Leita í fréttum mbl.is

Að vera sterkur...

Að vera sterkur er ekki að hlaupa hraðast, hoppa lengst eða lyfta þyngst. Að vera sterkur er ekki að vinna alltaf, hafa alltaf rétt fyrir sér eða vita best. Að vera sterkur er að sjá ljósið í mesta myrkrinu, berjast fyrir því sem maður trúir á þó maður sé uppgefinn og ......að horfast í augu við sannleikann þó hann sé ógnvekjandi.

Þetta er einmitt það sem við höfum gert síðustu tæp sjö ár sem Maístjarnan mín hefur verið að berjast við þennan helvítis fjanda.  Ég myndi bara ekki höndla slæmar fréttir fimmtudaginn 8.sept svo mikið er víst (enda ætlum við að fá góðar), mig langar svo heitt og innilega að fara sjá Maístjörnuna mína fara njóta sín, gera allt sem hennar jafnaldrar gera og geta.  Hún þráir svo margt og ég þrái það ennþá meira að sjá hana geta/gera þá hluti sem hún þráir.  Já þetta er virkilega sárt og erfitt.  Ég VEIT að það á eftir að koma að þessum degi að allir hennar draumar rætast og hún mun lifa sem eðlilegast. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 2.9.2011 kl. 16:51

2 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

Vel orðað hjá þér með þessa STERKU!  You are strong enough og Maístjarnan líka Vonum að það verði bara góðar fréttir þann 8. Gangi ykkur sem allra allra best

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 2.9.2011 kl. 17:17

3 identicon

SVO SATT elskuleg......og það eruð ÞIÐ svo sannarlega og öll miklar hetjur...sem við lítum svo MIKIÐ upp til...

Megi bara allar góðar vættir vera með hetjunni og ykkur á komandi rannsóknum..

Knús&kærleikur sendist ykkur...

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 20:36

4 identicon

Trú, von og kærleikur

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 13:45

5 identicon

Þetta er svo mikið rétt og á þann sama hátt eruð þið þau sterkustu og þannig komist þið alltaf á áfangastað.

fjörgurra_dætra_móðir (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 15:58

6 identicon

þú ert alltaf sami snillingurinn að koma orðum að hlutunum....þetta að vera  STERKUR sannar það.

Hugsa oft til ykkar, og enn meira núna, kv  gþ

gþ (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 23:18

7 identicon

Mikill sannleikur í orðum þínum Áslaug, bið fyrir því að þið fáið góðar niðurstöður á fimmtudaginn..

Kristín (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 09:04

8 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 17:36

9 identicon

Að sjálfsögðu kemur sá dagur og það verður MJÖG GÓÐUR DAGUR Sendi ykkur hlýja strauma og englaher fyrir stóra daginn........

Jóhanna G. Ól (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 19:39

10 identicon

Elsu Áslaug þú er ótrúlega sterk og þið öll ,byð fyrir ykkur þið eigið allt það besta skilið

kv Dagbjört 

Dagbjört Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 23:00

11 identicon

Elsku ÁSLAUG og þið ölll

Megi draumar ykkar rætast því þeir eru okkar allra sem fylgjast með Maístjörnunni,  þess óskar af alhug ykkar einlægur aðdáandi

Sólveig 

Sólveig (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 23:04

12 Smámynd: Sveinbjörg M.

Knús

Mun hugsa og senda góðar hugsanir til ykkar fyrir rannsóknirnar, þær bara skulu koma vel út fyrir ykkur yndislega og ótrúlega fjölskylda með maístjörnuna í fararbroddi

Kv. Sveinbjörg M. (Óskars og Sigrúnar Birtu frænka )

Sveinbjörg M., 6.9.2011 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband