1.2.2007 | 11:02
Þegar stormur lemur fast, ég læt sem ekkert sé.
Ég vildi óska þess að maður gæti það og vitað bara að þetta myndi allt lagast og Þuríður mín yrði súper hress eftir ekki svo marga daga.
Var sem sagt að koma af fundi af spítalanum, aðallega talað um ástand Þuríðar minnar sem er alls ekki gott einsog ég hef marg oft sagt. Hún t.d liggur núna uppí rúmi sofandi, fór að sofa í gærkveldi rúmlega fimm, vöktum hana í mat og hún fór beint uppí rúm aftur og sofnaði innan klukkutíma og við vöktum hana í morgun til að fara uppá spítala. Hún sem sagt sefur alveg uppí 18tímana á sólarhring sem er að sjálfsögðu mjög mikið, hún er mjög slöpp einsog þið getið ímyndað ykkur.
Jú ástandið hennar var rætt uppá spítala, við eigum t.d. að hætta fara með hana á leikskólan í þessu ástandi, leyfa henni algjörlega að ráða ferðinni og leyfa henni að sofa einsog hún vill og það er heldur ekkert hægt að stjórna því hjá henni. Hún sofnar hvar sem er og hvenær sem er. Þeir héldu að ástæðan fyrir þessum slappleika væri kanski geislameðferðinni að kenna sem mig langar að trúa en því miður eru litlar líkur á því en vilja samt ekkert útiloka. Það er nottla einn og hálfur mánuður sirka síðan hún fór í sinn síðasta geisla þannig það ætti að vera hætt að virka á hana því miður. Það hefði verið besta svarið fyrir þessum slappleika. Ömurlegt!!
"Ástandið" á okkur Skara var líka rætt en við munum mæta í næstu viku og hitta að mig minnir fjóra lækna hennar Þuríðar minnar og ræða um okkur. Jú það er hrikalega erfitt að halda sensi þegar henni líður svona, maður er alltaf með hjartað í buxunum og mér líður alltaf mjög illa. Við þurfum víst að fara gera eitthvað meira fyrir okkur, t.d. að leita meiri hjálpar sem ég veit alveg að við þurfum að gera og kanski gera eitthvað meira fyrir okkur bara tvö ein. Ég veit að við erum ekki nógu dugleg að gera alla þessa hluti og því þarf að breyta ekki seinna en í gær.
Oddný mín Erla er heldur ekki að höndla þessa hluti, að sjálfsögðu finnur hún að það er ekkert einsog það á að vera. Hún finnur að Þuríður er slöpp og finnur líka að mér líður ekki vel og sér mann kanski brotna niður sem ég reyni oftast að fela fyrir henni en stundum er það ekki hægt. Hún er svo mikil mömmustelpa og ég þarf að gera eitthvað meira fyrir hana þá við bara tvær, er nú með ýmsa hluti í kollinum sem við gætum gert saman en það er bara spurning um að framkvæma.
Hef reyndar endalaust meira að segja en ég ætla frekar að sinna börnunum mínum og skrifa meira síðar, Skari er heima í dag eða ætlar réttara sagt að vinna heima. Ætlar að leyfa mér að skreppa aðeins út áður en ég fer alveg yfirum, þó ég sé heimavinnandi og er ekki að vinna útaf Þuríði minni þá þarf ég líka að komast útaf heimilinu.
Takk fyrir mig í dag.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er mikið á ykkur lagt og ég held að það sé ekki nokkur leið fyrir fólk eins og mig, sem hefur verið svo lánsamt að sleppa við alvarleg veikindi hjá börnunum sínum, að gera sér í hugarlund þann sársauka sem þið þurfið að kljást við daglega. Nógu líður manni illa þegar börnin manns fá einhverja pest í nokkra daga sem maður þó veit að gengur yfir. Að sjálfsögðu þurfið þið Óskar að gera eitthvað fyrir ykkur til að hlúa að sambandinu en ég skil líka alveg að manni finnist annað ganga fyrir, þó svo að gott samband sé að sjálfsögðu forsendan fyrir því að þið getið verið áfram svona samstíga í þessum erfiðleikum. Þið eruð í bænum mínum. Guð og gæfan fylgi ykkur.
Álfheiður (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 11:16
Sammála síðasta ræðumanni, ég bara get ekki ímyndað mér að standa í þessu öllu sem þið gerið. Ég finn svo til með litla greyinu og fæ bara sting í hjartað í hvert sinn sem ég les um hana. Að lesa skrifin þín er orðin fastur liður hjá mér á hverjum degi. Ég mun svo sannarlega halda áfram að biðja fyrir ykkur og vonandi að þið haldið ykkar styrk saman um ókomin ár. Guð vaki yfir ykkur, kv Jóhanna
Jóhanna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 11:42
Bara að minna á að bænir okkar eru hjá ykkur.
Ylfa (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 11:52
Ég er svo innilega sammála þeim tveimur hér á undan , ég sit með tárin í augunum og kökkinn í hálsinum, ég finn svo til með ykkur öllum og ekki síst Þuríði litlu. Af hverju eru svona þungar byrðar lagðar á svona lítinn kropp, og ekkert er saklausara en blessuð börnin.En vonina megum við aldrei missa og máttur bænarinnar er ótrúlega sterkur. Þið eruð öll í bænum mínum með ósk um bjartari tíma og betri heilsu fyrir ykkur öll. Kveðja að norðan
kona að norðan (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 12:33
Elsku fjölskylda,
Megi Guð vera með ykkur. Þið eruð í mínum bænum.
Kveðja Agnes
Agnes (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 12:53
Ég átti erfitt með að lesa þessa færslu fyrir öllu saltvatni í augunum...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.2.2007 kl. 19:41
Elsku þið. Hugur og bænir mínar eru hjá ykkur. Munið að setja súrefnisgrímurnar á ykkur fyrst og svo á börnin....til að þið getið verið sterk og staðið saman verðið þið að gefa hvert öðru tíma...þótt það væri ekki nema í kaffisopa eða göngutúr.
Gangi ykkur vel
ia (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 22:23
Elsku Áslaug Ósk, Óskar, Þuríður Arna, Oddný Erla og Theadór Ingi. Mitt stærsta og mesta knús til ykkar allra. Með von um gott og yndislegt kraftaverk fyrir hana Þuríði Örnu snúllu sem gefur svo hlýtt og gott faðmlag. Farið eins vel með ykkur og þið mögulega getið. Þið eruð hlý, góð, yndisleg, sterk í ykkar baráttu en umfram allt bara mannleg. Knús og kossar, Kristín Amelía.
Kristin Amelía (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 23:17
Elsku fjölskylda þið eruð í huga mér alla daga og ég sendi ykkur hlýja strauma og bið góðan guð að gefa ykkur styrk, kv Maria( frænka á skaganum)
María Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 23:47
Elsku fjölskylda,
Knús til ykkar allra og ég bið Guð almáttugan að blessa ykkur, bænheyra og veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum.
njótið hverrar mínútu, Þuríður og þið öll eruð í bænum mínum.
kveðja Íris
Iris (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 09:42
Risa búnt að ORKU !! Baráttukveðjur Guðrún Bergman
Guðrún Bergmann Franz (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 10:36
Guð veri með ykkur, kveiki á kerti fyrir litlu dömuna.
Kveðja, ókunnug kona
Óskráð (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 12:50
kæra fjölskylda hef staðið sjálf í þessum sporum og það er hægara sagt en gert að drífa sig út og gera eitthvað "skemmtilegt" eða eitthvað fyrir ykkur þegar maður hefur endalausar áhyggjur af barninu. munið bara að standa saman og hlúa hvort að öðru,
ótrúlegt,erfitt en satt að lífið heldur áfram eftir svona baráttu og við erum sterkari en áður (þó það sé engin huggun)
guð blessi ykkur og sendi ykkur smá auka auka auka styrk
kv.Dís
Dís (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 15:15
ELsku besta dúllan mín. Hlýtt og þétt Knús frá Esbjerg til ykkar allra.
Kv. Maríanna
Maríanna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 22:16
Kæra fjölskylda megi Guð gefa ykkur styrk og veika barninu ykkar bata.
Ég hef staðið í svipuðum sporum því sonur minn veiktist af eitlakrabbameini þegar hann var unglingur.
Þá gaf Guð mér mikinn styrk og ég felldi aldrei tár allan tímann sem hann var veikur.
Það tók eitt og hálft ár að lækna hann.
Svava frá Strandbergi , 3.2.2007 kl. 02:03
Elsku fjölskylda. Ég lít alltaf inn á ykkur annað slagið og hef einu sinni áður kvittað. Ég finn alveg ofsalega mikið til með ykkur. Þið standið ykkur eins og hetjur. Get með engu móti sett mig í spor ykkar. Á sjálf tvö börn 5ára strák og 6 ára stelpu. Þið eruð svo dugleg og hafið staðið ykkur svo vel, Þuríður er ofsalega heppin að eiga ykkur fyrir foreldra. Þið hlúið vel af henni og eruð bara í alla staði frábær. Styrkur ykkar er mikill. Það er ekki annað hægt en að brotna í aðstæðum sem þessum. Það er mjög mikilvægt að leyfa sér að gráta, stundum getur það losað um mikinn vanlíðan þó að það sé náttúrulega ekki gott í kringum börnin. Þið eruð stórkostlegar hetjur og hafið staðið ykkur alveg stórkostlega vel. Það hlýtur að vera alveg hryllilega að ganga í gegnum svona lagað með barnið sitt. Það hlýtur að vera erfitt og taka á. Þið megið bæði vera mjög stollt af sjálfum ykkur því þið hafið staðið ykkur svo vel. Vona að þið getið fundið einhvern góðan tíma bara fyrir ykkur tvö. Bið góðan guð að styrkja ykkur í þessari baráttu og vona að litlu snúllunni ykkar fari að líða betur. Þið eruð í bænum mínum og ég hugsa hlýlega til ykkar. Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd.
Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 07:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.