6.9.2011 | 10:51
GÓÐ tilfinning...
Ég hef ROSAlega góða tilfinningu fyrir fimmtudeginum þrátt fyrir mikla krampa og lömunareinkenni, ég trúi því að þetta er "bara" vegna bólgna sem hafa myndast eftir síðustu meðferð Maístjörnu minnar. Við hjónin erum allavega búin að panta okkur leikhúsferð á laugardaginn og ætlum að fagna góðu fréttunum sem við fáum á fimmtudaginn en ekki hvað? Jú ég er að bilast úr kvíða en ég trúi því bara að "þessi þarna uppi" fari að hlusta á bænirnar okkar sérstaklega bænir Maístjörnu minnar sem endar alltaf bænina sína á því "góði guð viltu láta mig hætta krampa" og hvernig er hægt að hundsa svoleiðis bæn? Nei það er bara ekki hægt.
Við fáum niðurstöður strax á fimmtudeginum eða rétt eftir rannsóknirnar ef allt fer að óskum þar að segja ef að bestasti sérfræðingurinn okkar verði ekki kallaður í aðgerð. Sérfræðingurinn á fjölskyldu en er samt alltaf laus fyrir "sitt fólk", hann hugsar ofsalega vel um "sitt fólk" en lætur vita þegar hann fer í frí eða það var svoleiðis þegar við vorum að bíða eftir dagssetningu fyrir Maístjörnuna til Svíþjóðar í fyrra. Hann fann sér samt tíma tli að sinna okkar barni þrátt fyrir að vera í fríi sjálfur, maður með hjarta. Auðvidað er þetta ekki sjálfsagt og ég er mjög þakklát honum að sinna Maístjörnunni minni og okkur svona vel, hann talar líka "mannamál" við okkur en ekki einhver flókið læknamál sem við skiljum ekki. Einsog ég gleymi því aldrei þegar hún greindist aftur í fyrra og hann kom í líf okkar (sem ég hefði að sjálfsögðu betur viljað sleppa) og við vorum á fundi með honum "sko ef þetta væri þið (ég og Óskar) sem væruð að greinast með þetta þá væri ég ekki bjartsýnn en ég er ALLTAF bjartsýnn þegar börn greinast með "svona", ALLTAF! "Jú þetta er ólæknanlegt, en ólæknanlegt getur maður verið með alla ævi". Það er ofsalega gott að tala við sérfræðinginn okkar sem er okkur mikilvægt því hann fer í okkar spor og reynir að skilja okkar líðan.
Ég trúi því að Maístjarnan mín fái veturinn til að byggja sig upp og komi í þrusu formi eftir ár, hún ætlar sér svo margt. Ef hún fengi að ráða þá væri hún í sjúkraþjálfun alla daga svona án gríns, hún ELSKAR þjálfunina sína þrátt fyrir að hún sé erfið og hún kanski alveg búin á því. Sjúkraþjálfinn hennar er mjög hissa á því hvað hún er spennt að mæta í tímana til hennar en flest börn eru ekki svoleiðis, þær eru bara FULLKOMNAR saman.
Næsta færsla sem kemur hingað inn verður ofsalega góð, ég trúi því! Sem sagt niðurstöður strax á fimmtudaginn. GETA, ÆTLA, SKAL!!!
Fallegar hugsanir samt vel þegnar.
XOXO
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 4870798
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
haugur af fallegu hugsunum til ykkar! Þið GÆS-ið þetta í drasl ;)
Baráttukveðja,
Helga
Helga Arnar (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 11:01
Allar mínar bestu og fallegustu hugsanir til ykkar allra elsku duglega Áslaug Ósk
Svo sannarlega trúum við og vonum að sá á efri hæðinni sé ÖRUGGLEGA búin að fá óskina hennar Þuríðar til sín, þó endalaust streymi til hans óskir og beiðnir
Kærleiks og aðdáunarkveðjur á hópinn allan
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 11:25
Ég sendi ykkur mínar bestu óskir og trúi því eins og þið að þetta verði góð læknisheimsókn. KNÚS á ykkur öll og ég hlakka til næstu færslu. Ásdís
Ásdís (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 11:43
Ég sendi ykkur mína allra bestu strauma. Ég er líka sannfærð um að þið fáið góðar fréttir á fimmtudaginn. Góðir hlutir gerast hægt og ég er viss um að Maístjarnan mun geta notað veturinn til að byggja sig upp.
Trú, von og kærleikur - Helga
helga (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 12:16
Sendi alla mína góðu strauma og bænir til ykkar
Kristín (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 12:25
Sendi ykkur mínar fallegustu hugsanir :) Gangi ykkur vel!
Dagbjört (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 14:05
Sendi ykkur bestu óskir um gleðilegar fréttir.
Guð styrki ykkur.
Ingibjörg (ókunnug) (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 14:23
Krossum putta og tær.
Knús á alla þína
Hrund (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 14:57
Sendi ykkur alla mína góðu strauma.
kv.maja
María Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 21:12
ég sendi ykkur góða strauma og krossa putta og tær .
knús til ykkar allra
Guðrún unnur þórsdóttir, 6.9.2011 kl. 21:15
Sendi ykkur extra mikið af góðum straumum og fallegum hugsunum.
Knús á ykkur ÖLL!!!
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 21:23
Krossa tá og fingur um að niðurstöðurnar verði eins góðar og hægt er:). Þið eigið hreinlega ekki annað skilið en allt það besta.
Gangi ykkur vel!
Kveðja, Valdís
Valdís Jónsd. (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 22:28
Fallegustu hugsanirnar sem ég á fáið þið. Við viljum bara góðar fréttir og að Guð hlusti á bænir lítillar telpu !
knús
Ragnheiður , 7.9.2011 kl. 07:07
Sendi hlýja strauma og ósk um gott gengi
Bylgja (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 07:23
Gangi ykkur rosalega vel. Hugsa mikið til ykkar!
Sissa (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 08:21
Bestu óskir um góðar fréttir á fimmtudaginn
Þórleif (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 08:45
Elsku þið öll
Gef mér að hnúturinn sé farinn að sjást utan á maganum.
En sendi allt það fallegasta og besta til ykkar fyrir morgundaginn
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 15:25
Ég trúi því líka, gangi ykkur vel á morgun!
Þóra (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 15:41
sendi risa knús á ykkur öll og mikla strauma um að allt gangi vel,hef fulla trú á litlu hetjunni :)
Guðrún (boston ) (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 17:19
Elsku duglega og fallega fjölskylda!
Ég sendi allar mínar fallegustu hugsanir beint til ykkar. Gangi ykkur sem allra allra best og haldið áfram að vera svona dugleg og jákvæð! Ég dáist að ykkur og finnst þið æðisleg.
Kærar kveðjur frá Danmörku,
Eva Guðjónsdóttir
Eva Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 17:58
Sendi mínar heitustu bænir og óskir..þetta MUN verða góður dagur með góðum niðurstöðum...:o)
Bergljót Hreinsdóttir, 7.9.2011 kl. 19:42
Sendi hlýjar og fallegar hugsanir til ykkar elsku sterku hetjurnar mínar...
Kærleikskveðjur...
H
Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 20:05
Bestu óskir með morgundaginn!
Hulda (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 21:38
bestu óskir og allt það góða með morgundaginn.
kv. gþ
gþ (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 21:49
Bestu óskir á morgun, það verða öruglega góðar fréttir
kv. Dagbjört
Dagbjört jakobsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 22:22
Fallegar bænir sendar til ykkar. Vona að þið sofið vel í nótt
Berglind (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 22:47
Gangi ykkur vel á morgun.
Sendi ykkur góða strauma =)
Ingveldur (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 01:06
Megi dagurinn verða góður. Gangi ykkur vel.
Hildur (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 06:53
Bestu óskir og bænir um góðan dag í dag. Risaknús
Edda Bjork (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 07:39
Ég hugsa fallega til ykkar.
Erla (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 07:43
Hlýjar hugsanir, bænir og góðar kveðjur til ykkar allra.
Húsmóðir, 8.9.2011 kl. 08:52
Vona að þið fáið góðar fréttir til að ylja ykkur við í norðanáttinni!! Gangi ykkur vel í dag.
Edda Sigurdís Oddsdóttir, 8.9.2011 kl. 10:08
Hef ykkur í bænum mínum í dag. Gangi ykkur vel.
Trú, von og kærleikur - Helga
Helga (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 10:41
Vona svo innilega að þið fáið góðar niðurstöður á eftir. Er með kveikt á Þuríðar kertinu :) Búin að hugsa til ykkar í allan dag og geri það áfram.
Sirrý (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 11:05
Sendi góðar hugsanir til ykkar .
hjordis blöndal (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.