11.5.2011 | 10:08
Töffararnir mínir
Langaði að koma með nokkrar myndir af aðal töffurum mínum (fyrir utan Óskar að sjálfsögðu) sem eru í aðlögun á nýjum leikskóla(Óskar er sko ekki í aðlögun
), komnir í "sveita"leikskólann okkar. Þetta er dáltið erfitt fyrir mömmuhjartað þar sem eldri töffarinn ældi af kvíða í gærmorgun þegar hann átti að fara, saknar vinanna svo mikið og sá yngri grenjar "ég ekki fara í nýjan leikskóla". En ég veit að þeir verða sáttir eftir ekki svo langan tíma "góðir hlutir gerast hægt".
Fyrr í vikunni fóru töffararnir með elsta töffaranum á heimilinu í Hetjulund sem er verðandi hvíldarheimili Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, rosalega flott og verður vonandi vígt eftir ekki svo langan tíma þökk sé fólkinu í landinu að þetta hvíldarheimili varð að veruleika. Við getum ekki beðið með að fara þangað og hvíla okkur aðeins og eiga góðan og notanlega tíma saman. En hérna eru nokkrar frá þeim degi sem var æðislegur fyrir gaurana mína:
Theodór minn mjög einbeittur í gröfuvinnunni en hann fékk að hjálpa til með jarðveginn svo það sé hægt að fara gera pallinn. Þetta fannst honum BEST og SKEMMTILEGAST í heimi, þarf ekki mikið til að gleðja 5 ára gaur og töffara.
Svo var það nestis-tími í góða veðrinu, enda þurfa vinnumenn að fá smá pásu inná milli en í baksýn sjáiði Hetjulund sem er að verða stór glæsilegur.
Hinrik minn Örn var meira fyrir það að slappa af í þessari ferð, kom ekki of nálægt gröfunni eða vinnumönnunum.
Bara flottur dagur hjá strákunum mínum sem er bara byrjun á góðu sumri, næst á dagsskrá er að finna einhverja sveit sem við getum séð litlu lömbin.
Eigið góðan dag en dagurinn í dag byrjar yndislega en Blómarósin mín á von á 13 fimleika-vinkonum í smá partý í dag og svo er alveg að koma að Maístjörnu-partýi.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
253 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
flottar myndir
knús til ykkar 
Guðrún unnur þórsdóttir, 11.5.2011 kl. 13:36
Skemmtilegar myndir af strákunum þínum og gaman að sjá hvað Hetjulundur er að verða flottur.
Þar sem þú ert að tala um að þig langi að finna einhverja sveit þar sem hægt er að sjá litlu lömbin, þá langar mig að benda þér á Hraðastaði í Mosfellsdal (stutt að fara). Ég fór þangað um daginn með bekkinn minn og við áttum yndislegan dag :) Fullt af nýfæddum lömbum, kettlingum og hvolpum og allir fengu að halda á dýrunum - algjörlega dásamlegt. Bóndakonan á bænum heitir Nína og sagði að það væru allir velkomnir, en best væri að koma seinnipart dags. Hún tekur 500 kr. fyrir hvert barn.
Sumarkveðjur,
Hafdís (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 16:51
Kvitta fyrir innlitið með bros á vör og gleði í hjarta ykka vegna.
kv gþ
gþ (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 20:58
HAHAHAHA..! Myndin af Hinrik er svo brjálæðislega fyndin hahaha. Yndislegastur hahaha
Nú mun ég hlæja í allan dag.
Takk elsku Áslaug, gleðigjafi
Ragnheiður , 12.5.2011 kl. 16:52
Kristín (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 17:40
Töffararnir flottir!!! Það er stundum gott að vera latur!
Eigið góða helgi kæra fjölskylda.
ÁFRAM ÍSLAND!!!!
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.