Leita í fréttum mbl.is

Maístjarnan mín

Einsog ég hef oft sagt þá á Maístjarnan mín marga stóra/litla drauma sem ég reyni að láta ALLA verða af veruleika.  Einn af þeim var að fara á fimleikanámskeið og sá draumur er orðinn uppfylltur, jú stúlkan byrjaði á fimleikanámskeiði í morgun og það var sko mikill spenningur í minni í morgun þegar hún vaknaði.  Knúsaði sinn fimleikaþjáfara og stuðning þegar hún mætti í morgun á svæðið sem ég er ofsalega ánægð með, sem ég get treyst 150%, sem ég veit að er smá ströng við hana en samt ofsalega góð en þannig týpur dýrkar Maístjarnan mín þó svo hún vilji oftast ráða.Wink 

Ég sé hana samt ekki fyrir mér meika allt námskeiðið en vonandi samt sem mest.  Hún er eitthvað svo þreytt þessa dagana, ég vil meina að það sé vegna næringarleysis þar sem það er ofsalega erfitt að koma mat ofan í hana.  Veit ekki hvort sterarnir eru ennþá að "bögga" hana en það eru nú tveir mánuðir síðan hún hætti á þeim en ég veit samt að þeir eru ekki alveg farnir úr líkamanum þar sem hún er ennþá smá "bjúguð".  Ég vil allavega trúa því að það er ástæðan þanga til annað kemur í ljós enda er ég orðin hrikalega stressuð og mikið ónot í mér fyrir fimmtudeginum.

Mig langar bara svo að fara pirra mig á einhverjum leiðinlegum hlutum einsog t.d. bílnum mínum sem þarf að fara í allsherjar viðgerð en ég bara get það ekki (sko pirrað mig á því), hann er dauður hlutur sem mér gæti ekki verið meira sama um þó svo ég þurfi á honum að halda og þarf að eyða tugi þúsundum í.  Þá langar mig BARA að Maístjarnan mín verði heilbrigð, bíllinn minn má þá alveg fara á haugana í staðin.

Núna mega allir þessir "þarna uppi" sem ég þekki leggjast á eitt og hjálpa Maístjörnunni minni sem ÆTLAR sér að fá GÓÐAR fréttir á fimmtudag.  Við ÆTLUM að eiga GOTT sumar og þá skiptir engu máli þó svo það verði snjór og ógeðslega kalt, bara að við fáum að njóta þess með góðar fréttir á fimmtudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hver klst. fyrir stjörnuna er vinningur og ómetanlegur í fimleikunum.´

Já það er öruggt að það biðja allir um að fimmtudagurinn verði með góðar fréttir, enda er hann til frama, minnir mig.

sendi bros og knús í hús.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 11:46

2 identicon

Óska þess svo heitt og innilega með ykkur að fréttirnar verði góðar :-)

Og svo verða örugglega margir sem hugsa til ykkar og senda ykkur góða strauma þennan dag, ekki bara við sem höfum fylgst með ykkur hérna, heldur líka allir hinir sem fylgjast með hetjunum sem eru að hlaupa hringinn "Meðan Fæturnir Bera Mig", þar sem fimmtudagurinn verður dagurinn hennar Þuríðar Örnu :-))

Kærar kveðjur frá DK

Begga Kn. (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 12:50

3 identicon

 Guð gefi ykkur styrk til að komast í gegnum þessi veikindi.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 13:05

4 identicon

Snjór, kuldi, bíll, skiptir ekki máli, ef fulla trú á góðum fréttum það er kominn tími á þær. Knús til ykkar og kæra Áslaug reyndu að hvíla þig og hugsa um þig líka.

Guðný (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 13:39

5 identicon

Æðislegt fyrir skvísuna að komast á námskeið. það er svo frábært hvað þið hugsið einstaklega vel um að líf hennar sé sem eðlilegast. Nógu mikið þarf hún að upplifa þessi elska.

Ég krossa putta og tær að þið fáið góðar fréttir á fimmtudaginn:)

Kristín (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 14:28

6 identicon

Þið eigið eftir að fá endalaust af góðum fréttum ég er alveg viss um það

Ingibjörg Sig. (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 15:04

7 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

flott hjá hetjuni minni og ég vona svo innilega að þið fáið góðar fréttir á fimmtudaginn .knús og kram til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 6.6.2011 kl. 15:52

8 Smámynd: Adda Laufey

♥Hugsa til ykkar.Gangi ykkur vel elskurnar ♥

Adda Laufey , 6.6.2011 kl. 17:48

9 identicon

Þið eigið svoooooooo mikið skilið að fá góðar fréttir á fimmtudag!! Þess óska ég :) Gangi ykkur sem allra best.

Katla (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 22:59

10 identicon

Knúsí á ykkur öll þið eruð svo dugleg <3

Kv JH

Jóhanna (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 23:56

11 Smámynd: Ragnheiður

Verð með í hópnum sem pantar góðar fréttir á fimmtudaginn, annað er bara ekki í boði.

Ragnheiður , 7.6.2011 kl. 05:56

12 identicon

Sendi ykkur alla mína orku og góða strauma fyrir fimmtudaginn;) ég veit að nú koma góðar fréttir, og þið eigið eftir að njóta sumarins.

Ingibjörg (ókunnug) (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 12:51

13 identicon

Krossa puttana fyrir ykkur hetjurnar á fimmtudaginn !!!!! :)

Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband