon

Kæra fjölskylda , sendi ykkur innilegar kveðjur og vona af heilum hug að hetjunni duglegu , fari að líða betur.Sendi ykkur hlýjar kveðjur og bið góðan guð að gefa ykkur góð og friðsæl jól .

hjördís (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 15:03

12 Smámynd: Ragnheiður

æj ..þetta voru jólin sem áttu að vera veikindalaus Áslaug mín ..

Oddný litla er ótrúlega góð stúlka og ég veit að Þuríður væri eins góð við hana snerust hlutverkin við.

Bænir mínar fylgja ykkur öllum, elskurnar.

Ragnheiður , 21.12.2010 kl. 15:06

13 identicon

Finn sárt til með ykkur, kæra Áslaug og fjölskylda.

Vona innilega að líðan hennar Þuríðar Örnu batni á næstunni og að þið getið átt þokkalega eðlileg jól og áramót.  Sendi ykkur góða strauma og óska ykkur friðar og gleði á hátíðunum framundan.

Jólaknús,   Stella A.

Stella A. (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 15:27

14 identicon

Vonandi eigið þið gleðileg jól.

Hrönn (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 15:46

15 identicon

Systur eru ómetanlegar, vona að ykkur farið að líða betur og þið njótið jólann elskurnar.

lov Sigga

sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 16:28

16 identicon

Hvað getur maður sagt annað en.... Ég óska þess að þetta fari allt að lagast hjá ykkur. Þetta er ekki gott ástand hjá ykkur. Kær kveðja til ykkar, Edda

Arnheidur Edda (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 17:00

17 identicon

Sendi ykkur góðar hugsanir kæra fjölskylda.

Linda (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 18:16

18 identicon

Æ hvað  þetta hlýtur að vera  sárt og erfitt - blessað barnið og þið öll þetta er bara risaverkefni. Bið alltaf fyrir Maistrjörnunni á kvöldin vonandi fer þessu að linna ef hægt er að minnka sterana. Guð veri með ykkur öllum og vonum það BESTA .

 kv Sigga D ókunnug

Sigríður K Dagbjartsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 19:42

19 identicon

Sendi batastrauma, vona að Þuríði fari að líða betur. 

Kristín (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 19:49

20 identicon

Æi mikið fannst mér erfitt að lesa þennan pistil. Vona svo sannarlega að henni fari að líða betur. Guð veri með ykkur.

Elín Helga ókunnug (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 21:02

21 identicon

Baráttukveðjur og stórt knús á ykkur öll kæru vinir, ég hugsa til ykkar og bið fyrir ykkur. Það sem þið hafið kennt mér er að vera ekki að kvarta eða stressa mig á einhverju sem skiptir ekki neinu máli í þessu lífi.

Unnur Ylfa (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 21:07

22 identicon

Vonandi fer henni að líða betur sendi knús á ykkur, það var erfitt að lesa þessa færslu

Álfhildur (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 21:11

23 identicon

Mikið er sárt að lesa fréttirnar af Maístjörnunni, þvílík vanlíðan hjá henni. En elsku Áslaug mín þú ert algjör hetja sjálf, og  fyrir alla muni gleymdu ekki sjálfri þér því þú þarft að hvílast líka, ég veit að það er lítill tími . Bið fyrir ykkur.

Bestu kveðjur og knús á línuna. Birgitta

Bigritta (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 21:29

24 identicon

Bið þess innilega að ykkur öllum fari að líða betur.

Hulda Magg Elínardóttir (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 22:45

25 identicon

Vonandi fer litlu dúllunni að líða betur, sendi ykkur stórt knús og bið þess að þið eigið gleðileg jól. Kveðja Hjördís

Hjördís Eleonora Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 23:23

26 identicon

þið eruð í bænum mínum og kerti er kveikt hjá mér fyrir ykkur

lilja (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 23:40

27 identicon

Gangi ykkur vel í þessari hörðu baráttu sem þið eruð að ganga í gegnum. Ég bið ykkur Guðs blessunar og vona að hann styðji extra vel við bakið á ykkur þessa dagana.

Kveðja Lilja

Lilja Hannesdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 00:47

28 identicon

ER með hugan hjá ykkur bataknús til ykkar

Erla Selfossi (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 00:53

29 identicon

Ég fæ sting í hjartað að lesa færsluna þína og sendi ykkur mínar bestu óskir um góðan bata og vona að Þuríður verði betri um hátíðirnar. 

Jólakveðja til ykkar allra.

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 08:57

30 identicon

Þið eruð í bænum mínum og ég sendi ykkur styrk. Þið eruð ótrúlega dugleg og sterk fjölskylda

Baráttu og kærleikskveðja,

Agnes Linda

Agnes (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 09:24

31 identicon

Kæra fjölskylda ég sendi ykkur hlýjar hugsanir. Vonandi fer maístjörnunni ykkar að líða betur.

Linda (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 10:14

32 identicon

Sá ykkur í fyrstu skrefin,flottar mæðgur og fallegar dætur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 12:10

33 identicon

Ekki góðar fréttir, en megi algóður guð gefa ykkur styrk í að takast á við ykkar mikla verkefni. Sendi ykkur allar mínar góðu hugsanir , oóska ykkur gleðilegra jóla, knús á Þuríði baráttukonu

Margrér, (ókunn )

Margrét (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 16:11

34 identicon

Mikið er sárt að lesa fréttirnar af Þuríði og óska ég þess af öllu hjarta að henni fari að líða betur og að þið öll munið eiga gleðilega jólahátíð

Sigga (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 22:10

35 identicon

Þær voru flottar stelpurnar þínar í sjónvarinu..Vonandi fer Maisjtörnunni þinni að líða betur og þá um leið ykkur öllum. Með ósk um gleðileg jól  gott  nýtt bata ár ............

Hrafnhildur Jóhannsd (IP-tala skráð) 23.12.2010 kl. 00:36

36 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda. Mikið er sárt að lesa hvað Maístjörnunni líður illa þessa dagana. Ömurlegt bara. En sem fyrr er jákvæðni ykkar, bjartsýni og þrautsegja ótrúleg. Þú ert mögnuð kona Áslaug. En ég sendi bæn um að Þuríði fari að líða betur og að þið eigið yndisleg og gleðileg jól og getið notið þeirra. Takk fyrir að gefa mér hlutdeild í lífi ykkar. En að lokum langar mig að setja inn litla vísu til Þuríðar Örnu sem datt inn í hausinn á mér áðan. Er ekki klár í að yrkja svona en stundum dettur eitthvað svona inn hjá mér.

Jólaljósin ljóma skært

lýsir af fegurstu stjörnu

blessa þú nú barnið kært

bestu Þuríði Örnu.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Jólakveðja og hjartaknús til ykkar :)

Þóra Björg (IP-tala skráð) 23.12.2010 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband