Leita í fréttum mbl.is

Frjálsíþróttastjarnan mín

Maístjarnan mín er að æfa frjálsar íþróttir og ég er óendanlega stollt af þessari stelpu en hún er að keppa á Íslandsmóti hjá fötluðum um helgina og er endalaust spennt.  Held að hún sé búin að bjóða hálfri ættinni að horfa á sig enda ekki oft sem hún er að keppa svona.
Hérna eru tvær af henni á æfingu í vikunni:
p6046783.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 





Það er alltaf gott að kyssa spjótið áður en maður kastar því - er það ekki svona happa? :)
p6046774.jpg





















Hver hefði trúað þessu fyrir ári síðan??  Sú allra flottasta að fara kasta spjótinu.  Ég er hrikalega spennt að sjá hana stíga sín fyrstu skref í fjálsum - aldrei að vita að það verða ÓL fatlaðra eftir ekki svo mörg ár.Kissing

Annars er hún rosalega fegin að vera komin í sumarfrí frá skólanum en við tekur uppbyggingin - hún mun verða á tveggja vikna sundnámskeiði sem ég veit að það mun styrkja hana en okkur finnst líka mjög mikilvægt að stúlkan læri að synda en oft eru samhæfingarnar frekar erfiðar hjá minni því miður.  Styttist líka að gull-drengurinn hætti á leikskólanum en hann byrjar í skóla í haust, ótrúlegt en satt.  Bara spennandi vikur framundan í uppbyggingu og sumarfríi með krökkunum sem við ætlum "bara" að njóta hérna í sveitinni.

Eigið góða helgi en framundan er kjúklingastuuuuuð í boði Holtakjúklinga:
p6066814.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að dömunni gangi vel um helgina og hafið það sem allra best flotta fjölskylda :)

Kristín (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 20:04

2 identicon

Mikið eru þetta skemmtilegar myndir og gaman að sjá hvað Maístjarnan er dugleg....ég fyllist stolti....en þekki ykkur samt ekkert !!!

Njótið sumarsins, ég veit að það á eftir að vera yndislegt hjá ykkur.

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 21:09

3 identicon

sammála Helgu hérað ofan, yndislegt, njótið, gæfan veri með ykkur ávallt :)

Didda ókunn (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 09:19

4 identicon

Gott og gaman að lesa.

gþ (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 15:08

5 identicon

Já eigið góða helgi fallegu duglegu perlur

kær kveðja

Sólveig (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 15:28

6 identicon

Mikið hefur verið yndislegt að fylgjast með ykkur sl. vikur.  Fallega hetjan ykkar dafnar vel og mikið eru þetta fallegar myndir af henni. Hún fer á Ól ef hún ætlar sér það....sterk og stór. 

Hugsa oft til ykkar og sendi ykkur kærleikskveðju og knús.  Tendra ljós og þið verðið ætíð í bænum mínum

4 barna mamman.

4 barna mamman (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband