Leita í fréttum mbl.is

Níu mánuðum síðar...

5.12.10 skrifaði ég eftirfarandi texta á síðuna mína:

Elsku Þuríður mín var lögð inn á Barnaspítalann nú áðan. Þarf að fá stóra steraskammta í æði í tvo til þrjá sólarhringa. Aukaverkanir eftir gammageislana sem hún fór í út í Svíþjóð helltust yfir hana í gær - mikil lömun í hægri helmingi líkamans, á erfitt með að borða og tala og er hrikalega þreytt.
Læknarnir telja þó að þetta sé allt eðlilegt og eitthvað sem mátti búast við. Þeir sögðu okkur reyndar í nóvember að þeir væru hissa á að aukaverkanirnar væru ekki meiri miðað við þær bólgur sem væru í æxlinu þá - þær hafa svo aukist töluvert mikið núna og allt í einu fór þetta að segja svona illilega til sín. En hún er í góðum höndum og mun berja þetta af sér með sínum einstaka krafti. ....þar þurfti ég að opna kvíðakassann minn sem átti að vera lokaður þanga til í febrúar en hún var send strax í myndatökur í dag og þar sást hvað það er orðin mikil stækkun.

Einsog ég hef OFT sagt áður þá var þessi sólarhringur sá allra allra erfiðasti sem ég hef upplifað með Maístjörnunni minni og þeir hafa nú verið ansi margir en miserfiðir.  Hún er lögð inn á sunnudegi en á laugardeginum var hún eldhress að leika við frændsystkinin sín úti í snjónum, varla séð hana hressari.  Daginn eftir var ekki sjón að sjá hana, súkkulaðimolinn hennar í jóladagatalinu stóð í henni, hún byrjaði að æla vegna bólgna við heila og gat varla talað vegna lömunar.  Ég man að hringdi í systir mína því við ætluðum í bíó þennan dag með krílin okkar og ætlaði að láta hana vita að við værum á leiðinni uppá spítala en ég gat varla talað því ég grét svo mikið og systir mín (kasólétt) á hinni línunni grét líka þó svo ég var ekki búin að segja stakt orð. 

Svona dag langar mig ALDREI að upplifa aftur, ALDREI!

Eftir stóra steraskammta byrjaði Maístjarnan mín að verða einsog stera"tröll" og okkar nánasta þekkti hana ekki í sjón og það er engin lygi.  Við vorum spurð í veislum "hvaða barn væri eiginlega með okkur" en svo urðu einstaklingarnir að sjálfsögðu miður sín þegar þeir "föttuðu" að þetta var fallega Maístjarnan mín en enganveginn lík sjálfri sér.  Hún var orðin þannig að ég varð að reyna finna stór og þægileg föt og það fór ofsalega í hana að geta ekki klæðst einsog Blómarósin mín.  Kom oft að henni reyna troða sér í gallabuxurnar sínar sem voru ca 10nr of litlar en smellpössuðu kanski tveimur vikum fyrr.  Ég kom að henni stara á sjálfan sig fyrirframan spegilinn og reyna þurka "skeggið" með rennandi blautum þvottapoka sem hafði myndast í andlit hennar vegna steranna.  Hún grét fyrir framan spegilinn að líta svona út og gat enganveginn gert af þessu.  Þetta voru virkilega sárir mánuðir sem hún var sem verst af sterunum.  Þessir sterar eru hreint helvíti en þeir gerðu samt kraftaverk, lömunin gekk "tilbaka" eða sú allra allra versta sem var að sjálfsögðu gott því ef þeir hefðu ekki gert það þá var lömunin ekki vegna meðferðar hennar fyrr um sumarið þá hefði það verið vegna þess að æxlið væri orðið svo illvígt.

Níu mánuðum síðar (í kvöld) ákvað ég og Maístjarnan mín að kíkja í fataskápinn hennar þar sem við vissum að hún átti þar þrjár "nýjar" gallabuxur eða sem hún fékk þær í jólagjöf en pössuðu að sjálfsögðu ekki þá vegna steranna.  Viti menn þær smellpössuðu, meir að segja held ég svei mér þá að hún þurfi að nota belti svo þær renni ekki niður.  Þið hefðuð átt að sjá andlitið á Maístjörnunni minni, þvílík hamingja hjá einu barni "mamma bumban er farin og kinnarnar líka".  Jiiiiminn hvað þetta var yndislegt "moment", nýju buxurnar þrjár sem eru reyndar alveg að verða of stuttar EN þær PASSA og alltíeinu getur hún farið að nota gallabuxur en ekki alltaf sömu "gömlu" leggings sínar sem við erum báðar orðnar (aðallega ég) hundleiðar á.  Það er sem sagt búið að taka einar buxur frá til að fara í skólann í fyrramálið og það er sko eintóm hamingja hjá okkur báðum.






« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kraftaverkin,þrautseigan og gleðin eru tromp hennar..

Hvað það eru margir sem mega taka hana&ykkur til fyrirmyndar..

Megi bara vera góðir dagar hjá ykkur...

Knús í hús..

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 21:32

2 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 18.9.2011 kl. 21:35

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Yndislegt yndislegt  njótið  er alveg óskaplega glöð með árangurinn ykkar

Svona til upplýsingar - við hjónakornin erum flutt til Keflavíkur - búum á Ásbrúnni - líka mjög vel - erum hætt að vera "sveitapakk"

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.9.2011 kl. 21:40

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hnús á Maístjörnuna

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.9.2011 kl. 21:40

5 identicon

Yndislegt. Góðar kveðjur til ykkar.

Þorgerður (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 21:47

6 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 19:09

7 identicon

ofurknús

kærleiksknús

Dagrún (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 20:56

8 identicon

Þið eruð öll æðisleg,

En eins og ég hef oft undrað mig á og geri enn, þ.e. hvernig þið foreldrarnir hafið getað tæklað öll þessi ár, þó ég viti líka vel að það er ekkert annað í boði.

Sendi ykkur stóran pakka af bjartri framtíð

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 11:20

9 identicon

jii ég táraðist svooo mikið við að lesa þetta. Bara það að lesa um hvað fólk (bæði dóttir þín og nánustu) hafi grátið og þegar systir þín var kasólétt og grét, fékk mig til að fá kökk í hálsinn og tárast.  Það sem þið hafið þolað!!  Þið eruð öll algjörar hetjur.  knús í botn,Auður

Audur Brynjolfsdottir (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 14:18

10 identicon

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband