10.1.2013 | 11:34
Blogg-leiði
Gleðilegt árið kæru vinir!!
Ég er komin með mikinn blogg-leiða og er ekki alveg að nenna skrifa hérna en ákvað að skrifa nokkrar línur til að láta vita af okkur.
Maístjarnan mín er alltílagi, stundum erfitt að átta sig á líðan hennar því stundum er hún ofsalega óhamingjusöm og erfið í skapi og hina stundina súper kát. Hef samt smá áhyggjur af henni útaf sjóninni sérstaklega - sem hefur versnað dáltið mikið en það getur líka verið að geislarnir eru að skemma eitthvað hjá henni sem kæmi að sjálfsögðu ekki á óvart. Erum á leiðinni uppá spítala í mánaðarsprautuna hennar og þá fáum væntanlega að vita rannsóknardaginn hennar sem á að vera í febrúar.
Stutt og laggott í dag - enganveginn að nenna þessu langar bara að loka þessu kafla og fara hugsa um eitthvað annað skemmtilegra.
Þanga til síðar - veit reyndar ekki hvenær.......
Ein af Maístjörnunni minni með nýju gleraugun sín - en það þurfti að rífa af mér báða handleggina fyrir þau þrátt fyrir góðan afslátt í búðinni. ....frábær þjónusta sem ég fékk hjá þeim í Optical Studio í Smáralindinni, mæli hiklaust með þeim ef þið viljið fá góða þjónustu.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara skrifar þegar þér hentar,ekki "stressuð" yfir okkur...
Hugur minn og hjarta er alltaf nálægt ykkur,með von um betri tíð..
Kærleikskveðjur.
Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 11:48
♥
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.1.2013 kl. 12:54
flott elsku stelpan, stóórt knúús og hlýjar kveðjur, gangi ykkur allt vel og þér á meðgöngunni :)
Didda ókunn (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 14:06
Elsku Áslaug, allar mínar bestu óskir til ykkar.
Þorgerður (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 14:36
Gott að heyra frá ykkur, og takk fyrir fallegt jólamyndband og gangi ykkur allt í haginn, kveðja gþ
gþ (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 14:46
Gott að heyra af ykkur, vonandi gengur allt vel og meðgangan að sjálfsögðu líka. Aldrei nein lognmolla í kringum ykkur
Knús í hús.
Ásdís (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 17:14
Gleðilegt ár Áslaug og fjölskylda :-)
Ég skil vel með þennan bloggleiða og í raun ættir þú ekki að blogga nema þú hafir gaman að því. Ég verð samt að segja....maður er búinn að fylgjast með ykkur svo lengi að ég verð öll óróleg ef það kemur ekki blogg í langan tíma og svo verður maður alltaf jafn feginn þegar bloggið kemur (það eru sem betur fer oftast góðar (ekki vondar) fréttir).
Núna finnst mér gott að heyra að Maístjarnan hefur það oftast gott. Hún er orðin svo stór að það getur alveg verið eðlilegt að hún sé stundum ekki hress....sérstaklega af því að hún er að átta sig betur á ástandinu sínu en skilur það kannski ekki alveg. Ég á einn einhverfan og það kom tímabil sem var mjög erfitt (hann var oftar erfiður í skapinu), hann var þá að átta sig á ástandinu en skildi það samt ekki alveg. Núna er hann 11 að verða 12 ára og er að öðlast meiri skilning auk þess sem hann sættir sig meira við sínar aðstæður og þá er hann um leið þægilegri í skapinu.
Þetta er vonandi bara eitthvað svona sem er að "bögga" hana.
Kveðja - Helga
Helga (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 18:14
....ég gleymdi að segja hvað hún er flott með nýju gleraugun....algjör pæja :-)
Kv. Helga
Helga (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 18:15
Bloggar bara þegar andinn kemur yfir þig ;) Ég hugsa alltaf fallega til ykkar og sendi hlýja strauma. Kærleikskveðja.
Edda Hlíf Hlífarsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 17:58
Guðrún unnur þórsdóttir, 11.1.2013 kl. 20:35
Hugsa oft til ykkar og vona að öllum líði sem allra best.
Jólamyndbandið var yndislegt.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.