30.5.2012 | 10:40
Sveitaferð...
Við skelltum okkur í sveitaferð með leikskóla strákanna í gær á Bjarteyjarsand og það var alveg yndisleg ferð. Vorum svo heppin með veður og tekið ofsalega vel á móti okkur - við vorum svo heppin en á leikskóla strákanna eru systkini líka velkomin að koma með og að sjálfsögðu nýttum við það og skelltum okkkur öll fjölskyldan. Skari fór reyndar ekki með okkur í rútunni því ef Maístjarnan hefði ekki meikað hálfan dag í sveitinni þá var hann tilbúinn að fara með hana heim en stúlkan var hrikalega hress allan tíman og naut sín í botn innan um öll dýrin sem var æðislegt.
Hérna eru nokkrar myndir frá deginum í gær:
Maístjarnan mín haldandi á tveggja daga lambi sem henni fannst ekki leiðinlegt.
Blómarósin mín með kanínu-unga og er búin að panta eitt stk svoleiðis. Hún væri alveg til í að búa í sveit og vera innan um dýrin allan sólarhringinn.
Sjarmatröllið mitt og rokkari að gefa lambinu einn koss.
Gull-drengurinn minn og grallari var svona líka kátur með sveitaferðina enda ekki annað hægt í steikjandi hita og sól.
Í svona hita varð maður að sjálfsögðu að kæla sig í sjónum en hérna er Maístjarnan mín ásamt Rögnu Sigríði vinkonu en hún er ofsalega heppin með nágranna-vinkonu sem er alltaf til í að "passa" uppá sig og er yndislega góð - ég hef aldrei kynnst annarri eins vinkonu og það bara 11 ára gömul. ALLTAF til í að leyfa Maístjörnunni að vera með sér eða í kringum sig með sínum vinkonum sem eru líka svona yndislegar við hana.
Rokkarinn mættur í fjöruna
Sem sagt FULLKOMIN sveitaferð.
Maístjarnan mín er búin að vera ágætlega hress síðustu daga - tók reyndar frekar slæman krampadag í síðustu viku og er fljót að sofna um leið og hún leggst á koddann á kvöldin. En við ætlum sko að njóta sumarsins í BOTN og vonandi heldur það svona áfram.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef þetta er ekki meir en yndislegt...
Frábært að leyfa sytkinum að koma með í svona ferðir..
Halldór Jóhannsson, 30.5.2012 kl. 13:21
Guðrún unnur þórsdóttir, 31.5.2012 kl. 00:26
Yndislegt :-)
Helga (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 20:50
Bara gleðifréttir úr ykkar húsi þessa dagana JIBBÝ.
Vonandi hefur sá uppi komið ykkur í úrvalsflokk hjá sér núna með lífsgæðin, tími til komin, elskurnar.
SUMARKNÚS
Sólveig (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.