Leita í fréttum mbl.is

Og heimurinn hrundi en eina ferðina.....

Það er föstudagur 8.júní, mamma er í fríi svo við mæðgurnar ætluðum aðeins að "dúllast" saman.  Ég fór útur húsi ca 10:15 og náði í mömmu en við ætluðum að skreppa í Bónus og Rúmfatalagerinn sem er kanski ekki frásögufærandi en við keyptum okkur smá mat fyrir hádegið og ætluðum að borða saman.  Þar sem mamma og pabbi eiga heima hérna í sveitinni líka ákvað ég að henda henni út ásamt stelpunum mínum (og dætrum systir minnar)heima hjá henni þar sem ég þurfti að hoppa við heima og taka úr þvottavélinni.

Þegar ég keyri frá mömmu (rúmum klukkutíma eftir að ég fór útur húsi)sé ég löggur hlaupandi um sveitina mína og nokkra löggubíla þannig ég ákvað að slá þráðinn til mömmu og segja henni að það væri svaka "action" í hverfinu og svo hoppa ég útur bílnum heima.  Þegar ég kem að hurðinni heima hjá mér þá sé ég að gardínan á herbergisglugganum okkar Skara er ekki einsog hún á að vera þrátt fyrir að ég hef alltaf litla rifu á glugganum þá fíkur gardínan ekki svona upp.  Ég varð smá stressuð en ok ég opna íbúðina og við blasir ekki einsog ég skyldi hana við, ég labbaði ekki innum andyrið þar sem ég sá að það hafði einhver komið þangað inn.  Ég hringi grátandi í SKara minn sem skilur væntanlega ekki orð sem ég segi og við það kemur löggan í innkeyrsluna hjá mér leitandi af einhverjum, ég bendi honum á íbúðina mína þar sem ég kom ekki upp orði enda í áfalli.  Hann hleypur inn til að ath hvort einhver var inni en svo var ekki svo ég fór inn á eftir honum, jú íbúðin okkar var í rúst þá meina ég það virkilega.  Það hafði verið brotist inn til okkar, lyfin hennar Þuríðar minnar voru útum allt, herbergið okkar Skara var hrikalegt, búið að fara inní alla skápa, henda öllu útum allt og stela ÖLLU sem hægt var að stela nema sjónvarpinu þar sem það var væntanlega of þungt fyrir þá.

Aðkoman í íbúðina mína var hrikaleg, ég gat ekki verið inní henni og bíð útí garði eftir Skara mínum og sé þá löggurnar útum allt hverfi þar sem þeir voru búnir að brjóstast inní fleiri íbúðir í sveitinni.
 
Fyrirutan daginn sem mér tilkynnt að Þuríður mín ætti bara nokkra mánuði ólifaða þá hefur mér aldrei liðið jafn illa en sem betur fer var ég búin að keyra stelpurnar mínar til mömmu og sem betur fer voru þær ekki einar heima einsog stundum gerist ef ég skrepp útí búð en verður ekki gert framvegis (allavega ekki strax).  Ég gat heldur ekki verið lengi í íbúðinni minni þar sem mér leið fáránlega illa enda eitthvað pakk búið að rústa íbúðinni minni, koma inní hana óboðnir og taka ALLT sem börnunum mínum þykir vænst um.  Sárast fannst Þuríði minni að missa skólatöskuna sína og ferðaspilarann sinn sem hún elskar að liggja yfir ein inní herberginu sínu.  Þeir rótuðu í dóti barnanna minna, löbbuðu í rúminu mínu, hentu öllu um koll, þeir rústuðu sálinni minni sem er öll í molum núna.  Ég get ekki sofið því þá dreymir mig innbrot, ég þori ekki að labba ein að útidyrahurðinni okkar til að opna því ég er svo hrædd við sjónina sem birtast því ég sé íbúðina mína bara í rústi.

Við erum líka heppin að eiga góða að, systir mömmu og maðurinn hennar komu og hjálpuðu Skara mínum að taka til í íbúðinni minni þar sem ég gat ekki verið inní henni og á erfitt með það.  Börnin fengu ekki að koma heim fyrr en hún var orðin hrein en Oddnýju minni líður fáránlega illa hérna, hún víkur ekki frá mér, verður að sofa í fanginu mínu og svo grátum við bara saman.  Hún er svo hræddum að þeir komi aftur, það er hryllilegt að lenda í svona.  Það er ekki nóg með að þessi plebbar eyðileggja líf sitt, þeir þurfa líka að eyðileggja líf annarra.  Þeir rústuðu svæðinu þar sem mér hefur liðið sem best - okkar einkasvæðið og komu þangað inn óboðnir og tóku allt sem okkur er kærast.

Hvernig er hægt að laga sálina við svona aðkomu? Mér líður fáránlega illa, ég er með stóran stein í maganum sem ég sé engan veginn frammá sé að fara.  ´

Við fjölskyldan vorum nýfarin að bera út Morgunblaðið og það átti að vera "okkar" peningur, okkur langaði svo að safna okkur í sjóð fyrir næsta sumar og fara eitthvað saman, hafa eitthvað til að hlakka til.  Ég sé enganveginn frammá að ég þori að vera ein úti á næstunni, þeir hafa rústað "öllu".  Ég gat enginn veginn sett mig í spor hjá fólki þegar ég hef lesið í fréttunum að það hefði verið brotist inn í einhverjar íbúðir en því miður get ég það núna og hef heyrt sögur af fólki sem hefur ekki viljað búað lengur í íbúðinni sinni vegna innbrotsins sem ég skil mjög vel.

Hvernig er hægt að vera svona - hafa engar tilfinningar og vera slétt sama um alla í kringum sig, hugsa bara um hvernig það eigi að redda næsta "spítti"??  Ég mun aldrei skilja þetta og ég finn til með fjölskyldum þessara manna, jú þjófarnir þeir náðust og eitthvað af þýfinu en við vitum ekki ennþá hvað við eigum af því.  Mér gæti ekki verið meira sama um dótið mitt nema dót barnanna minna - mig langar bara að mér líði vel á sálinni og Oddnýju minni sem líður jafn illa og mér.  En við ætlum að hitta prestinn okkar uppá spítala á mánudaginn og vonandi mun það hjálpa eitthvað, það hjálpar mér pínulítið að skrifa þetta hérna.  Smá útrás!!

Einsog okkur var farið að líða vel - einsog allt var farið að ganga vel en svo kemur þessi sprengja sem eyðileggur ALLT.

Rannsóknarlögreglan er búin að standa sig ótrúlega vel í þessu öllu - erum búin að vera í beinu sambandi við hana og búin að ráðleggja okkur mikið.  Vil bara þakka þeim fyrir velunnin störf þótt dótið okkar allt finnist ekki en þjófarnir náðust sem verða reyndar fljótlega lausir og halda áfram þessum störfum en ég vona svo sannarlega að fleiri eigi ekki eftir að lenda í þessu þar sem þetta er hreint HELVÍTI.

Áslaug sem líður einsog í helvíti og með sál í milljón molum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ, úff, ÖMURLEGT!

Það var nú alveg nóg á ykkur lagt fyrir.

Vona að það komi eitthvað gott útúr þessu... þið þyrftuð að komast í burtu í smá tíma.

Viljið þið fá lánaða íbúðina mína í Borgholm/Öland/Kalmar/Svíþjóð? Kostar ekki krónu.

Kveðja,

Dísa

Svandis Ros Thuridardottir (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 14:52

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Kæra fjölskylda - það geta engin orð frá konu út í bæ - bætt ykkar líðan núna - ég vil samt senda ykkur mínar allra bestu kveðjur - vona svo innilega að traustið á umhverfið ykkar komi smám saman - að ykkur líði aðeins betur á morgun en í dag. ♥ 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.6.2012 kl. 15:04

3 identicon

Elsku Áslaug og Óskar. Ég er þrumu losin að lesa þetta, var reyndar búin að sjá á faceb.að eitthvað hafði skeð svona heima hjá ykkur. Hroðalegt að lenda í svona. Þið eigið alla mína samúð. Þetta er eins og heimili manns hafi verið svívirt! Elskurnar mínar, ég vona svo sannarlega að þið fáið góða hjálp við að komast yfir þetta. Ef ég get eitthvað gert til að hjálpja, þá látið mig vita. Knús og kram. Áslaug Hauksdóttir

Áslaug Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 15:36

4 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda. Guð minn góður ! Mikið sló það mig að lesa þessi ósköp sem hafa gengið á hjá ykkur og skil ég mæta vel að ykkur líði illa eftir þetta áfall. Ég vona að þið náið fljótt að vinna úr þessu áfalli þannig að lífið komist sem fyrst í réttar skorður.

Fyrir nokkrum árum varð ég fyrir því að peningaveskinu mínu var stolið úr axlarveskinu mínu með peningum, kortum og öllum skilríkjum mínum þannig að ég gat ekki framvísað neinu til sönnunar á því að ég væri ég þegar ég sótti um ný skilríki :o/ Sem betur fer þá fannst peningaveskið aftur með öllum skilríkjunum en ekki með peningunum og kortunum.

Veistu Áslaug, ég GAT ekki með nokkru móti átt peningaveskið áfram, því það var einhverjar ósýnilegar og óhreinar hendur búnar að handfjattla það !

Elsku þið, gangi ykkur vel.

Kærar kveðjur úr Trékyllisvíkinni.

Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 16:16

5 identicon

Kæra Áslaug

Frétti þetta í gærkvöldið og er búin að hugsa til ykkar síðan þá.  Ég á bara ekki til orð og finnst bara ekkert sanngjarnt að þið hafið lent í þessu...eða nokkur annar ef út í það er farið.

Fáið alla þá hjálp sem þið getið til þess að ná að jafna ykkur sem best því þetta sumar á að vera það besta hjá ykkur og þetta má sko ekki skemma það.

 Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 16:37

6 identicon

Elsku Áslaug & co,

Það eina sem ég get gert er að senda ykkur mínar innilegustu kærleikskveðjur Þið verðið í bænum mínum áfram

Sigrún og co (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 16:37

7 Smámynd: Ragnheiður

Það skilur enginn þessa menn nema hafa verið í þessum sporum, að þurfa næsta skammt. Þetta er svo mikið brot á fólki að róta svona í eigum fólks, brjóta öryggistilfinningu heimilisins og saurga allt með því að manni finnst skítugum krumlunum.

Ég sem mamma manns sem stóð í þjófnuðum, í bíla, skil vel hversu illa fólki verður við. Ég get ekki lýst því Áslaug mín, hversu mikið ég skammaðist mín fyrir gerðir hans. Hann braust þó ekki nema einu sinni inn í hús - held ég. Bílar voru hans "fag" *hrollur*

Elsku Áslaug, hugur minn er hjá ykkur. Skiljanlega hefur þetta áhrif á ykkur ...knús á línuna.

(mig minnir að eitthvað tryggingarfélag bjóði upp á einhverskonar aðstoð við svona, eins og áfallahjálp eða slíkt)

Ragnheiður , 9.6.2012 kl. 16:43

8 identicon

Elsku vina..mikið er sárt að lesa þetta, ég hreinlega þerra tárin. Ég get voðalega lítið sett niður hér...þetta er ofar mínum skilningi, þessi ótrúlega mannvonska og vanvirðing sem þessi menn sýna ykkar lífi, ykkar skjóli.  Ég bið góðan guð að passa upp á ykkur, færa ykkur ró og frið og tendra lítið ljós fyrir ykkur elskulega fjölskylda.  Litlu gullmolarnir ykkar, þetta markar spor og það verður vinna fyrir ykkur að vinna ykkur út úr þessu.  En þið eruð sterk og full af kærleik og það hjálpar ykkur.

Knús yfir fjöllin blá 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 18:04

9 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 9.6.2012 kl. 18:57

10 identicon

Knús og kram....<3

Guðrún (boston ) (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 21:02

11 identicon

GUÐ MINN GÓÐUR!

Ég er ORÐLAUS!

Hugur okkar er hjá ykkur kæra fjölskylda <3

Erla Eyþórsdóttir (Daníels mamma) (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 21:37

12 identicon

eins og var nú gaman að lesa síðasta blogg, þá er þetta svo óskiljanlegt og óréttlátt að það er engu líkt, það er eiginlega ekki hægt að koma orðum að því hvað ég er reið og sár fyrir ykkar hönd. kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 22:19

13 identicon

Innilega þykir mér sorglegt og sárt að heyra þetta. Sendi hlýja strauma og stórt kærleiksknús til ykkar allra. Megi allir góðir vættir og verndarengar vaka yfir ykkur.

Edda Hlíf Hlífarsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 23:00

14 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda. 

Ég er orðlaus. Ég hélt að nú væri komið að því að þið gætuð farið að njóta lífsins. Njóta sumarsins. 

Vona að presturinn hjálpi eitthvað. Risa stórt knús á ykkur öll.

Sólveig Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 23:03

15 identicon

Díses helvítis pakk.

Knús á ykkur, þetta er hrikalegt! gætirðu sent mér skilaboð á ataksskvis_@hotmail.com ???? því ég held að þú búir í sama hverfi og ég og þetta hræðir mig mikið!!

Alda - ókunnug. (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 23:38

16 identicon

Ég er orðlaus yfir óréttlætinu að þið skylduð lenda í þessu... og auðvitað á enginn að lenda í þessu! ég  er líka orðlaus yfir vanvirðingunni og vonskunni sem býr í þessum atburði. en vona samt að þið fáið tilbaka allt af ykkar dóti og getið komist fljótt í gegnum þetta og notið sumarsins eins og planið var!! Bestu kveðjur og hugsanir til ykkar!

Laufey (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 08:19

17 Smámynd: Flower

Úff. En hvað þetta er ömurlegt, samúð til ykkar allra.

Flower, 10.6.2012 kl. 12:58

18 identicon

Úff ég finn til með ykkur, þetta er hræðinlegt. Ég skil þig svo vel það var brotist inn hjá mér sumarið 2006 og rústað öllu, ég gat einmitt ekki verið ein heima lengi eftir og fannst alltaf allt skítugt því einhverjir ókunnugir búnir að róta í öllu þetta er svo ógeðslegt:( :(

knús á ykkur!

Guðrún (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 12:59

19 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Æ æ elsku fjölskylda! Er ekki að trúa að þið hafið lent í enn einu áfallinu. Þetta er örugglega eitt það skelfilegasta sem fólk lenidr í..að einhver ókunnugur sé búinn að brjótst inn í það allra heilagasta..staðinn þar sem maður á að finna sig öruggan og þar sem manni á að líða best með sínu og sinum... Vona svo sannarlega að þið fáið hjálp við að bæta sálarkvalirnar og reyna að takast á við þetta allt. Sendi ykkur engla og kærleikskveðjur og bið af öllu hjarta að allt fari nú á sem bestan veg. Gangi ykkur sem allra best..

Bergljót Hreinsdóttir, 10.6.2012 kl. 15:44

20 identicon

Jesús góður ! ég er SVO BRJÁLUÐ að heyra þetta og mig langar bara að gráta með ykkur :/ ekkert hægt að segja en sendi ykkur knús og kossa og vona að tíminn lækni sárin. Finn innilega til með ykkur :*

Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 16:19

21 identicon

Andsk. Sit hérna með tárin í augunum þetta er hræðilegt maður getur ekki sett sig í þau spor að koma að heimilinu sínu eftir að óprúttnir aðilar hafa vaðið svona um eigur manns. Elsku fjölskylda bið þess að Guð gefi ykkur styrk.

Kristín (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 18:38

22 identicon

Úff, maður vill nú bara ekki trúa að svona nokkuð eigi sér stað í sveitinni okkar. Ég skil ykkur vel að líða ömurlega og finnast þið ekki örugg eftir þetta áfall, en ég vona innilega að þið finnið sálarró og látið ekki svona óþverralýð reka ykkur héðan.

Oddný Ó. Sigurbergsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 01:55

23 identicon

Glatað! Ömurlegt að heyra. Ég lenti í þessu með bústaðinn....þeir þurftu einmitt að skemma spil barnanna, henda matardori út um allan pall og svona...... Enn verra með heimili manns!! Finn til með ykkur.....! Kv. Ásdís.

Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 16:44

24 identicon

Sæl vertu,

það var brotist inn hjá okkur fyrir nokkrum árum og það er ólýsanlegt að koma að svona. Búið að æða út um allt á moldarskítugum skóm, drepa í sígarettum á gólfinu inni í íbúðinni!! Ojj ... og einmitt vaða inn í skápa og rústa öllu.

Mest langar mann að fara í sturtu í viku, þvo hverja einustu flík í hillunum upp úr klór og hvaðeina. Mig dreymdi að það stóðu hettuklæddir menn við rúmið að róta ...

En mig langaði bara að segja þér (ef það gæti hjálpað ykkur) að mér var ráðlagt að breyta í herbergjunum, snúa rúmum og sófum t.d. og mála kannski einn og einn vegg - svona til þess að manni fyndist eins og að koma heim í aðra/nýja íbúð.

Ég er nú búin að búa í þessari íbúð í 18 ár og svona gleymist og þó að það geri það ekki strax ... og fólk er eðlilega í sjokki - þá er heilinn svo klár að hann gleymir því sem skiptir ekki máli eins og þú veist.

Þeir fundust aldrei þessir menn þó að það hafi sést til þeirra út fjarlægð og ekkert af okkar hlutum en við erum hætt að vera hrædd heima.

Hlúðu vel að þér og þínum og gangi ykkur vel.

Bestu kveðjur frá einni sem sigraði bæði krabbamein og innbrotsþjófa :o)

Steinunn (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 17:19

25 identicon

Hef lent í því líka að það var brotist inn hjá mér og helling stolið þó sonur minn hafi komið að þjófunum. Þetta er andstyggilegt og ólíðnandi en því miður eru til svona veikir einstaklingar að þeir hafa enga samvislu þó þeir steli, skemmi og svívirði eigur annara. Við fjölsk. tókum bara einn dag í einu og það tók okkur langan tíma að vera örugg heima en það hvarflaði aldrei að okkur að flýja húsið okkar og gefa þessum dónum rétt til að brjóta okkur niður meira en þeir gerðu. Það verður hver að hafa sinn háttinn á þessu og allar tilfinningar eru eðlilegar þegar kemur að svona áfalli. Ég vona bara að þið finnið ykkur leið saman til að vinna út úr þessu. Gangi ykkur rosalega vel þið eigið það svo sannanlega skilið.

Sesselja (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 17:44

26 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda. Það er svo hræðilegt að lesa þetta, ég ætlaði ekki að trúa þessu, þegar ég las um þetta á facebook. Ég hugsa mikið til ykkar. Sendi ykkur risaknús og gangi ykkur vel í framhaldinu.  

Oddný (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 21:29

27 identicon

Hæ hæ það er ekkert verra en að einhver brýst inn á mannst einka svæði og skil ég hvernig þér líður hef því miður 2 lent í því en bæði skiptin sloppið vel því fyrra var að ég var gott svo sem búin að flytja allt mitt og í hitt fannst sökudólgurinn (sem reindist nágranni minn og ég taldi sem kunningja) og ég flutti annað rúmum mánuði seinna svo ég þurti ekki að lifa með minninguna en það mun lagast að fá aftur traustið eftir svona stundum tekur langan tíma og stundum ekki fer eftir manni sjálfum og vona ég ykkar vegna að þið verðið fljót að jafna ykkur á þessu.

Fanney Erla (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 23:28

28 identicon

Guð minn góður .. það á ekki af ykkur ganga .. helvítis aumingar eru þetta .. er ekki nóg að þeir rústi sínu lífi en að rústa hjá öðrum.. ég vona að þið komist í gengum þetta og dótið ykkar komist í leitina  og þið fáið ró í ykkar huga ... RISAKNÚS til ykkar allra

Dagrún (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 23:51

29 identicon

Skelfilegt er eina orðið sem manni dettur í hug! Vona að þið komist yfir þetta með tímanum. Hugsa til ykkar

Kristín (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband