Leita í fréttum mbl.is

Helgarfréttir

Þó Þuríður var að slappast á fimtudag og var slappari á föstudag ákváðum við eftir mikin umhugsunarfrest að fara með fólkinu mínu í sveitina.  Mamma og pabbi voru búin að leigja bústað fyrir hele familíen sem sagt þau, okkur systkinin, maka og börn fyrir langa löngu og við vorum búin að vera hrikalega spennt að fara og gera ekki neitt eða kanski borða góðan mat, spila, fara í pottinn, út að leika, borða ennþá meira og njóta þess bara að vera saman.  Við sjáum engan veginn eftir því að hafa farið, það var ótrúlega gaman, rólegt og fínt. 

Þuríður var slöpp um helgina, búin að sofa mikið eða sofnaði um hálf átta í gærkveldi og ég vakti hana núna um níu því ég hafði smá áhyggjur af henni.  Hún byrjaði á því að kvarta undan maganum sínum og vildi fara á klósettið að gubba en það tókst ekki, alltaf þegar hún byrjar að sofa svona og kvarta fæ ég hrikalega í magann.  Er þetta að byrja aftur fer ég að hugsa?  Andskotans, djöfulsins en vonandi ekki samt.  Hún fór að sjálfsögðu ekki á leikskólan í dag en ef hún hressist í dag fær hún að fara á leiksýninguna á leikskólanum á morgun en ekkert meira.

Mér finnst ég vera eitthvað svo dauf þessa dagana, veit ekki alveg afhverju?  Jújú ástæðurnar geta verið margar en svo er það bara þreytan sem er að fara með mig, maður þarf líka að reyna vera kátur allan daginn en það er nú BARA fyrir börnin mín (Óskar minn skilur þetta), reyna að vera skemtileg og gera eitthvað skemtilegt með þeim en finnst það líka ofsalega erfitt sérstaklega þegar ég horfi á hetjuna mína og hún skilur ekkert.  Hún er að taka inn tonn af lyfjum einsog ekkert sé sjálfsagðara, það er einsog ég sé að gefa henni nammi þegar hún gleypir þetta og svo veit maður aldrei hvernig henni líður sem mér finnst erfiðast.

Ég hefði aldrei getað trúað þessu að barnið mitt myndi geta orðið svona veikt þegar ég fékk hana fyrst í fangið fyrir tæpum fimm árum, litla lukkutröllið mitt einsog ég hef alltaf kallað hana.  Hún fæddist með svo mikið hár, fór í sína fyrstu klippingu þriggja mánaða, ég man hvað mömmu fannst gaman að taka húfuna af henni til að sýna öllum hárið hennar eheh!!  En núna er hárið hennar að koma aftur, það er svona líka þykkt og svo mjúkt fólki finnst svo gaman að renna í gegnum það því það er svo mjúkt ehe!!  Hárið sem hún missti eftir geislan í des á hliðunum er líka að koma aftur æjhi þá getur hún kanski farið að fá teygju í hárið sem henni langar svo að fá alveg eins og systir sín.

Annars sýnist mér hún vera að hressast aftur, samt erfitt að segja en ég held það samt.

Ég ætla að reyna að hugsa um komandi helgi þegar við Skari ætlum að senda ÖLL börnin í pössun í nokkrar nætur og njóta þess að vera saman og gera eitthvað skemtilegt saman.  Skari fékk nefnilega svo skemtilega jólagjöf síðustu jól sem við ætlum að nota næstu helgi.W00t  Ég ætla allavega að reyna vera spennt en finnst það samt erfitt ef hún fer ekki að hressast en það er vonandi í áttina.

Farin að knúsa Þuríði mína og Theodór minn en Oddný mín fór að sjálfsögðu á leikskólan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi hvað þetta er hrikalega erfitt kæra Áslaug :'( ég vildi að þið fengjuð eitt stykki kraftaverk fyrir litlu hetjuna ykkar. Yndislegt að helgin skyldi vera góð og frábært að þið drifuð ykkur, fjölskyldan er svo mikils virði og það finnur maður svo vel í erfiðleikum.  Strax farin að hlakka til helgarinnar fyrir ykkar hönd, haldið okkur í smáspennu :) það er bara gaman. Ég bið fyrir ykkur öllum og svo á hele famelijan kerti hérna upp á Skaga í stofunni hjá mér sem ég brenni með ósk um kraftaverk.

Guð veri með ykkur öllum vinan

Skagakveðjur

Gunna Olískella 

Gunna (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 09:49

2 identicon

Gott hjá ykkur að halda ykkar striki og fara með fjölskyldunni í bústaðinn.  Vonandi ferð hetjunni okkar að líða betur því þá líður öllum í kringum hana svo miklu betur.  Hafið það sem allra best og góða skemmtun um næstu helgi.  Kveðja Mæja

María Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 10:02

3 identicon

Það er alltaf svo gaman að skreppa í bústað og komast aðeins út úr hversdagsleikanum. Sendi ykkur Þuríði góða orku og kveiki á kerti í glugganum í dag fyrir litlu dömuna. Eins og venjulega.

ylfa (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 11:03

4 identicon

Vildi að það væri eitthvað sem maður gæti gert fyrir ykkur! Hugsa sterkt til ykkar og vonandi fer hún að hressast greyið litla! Njótið helgarinnar og hlúið að hvort öðru!! Bestu kveðjur!

Katrin Ösp (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 11:20

5 identicon

Kæra Áslaug.

Æ, mikið var gott að þið gátuð skellt ykkur í bústaðinn þrátt fyrir allt. Mér finnst þið svo dugleg og dáist alveg af því hvað þið eruð dugleg hvað styrkur ykkar er mikill. Ég get með engu móti sett mig í spor ykkar. Það getur ekki verið auðvelt að horfa upp á barnið sitt svona veikt og geta ekkert gert nema haldið í vonina. Þið hjónin megið sko vera alveg rosalega stollt af ykkur fyrir dugnað, ótrúlegum styrk og jákvæðni. Þið eruð sannkallaðar hetjur og hugsið svo rosalega vel um börnin, það sér maður á skrifunum. Vona svo innilega að guð sendi ykkur kraftaverk fyrir Þuríði litlu. Megi guð vaka yfir ykkur og færa  ykkur birtu og il  og jákvæð svör . Þið eruð  dýrmætir englar og ég óska ykkur alls hins besta . Kveðja frá Siggu Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband