10.8.2012 | 19:37
"mamma ég er hrædd við krabbameinið"
Sagði Maístjarnan mín við mig einn daginn en hún var búin að vera ofsalega leið allan daginn og ég spurði hana hvað væri eiginlega að og þá var þetta svarið. Hún er greinilega að átta sig á þessum veikindum sem er "gott" því það er þroskamerki. Einsog í dag tilkynnti hún mér það að hún myndi aldrei lagast í höfðinu "væri alltaf svo illt" en ég vona svo heitt og innilega að hún hafi rangt fyrir sér þar. Einsog mömmunni þá þráum við ekkert meira en veikindalaust líf og erum alltaf að bíða eftir nýjum kafla en þessi kafli er orðin frekar langdreginn.
Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég öfundast mikið (á góðan hátt) og samgleðst að sjálfsögðu þegar ég sé börn og fullorðna klára sína meðferð og verða heilbrigð á ný, eitthvað sem við erum búin að bíða eftir í tæp átta ár. Hvenær getum við farið að fagna heilbrigðu lífi? Í staðin er maður alltaf að kynnast nýjum og nýjum veikum einstaklingum og horfir á eftir sumum sem er erfiðast í þessu veikindastríði. En ég er samt ofsalega þakklát að hafa kynnst öllu þessu flotta fólki því þau eru þau EINU sem skilja mig/okkur BEST og hvað við erum að ganga í gegnum. Ofsalega gott að geta talað við fólk sem skilur mann.....
Sumarið hjá Maístjörnunni minni er búið að vera alltílagi eða samt eiginlega í betri kantinum, jújú hún er búin að vera ofsalega þreytt, rosalega hress eða þetta er bara svona rússíbani sem fer hratt upp og hratt niður. En hún er búin að njóta sín og fer inn ef hún er ekki að þola hitan eða sólina, leggur sig ef henni finnst hún þreytt svo hún hefur algjörlega ráðið ferðinni sjálf. Þannig við höfum alveg notið okkar. Ég fékk reyndar salmonellu fyrir 11 dögum - ekki það skemmtilegasta en er öll að koma til en við Skari skelltum okkur til Spánar 24.júlí fyrir gjafabréf sem ég vann í einum leik á netinu og höfðum það sjúúúúklega gott fyrstu fimm dagana en síðustu tvo lá ég bara fyrir að "drepast".
Hérna er ég mætt á bráðamóttökuna sama dag og ég lenti til að fá vökva og í allskonar rannsóknum.
Svo ætla ég að leyfa ykkur að sjá nokkrar frá sumrinu okkar:
Þessi bók er lesin á hverju kvöldi af Blómarósinni minni (Íslendingar á ÓL)en hérna er hún sofnuð við lesturinn en ég held að þetta sé eina kvöldið hennar í sumar sem hún sofnaði í sínu rúmi en eftir að Bjarnabófarnir kíktu í heimsókn til okkar í byrjun júní þá hefur hún alltaf að þurft að sofna annað hvort uppí hjá okkur eða á gólfinu (á dýnu inni hjá okkur)en hún getur ekki sofið inní herbergi sínu því hún er svo hræddum að þeir mæta aftur á svæðið þegar hún er sofandi.
Konan varð 35 ára 12.júlí og Sjarmatröllið mitt fékk að velja afmælisköku sem var risaeðla en þessi kaka var gerð af henni Írisi Björk bakaranema ef þið viljið sjúklega flottar kökur. En tilefni afmælis míns þá fengu krakkarnir að velja hvernig við myndum eyða deginum og það var sko draumadagur fyrir þau og okkur Skara að sjálfsögðu. Fengu köku í morgunmat, fórum í bíó á Ísöld, kíktu í skemmtigarðinn og svo endað á Fabrikkunni. Algjör drauma-afmælisdagur.
Ég ELSKA þessa mynd af Maístjörnunni minni en hérna er hún að horfa á 20 ára gömul myndbönd af mömmu sinni og henni finnst það einsog þið sjáið mega fyndið.
Gull-drengurinn minn að sjálfsögðu í fótbolta en hann veit ekkert skemmtilegra en að spila fótbolta og hann myndi gera það allan sólarhringinn ef hann gæti. Hann var einmitt að klára viku í fótboltaskólanum og ætlar að sjálfsögðu að fara aftur í næstu viku en þessi mynd var tekin af "áhugaljósmyndara" hjá Fylki, man ekki alveg hvað hann heitir. Gull-drengurinn minn er einmitt að stíga stór skref í haust og er að fara í skóla, bara gaman!!
Fjársjóðurinn minn - held að það sé ekki hægt að vera ríkari, peningar hvað???
Svo að lokum en hérna er mánaðarlyfjaskammtur Maístjörnu minnar - ekki skrýtið að hún sé komin hundleið á að taka þessi lyf sín.
Eigið góða helgi...
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er gott að sumarið er búið að vera gott hjá ykkur. Fjársjóðurinn er ekki bara peningar, hann er meira virði í fjölskyldunni.
Kristín ókunnuga (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 21:10
Mikið er gott að heyra að sumarið sé búið að vera að mestu leyti gott hjá ykkur og þið notið þess :) Vonandi verður svo áfram um ókomna tíð.
Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 00:01
Guðrún unnur þórsdóttir, 11.8.2012 kl. 20:36
Mikið var ég glöð að sjá þessa færslu hjá þér. Það að sumarið hafi eiginlega verið í betri kanntinum....að börnin hafa notið sín og þú og Skari líka. Það er ekkert gaman að fá salmonellu og ég vona að þú náir þér fljótlega.
Sumarið er samt ekki búið og ég vona að þið haldið áfram að njóta ykkar.
Kveðja - Helga
Helga (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 17:13
Yndislegt að heyra af ykkur.
Mér verður svo oft hugsað til þess að vonandi sé allt gott í stóra fallega hópnum.
Ekki síðra að heyra að þið Skari hafið verið á Spáni, þrátt fyrir að fjandans salmonellan hafi stungið sér í hópinn, hún hefði nú alveg getað sleppt því.
Kær kveðja
Sólveig (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 11:10
Glöð að sjá bloggið frá þér aftur. Þetta sumar er búið að vera svo gott og gott að það fór að mestu leiti vel með ykkur. Bestu kveðjur
Sesselja (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 17:26
Æðislegar myndir af gullmolunum ykkar. c",)
Edda Hlíf Hlífarsdóttir (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 12:37
Gott að fá fréttir af ykkur. Gangi ykkur vel áfram.
Sæunn ókunn (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.