26.1.2011 | 15:55
Smá fréttir...
Elsku besta og flottasta Maístjarnan mín er farin að mæta klukkutíma á dag í skólann. Henni finnst það æði en hún er líka algjörlega búin á því eftir þennan klukkutíma. Hún er ennþá ofsalega þreytt, hún þolir lítið áreiti einsog um helgina vorum við með afmæli og hún lokaði sig bara af inní herbergi þegar hún var búin að fá nóg eða vildi fá hvíld frá hávaðanum. Það fer ofsalega í hana að geta ekki gert sömu hluti og hún gat fyrir tæpum tveim mánuðum og verður ofsalega leið yfir því sem ég skil fullkomnlega. Ég er líka ofsalega leið og sorgmædd að horfa á líðan hennar í dag, hún getur ekki mætt í fimleikana sína þar sem henni vantar sérstaklega kraftana í fæturnar en ég veit samt að hún er velkomin hvenær sem er. Hún kvartar dáltið undan verkjum og það er ofsalega erfitt.
Líðan hennar er allur uppá við en samt langt í land, höfum ekki tekið eftir neinum krömpum síðan í síðustu viku. Rannsóknir hennar eru svo á þriðjudaginn 1.febrúar og kvíðin er MIKILL hjá mér.
Stutt í þetta sinn enda engin orka til staðar, nýti hana alla í bestu og flottustu börnin mín. En Blómarósin mín þarf virkilega mikið á mömmu sinni á að halda þessar vikurnar, það eru mjög svo erfiðir dagar hjá henni.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sendi mínar bestu hugsanir og allan þann styrk sem ég á
lilja (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 16:51
Æi elsku kellingin...hugsa mikið til ykkar..og já það styttist í þennan stóra dag og að sjálfsögðu sendi ég sterka strauma til ykkar..
Kristín (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 17:12
Knús og hlýjar hugsanir til ykkar flotta fjölskylda
Jóhanna G. Ól (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 18:32
Mikið er hún dugleg hún Þuríður Arna og gott að heyra að allt sé í áttina. Ég sendi ykkur hlýgjar hugsanir og allan þann styrk sem ég á til. Mun biðja fyrir ykkur 1. febrúar....gangi ykkur vel.
Kveðja - Helga
Helga (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 19:34
Frábært að þetta er allt upp á við - mikið skil ég hana vel með hávaða áreytið
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.1.2011 kl. 20:50
Mikið er ég glöð að sjá bloggið opið hjá þér Áslaug, hef fylgst með því svo lengi og gott að vita að allt er í rétta átt hjá henni Þuríði Örnu ofurhetju...Sendi ykkur svo sannarlega hlýjar hugsanir og Guð veri með ykkur.
Kveðja Elín.
Elín (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 20:56
Sendi engla og bænir og bið um að rannsóknirnar verði jákvæðar og á hraðri leið til bata...Þú veist þið getið..viljið og skuluð...gangi ykkur sem allra best..:o)
Bergljót Hreinsdóttir, 26.1.2011 kl. 22:56
Já vonadi fer leiðin að fara uppá við. Kæri Guð viltu gefa þessum ofurhetjum orku til að takast á við dagana. Svo væri lika gott að fá að hvílast þegar á að hvilast.
Berglind (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 23:23
Algjörlega sammála Elínu hér að ofan, hef verið mikið að hugsa til ykkar undanfarna daga. Óska ykkur áfram alls hins besta og held áfram að senda alla mína strauma til ykkar.
Ragnhildur, ókunnug (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 23:30
Ég trúi því að nú fari þetta að koma allt saman, Þuríður fari að hressast og líða betur og þið öll. Þið eruð öll ótrúlegar hetjur.
Þórleif (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 06:12
Elsku duglega Áslaug, sendi þér krafta í kögglum bæði fyrir þig og Stjörnuna, já og auðvitað fyrir alla í hópnum.
Það er yndislegt að heyra að Stjarnan er upp á við og getur farið aðeins í skólann.
Mér verður oft hugsað til þess hversu rosalegan kraft þarf til að klára dagana þína, litla Þuríður þarf þig 100% og öll hin líka 100% og svo er eins og þú hefur sjálf sagt hjónabandið sem þarf líka 100% en má auðvitað minnka á tímabilum. Þetta gerir 500%, þannig að miðað við hvað þú ert sterk bjartsýn og yndisleg manneskja í þínum aðstæðum, þá hefur þér verið gefið eitthvað sérstakt af Guði sem þú nýtir nú. Ég veit líka að þú ert ekki ein í þessu og hefur fyrst og fremst Skara og svo auka bakland, en samt.
Sendi þér og öllum þínum kærleikskveðju og óskir um að Stjarnan rísi áfram upp og hafi ALLSEKKI VERKI.
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 10:00
Hugsa mikið til ykkar, þið eruð alveg ótrúleg!
Sissa (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 11:15
Guðrún unnur þórsdóttir, 27.1.2011 kl. 14:10
Mikið er hún dugleg og þið öll ekki gleyma því . verð með ykkur í bænum mín og sendum sterkar og góðar hugsanir .
með kærleiksorkukveðju að austan
Dagrún (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 14:50
sendi hlýja strauma til ykkar
Bylgja (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 07:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.