Leita í fréttum mbl.is

6.des - næstu rannsóknir

Það eina sem mig langar í jólagjöf er að fá góðar fréttir þriðjudaginn 6.desember en þá fer Maístjarnan mín í rannsóknir sínar.  Ég lýg því ekki að ég er komin með nettan hnút í magann en ég trúi því að "Hann" verði áfram góður og færi okkur góða jólagjöf þar sem síðustu jól voru nánast "helvíti" fyrir Maístjörnuna mína.  Hún kvaldist svo mikið, uni sér ekki nein staðar, vildi bara liggja fyrir hvað þá að hafa mikið af fólki í kringum sig.  Ég man svo vel eftir Þorláksmessu en þá ákvað ég og systir mín að "kaupa" jólasvein til að gleðja börnin okkar og ég var svo spennt að sjá svipinn á krökkunum þegar sveinki birtist óvænt í dyrunum til að gleðja þau.  Jú þau voru öll spennt nema Maístjarnan mín sem þoldi ekki þetta áreiti og varð virkilega reið yfir hávaðanum og vildi fara heim NÚNA en við vorum stödd heima hjá foreldrum mínum.  Hún öskraði af reiði og var enganveginn að fýla þetta en samt elskar hún jólasveina og æsist öll þegar hún sér þá en ekki þarna þar sem henni leið ógeðslega illa, stút full af sterum, var öll að sterast upp og allir liðir hennar svo kvaldir.  Nei mig langar ekki að upplifa þetta aftur, mig langar að sjá hana gleðjast yfir jólunum, finnast gaman að fara í jólaboðin, hitta fólkið okkar og njóta þess að vera til.  Það yrði sko fullkomin jólagjöf!

Ég gæti ekki einu sinni birt mynd hérna af Maístjörnunni minni síðan síðustu jól, það myndi engin þekkja hana.  Fólkið mitt þekkti hana ekki einu sinni, það var að spurja okkkur hvaða barn þetta væri sem væri með okkur?  Svo varð það að sjálfsögðu miður sín þegar það fattaði að þetta var fallega Maístjarnan okkar.

Skemmtileg helgi framundan sem við erum hrikalega spennt fyrir.
Eigið góða helgi allir og takk fyrir öll fallegu kommentin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og eigið þið líka góða helgi og þakka þér kærlega fyrir að vera til :-)

Þú ert frábær fyrirmynd.

fjögurra_dætra_móðir (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 17:52

2 identicon

þetta væri fallegasta  og besta jólagjöf sem nokkur maður gæti fengið, og ég vona svo sannalega að hún rætist.

kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 14:00

3 identicon

Elsku þið öll

Já ég ætla sko svo sannarlega að taka þátt í að biðja Guð um þessa jólagjöf fyrir ykkur, og mýkja magahnútinn þinn og ykkar allra.

Stærsta knúsið í húsið frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband