Leita í fréttum mbl.is

Á meðan fæturnir bera mig

Fyrir hönd Þuríðar minnar vil ég þakka fyrir allar fallegu kveðjurnar sem þið senduð henni/mér tilefni dagsins á föstudaginn en hún átti æðislegan afmælisdag. 

En mig langar að benda ykkur á skemmtilegt verkefni sem verður í gangi í byrjun júní http://www.mfbm.is/ en það var fjallað um það í sunnudagsmogganum núna um helgina.  Í stuttu máli þá ætla tvenn hjón (önnur þeirra í SKB-Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna) að hlaupa hringinn í kringum landið á 15 dögum til styrktar SKB. 

Meðan fæturnir bera mig er verkefni sem er helgað öllum börnum sem hafa greinst með krabbamein á Íslandi. Hlaupararnir vilja samt sem áður tileinka einu barni hvern dag sem hlaupið er. Þetta eru börn sem hafa snert hlauparana á einn eða annan hátt. 

9.júní munu þau tileinka Maístjörnunni minni en það er dagurinn sem hetjan mín fer í rannsóknirnar sínar.  Endilega styrkið þetta flotta verkefni þeirra en allur ágóðinn rennur einsog ég sagði beint til SKB. 

Vil svo bara ljúka færsluna mína á flottustu töffurum ever eða þeim Hinrik Erni og Theodór Inga en hún var tekin af þeim í gær 21.05.11.
IMG_4558
Þeir geta ekki verið "venjulegir" á myndum þessi snillingar :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 23.5.2011 kl. 00:56

2 identicon

Snilldarverkefni og yndislegt að 9. júní skuli verða tileinkaður Hetjunni ykkar :-)

Og svo síðbúin afmæliskveðja til skvísunnar ;o)

Begga Kn. (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 07:44

3 identicon

Þessir strákar eru þvílíkt flottir og gæjalegir, ég á tvo svona reyndar tvíbura 5 ára að verða 6 þeir eru svona ekta gæjar, en knúsið og faðmurinn er óskammtað hjá þeim þrátt fyrir það og er algert æði.

Við höfum 9. júní Þuríðardaginn, en þú verður að minna allavega mig á hlaupið og segja hvernig staðið er að því að styrkja þau.  Annars eru verulegar líkur á að ég muni hlaupið því ég man daginn.

Ég sá ykkur Skara bregða fyrir á myndunum úr Legó en Þuríður var á bakvið svo ég sá hana ekki, frábært að hægt er að fara svona ferðir, en hörmulegt að þurfi að fara svona ferðir, Því börn eiga EKKI AÐ FÁ KRABBAMEIN eða aðra alvarlega sjúkdóma, ALLS EKKI.

Svo er síðast RISAKNÚSIÐ

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 11:11

4 identicon

Þetta er frábært framtak hjá þessu fólki og ég mun alveg örugglega fylgjast með því á hverjum degi og senda inn styrkinn minn 9. júní :-)

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 11:52

5 Smámynd: Ragnheiður

flottir gaurarnir þínir. Þeir eru einfaldlega ekkert venjulegir....þeir eru í sérflokki

Ragnheiður , 23.5.2011 kl. 14:41

6 identicon

Baráttu kveðjur. gþ

gþ (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 20:42

7 identicon

Hvort ég skal styrkja þetta frábæra framtak!

9. júni Dagur Maístjörnunnar, hetjunnar okkar.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 12:27

8 identicon

Gleymdi einu, Töffararnir Theodór Ingi og Hinrik Örn svo flottir á  þessari mynd. Uppstillingin gerir myndina svo skemmtilega.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband