Leita í fréttum mbl.is

Þakklæti

Einsog ég hef OFT sagt áður þá raðast bara GOTT fólk í kringum okkur, við höfum verið ofsalega heppin með alla sem hafa komið í líf okkar vegna Maístjörnu okkar.  Læknarnir okkar eru bara fullkomnir, við megum hringja hvenær sem er í þá sama hvort þeir eru í fríi eða ekki þá eru þeir ALLTAF tilbúnir að aðstoða okkur, skóli Maístjörnu minnar gerir ALLT fyrir hana, hún fær alla þá þjónustu sem hún þarf í skólanum og sama við Blómarósina okkar þar að segja ef það hafa verið erfiðir dagar hjá Maístjörnunni okkar þá passa þau ofsalega vel uppá þá yngri sem á líka erfiða daga.  Sjúkraþjálfinn hennar er ÆÐI, þær ná svo vel saman að hálfa væri miklu meir en nóg.  Maístjarnan mín fór í sinn fyrsta tíma eftir sumarfrí á mánudag og var bara fúl í gær að hún fékk ekki að fara annan daginn í röð þrátt fyrir það að hún gat varla lyft litla fingri vegna þreytu.  Hún fær að púla í tímunum enda þarf að reyna virkja hægri hendina hennar og það er líka ofsalega gaman að fylgjast með henni í tímum, hún brosir allan hringinn þrátt fyrir að vilja ekki gera suma hluti en fær ekki að komast upp með það sem hún veit líka en það er alltílagi að reyna.  Presturinn uppá spítala hann séra Vigfús er sá allra besti sem ég hef kynnst, Maístjarnan mín dýrkar hann líka og dáir.  Hann er bara þannig maður sem nær til ALLRA. 

Maístjarnan mín hefur líka verið í fimleikum en gat ekki stundað þá eftir áramót vegna veikinda sinna og ég var ekki vissum að ég ætlaði að láta hana fara núna bara vegna þess ég vissi ekki hvursu mikið úthald hún myndi hafa, en ég vissi samt hún myndi njóta þess að vera allavega korter þó svo það yrði ekki meira en það.  Að vera innan um þessar flottu stelpur sem hafa tekið henni svona líka vel myndi gera ofsalega mikið fyrir hana en þá var ég samt ekki viss líka því þetta er með því dýrasta sporti sem börn stunda og hvað ef Maístjarnan mín getur ekki stundað þetta mikið þá er mikil sóun að borga tugi þúsunda í "ekki neitt".  En í gærkveldi hringdi ein úr félaginu í mig og bauð Maístjörnunni minni að koma og mætti mæta einsog hún gæti og svo myndum við bara sjá til með framhaldið.  Sem var ofsalega fallega gert fyrir hana og okkur foreldrana því að sjá gleðina í augum Maístjörnu minnar í dag þegar ég mun tilkynna henni að hún fær að prufa aftur fimleikana sína, með sömu stelpum sem hún var með og með sama "stuðnings"stelpuna sem hún var líka með, sem þekkir hana út og inn.  Vávh!  Og LOKSINS getur hún fengið að nota "nýja" fimleikabolinn sinn sem hún fékk í jólagjöf í fyrra.  Í fimleikunum fyrir ári síðan var hún farin að geta marga hluti sem hafði aldrei getað áður sem var alveg magnað að horfa á því ég veit að þetta mun styrkja hana en betur.  Nei hún getur langt í frá þá hluti sem stelpurnar eru með henni í hóp en þær taka henni samt ofsalega vel og gleðjast með henni ef hún gerir eitthvað sem hún hefur aldrei getað áður.  Ég hlakka mikið til að fylgja henni á æfingar og horfa á hana í gegnum glerið.

Við ætlum að nýta veturinn í að styrkja Maístjörnuna mína með allskonar þjálfun enda ég hef góða tilfinningu fyrir 8.sept svo það mun EKKERT stoppa okkur.  Við ætlum meðal annars að sækja um sjúkraþjálfun á hestum og skíðum sem við höfum aldrei prófað áður en ég VEIT að það verður bara gaman fyrir hana að fá mikla fjölbreytni í hennar þjálfun.

Slaugan sem er spennt að takast á við veturinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Áslaug

Ég las þessa færslu með þvílíku þakklæti í huga. Ég er svo þakklát fyrir það að það skuli vera svona gott fólk í kringum ykkur því þið eigið það svo sannarlega skilið. Það er bara þannig að fólk uppsker eins og það sáir og maður sér það á hverri færslu hjá þér að þið gerið allt sem þið getið og þegar fólk upplifir það þá vilja allir hjálpa.

Ég hlakka til að fylgjast með ykkur í vetur.

Trú, von og kærleikur - Helga

Helga (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 11:31

2 identicon

Elsku Áslaug

Þetta er gleði og hamingjufærsla sem yndislegt er að lesa, ég held að þið fáið það sem þið eigið sklið, og allir þeir sem þú nefnir þarna beinlínis langi til að gera allt fyrir ykkur sem mögulegt er.

Sendi risaknus á allan stóra, fallega og duglega hópinn

frá SÓLVEIGU

Sólveig (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 11:34

3 identicon

Elsku frænka

Það er yndislegt að lesa þessa færslu, yndislegt að heyra hvað hún Þuríður er dugleg og hvað fólk gott ;)

Vona að þetta verði það sem maður haldi áfram að lesa í vetur ;)

Steinunn Lára

Steinunn Lára Þórisdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 11:55

4 Smámynd: Ragnheiður

Ég fyllist þakklæti og gleði við að lesa þetta, mikið er gott fólk í kringum ykkur. Þú laðar sjálf líka það besta fram í öllum.

Knús á línuna 

Ragnheiður , 31.8.2011 kl. 23:38

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er frábært að lesa færsluna þína Áslaug - gangi ykkur allt í haginn

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.9.2011 kl. 02:57

6 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

frábær færslan hjá þér Áslaug mín .knús til ykkar

Guðrún unnur þórsdóttir, 1.9.2011 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband