15.10.2012 | 13:45
Gleði gleði gleði
Einsog flestir vita sem lesa síðuna mína þá var brotist inn til okkar í byrjun sumars og ég lýg því ekki en það hefur virkilega tekið á taugarnar. Ég hef heyrt fólk gera lítið úr þessu en þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta er vond tilfinning og þetta hefur reynst verst fyrir Blómarósina mína 8 ára sem svaf inni hjá okkur í allt sumar því hún þorði ekki að vera inní herberginu sínu þrátt fyrir að vera með Maístjörnunni minni í sama herbergi. Hún var svo hræddum að þeir myndu birtast þar inni, vill sjálf setja þjófarvarnarkerfið á væntanlega til að vera fullvissum að það sé örugglega á. Hún fer ekki ein heim einsog hún var farin að geta eða verið ein heima í 10 mínútur eða á meðan ég stökk útí leikskóla að ná í strákana mína. Hún þarf t.d. að vera öll ljós kveikt inní herberginu þegar hún er að fara sofa og Maístjarnan mín er að sjálfsögðu ekki alveg sátt með það en já þetta hefur tekið á litlu Blómarósina mína.
Ég get ekki farið ein niður í bílageymslu að kvöldi til að snemma morguns, ég á líka erfitt með að fara útí bíl þegar það er farið að dimma. Já þetta er frekar skítt en ég veit að þetta mun lagast með tímanum.
Í síðustu viku fékk ég símtal frá rannsóknarlögreglunni en hún tilkynnti mér það að hann hefði gefið sér það leyfi að sækja um í líknarsjóð þeirra fyrir okkar hönd og viti menn það var samþykkt svo á föstudaginn mættu þrír af rannsóknarteyminu eða þrír af þeim sem sáu um rannsókn þessa máls og afhentu Maístjörnunni minni 100.000kr ferðastyrk en þeir vilja endilega að við komumst til Spánar næst sumar og þetta væri uppí þá ferð. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta kom að sjálfsögðu á óvart og hvað við erum endalaust þakklát fyrir þessa fallegu hugsun hjá lögreglunni. Jú draumur Blómarósar minnar hefur verið í dáltinn tíma að komast til Spánar og þetta er ágætis byrjun uppí þann draum.
Einsog ég hef oft sagt áður þá raðast bara gott fólk í kringum okkur sérstaklega vegna veikinda Maístjörnu minnar og við gætum ekki verið þakklátari en þá vildi ég frekar aldrei hafa kynnst þessu fólki og vissi þá að ég ætti heilbrigt barn og hefði bara venjulegar áhyggjur og drauma sem myndu frekar aldrei rætast. Ég þrái að sjálfsögðu ekkert heitara en það að hafa aldrei þessar veikindaáhyggjur, vitandi þessi að æxli Maístjörnu minnar getur farið afstað aftur á morgun en svo er víst ekki.
Alveg yndislegt hvað lögreglan hugsaði fallega til okkar og er að reynir allt til að leyfa okkur að fara til Spánar næsta sumar og það er aldrei að vita að sá draumur rætist.
Hérna er ein mynd af því þegar lögreglan kom heim til okkar og afhenti Maístjörnunni minni styrkinn:
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guðrún unnur þórsdóttir, 15.10.2012 kl. 14:01
Yndislegt að lesa þetta ! Vonandi komist þið í Spánarferð á næsta sumri :)
Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 15:33
frábært að heyra, gæfan fylgi ykkur ávallt :)
Didda ókunn (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 15:42
Þetta er dásamlegt að heyra :) Njótið vel og gangi ykkur allt í haginn í framtíðinni :)
Arna Ósk Harðardóttir (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 16:39
þetta er bara frábært til hamingju, vonandi rætist draumur ykkar allra.
kv gþ
gþ (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 17:08
Dásamlegt, vonandi komist þið til Spánar næsta sumar :)
Guðrún (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 21:56
Mikið er gaman að heyra þetta, ég er viss um að þetta er bara byrjunin og það mun safnast smátt og smátt í þennan sjóð í vetur.....svo er það Spánn næsta sumar.
Kveðja - Helga
Helga (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 20:36
Njótið.
I.
Ingibjörg (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 20:44
Yndislegt að heyra þetta, Innilegar hamingjuóskir með þetta og vona að þið komist til Spánar .. nærsta sumar
vona að blómarósin ykkar jafni sig , veit að ég yrði hrædd svo ég skil hana vel ...
kærleiksknús að austan
Dagrún (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 23:34
Yndislegt, njótið vel elsku fjölskylda :)
Kristín (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.