Leita í fréttum mbl.is

Maístjarnan mín....

Dagarnir hjá Maístjörnunni minni eru ofsalega misjafnir en einsog miðvikudagurinn sem var hreint "helvíti" fyrir hana en hún var krampandi yfir allan daginn, sofnaði svo í lokin í fanginu hjá mér algjörlega búin á því.  Á fimmtudeginum var hún hrikalega hress, ryksugandi og þurkandi af í allri íbúðinni en hún elskar að hjálpa til - jújú hún var fljót að þreytast en samt allt annar dagur og dagurinn á undan.  Sem betur fer eru góðu dagarnir fleiri en þeir slæmu.

Góðar fréttir frá Greingarstöðinni.  Þrátt fyrir að Maístjarnan mín greindist aftur í maí'10 og átti ROSAlega erfitt ár þá eru samt pínulitlar framfarir bæði andlega og líkamlega sem er bara FRÁbært:)  Það eru mjög litlar framfarir en einsog ég hef sagt þá eru framfarir ALLTAF framfarir - þrátt fyrir að vera 10 ára gömul þá er hún ekki á við 10 ára gamalt barn í þroska vegna sinna veikinda en mér finnst samt ekki öllum koma við á hvaða þroskastigi hún er.  Hún sýnir framfarir og það er nóg fyrir mig. 

Hún getur þetta - hún ætlar og hún skal!!

Við höldum bara áfram uppbyggingu og vonandi í byrjun næsta mánaðar fær hún eitt "hjálpartæki" til  að halda áfram að hjálpa sér að byggja sig upp en það tengist einu "verkefni" sem ég hef verið að vinna í sem þið fáið að vita í lok mánaðarins.  (mjög spennandi - þá aðallega fyrir mig og auðvidað Maístjörnuna mína)  Annars finnst mér að hún ætti að fá Fálkaorðuna fyrir að sýna það og sanna að ALLT er hægt ef viljinn er fyrir hendi :)

Maístjarnan mín er sem sagt búin að eyða síðustu viku í þroskamati á Greiningarstöðinni og sálfræðingurinn sem hún hitti núna og fyrir fjórum árum átti ekki til orð yfir því að þetta hefði verið sama barnið og hún tók í greiningu fyrir fjórum árum.  Mér finnst líka mjög merkilegt að það var sami sálfræðingurinn sem tók hana í sömu prófin því að er sko ekki sjálfgefið í dag, það er alltaf að koma nýtt og nýtt starfsfólk en ekki þarna.  Hrós fyrir það!!!

Vorum annars að koma af Þingvöllum, kíktum í berjamó og berin voru EKKI mörg þar - sem var eiginlega aukaatriði þar sem börnin elskuðu að vera úti í náttúrunni og týnandi eitt og eitt ber svo enduðum við í einni lautinni og grilluðum okkur hamborgara, bara yndislegt!!

Eigið góða helgi - við ætlum að njóta okkar í menningunni og svo má ekki gleyma KR-leiknum sem er á morgun, farin að strauja sparifötin. (KR-fötin)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gott að sjá fréttir frá ykkur og yndislegt að lesa um góðu skrefin hjá duglegu Maístjörnunni. Góða helgi :)

Kristín (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 23:18

2 identicon

 Ryksuga, þurka af, framfarir, spennandi verkefni, þroskamat, berjamór, útivera, grill og fótbolti, :)gott að lesa, góðar kveðjur til ykkar.

gþ (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 11:48

3 identicon

Frábærar fréttir! Kærleiksknús til ykkar. :o)

Edda Hlíf Hlífarsdóttir (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 12:34

4 identicon

Hæ hæ

Þið ættuð öll að fá fálkaorðun, það er bara þannig.

Knú í hús

frá Sólveigu

Sólveig Adamsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 13:57

5 identicon

Í mínum huga eruð þið löngu búin að vinna ykkur inn fálkaorðuna.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband