3.6.2011 | 21:04
Maginn að fyllast af kvíða.
Sex dagar í næstu (9.júní) rannsóknir hjá Maístjörnunni minni og maginn er að fyllast af kvíða svo það er eins gott að næstu dagar verða "pakkaðir" af einhverjum skemmtilegheitum svo maður geti aðeins gleymt sér.
Henni líður alveg ágætlega þannig séð, borðar reyndar lítið sem ekkert, húðin farin að þurkast upp vegna þess, oft frekar þreytt enda er svefninn ekkert sérlega góður hjá henni, hún er oftast vöknuð kl sex á morgnanna og stundum fyrr svo foreldrarnir eru oft með bauga niðrá háls. Það tekur oft á að vakna kanski kl 4:30 á nóttinni og Maístjarnan sko ekki tilbúin að fara sofa aftur því það er komin dagur, auðvidað heldur maður það þegar það er bjart úti. Ég lýg því ekki en ég þrái alveg stundum meiri svefn. Kramparnir eru þarna ennþá en hún fékk t.d. einn krampa áðan og það var bara einsog hún væri blindfull, ofsalega skrýtið því ég hef aldrei séð hana hrikalega valta eftir krampa en fór svo stuttu síðar að leika við systir sína og nágranna. Sterarnir eru ennþá að leka af henni, tekur sinn tíma en hún er farin að geta klætt sig nánast í öll "gömlu" fötin sín og það er líka svo gaman að geta bara valið "eitthvað" úr fataskápnum hjá henni. Fólki bregður samt ennþá þegar það sér hana, kinnarnar eru smá bólgnar en mér finnst hún líta svo vel út og er nánast orðin að Þuríði ef þið vitið hvað ég meina, svo það er eins gott að það sá hana ekki þegar hún var sem verst en þá var hún líka óþekkjanleg og meir að segja okkar nánasta þekkti hana ekki þegar það kom til okkar í heimsókn.
Það er greinilegt að það er farið að hægjast virkilega mikið á vextinum hennar þar sem Blómarósin mín er að stinga hana af og hún er nú tveimur árum yngri og frænka hennar sem er þremur árum yngri er að ná henni svo mér finnst það megi alveg fara grípa inní. Erum að fara hitta einn af okkar læknum sama dag og rannsóknir hennar verða og ræða þetta við hann. Við vonumst að sjálfsögðu líka til að hitta doktor Ingvar sem er hennar helsti sérfræðingur í hennar veikindum veit mest og best og hvað eigi að gera fyrir hana sama dag og rannsóknirnar verða.
Já maginn er orðinn fullur af kvíða sem mun breytast eftir þann 9.júní þá verður bara eintóm gleði og gott sumar framundan.
Enda færsluna mína á flotta matjurtagarðinum okkar, við fjölskyldan fengum okkur eitt stk svoleiðis fyrir sumarið, svo er ég komin með jarðaberja-, tómata- og paprikuplöntur/tré hérna heima og er mega spennt að sjá afraksturinn af því.
Garðurinn góði.
Systrunum finnst þetta ekki leiðinlegt en þarna liggja kartöflurnar okkar verðandi.
Góða helgi allir og innilega þakkir fyrir allar fallegu kveðjurnar sem þið hafið sent mér/okkur.
XOXO
Henni líður alveg ágætlega þannig séð, borðar reyndar lítið sem ekkert, húðin farin að þurkast upp vegna þess, oft frekar þreytt enda er svefninn ekkert sérlega góður hjá henni, hún er oftast vöknuð kl sex á morgnanna og stundum fyrr svo foreldrarnir eru oft með bauga niðrá háls. Það tekur oft á að vakna kanski kl 4:30 á nóttinni og Maístjarnan sko ekki tilbúin að fara sofa aftur því það er komin dagur, auðvidað heldur maður það þegar það er bjart úti. Ég lýg því ekki en ég þrái alveg stundum meiri svefn. Kramparnir eru þarna ennþá en hún fékk t.d. einn krampa áðan og það var bara einsog hún væri blindfull, ofsalega skrýtið því ég hef aldrei séð hana hrikalega valta eftir krampa en fór svo stuttu síðar að leika við systir sína og nágranna. Sterarnir eru ennþá að leka af henni, tekur sinn tíma en hún er farin að geta klætt sig nánast í öll "gömlu" fötin sín og það er líka svo gaman að geta bara valið "eitthvað" úr fataskápnum hjá henni. Fólki bregður samt ennþá þegar það sér hana, kinnarnar eru smá bólgnar en mér finnst hún líta svo vel út og er nánast orðin að Þuríði ef þið vitið hvað ég meina, svo það er eins gott að það sá hana ekki þegar hún var sem verst en þá var hún líka óþekkjanleg og meir að segja okkar nánasta þekkti hana ekki þegar það kom til okkar í heimsókn.
Það er greinilegt að það er farið að hægjast virkilega mikið á vextinum hennar þar sem Blómarósin mín er að stinga hana af og hún er nú tveimur árum yngri og frænka hennar sem er þremur árum yngri er að ná henni svo mér finnst það megi alveg fara grípa inní. Erum að fara hitta einn af okkar læknum sama dag og rannsóknir hennar verða og ræða þetta við hann. Við vonumst að sjálfsögðu líka til að hitta doktor Ingvar sem er hennar helsti sérfræðingur í hennar veikindum veit mest og best og hvað eigi að gera fyrir hana sama dag og rannsóknirnar verða.
Já maginn er orðinn fullur af kvíða sem mun breytast eftir þann 9.júní þá verður bara eintóm gleði og gott sumar framundan.
Enda færsluna mína á flotta matjurtagarðinum okkar, við fjölskyldan fengum okkur eitt stk svoleiðis fyrir sumarið, svo er ég komin með jarðaberja-, tómata- og paprikuplöntur/tré hérna heima og er mega spennt að sjá afraksturinn af því.
Garðurinn góði.
Systrunum finnst þetta ekki leiðinlegt en þarna liggja kartöflurnar okkar verðandi.
Góða helgi allir og innilega þakkir fyrir allar fallegu kveðjurnar sem þið hafið sent mér/okkur.
XOXO
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
30 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Engin könnun í gangi einsog er.
Athugasemdir
Gangi ykkur vel í þessu stóra verkefni ykkar og í matjurtagarðinum líka :) Þetta VERÐUR GOTT sumar . bestu kveðjur.
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 3.6.2011 kl. 21:11
Guð gefi ykkur styrk og lækningu
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 21:32
Ég skil alltof sjaldan eftir kvitt, en geri það núna. Ég dáist að dugnaðinum þínum. Gangi ykkur vel í verkefnunum sem framundan eru.
kv
Dagný
Dagný (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 21:33
Gangi ykkur vel, ég skal hafa hnútinn með þér Áslaug. Við viljum góða niðurstöðu - það er klárt mál.
Þú ert yndisleg mamma, dugleg og sterk.
Gangi ykkur vel með matjurtagarðinn :)
Ragnheiður , 3.6.2011 kl. 21:35
Lýst vel á matjurtagarðinn ykkar, vona að hann gangi vel :)
Eins vona ég að það gangi vel 9.júní
Ég veit þú hefur heyrt þetta óteljandi sinnum ... en þú ert svo ótrúlega dugleg! Knús á þig!
Guðrún ókunnug (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 07:07
flottur garðurinn .en gangi ykkur vel 9 júni og ég mun hugsa til ykkar
Guðrún unnur þórsdóttir, 4.6.2011 kl. 17:35
Gott að hafa nóg að gera....en skil vel að þetta er erfitt. Ég er handviss um að 9. júní verður góður dagur.
Hef ykkur í bænum mínum
Kveðja - Helga
Helga (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 17:52
Krossa alla putta og tær fyrir ykkur þann 9.júní og bið þess að þið fáið góðar fréttir og getið átt yndislegt, frábært og skemmtilegt sumar. Sendi ykkur öllum orkustrauma og góðar hugsanir.
Þóra (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 10:36
Flottur matjurtagarður hjá ykkur. Og ég er handviss um að 9.júní verður góður dagur hjá ykkur og þá fer að hlýna og sólin skín ykkur til heiðurs.
Farðu vel með þig, Áslaug. Hafið það öll sem best, alltaf!
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 13:06
Sendi góðar 9 Júni kveðjur til ykkar..
Palli&Sinfó gíra ykkur/okkur svo upp fyrir sumarið 11 Júní,get varla beðið:):):):)
Kærleikskveðjur..
Halldór.
Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 14:02
Guð gefi ykkur styrk þessa daga og alla daga. Gangi ykkur vel.
Kristín (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 18:05
Gangi ykkur rosalega vel þann 9. júní.....
kv Anna
Anna (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 18:18
við hugsum til ykkar 9 júni einsog hina dagana , flottur garður er ekki enþá búin að koma mér í þetta og ætti það verið þetta árið .
var að lesa fyrri færslu þina , og fékk hroll , við förum alltof sjaldan til læknis það er rétt hef fengið skammir fyirr það ,
Farðu vel með þig Áslaug :)
Sendi ykkur kærleiksknúskveðjur úr sveitinni
Dagrún (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.