14.1.2011 | 11:03
Þetta mjakast í áttina....
Þegar við komum með Maístjörnuna mína hingað á 22E þá talaði hún nánast ekkert, lá bara hálfmeðvitunarlaus, var með upp og niður, með lungabólgu, ónæmiskerfið eitthvað brenglað og þurfti að sofa með súrefni fyrstu nóttina þar sem hún mettaði svo illa.
Á hádegi í gær ákvað Maístjarnan mín að taka súrefnið af sér, nennti þessu ekki lengur og mettunin fór strax að hækka hjá henni, fór aðeins að spjalla meira og meir að segja þegar Blómarósin mætti á svæðið seinni partinn fór hún að hlæja sem var það yndislegasta sem ég sá og heyrði. Brosti líka þegar Oddný systir mín mætti með glimmer-perlur handa henni og svo amma Oddný með nokkrur prinsessu-perlu-form, jiiiii hvað það var gaman.
Hún er öll að mjakast í réttu áttina, farin að spjalla meira, ennþá úthaldslaus, var að reyna perla með allt nýja perludótið en þarf að hvíla sig eftir ca tvær perlur, hún er líka með mikin skjálfta í höndunum svo það reynir líka á allar fínhreyfingarnar, hún er reyndar ennþá með niður og var rosalega kvalin í maganum í gærkveldi en sofnaði eftir verkjastillandi. Hún er ennþá að fá sýklalyf í æð, vökva ásamt fleiru til að hækka gildin hjá henni (man aldrei hvað þetta heitir).
Núna er hún að heimta hamborgara hjá pabba sínum þar sem henni finnst spítalamaturinn frekar vondur sem ég skil mjög vel, þannig núna ætlum við mæðgur að senda eiginmanninn að kaupa svoleiðis handa okkur. ...sem sé matarlystin er líka að mjakast í áttina, já ég trúi því að helgin verði bara GÓÐ hjá okkur sem við ætlum að eyða í að horfa á "strákana okkar" verst að það er ekki stöð2sport hérna á 22E en það er verið að reyna redda því en ekki hvað. Förum bara í málið!!
Eigið góða helgi, við ÆTLUM að hafa okkar GÓÐA.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En frábærar fréttir!
Æðislegt að fá hamborgara go að horfa á "strákaana okkar" ;)
Gott að heyra að allt sé á uppleið.
Eigið þið GÓÐA helgi!
KV. Arna
Arna Ósk (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 11:07
Frábært að heyra að allt sé í rétta átt. Njótið þess að borða hamborgarana og svo að eiga góða helgi ;0)
Kv. Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 11:23
Gott að heyra að þetta er allt að koma.
Kv. Hrund
ps. Nú langar mig svo í hamborgara arrgg :) - góða helgi og áfram Ísland!!!
Hrundski (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 11:27
Frábærar fréttir, þessi stelpa er ekkert blávatn! Áfram Þuríður Arna!
Knús á ykkur með von um áframhaldandi gott gengi!
Orkukveðja
Hulda.
Hulda SKB mamma (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 11:36
Allt á uppleið eins og vænta mátti, bara bestust mestust..
Hrönn. (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 11:36
FRÁBÆRT að heyra að allt sé á réttri leið vonandi heldur það þannig áfram :) Get rétt ímyndað mér hvað það hefur verið gaman að sjá hana hlæja og brosa aftur, það hefur verið yndislegt:)
Vona að stöð 2 sport komi inn svo þig getið horft á leikinn, myndi án efa gera dvölina aðeins skemmtilegri :)
Guðrún ókunnug (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 12:14
Frábært að allt sé á uppleið. Maístjarnan er bara snillingur. Greinilegt að þær systur eru miklar vinkonur. Perlan kann greinilega inná systur sína.
Góða skemmtun að horfa á handboltan. Guð veri með ykkur.
Risa knús og batakveðjur. Linda Birna.
Linda Birna (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 12:25
Gott að heyra að hún skuli vera að braggast, þessi stúlka er bara eitt kraftaverk, hugur minn er hjá henni. Knús. Margrét (ókunnug)
Margrét (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 12:35
Yndislegt að lesa. Eigið góða helgi kæra fjölskylada.
Þorgerður (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 12:44
Æi hvað það er nú gott að heyra að hún er öll að koma til og vonandi eigið þið öll góða helgi :)
Edda (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 12:52
Gott að þetta er allt að koma. Það reynir mikið á lítinn kropp að fá svona hrikalega magapest með háun hita, en nú er hún að koma til og það er dásamlegt. HELGIN VERÐUR GÓÐ !!!!
Hólmfríður Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 12:54
Frábærar fréttir. Trúi því að helgin verði góð og þetta sé allt á uppleið hjá ykkur. Njótið helgarinnar
Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 12:55
En yndislegt að heyra að hún sé að skána og frábært að heyra með matarlistina :)
Vonandi tekst að tengja sportið ekki annað hægt en að horfa á strákana okkar :)
Risa bataknús til ykkar, þið standið ykkur svo ótrúlega vel!
Lilja (Ókunnug) (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 12:55
Nú kemur þetta og gott að heyra að daman vilji hammara :) Við skulum áfram biðja og tendra ljósin allir saman nú því það hjálpar. Vona að þið náið að hvíla ykkur og ég bið guð að gefa ykkur áfram betri daga fallega fjölskylda :)
með kærleikskveðju 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 12:55
En frábært að heyra að allt gengur betur !! :)
Njótið hamborgaranna og vonandi fáiði stöð2sport svo þið getið fylgs með :)
Hlakka til að heyra fleiri góðar fréttir, bataknús á ykkur duglega fólk :)
Svala (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 12:57
Æðislegar fréttir.......bara yndislegt......
Gangi ykkur áfram vel og AUÐVITAÐ þurfið þið að geta fylgst með strákunum okkar
kv Anna
Anna (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 13:27
Mikið er ég glöð að heyra að allt er á uppleið....það er amk byrjunin!
Við hugsum áfram til ykkar. Eigið góða helgi :)
Sirrý (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 13:43
Agalegt að heyra hversu veik stelpan ykkar er en gott að heilsan er á uppleið. Vona að hún fái fulla heilsu fljótt og örugglega. Gangi ykkur vel, batakveðjur og góða handboltahelgi!
Kveðja Íris í DK
Íris (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 13:46
Þessi færsla gleður mitt litla hjarta. Nú horfi ég á skjáinn í gegnum gleðitár.
Vonandi verður Maístjarnan fljót að ná sér, hún gerir það eins og henni einni er lagið.
Eigið góða helgi öll sömul.
Áfram Ísland!!
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 13:52
Gott að heyra að litla óútreiknanlega stúlkan sé að mjakast í rétta átt:) Hún er svo dugleg..og krúttlegt að vilja bara hamborgara, ekki neinn spítalamat:)
Eigið góða helgi kæra fjölskylda:)
Kristín (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 13:55
Frábærar fréttir. Vonandi verður helgin enn betri
Jóna (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 14:11
Yndislegt að heyra. Eigið góða helgi!
Sissa (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 14:16
Gaman að heyra að henni líður betur,Góða helgi:=)
Anna Lilja Valsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 14:34
Yndislegt að heyra að Þuríði líði betur Bið fyrir ykkur sendi ykkur ljós og kærleika
BryndísJ (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 15:14
frábært að henni liður betur .eigið þið góða helgi
Guðrún unnur þórsdóttir, 14.1.2011 kl. 15:17
Húrra húrra, þetta eru fréttir dagsins.
Auðvitað væri toppurinn ef Ísland vinnur í dag.
En elsku þið öll eigið góða helgi og njótið hamborgarana.
með kærleikskveðju frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 15:21
Elsku fjölskylda, mikið hugsa ég nú til ykkar á þessum erfiðu dögum og hugsa hve dugleg þið eruð. Frábært að heyra að Þuríði líði betur og ég vona heitt og innilega að helgin verði notaleg í alla staði fyrir ykkur öll. Mér líst ferlega vel á hamborgara og HM, það er nú snilldarhugmynd hjá hetjunni stórt knús á hana frá mér og mínum::))
Áslaug (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 15:35
gott að heyra að henni líður örlítið betur :)
hér er slóð þar sem hægt er að horfa á handboltann í gegnum netið ef það gætið gengið :)
http://www.livehandball.tv/page/Home/0,,13467,00.html
Anna Kristín (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 16:00
Þessi stelpa er hetja og þið öll.
Kv gþ
gþ (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 17:10
Gott að heyra að hún sé á uppleið, hún er kraftaverkastelpa og kemur tvíefld til baka!
Eyja (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 17:48
Kraftaverkastúlkan flotta<3
Þær systur eru EINSTAKAR saman:):):)<3<3<3<3.
Oddný Erla er ER SVO MIKIL og STÓR PERLA í að létta lífið hjá hetjunni og öðrum í kring<3<3<3<3<3<3..
Með fullri virðingu fyrir öðrum...
Eigið góða helgi yndislega fjölsk<3.
Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 18:27
Yndislegt að heyra að hún sé á batavegi,, hún er algjör hetja og þið öll. Eigið góða helgi og frábært að hún sé að fá matalyst.
Rakel (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 18:32
Mikið er ég glöð að heyra að Maístjarnan sé á batarvegi, hún er náttúrulega ótrúleg þessi stúlka og Oddný Erla yndisleg systir. Mikið eru þær heppnar að eiga hvor aðra að. Vonandi eigið þið góða helgi og komist sem fyrst heim.
Trú, von og kærleikur - Helga
Helga (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 19:13
Ég hugsa stanslaust til ykkar og aðalega maístjörnunnar. Allt auka sem ég hef sendi ég til hennar kæra Áslaug :)
Rakel Sara Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 01:05
Æðislegt, gott að eiga svona ákveðna unga dömu;o)
Góða helgi og góða skemmtun yfir boltanum!
Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 01:57
Frábært að heyra að hún sé að á batavegi,þið eigið alveg svakalega sterka stelpu sem virðist rífa sig upp úr öllu sem er lagt á hana,sendi mínar bestu batakveðjur.
Herdís Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 11:06
kæra fj . Enn havð ég er glöð að lesa þetta ,nú kemur þetta allt saman ég trúi því góða helgi
kv. Dagbjört
Dagbjört Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 12:42
Æðislegt að litla skottinu líði betur, vonandi fer allt upp á við núna.
Ég verð svo ótrúleg mikill vælukjói þegar ég les bloggið þitt, tárast yfir ölllu.
Knús, kossar og góðar hugsanir til ykkar.
Linda (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 14:26
Gangi ykkur vel áfram duglega fjölskylda.
Sæunn ókunn (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 16:53
Dásamlegar fréttir !
Vonandi heldur batinn áfram og matarlistin að aukast :o)
Knús á ykkur kæra fjölskylda.
Jóhanna.
Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir. (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 01:17
Knús í hús
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2011 kl. 03:44
Gangi ykkur áfram vel og megi hetjunni batna sem fyrst. Vona að það sé búið að koma HM á 22E
Berglind (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 08:52
Hugsa fallega til ykkar og sendi hlýja strauma :O)
Edda Hlíf Hlífarsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 10:44
Ég vona að Þuríður fari að fá betri heilsu og umfram allt gleðina sína aftur....Það er það erfiðasta sem hægt er að hugsa sér er að horfa upp á börnin sín í vandræðum. Stórt knús á ykkur duglega fjölskylda og megi árið 2011 verða heillaríkt....
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.