Leita í fréttum mbl.is

Niðurstöður

Kl 11:15 vorum við komin uppá Barnaspítala til að hitta sérfræðinginn og doktor Jón, doktor Jón tekur á móti okkur og það fyrsta sem hann spyr um "hvar er Þuríður?".  Nei við ákváðum ekki að taka hana með því við vissum EKKERT hverju við áttum von á.  Þegar við mætum í "stofuna" tekur sérfræðingurinn á móti okkur og inn koma þrír aðrir krabbalæknar, þið getið ekki ímyndað ykkur hvað hjartað fór að slá hratt þegar ég sá þá alla koma inn en það getur bara boðað EITT  hugsaði ég þegar þeir eru allir saman mættir.  Erfiðar fréttir! 

Sérfræðingurinn spyr um líðan Maístjörnunnar sem er ekki búin að vera sérlega góð undanfarnar vikur, lítil sem engin næring, mikil þreyta, hausverkur og svo lengi mætti telja og útaf þeirri líðan þá vorum við ennþá stressaðri fyrir niðurstöðunum.  Ég átti erfitt með halda haus á meðan við ræddum líðan hennar, var við það að fara æla, mig langaði mest bara að hlaupa út og öskra úr mér lungun því ég var svo hrædd við niðurstöðurnar.

Svo byrjar sérfræðingurinn að tjá sig "Bjúg hafa minnkað mjög mikið og sjálft æxlið hefur minnkað umtalsvert". Semsagt FRÁBÆRAR FRÉTTIR! Krabbalæknarnir hafa bara allir viljað vera viðstaddir svona góðar fréttir.Grin  Markmiðið með geislameðferðinni í Svíþjóð fyrir tæpu ári síðan var að stöðva vöxt æxlisins og áttu læknarnir ekki von á því að það yrði minnkun í kjölfarið. Það má því segja að meðferðin hafi gert betur en til var ætlast og fullyrða læknarnir nú að æxlið sé dautt og að Þuríður hafi svo sannarlega unnið þessa orrustu.  Á þessari stundu brotnaði eiginmaðurinn niður af HAMINGJU, ég reyndi að herða mig sem var ofsalega erfitt, maður er alltaf að reyna vera harðari en maður er enda er ég búin að vera ofur viðkvæm síðustu vikur vegna hræðslu en tárin mín runnu samt niður AF GLEÐI, loksins græt ég gleði tárum.  Vávh hvað ég hef saknað svona stundar, ég hef þráð þessa stund í heilt ár og LOKSINS kom að henni.  Enda VEIT ég að kraftaverka Maístjarnan mín mun vinna allar sínar orrustur alveg sama hvursu margar þær verða, þá mun hún vinna þær.  Nei þetta verður aldrei búið, þetta er bara þannig tegund að æxlin geta alltaf "poppað" upp aftur og aftur en þessa orrusta er UNNIN.  Sumarið er komið!!

Ég er gjörsamlega bólgin í augunum af GLEÐI, er búin að gráta svo mikið.  Hitti foreldra mína áðan og þar var grátið, annar bróðir minn hringdi í mig og ég gat varla sagt orð því ég grét svo mikið af GLEÐI.  Þetta er alveg yndislegt og svo núna sit ég og skála við sjálfan mig í kók, átti það svo sannarlega SKILIÐWhistling.  Að sjálfsögðu munum við halda uppá þetta um helgina á Páli Óskari og sinfó. 

Ég veit varla hvernig ég á að haga mér, en þetta voru BESTU frétti sem við gátum fengið.  Jú Maístjarnan mín getur verið að kljást við allskonar aukaverkanir vegna sterana sem hún er reyndar að gera en HEY það er nú lítil kökusneið miða við allt sem undan hefur gengið svo hún taka það með STÆL

Eigið góða helgi, við ÆTLUM svo sannarlega að njóta hennar.  SKÁL í kók!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sit hér með tárin í augunum af gleði. Gleðilegt sumar kæra fjölskylda og hafið það gott öll sömul.

Erla (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:01

2 identicon

Til hamingju! Þetta er æðislegt.

Þórey (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:02

3 identicon

En yndislegar fréttar, innilega til hamingju :) Kv Harpa (ókunnug)

Harpa (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:02

4 identicon

Ég hef ekki drukkið kók í 11 ár en það liggur við að ég bruni út í búð og kaupi mér eina litla í gleri og skáli við þig....svo æðislegt er tilefnið!

Framtíðin er björt fyrir hetjuna ykkar og ykkur fjölskyldan...sem er ekkert minna mögnuð en maístjarnan :)

Sirrý (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:04

5 identicon

....og hér sit ég og græt af gleði :-) 

Mikið er ég glöð, þetta eru einu fréttirnar sem þið áttuð skilið eftir alla þessa baráttu.  Kraftaverk eru sífellt að gerast og það er alveg á hreinu að hún Þuríður Arna er kraftaverkakona.

Nú er bara að njóta sumarsins.  Ég vona að maður fái aðeins að fylgjast með ykkur en ég skil það líka ef þú vilt taka þér frí frá bogginu og njóta sumarsins í botn.

 Gleðilegt sumar - Helga

Helga (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:05

6 identicon

skál í botn í kókinu og bara til lukku með þessar góðu fréttir, samgleðst innilega með ykkur þó svo ég þekki ykkur ekki neitt....

Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:06

7 identicon

ég sit hérna með tárin í augunum, gleðitár :) ég veit ekki hvað ég á að segja nema, YNDISLEGT :)

Þórunn Katla (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:07

8 identicon

Glæsilegt innilega til hamingju

Maja (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:07

9 identicon

Til hamingju;) þetta eru æðislegar fréttir.

Ingibjörg('okunnug) (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:12

10 identicon

Til hamingju! Frábært, æðislegt, meiriháttar, klikkaðslega stórkostlega yndislegt. Njótið lífsins flotta fjölskylda.

Mamma útí bæ og fjölskyldan hennar

Mamma útí bæ sem fylgist með og sendir styrk (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:13

11 identicon

Elsku fjölskylda,  Græt af gleði með ykkur....til hamingju með daginn

Erna Káramamma (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:13

12 identicon

Yndislegustu fréttir í heimi, innilega til hamingju!!! Það var sko kominn tími á góðar fréttir. Ég, sem aldrei hef hitt ykkur, tárast af gleði, svo ég get rétt ímyndað mér hvernig ykkur líður.

Njótið sumarsins og samverunnar í botn:-))))

Vigdís (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:13

13 identicon

Almáttugur Áslaug hvað ég er glöð að lesa þetta og tárin mín streyma líka. Knús, knús, knús, knús og smá meira knús!!!

Þórey Arna (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:18

14 identicon

Elsku fjölsylda, Ég græt með ykkur af gleði. Til hamingju með lífið!

Erna Káramamma (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:20

15 identicon

En yndislegt :)  Njótið hekgarinnar og sumarsins :)

Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:23

16 identicon

Vá vá vá.....þetta eru frábærar fréttir. Ég er nú bara með kökk í hálsinum af gleði....Innilega til hamingju kæra fjölskylda

 kv frá okkur í Vesturbergi

Berglind í berginu (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:25

17 identicon

Hamingjuóskir duglega fjölskylda! Ég græt gleðitárum með ykkur eins og örugglega 99% þeirra sem lesa þetta blogg. Frábærar fréttir!

Sigrún (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:30

18 identicon

Ég sit bara hérna og tárast af gleði fyrir ykkar hönd, þekki ykkur ekkert nema að mér finnst ég þekkja ykkur vel í gegnum þessa síðu.

Frábærar fréttir!!!! Njótið sumarsins í botn :)

Lilja (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:31

19 identicon

Búin að fylgjast með lengi en aldrei skrifað. Vildi bara óska ykkur til hamingju með þessar frábæru fréttir. Njótið tónleikana.

Helga (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:32

20 identicon

TIL HAMINJGU KÆRA FJÖLSKYLDA.

Ég er búin að kíkja stanslaust á síðuna síðan í gær og var farin að halda að fréttirnar væru slæmar..en boy oh boy þetta eru frábærar fréttir sem þig fenguð og þið eigið það svo sannarlega skilið öll.

Njótið sumarsins og framtíðarinnar.

Bestu kveðjur

Sigríður

Sigríður (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:32

21 identicon

Þetta eru frábærar fréttir.  Sit hérna með tárin í augunum eftir að hafa lesið þetta. Þuríður og þið öll eruð algjörar hetjur og eigið svo sannarlega skilið að eiga góða tíma fram undan.

Njótið helgarinnar og Páls Óskars í botn á morgun.

P.s. Þið getið tekið litla stubbinn með ykkur á tónleikana, ef þið viljið, því það má sitja undir 3 ára og yngri.  Alla vega mátti ég gera það þegar ég var að kaupa í miðasölunni í vor.

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:33

22 identicon

Já vá æðislegar fréttir :) Ég er búin að fella nokkur tár við lesturinn, get vel skilið að þú sért bólgin í augunum. Njótið sumarsins :)

Elín Helga (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:38

23 identicon

Frábærar fréttir, það má gráta, eigið góða helgi og alla daga

Björg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:38

24 identicon

Vá.... Innilega til hamingju ég fékk bara tár í augun þekki ykkur ekkert en hef fylgst með ykkur lengi.  Þið eruð öll HETJUR  !!!

Njótið sumarsins öll saman :-) 

Ásta (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:38

25 identicon

Frábærar fréttir. Njótið sumarsins.

Steinunn(ókunnug) (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:45

26 identicon

Bestu fréttir ever! Til hamingju með þennan áfanga! :)

Hildur (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:47

27 identicon

Innilega til hamingju með þessar góðu fréttir þið áttuð þær sannarlega skilið.

Júlíana (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:48

28 identicon

Sit hér með tárin og kökkinn og allt, átti pepsi max og skála, til hamingju, til hamingju elsku fjölskylda.

Kristín (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:49

29 identicon

Frábærar fréttir :) Gangi ykkur vel og skemmtið ykkur stórvel á Palla og sinfó.

Linda (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:50

30 identicon

Yndislegar fréttir!!!

Sissa (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:52

31 identicon

SKÁL :) Svo sannarlega skál, trúin flytur fjöll og þið eruð búin að sanna það.

Skál í kók, gleðilegt sumar og góða helgi :)

sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:53

32 identicon

Stórkostlegar fréttir - innilega til hamingju!

Edda (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:54

33 identicon

Hér sit ég og græt gleðitárum eins og allur heimurinn.

kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:55

34 Smámynd: Sveinbjörg M.

YNDISLEGT, YNDISLEGT OG AFTUR YNDISLEGT!!!

Búin að vera hugsa mikið til ykkar yndislega fjölskylda og hetjunnar. Vá, gleðitárin renna bara stríðum straumum og gæsahúðin með.

Njótið ykkar í botn og hafið það sem frábærast og góða skemmtun á Palla, hann er náttúrulega bara æði

Knús, Sveinbjörg (Óskars og Sigrúnar Birtu frænka)

Sveinbjörg M., 10.6.2011 kl. 15:00

35 Smámynd: Flower

En hvað þetta eru frábærar fréttir, samgleðst ykkur

Flower, 10.6.2011 kl. 15:03

36 identicon

Innilega til hamingju með þessar stórkostlegu fréttir kæra fjölskylda. Ég man bara varla eftir að hafa fengið jafn góðar fréttir eins og þessar. Maður bara grætur af gleði.

Eigið rosalega góða helgi og loksins kemur sumarið :)

Knús á ykkur öll.

Kv.
Unnur Ylfa

Unnur Ylfa (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 15:04

37 identicon

ÆÐISLEGT... FRÁBÆRT... LOKSINS!

Þið eruð hetjur öll saman! Njótið helgarinnar og sumarsins!

Svandís Rós Þuríðardóttir (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 15:06

38 identicon

Yndislegar yndislegar fréttir kæra fjölskylda.  Sit hér með tárin í augunum af gleði :-)

 Njótið nú dagsins og sumarsins :-)

Kristín Vald (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 15:09

39 identicon

Yndislegt,ég sit hér með tárin í augunum þó að ég þekki ykkur ekki neitt:)

Steina (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 15:09

40 identicon

Elskurnar hvað þetta var fráááábært  ég varð að lesa með hléum sá ekkert fyrir tárum hvað þá þið - TIL HAMINGJU DUGLEGA FJÖLSK-  þetta er bara yndislegt :) njótið ykkar í Hörpunni hjá Palla og Sinfó .. Kærleikskveðjur ykkur til handa ,þið verðið áfram i bænum mínum .

Sigríður K Dagbjartsdóttir - ókunnug (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 15:12

41 identicon

Yndislegt að heyra :-) Ég er búin að fylgjast með ykkur frá upphafi og finnst, þó ég hafi aldrei hitt ykkur, ég þekkja ykkur betur en suma mér nákomna :-) Njótið sumarsins í botn!

Hófí (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 15:17

42 identicon

Elsku "þið öll"
ég sit hér og get ekki annað en grátið af gleði fyrir ykkar hönd - svo óumræðanlega góðar fréttir
Svo óeigingjarnt af þér elsku Áslaug að leyfa ókunnugum að fylgjast með baráttunni og maður getur ekki annað en vera með í tilfinningarsveiflunum sem þessari baráttu fylgir.
Ég bið og vona að sumarið verði ykkur sem allra best

Baráttu-gleði-kærleiksknús á línuna :)

Sigrún og co (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 15:19

43 identicon

Frábærar fréttir, innilega til hamingju!

Elísabet (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 15:23

44 Smámynd: Inga María

skál í hamingju...frábært!

Inga María, 10.6.2011 kl. 15:24

45 identicon

Dásamlegar fréttir!! Innilega til hamingju flotta fjölskylda.

Hrönn. (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 15:25

46 identicon

Elsku fjölskylda mikið er ég hamingjusöm fyrir ykkar hönd, búin að hugsa svo mikið til ykkar undanfarna daga. Nú má sumarið koma :) Gleðilegt sumar.

kv Ása

Ása (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 15:32

47 identicon

Yndislegar fréttir :) til hamingju með þennan frábæra sigur

Auður Lísa (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 15:37

48 identicon

En yndislegar fréttir :-) Sit hérna með gleðitár í augunum ..... Innilega til hamingju. Njótið sumarsins í botn og njótið þess að fara á Palla og sinfó. Þið verðið sko ekki svikin - fór á miðvikudaginn og það var ÆÐI.

Til lukku ...gleði gleði

kveðja Edda sem þekkir ykkur ekkert en er samt svo glöð fyrir ykkar hönd :-) jibbíí jejjjjj

Edda Björk (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 15:38

49 identicon

Mikið var gaman að lesa þessa færslu hjá þér Áslaug.  Tárin fengu að renna ofan í kókglasið við lesturinn. 

Góða skemmtun á tónleikunum og gleðilegt sumar

Jóna (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 15:38

50 identicon

Frábært að heyra! Er búin að fara inná síðuna nokkrum sinnum í dag að bíða eftir fréttum og loxins eru þær nú góðar! Táraðist við lesturinn, af gleði að sjálfsögðu!

Innilega til hamingju með þetta!

Kolbrún Helga (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 15:39

51 identicon

Innilega til hamingju með sigurinn í þessari orrustu duglegu foreldrar. Bara frábært, er með tárinn í augunum af gleði fyrir ykkar hönd.

Kær kveðja

Ein sem fylgis alltaf með hetjunni og familý

Nanna Þórisdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 15:39

52 identicon

Til hamingju með þessar frábæru fréttir! og góða skemmtun á palla

Þorbjörg (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 15:42

53 identicon

Loksins, loksins ! Frábærar fréttir. Til hamingju öll ! Mikið er hún Þuríður Arna lánsöm að eiga svona foreldra. Megið þið eiga yndislega helgi.

Birna Einarsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 15:49

54 identicon

Innilega til hamingju elsku fjölskylda.  Mikið var að kom að góðu fréttunum.  Njótið sumarsins.  Bestu kveðjur

Laufey (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 15:50

55 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Elsku hetjan mín og fjölsylda þetta eru yndislegar fréttir og til hamingju með sigurinn knús og kram og skemtið ykkur vel á tónleikunum .

og skál í pepsi

Guðrún unnur þórsdóttir, 10.6.2011 kl. 15:51

56 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

ég skæli í stofunni hjá mér eins og hálfviti!! Börnin mín skilja ekkert í því hvernig ég læt. Stara bara á mig á meðan ég pikka inn, grenjandi, í tölvuna! ELSKU SLAUGA OG ÞIÐ ÖLL! INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ ÞENNAN STÓRA SIGUR! Ég græt af gleði fyrir ykkar hönd og svei mér ef ég gæti ekki bara GUBBAÐ af GLEÐI! :) Skítt með veðrið! Sumarið ER komið!

LOVE að vestan.

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.6.2011 kl. 15:56

57 identicon

Þetta eru  yndislegar fréttir.  Ég sit hér með tárin í augunum líka.... og óska  ykkur bara gleðilegs sumars, frábærs sumarfrís og njótið samverunnar.  Kærar kveðjur,  Stella A.

Stella A. (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 15:57

58 identicon

Jiiiii sit hérna tárvot (úlfur botnar ekkert í mér núna) og ætla líka að fá mér kók og skála.

Gleðilegt sumar !!!!!! :D

Hrundski (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 16:02

59 Smámynd: Elsa Nielsen

Verð auðvitað líka að skrifa athugasemd hér :) Gleðitár og kók hér í vinnunni - þetta eru svoooo YNDISLEGAR fréttir!!! Góða heldi öll sömul og góða skemmtun á "Óskari" á morgun :) KNÚÚÚÚS

Elsa Nielsen, 10.6.2011 kl. 16:04

60 identicon

Innilega til hamingju með þessar frábæru fréttir, gleðjumst nú er sumar í hjörtum sem sinnum.

Jaxl hún dóttir ykkar Maistjarnan :)

Harpa Halldórdóttir ókunnug. (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 16:05

61 identicon

Til hamingju með yndislegar fréttir og gleðilegt sumar!

Anna Þorgrímsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 16:05

62 identicon

Skál í botn í kók. Innilegar hamingjuóskir með þessar gleðifréttir:)

Kristín P (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 16:08

63 identicon

Frábærar fréttir! Táraðist af gleði og samgleðst ykkur svo innilega! Megið þið eiga FRÁBÆRT sumar og að Hetjunni ykkar líði betur með hverjum deginum sem líður :D

Karolina Anna (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 16:11

64 identicon

frábærar fréttir, áfram þið. ;-)

Eygló (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 16:14

65 identicon

Æðislegt að heyra til hamingju öll Þið eruð svo Sterk  og Æðisleg fjölskylda og foreldrar, Og meigi Allar góðar vættir vera með ykkur

kær kveðja...

Hrafnhildur Jóhannsd (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 16:16

66 identicon

Mikið eru þetta dásamlegar fréttir kæra fjölskylda!

Linda Rós (SKB mamma) (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 16:16

67 identicon

Váááá... YNDISLEGAR FRÉTTIR... innilega til hamingju með þessar frábæru niðurstöður kæra fjölskylda og megi þið eiga yndislegt sumar og það allra besta hingað til :)

Bestu kveðjur og góða helgi, Ella

ella (grænu deild) (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 16:18

68 identicon

Vei vei vei :D :D ég fékk líka tár í augun af gleði !!!! ótrúlega yndislegar fréttir !!! innilega til hamingju hetjur og gleðilegt sumar ;) njótið ykkar í botn á tónleikunum ! knús í hús :O)

Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 16:20

69 identicon

INNILEGA TIL HAMINGU! Þetta eru dásamlegar fregnir :) Ég samgleðst ykkur meira en orð geta tjáð!

Hulda Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 16:32

70 identicon

Gleði gleði..... mikið voru þetta góðar fréttir. Njótið þess

Jóhanna G. Ól (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 16:32

71 identicon

Þetta er yndislegt að heyra.Þið eru ótulega sterk og þetta gekk sem betur fer vel á endanum.Eigiði rosalega gott sumar saman:)

Siri (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 16:38

72 identicon

mikið svakalega er ég glöð að heyra þetta :)Hafið það sem allra allra best

Helga (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 16:50

73 identicon

Frábærar fréttir þetta er alveg geggjað. Njótið nú sumarsins í botn. Knús til ykkar allra.

kv Díana Guðjóns og fjölskylda

Díana Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 16:51

74 identicon

Ég er eins og fleiri búin að kíkja oft inn og var farin að kvíða niðurstöðunum en svona frábærar fréttir koma bara tárakirtlunum í gang, meira að segja himnarnir tárast aðeins núna, og það eru örugglega gleðitár því í dag kemur sumarið örugglega líka. Vonandi eigið þið frábært sumar kæra fjölskylda .

Bestu kveðjur.

ragna (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 17:00

75 identicon

Innilega, innilega til hamingju með þennan frábæra sigur, varð mjög hrærð við að lesa bloggið og samgleðst ykkur af öllu hjarta. Megið þig eiga yndislegt sumar kæra fjölskylda.

Edda Hlíf Hlífarsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 17:02

76 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda. Þetta eru yndislegar og dásamlegar fréttir. Ég fékk bara tár í augun að lesa þetta. Nú hlýtur sumarið að koma :) Gangi ykkur endalaust vel! KNús, Oddný

Oddný (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 17:03

77 identicon

Jeminn eini hvað ég er fegin og glöð að heyra þessar frábæru fréttir, hérna sit ég með gleði tárin í augunum. Þessar fréttir toppa helgina og sumarið. Innilega til hamingju með þetta, hún er algjör hetja litla stelpan ykkar og þið öll.

Þóra (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 17:05

78 identicon

Yndislegar fréttir, góða skemmtun á morgun og hafið það alltaf sem best.

Kveðja

Elín.

Elín (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 17:06

79 identicon

Dásamlegar fréttir. Gleðiknús til ykkar

Guðný (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 17:07

80 identicon

Innilega til hamingju með góðu fréttirnar kæra fjölskylda. Ég þekki ykkur ekki neitt en er samt að berjast við tárin....Gangi ykkur súper vel með framhaldið ;)

Kær kveðja Ellen

Ellen (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 17:10

81 identicon

Þetta eru bestu fréttir sem koma gátu, nú verður gangan uppávið auðveldari, innilegar hamingjuóskir og knús á dömuna flottu, sem og grísina þrjá.

 kv. Helga Kristín

Helga Kristín Helgadóttir (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 17:18

82 identicon

YNDISLEGT! LOKSINS góðar fréttir :) Innilega til hamingju, þið eigið þetta svo skilið !! :) Vona að þið eigið yndislega helgi og frábært sumar:)

Guðrún ókunnug (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 17:22

83 identicon

Yndislegt elsku fjölskylda....Mikið er þetta falleg færsla og nú falla tárin hjá 4 barna mömmunni.  Ég mun halda áfram að tendra ljósin og bænin mín er ykkar.  Eigið góða daga Þuríður mun halda áfram að blómstra

Kærleiksknús 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 17:24

84 identicon

Til hamingju með þessar yndislegu fréttir, megi góður Guð vernda og vaka yfir ykkur öllum !

Sigurða (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 17:29

85 identicon

Frábærar fréttir sem þið voruð að fá og ekki spurning um annað en að skála í kók eða coce light :).  Flott hjá ykkur að fara á Pál Óskar, hann er náttúrulega bara bestur í því að koma manni í gott skap og skemmta fólki :)

Annað en sama mál, Áslaug veistu nafnið á æxlinu sem hún Þuríður greindist með (á latínu eða á ensku) og hvar það greindist fyrst? Ég var að fá fréttir af nágránnafólki tengdaforeldra minna sem reyndar búa úti í Frakklandi en 4 ára barnabarn þeirra greindist með heilaæxli af verstu gerð aftan í hnakka og það er ekkert sem læknarnir geta gert.  Honum eru ætlaðir 3 mánuðir og er hann núþegar búin að missa mátt á sumum stöðum. Maður trúir bara ekki að það sé ekki hægt að gera neitt í þessu og því leita ég til þín. Message boxið er kannski ekki besti staðurinn, fann bara ekki emailið þitt..   Endilega sendu mér línu þegar þú hefur tíma, en samt sem fyrst ef þú hefur einhverjar upplýsingar fyrir okkur. 

Bestu þakkir með fróðlegt blogg, þið eruð hörkudugleg öll sömul og eigið sko ekkert annað skilið en hamingju og heilsu :)

Bestu kveðjur, Valdís

Valdís (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 17:34

86 identicon

til hamingju ég þekki ykkur ekki neitt nema í gegnum bloggið og þetta eru svo sannarlega gleðifréttir ,njótið sumarsins í botn frábært!!

Sigrún (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 17:37

87 identicon

Yndislegar fréttir

Steina (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 17:42

88 identicon

Frábært, frábært, frábært.  Innilega til hamingju jákvæða, bjartsýna flotta fjölskylda.

Kristín Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 17:44

89 identicon

Hjartans hamingjuóskir með gleðifréttirnar. Þvílík gleði!

Helena (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 17:47

90 identicon

Ég grét af gleði af að lesa um elsku stúlkuna ykkar, eigið bara yndislega hvítasunnuhelgi ;o)

Áslaug (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 17:49

91 identicon

Dásamlegar fréttir :D Gæsahúðalesning!!

Hafið það öll sem allra best!

Hulda (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 18:03

92 identicon

Elsku fjölskylda! Hjartanlega til hamingju með þessar fréttir! Gæsahúð og smá tár af gleði fyrir ykkark hönd fylgdi lestrinum, þrátt fyrir að þekkja ykkur ekki neitt.  þið eigið þetta svo skilið!

Laufey (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 18:14

93 identicon

Kæra fjölskylda ..

Ég sit hérna með augun full af tárum .. sé allt bara í móðu af gleði fyrir ykkar hönd .. TIL HAMINGJU !!!

 Njótið nú sumarsins og leikið ykkur !

knúúúús

Sara Björk

Sara Björk (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 18:15

94 identicon

Elsku hjartans Áslaug og fjölskylda, ég græt hér að gleði við að lesa þessar góðu fréttir,hún er náttúrulega hetja þessi litla Maistjarna:)

Er alveg tilefni að gera sér góðan dag með Palla ,eigið góðan dag með honum:)

Ellen (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 18:40

95 identicon

Æðislegt að heyra, til hamingju með þennan sigur :-)

Ida (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 18:51

96 identicon

Þetta eru bara Stórkostlegt:)Guð er góður

Sigrún Einarsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 18:55

97 identicon

Bestu fréttir sem ég hef heyrt í laaaangan tíma. Ég græt gleðitárum líka.

Guðmunda (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 19:04

98 identicon

Yndislegar fréttir. Hér sit ég og græt af hamingju :-)

Ásta (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 19:24

99 identicon

;o)

Ingibjörg (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 19:44

100 identicon

Alveg yndislegar fréttir, vá hvað ég er ánægð fyrir ykkar hönd, gleðilegt sumar og góða skemmtun á Páli Óskari ;)

Edda mamma og amma (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 19:44

101 identicon

Yndislegt,ég samgleðst ykkur svo innilega.

Gleðilegt sumar.

Maja

María Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 20:01

102 identicon

Þetta er bestu fréttir sem til er!! :)Ég sit og græt af gleði. Til hamingju með lífið..og flottu Maístjörnuna, þvílík hetja.

Njótið helgarinnar

Ragga (systir Birnu)

Ragga (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 20:15

103 identicon

Til hamingju með þessar fréttir. Það er ótrúlegt hvað Maístjarnan ykkar og þið öll eruð dugleg. Gleðifréttir og góð byrjun á sumri.

kv.Fanney

Fanney (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 20:29

104 identicon

Váh.... hvað þetta voru frábærar fréttir!  Ég var orðin hrædd um að fréttirnar hefðu ekki orðið svona frábærar og kveið hálfpartinn fyrir því að lesa þessa færslu  Mikið ofboðslega líður mér vel eftir að hafa lesið þetta, nú fáið þið sumarið sem þið hafið verið að bíða svo lengi eftir JIBBÝ...  Hafið það ofboðslega gott um helgina og góða skemmtun á Palla og sinfó  Hetjukveðjur til Þuríðar

Ásdís (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 20:34

105 identicon

Skál í botn :)

Þetta eru svo frábærar fréttir :)

Lena Ýr (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 20:48

106 identicon

jiiii - en FRÁBÆRAR fréttir - yndislegt!! Sit hér með bros á vör & gleði-tár í augum ...ég hugsa svo endalaust oft til ykkar þó svo ég þekki ykkur ekki neitt!!

eigiði góða helgi, kæra fjölskylda, og enn betra sumar í vændum;)

Heiðdís Dögg (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 20:49

107 identicon

Mig langar bara til að segja enn og aftur, gleði, hamingja, fögnuður og bara allt. gþ

gþ (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 21:07

108 identicon

Jiii maður grætur nú bara af gleði við að lesa þetta, yndislegt, hún er sko sannkölluð kraftaverkahetja þessi stelpa. Eigið yndislega helgi og yndislegt sumar!

Kveðja úr Mosfellsbænum

Eyja (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 21:19

109 identicon

Æðislegar fréttir ....... ég sit hér og tárin leka.

Knús á ykkur

Linda (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 21:23

110 identicon

Elsku bestasta fjölskylda,er ekki lífið bara dásamlegt þegar þessar bestu fréttir koma,elsku BROSdúllan nú liggur bara lífið til hins betra hjá henni,komin tími til,eigið góða helgi,kærleikskveðjur.Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 21:34

111 identicon

Frábærar fréttir,hugsa oft til ykkar þó svo að ég þekki ykkur ekkert, en góða helgi frábæra fjölskylda

Ína Gests (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 21:34

112 Smámynd: Skúmaskot tilverunnar

Það er til kærleiksríkur Guð sem hefur haldið sinni verndarhendi yfir ykkur. Með tár í augum af gleði til handa ykkar fjölskyldu þakka ég honum enn einn sigurinn.

Skúmaskot tilverunnar, 10.6.2011 kl. 21:44

113 identicon

Fylgdist alltaf með þér/ykkur fyrir ca. 2 árum en datt svo út. Skráði mig á kjúklingasíðuna þína og er farin að fylgjast með aftur. Leit við í dag og er með gæsahúð og græt gleðitárum með ykkur. YNDISLEGAR fréttir.

Góða skemmtun í Hörpu um helgina. Þið verðið bara gordjöss með Palla og sinfó.

kv. Sirrý Jónasar

Sirry Jonasar (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 21:45

114 identicon

Frábærar fréttir. Yndislegt. Góða helgi og yndislegt sumar kæra fjölskylda.

Knús á ykkur öll og takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með ykkur.

Jóhanna.

Jóhanna Karlsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 21:51

115 identicon

Hamingjutár á hvörmum út um allt land.  Húrra fyrir Þuríði Örnu!  Húrra fyrir ykkur foreldrum og systkynum!

Kristín (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 22:37

116 identicon

Innilega til hamingju með þessar fréttir! Þið eigið þetta svo sannarlega skilið kæra fjölskylda. Góða skemmtun á Palla á morgun, það verður svaka stuð (ég er líka að fara á morgun og get ekki beðið).

Knús á ykkur og takk kærlega fyrir að leyfa mér að fylgjast með :)

Kv. Sóley

Sóley (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 22:54

117 identicon

Elsku elsku stelpan - þvílíkur harðjaxl! Innilegustu hamingjuóskir með þessar frábæru fréttir!! Samgleðst ykkur innilega!

Tinna Ósk Björnsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 23:21

118 identicon

Dásamlegar fréttir :)

Gudbjörg (gamall SKB félagi sem fylgist med ykkur frá útlöndum)

Gudbjörg (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 23:27

119 identicon

Er með tárin í augunum, samgleðst ykkur svo innilega!

Hafið það yndislegt saman fallega fjölskylda!

kv. ókunnug :)

GG (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 23:31

120 identicon

Ég er búin að fylgjast hérna með í nokkur ár en er ódugleg við að skrifa, nú get ég bara ekki orða bundist við þessar yndislegu fréttir. Þetta var frábært að heyra og megið þið eiga súper gott sumar saman fjölskyldan því þið eigið það svo sannarlega skilið :)

kv. Þóra

Þóra (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 23:36

121 identicon

Innilega til hamingju með góðu fréttirnar

Jóhanna A (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 00:02

122 identicon

Get ekki hætt að brosa.  Yndislegt bara yndislegt.  Fljúgið kæra fjölskylda, fljúgið á vængjum hamingjunnar í sumar.  Njótið ykkar í botn:))

Guð blessi ykkur .

Jóhanna (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 00:08

123 identicon

Awwwwwww, djís, er með tárin í augunum eftir að hafa lesið þessar fréttir!!! Var svo hrædd um að þær yrðu slæmar því það kom ekki inn færsla í gær.... Innilega til hamingju með þetta elsku fjölskylda. Hún rústar þessu stelpan ;) Njótið og fagnið og knúsist og kyssist ríka fólk ;)

Gígja (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 00:11

124 identicon

Vá þvílíkar gleðifréttir :) Ég átti orðið erfitt með að klára að lesa færsluna þar sem augun voru full af gleðitárum. Þetta verður án efa eitt besta sumarið ykkar þegar það byrjar svona vel.

Matta (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 00:44

125 identicon

Gleði. Gleði. Gleði  og meiri Gleði. Er búin að vera með hnút í maganum í dag þorði varla að opna síðuna, en svo voru þessar yndislegu fréttir að ég fann að augun fylltust af gleðitárum. Njótið sumarsins sem vonandi fer að hlýna. Stórt faðmlag á alla fjölskyldunna. Vonandi í lagi að faðma ykkur öll í huganum þó ég þekki ykkur ekki neitt ég er bara svo glöð fyrir ykkar hönd. Kveðja.

Kristín ókunnuga (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 01:02

126 identicon

Innilega til hamingju. Það besta sem mér dettur í hug að segja er: Takk Drottinn.

Birna

Birna (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 01:03

127 identicon

Dásamlegar fréttir til hamingju með þessar frábæru fréttir......þvílík gleði´.....eigið góða helgi elsku fjölskylda þið eruð alveg dásamleg.

Kærleikskveðja til ykkar elskurnar

Birgitta

Bigritta (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 01:48

128 identicon

  Yndislegt!!!! Til hamingju með Maístjörnuna ykkar!

Eigið yndislega helgi og sumarið er komið til ykkar, kæra fjölskylda.

Góða skemmtun  með Palla og sinfó, fór í gær.

GORDJÖSS!!! 

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 02:04

129 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Yndislegar fréttir..sit með hamingjuhroll og heit tár og gleðst með ykkur og Maistjörnunni. Njótið nú helgarinar sem allra allra best og leyfið gleðinni að flæða..<3

Efaðist reyndar aldrei um að þessi flotta stelpa væri algjört kraftaverk..:o)

Bergljót Hreinsdóttir, 11.6.2011 kl. 02:17

130 identicon

Ég er búin að lesa færsluna aftur!   Það er ekki hægt annað en að fella tár eða bara hreinlega gráta af gleði! Duglega, fallega Þuríður Arna, er sannkölluð kraftaverkakona!!!

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 02:21

131 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Svona fréttir breyta dimmri og kaldri nótt í bjartan og sólríkan dagSendi hlýa strauma úr norðri.

Sigurður Haraldsson, 11.6.2011 kl. 02:37

132 identicon

Best í heimi

Bylgja (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 03:01

133 identicon

yndislegar fréttir ,stórt knús   

kv Dagbjört

Dagbjört jakobsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 03:26

134 identicon

Jibbý kóla og skál í kók! Þetta voru bestu fréttir sem hægt var að fá!!! Ég er búin að vera að mana mig upp í að kíkja á síðuna ykkar því að ég var með pínu kvíðahnút í maganum, það er ekki hægt að neita því, en nú er ég sko glöð :)

Nú er sumarið komið og þið skuluð sko njóta þess :)

Kv. Arna Ósk

A (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 06:52

135 Smámynd: Ragnheiður

Hjálpi mér hvað þetta eru dásamlegar fréttir. Ég er eins og hin, með kökk í hálsinum og tárin trítla niður kinnarnar, svo mikil gleðitár.

Þvílík hamingja

Elsku Áslaug og þið öll, minni og stærri fjölskyldan, hjartanlega til hamingju.

Litla skottið Þuríður Arna, þú ert dásamlegur baráttujaxl, flottasta smátelpan með flottustu systkinin og foreldrana.

Ragnheiður , 11.6.2011 kl. 07:56

136 identicon

Vá til hamingju! Ég þekki ykkur ekki en les bloggið þitt reglulega! Hún er sko ótrúleg þessi litla hetja!

kveðja frá Áslaugu í Danmörku

Áslaug (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 08:49

137 identicon

Gleðitár hérna megin:) Innilega til hamingju með þennan stóra áfanga:) Þuríður hefur náttúrulega sýnt það að hún er flottasta og duglegasta stelpan í öllum heiminum! Þið eruð líka svo dugleg og flott fjölskylda. Knús úr norði..

Lóa (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 09:31

138 identicon

Húrra fyrir Þuríði  Skál í boðinu sem nú tekur bara engan enda, þetta sumar og öll önnur verða yfirfull af eintómri gleði ykkur til handa

Njótið hvers annars,

Ingibjörg Sig. (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 09:35

139 identicon

sit hér með tár í augum, guð hvað ég samgleðst ykkur, yndislegt, það hafa margir beðið fyrir Þuríði ykkar, allir lögðust á eitt, njótið sumarsins og framtíðin verði björt og hlý, sendi ykkur allar mínar bestu kveðjur og óskir, hugsa oft til ykkar og hinna líka sem eiga erfitt, lifið heil

Didda ókunn (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 09:56

140 identicon

Yndislegar fréttir sit hér með gleðitár í augunum.Sumarknús til ykkar

Anna (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 10:45

141 identicon

Tárin mín renna af gleði. Þessi orrusta er unnin. Nú verður keyptur kassi af kók í gleri og boðið á línuna :)

Berglind (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 12:57

142 identicon

Vá ég fékk gæsahúð af GLEÐI - yndislegt að fá svona góðar fréttar af dömunni!!! Hún og þið eigið það svo sannarlega skilið.  Gleðilegt sumar og NJÓTIÐ :)  Kveðja Elísabet ókunnug en fylgist samt mikið með ykkur.

Elísabet (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 13:11

143 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

Til hamingju.  Dásamlegar fréttir..augu mín fylltust af gleðitárum með ykkur við að lesa þetta.

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 11.6.2011 kl. 14:30

144 identicon

Er búin að fylgjast með ykkur mjög lengi og ég gleðst innilega með ykkur  Baráttan ykkar allra er búin að vera löng og ströng. Njótið sumarsins :)

Jóna (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 15:18

145 identicon

Til hamingju kæra fjölskylda, megi allt gott vaka yfir ykkur áfram.

Sæunn (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 16:04

146 identicon

Dásamlegt elsku fjölskylda :)

Hanna (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 18:24

147 identicon

ÆÐISLEGAR FRÉTTIR FÉKK GÆSAHÚÐ OG TÁR GLEÐILEGT SUMAR ELSKU FJÖLSKYLDA

KV.FJOGURRA BARNA MAMMA

ingileif Finnbogadóttir (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 19:15

148 identicon

Til hamingju með þessar niðurstöður Þetta eru yndislegar fréttir. Ég vona að þið njótið sumarsins vel, þið eigið það skilið.

Marta (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 19:25

149 identicon

Jeminn eini!!! Hvílíkar fréttir, ég sit hérna grátklökk yfir þessum fréttum. Elsku Áslaug og fjölskylda...loksins fenguð þið góðar fréttir eftir hvílíkan mótbyr:)

Njótið sumarsins saman því þið eigið það svo sannarlega skilið:)

Knús að austan;)

Kristín (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 20:19

150 identicon

Innilega til hamingju með frábæru fréttirnar. Ég þekki ykkur ekki neitt en hef, eins og margir, fylgst með ykkur lengi. Var sannfærð um að þið mynduð fá góðar fréttir á afmælisdaginn minn :)

Selma (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 20:25

151 identicon

Vá, INNILEGA til hamingju með þessar frábæru fréttir. Njótið sumarsins!!!

Valgý Arna (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 23:19

152 identicon

Innilega til hamingju með þessar góðu fréttir. Ykkar tími svo sannarlega kominn.

Njótið lífsins og hvers annars eins og þið best kunnið.

kær kveðja

Kristín S

Kristín S (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 23:52

153 identicon

Kæra fjölskylda innilega til hamingju með þessar frábæru fréttir til ykkar. Það er ómetanlegt fyrir okkur "hin" að fylgjast með baráttu ykkar og kennir okkur að njóta auknabliksins.  Njótið sem allra best í sumar. Með sumarkveðju frá einni sem þekkir ykkur ekki en hefur lært mikið af ykkur, kær kveðja Erla Stefanía

Erla Stefanía (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 23:58

154 identicon

Frábærar fréttir kæra fjölskylda Þið eruð hetjur við samgleðjumst ykkur svo sannarlega Gangi ykkur vel með hetjuna ykkar kveðja úr sveitinni

Sigrún sól (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 00:58

155 identicon

Tár í augum og gleði í hjarta. Elskulega fjölskylda, njótið nú sumars og gleði saman :) Þið eruð öll alveg yndisleg og svo ótrúlega dugleg. Megi allir góðir vættir styðja ykkur og styrkja og hjálpa Þuríði til að ná fullum bata, því það er klárlega það sem hún ætlar að verða :) 

Guðný Heiðbjört (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 02:14

156 identicon

Það er svo skrítið hvað manni getur fundist vænt um fólk sem maður þekkir ekki neitt eða hefur nokkurn tímann hitt einu sinni, en það á við um mig og fullt af fólki hérna úti elsku Áslaug og fjölskylda

 Já ég bara brotnaði saman líka af GLEÐI.. Mikið eru þetta dásamlegar fréttir, yndislegar alveg hreint!

Hún er svo mikið hetja hún Þuríður að ég á engin nógu sterk orð yfir það, þvílík kraftaverkadama sem þið eigið

Elsku Þuríður IDOLIÐ mitt og HETJAN mín, þú ert BEST Í HEIMI!!

Elsku fjölskylda  hjartans hamingjuóskir til ykkar allra og njótið sumarsins, sumarið er ykkar svo sannarlega  

Bestu kveðjur Sigga.

Sigga (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 09:02

157 identicon

Frábærar fréttir:=)

frigg (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 11:00

158 identicon

Frábærar fréttir :)

Freydís (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 16:01

159 identicon

Húrra, Húrra!!!

Alveg dásamlegt, Innilega til hamingju með þessar frábæru fréttir. 

Rúna (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 16:27

160 identicon

Frábærar fréttir :-)   Gleðilegt sumar og gangi ykkur sem allra, allra best.

Margrét (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 20:14

161 identicon

Sit með gleðitár í augonum sem renna niður kinnarnar =)))) er svo glöð fyrir ykkar hönd, Gleðilegt sumar til ykkar allra kveðja frá Noregi

Silja Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 22:33

162 identicon

Frábært að heyra til hamingju...:) 

Katrín Anna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 22:34

163 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Til innilegrar hamingju, og megi elsku stelpan vera laus við þennan fjanda !

Veit að ég þekki þig ekkert en þessi saga snart mig frekar mikið þar sem ég á 3 vini sem hafa barist við þetta og tveir þeirra dáið.

Charles Geir Marinó Stout, 12.6.2011 kl. 22:57

164 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Til innilegrar hamingju, og megi elsku stelpan vera laus við þennan fjanda !

Veit að ég þekki þig ekkert en þessi saga snart mig frekar mikið þar sem ég á 3 vini sem hafa barist við þetta og tveir þeirra dáið, sem betur fer er 3ji vinur minn á batavegi :)

Charles Geir Marinó Stout, 12.6.2011 kl. 22:58

165 identicon

dásamlegar fréttir :) gleðilegt sumar

Anna Kristín (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 23:15

166 identicon

vá þetta eru bestu fréttir sem hægt er að fá. vona að þið hafið notið helgarinnar í botn. Ef það er einhver sem á þessar gleðifréttir skilið þá eruð það þið og kraftaverka konan. Njótið lífsins í botn og gerið það sem þið viljið gera því lífið er svo sannarlega yndislegt núna. Sólin komin og hitinn líka. takk fyrir að deilda þessari baráttu með okkur.

ég hef ekki kvittað nógu oft.

Helga (ókunnug) (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 23:45

167 identicon

VÁÁÁÁ... Þetta eru sko YNDISLEGUSTU FRÉTTIR Í HEIMI!!! :-)

Innilega til hamingju með þetta og svo geri ég bara ráð fyrir að helgin hafi verið yndisleg hjá ykkur ;o)

Kærar kveðjur frá DK

Begga Kn. (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 06:38

168 identicon

vá maður táraðist bara yfir þessu. æðislegar fréttir til hamingju með það. gleðilegt sumar til ykkar

Linda (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 10:11

169 identicon

Ég samgleðst  svo sannarlega með ykkur. Þetta er alkveg rosalega góð&#39;ar fréttir fyrir ykkur. Þið áttuð svo sannarlega skilið að fá svona góðar fréttir kæra fjölskylda. Gangi ykkur vel með allt sem þið takið ykkur fyrir hendur kæra fjölskylda. Kær gleðikveðja Guðný sem fylgist með ykkur í gegnum bloggið.

Guðný E. Einarsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 12:36

170 identicon

Innilega til hamingju með þetta öll sömul. Þið áttuð þetta svooo skilið ! Þið eruð hetjur öll sömul. Njótið fréttanna og sumarsins. Samgleðst ykkur af öllu hjarta.

Dagbjört ókunnug (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 15:34

171 identicon

græt af gleði við að lesa þetta, innilega til hamingju elsku fjölskylda og gleðilegt sumar.  það eru engin orð..... þetta er best í heimi!

Ylfa P. Soussa (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 01:58

172 identicon

Frábærar fréttir sem þið fenguð. Maður er bara með tárin í augunum yfir þessu. Gangi ykkur vel með framhaldið og vonandi eigið þið yndislegt sumar.
Samgleðst ykkur af öllu hjarta og held áfram að biðja fyrir Þuríðið ykkar.  Kraftaverkin eru sko til og hún er eitt þeirra.
Sumarkveðja.

Vigdís (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 08:57

173 identicon

Dásamlegar fréttir!

Sonja Sif (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 13:14

174 identicon

Til hamingju til HAMINGJU;;;;; hreint YNDISLEGT að heyra,,,, njótið nú árgangursins.. þessi stelpa er sko kraftaverk......................................

Karen Olsen (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 22:24

175 identicon

Vááááá...yndislegar fréttir....ég grét bara líka,þegar ég las þetta.

Alveg frábært....sannkallað kraftaverk...þökkum guði fyrir það.

Innilegar til hamingju með frábærar fréttir...

kv Anna

Anna (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 20:02

176 identicon

Var að lesa færslunar þínar núna, er í sumarfríi og ekki með aðgang að tölvu. En þvílíkar fréttir! Innilega til hamingju með þetta! Þið hafið svo sannarlega sýnt það og sannað að kraftaverkin gerast!

bestu kveðjur að vestan!

Sóley Vet (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband