Leita í fréttum mbl.is

Síðasta færslan mín um Bjarnabófana......

Þá er það komið á hreint að fáum ekki KRÓNU frá tryggingafélaginu þar sem það var smá rifa á glugga sem þeir þurftu að "rífa upp".

Nei við fengum ekki allt dótið okkar tilbaka og ég hefði nú ekki boðið í það ef við hefðum EKKERT fengið tilbaka frá Bjarnabófunum. Svona koma þessi blessuðu tryggingafélög framm við okkur - elska að fá okkur til sín en svo þegar við þurfum " á þeim að halda" þá gefa þeir okkur bara puttann.

Auðvidað er maður sár yfir þessu - ekki bara búið að brjóta mann niður, heldur er ekkert að "marka" þessi tryggingafélög, það er alltaf eitthvað smátt letur......

En ég vil samt taka það framm að það kom maður hérna á föstudaginn til okkar og gaf Maístjörnunni minni nýja myndavél og honum gat ekki verið meira sama þótt við fengjum hana greidda frá tryggingafélaginu (sem við fáum augljóslega EKKI), honum langaði bara að gleðja hana sem ég er endalaust þakklát fyrir enda var hún gjörsamlega í skýjunum.  Hennar myndavél var líka afmælisgjöf sem hún fékk 20.maí og tekin jafn snögglega af henni.

Svona eru tryggingafélög í dag!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oj ömurlegt.

En yndislegur maður annars, fyndið því ég var einmitt um daginn að hugsa hvað væri gaman að koma og gefa elstu myndavél! gaman að fleiri hugsa eins :)

Knús á ykkur.

Alda (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 09:52

2 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 20.6.2012 kl. 10:56

3 identicon

Hvar er ósanngirnin? Eða smáa letrið? Þegar þú kaupir tryggingu þá eru skilmálar á bak við hana sem tilgreina hvað er bætt og hvað er ekki bætt. Það kemur fram í öllum innbústryggingu og lausafjártryggingum að ekki sé bætt þegar viðkomandi er með ólæst eða glugga sem eru ekki hespaðir aftur. Þetta eru hvorki ný né gömul sannindi.

 Hins vegar þá hef ég fulla samúð með þér, ömurlegt að lenda í svona. :(

Egill (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 11:08

4 Smámynd: Kristján Bjarni Guðmundsson

@Egill

Geturðu bent mér á eitthvað tryggingafélag sem er ekki með svona smátt letur um innbústryggingu? Það er einmitt vandamálið ef þú ætlar að kaupa tryggingu þá hefurðu ekkert val um eitt eða neitt. Það sem er svo ennþá verra er að þetta eru fyrirtæki sem eru með ríkisábyrgð þannig að það er almenningur sem stendur að öllu leyti undir þessum fyrirtækjum og borgar forstjóralaunin.

Kristján Bjarni Guðmundsson, 20.6.2012 kl. 11:30

5 identicon

Hjá hvaða tryggingarfyrirtæki ert þú?

Jón (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 11:36

6 identicon

Má ég spurja hjá hvaða tryggingarfélagi þú ert? Spurning um að þeir sem eru að versla við það flytji sig frá þeim ef þeir þekkja sögu þína.

haraldur (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 11:58

7 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Þetta er Sjóvá......

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 20.6.2012 kl. 12:30

8 identicon

Túlka tryggingarfélögin það þá þannig að maður sé sem sagt að bjóða hættunni heim með því að skilja eftir rifu á glugga heima hjá sér ef að maður skreppur út? Er það manni sjálfum að kenna að óboðinn ómerkilegur gestur fari þar inn til að skemma og stela, þetta er ferlega öfugsnúin skilaboð finnst mér. En gott að heyra að góða fólkið er enn til, eins og þessi maður. Gangi ykkur vel og vonandi eigið þið frábært sumar.   Ein ókunnug sem bara gat ekki orða bundist.

Ásta Helga (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 12:52

9 Smámynd: Anepo

Ógeðslegt að heyra, en af forvitni hvernig myndavél átti hún?

Anepo, 20.6.2012 kl. 13:35

10 identicon

Þú hefðir fengið sömu svör hvort sem þú hefðir verið hjá Vís - Tm eða Verði.  Það er smá letrið sem gildir og já ég veit að það er fúlt.  En það er alltaf sorglegt þegar svona gerist og ég vona svo innilega að þið eigið eftir að taka gleði ykkar á ný. 

Dísa ókunnug (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 13:39

11 identicon

@Kristján

Nei, það er í raun ekkert "smátt" letur. Þegar þú kaupir þér tryggingu þá ertu bara að kaupa skilmálann. Það er þín ábyrgð að kynna þér hvað tryggingin bætir og bætir ekki. Varðandi innbrot þá er alltaf krafa um það af hendi tr.félaga að þú læsir íbúð til þess að takmarka líkur á svona tjóni. Ég veit ekki um neitt tr.félag á Íslandi (og víðar) sem er til í að greiða bætur vegna innbrota þar sem að viðkomandi gleymdi að læsa dyrum já eða loka gluggum.

Smáa letrið er skilmálinn og skilmálinn er varan sem þú ert að kaupa í þessu tilviki. Persónulega finnst mér það bara ábyrgðarmál hjá hverjum og einum að taka sér örstutta stund í að kynna sér aðeins hvernig sínum tryggingamálum er háttað og pæla örlítið í hvað er á bak við þjónustuna sem maður er sjálfviljugur að kaupa.

Það er svo annað og verra mál með hvernig tr.félögin hafa farið með þann hagnað sem hefur skapast af rekstri þeirra.

Egill (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 13:56

12 identicon

Svona eru tryggingarfélögin í dag. Var hjá VÍS frystiskápurinn klikkaði og allt í honum eyðilagðist. Átti að fá það bætt, tók myndir og fór í búðina til að finna út hvað allt kostaði (fyrir tryggingafélagið). Svo þegar ég kom með kosnaðin til þeirra þá var sjálfsábyrðin svo há að það svaraði ekki kosnaði því iðngjöldinn mín mundu hækka við tjónið. Á þessum tímapunkti í fyrra hætti ég að borga tryggingar ber mín tjón sjálf. Skil þig vel að vera Pisst nóg eru iðngjöldinn há og fá svo ekkert fyrir svona innbrot.

Margrét (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 13:56

13 identicon

Ég hef fulla samúð með þér. Það á enginn að lenda í því að brostist sé á heimili þeirra.

En hins vegar er það okkar ábyrgð að loka og læsa öllu vel og vandlega. Því eins tryggingar hafa sína skilmála eins og fram hefur komið. Og er það mjög eðlilegt. Það er okkar sem kaupum vöruna að vera meðvituð um hvað við erum að kaupa. Í þessu til felli finnst mér ekki við tryggingafélagið að sakast.

Gunna (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 14:26

14 identicon

Alltaf gaman af því að sjá fólk tala út um afturendann á sér. Skemmtilegt þetta röfl um að loka vel og læsa, og allt það.

Málið er bara það, að þó svo að allt sé lokað og harðlæst, þá brjótast menn inn. Tekur þá kannski 5-10 sekúndum lengri tíma en að kippa upp hespu á ólokuðum glugga.

Harðlokaðir gluggar og dyr stoppa ekki þjófa, eða fæla þá frá innbroti. Atvinnumenn í bransanum láta ekki svona smáatriði eyðileggja fyrir sér góða veiði. Þetta vita tryggingafélög mætavel. Þau vita að lokaður gluggi hefur nákvæmlega engin áhrif á fyrirætlanir manna sem ætla að hreinsa út.

Mikið hljóta tryggingamenn að vera þeim kommenterum þakklátir, sem gera sitt besta til að viðhalda ósanngirninni.

Hilmar (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 20:56

15 identicon

Kærðu Tryggingarfélagið til neytendastofu. Þeir þurfa að uppfylla sín skilyrði. Þessi afsökun Tryggingarfélagsins er rugl.

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 22:00

16 identicon

Mér finnst að maður eigi að mega fara út án þess að læsa öllum gluggum. Ef manneskja eyðileggur greinilega hlut til að komast inn á ekki að vera nokkur vafi á INNBROTI

Guðrún (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 22:18

17 identicon

Jú en í þessu sambandi varðum við að athuga að tryggingafélög, skilmálar og lög, eru hluti af hinu gamla kerfi, framsóknar og sjálfstæðis, þar sem menn fengu lög pöntuð og afgreidd frá Alþingi eftir þörfum. Málið var ekkert flókið, frammarar réðu yfir Samvinnutryggingum og Eyngeyjarættin yfir Sjóvá. Þingmönnum var síðan boðið í lax og bingó, málunum reddað. Spyrjið bara Sólveigu Péturs, henni þótti það nú ekki tiltökumál.

sir Humpfree (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 01:50

18 identicon

Sæl Áslaug

Við fjölskyldan lentum í þessu fyrir nokkrum árum það var farið inn um glugga á þvottahúsinu sem var opinn.  Við vorum tryggð hjá Sjóvá og þeir greiddu út því sem var stolið frá okkur. Mér finnst mjög undarlegt að þið fáið ekkert úr tryggingum. Okkur leið ekki vel eftir þessa reynslu en eftir að við forum búin að þrífa og taka til þá fundum við ró í okkar hjörtum og ég ákvað að láta þessa aumingja ekki eyðileggja meira en orðið var. Við eigum svo margar skemmtilegar minningar úr húsinu okkar sem við gátum yljað okkur við. Ég er viss um að þú munir finna þesa ró líka þetta tekar bara tíma. Takk fyrir að leyfa mér/okkur að lesa bloggið þitt þú er frábær penni og ótrúlega sterk kona Kveðja Margrét

Margrét (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 21:33

19 identicon

Sæl Áslaug,

Það sem vátryggingafélagið er væntanlega að bera fyrir sig í þínu máli er svokölluð varúðarregla sem byggir á 26. gr. laga um vátryggingarsamninga. Skv. ákvæðinu getur vátryggingafélag lagt ákveðnar athafnaskyldur á vátryggingartaka t.d. um að læsa húsnæði, bæri dyrum og gluggum þegar húsnæðið er mannlaust (slíkar reglur koma fram í skimálum vátryggingarinnar). Sé brotið gegn slíkum varúðarreglum geta bætur fallið niður í heild eða hluta en ávallt þarf að fara fram mat á kringumstæðum sbr. orðalag ákvæðisins:

"Félagið getur gert fyrirvara um að það skuli laust úr ábyrgð í heild eða að hluta ef varúðarreglum er ekki fylgt. Slíkan fyrirvara getur félagið þó ekki borið fyrir sig ef ekki er við vátryggðan að sakast eða sök hans er óveruleg eða það að vátryggingaratburður hefur orðið verður ekki rakið til brota hans. Þótt félagið geti samkvæmt þessari grein borið fyrir sig að varúðarreglum hafi ekki verið fylgt má samt leggja á það ábyrgð að hluta með hliðsjón af því hvers konar varúðarreglu var ekki sinnt, sök vátryggðs, hvernig vátryggingaratburð bar að og atvikum að öðru leyti"

Bendi þér á að skoða úrskurð úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 43/201, sem virðist vera sambærilegt og þitt mál: http://www.fme.is/media/urskurdanefndir/vatryggingamal/SAMANTEKT_URSKURDA2011.pdf

Ef þú hefur áhuga á að láta reyna á höfnun vátryggingafélagsins getur þú leitað til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum en upplýsingar um nefndina má finna hér:http://www.fme.is/eftirlitsstarfssemi/urskurdarnefndir/urskurdanefnd-i-vatryggingamalum/

Dísa (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 00:03

20 identicon

Sæl Áslaug

Þetta er sennilega eitthvað mismunandi á milli tryggingafélaga. Þegar brotist var inn hjá okkur var fyrst reynt að fara inn um opinn glugga á svefnherbergi stráksins okkar en þar sem gluggajárnið hélt ( þeir beygðu það ) fóru þeir að öðrum glugga sem er það kjánaleg hönnun að það er hægt að stinga höndinni inn og teygja sig í hurðahún og opna dyr við hliðina á glugganum. Við fengum tjónið okkar bætt að öllu leiti nema sjálfsábyrgð. Meira að segja áttum við tónleika miða að andvirði meira en 100 þús. sem við fengum bætta þó við ættum ekki von á því. Við lögðum áherslu á það við lögregluna að það kæmi fram í skýrslu að það sæi á gluggunum. Það kom mjög áhugalaus maður frá tryggingafélaginu okkar eftir að við höfðum farið fram á það sjálf. Ég er alger sauður með opna glugga og á ennþá erfitt með mig að gleyma mér ekki áður en ég fer út úr húsi. Það þarf samt varla að taka það fram að við höfum farið yfir þessi gluggajárna mál hjá okkur og bætt úr. Ég varð bara fjúkandi reið að sjá að þið fáið ykkar tjón ekki bætt. Það er líka erfitt að það er hvergi boðið upp á áfallahjálp þegar svona hlutir gerast. Þetta er svo mikil innrás í einkalíf allrar fjölskyldunnar. En gangi ykkur vel.

Sesselja (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband