Leita í fréttum mbl.is

Að kveikja á kerti

IMG_7294

Þegar við fórum til New York skoðuðum við ótrúlega fallega kirkju og kveiktum á tveimur kertum fyrir Þuríði mína.

Annars er statusinn ekki góður á heimilinu, fórum ekki á Sálina á föstudagskvöldið og ekki heldur afmælið sem okkur var boðið í á laugarsdagskvöldið (dóóhh) þar sem ég var svona líka bólgin um augun af kvefi, Skari að slappast en hann er slappur núna, Oddný Erla mín er ég held hitalaus en var mjög slöpp á föstudagskvöldið en hún fær samt ekki að fara á leikskólan á morgun en hann Theodór minn Ingi er orðinn slappur og kominn með mikin hita.  Ansas vesen!!  Mín er orðin hress sem betur fer og þá er líka auðveldara að hugsa um sjúklingana sína og Þuríður mín er ennþá súper hress.

Mín er á leiðinni að hitta gærurnar, hmm núna segja sumir "gærurnar?".  Jámm það erum við "gömlu" stelpurnar í badminton og við köllum okkur gærurnar, smá pasta-partý hjá einni og undirbúa vorhátíðina.  Víííí!!  Bara stuð!!

IMG_7293

Hér er Skari minn að kveikja á sínu kerti fyrir Þuríði sína/mína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Þuríður þá hún búin að stjana við ykkur blessaða sjúklingana??? En góða skemmtun Gærur...skemmtilegt nafn.Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 19:00

2 identicon

Fallegar kertamyndir. Vonandi skemmtirðu þér vel. Batakveðjur að vestan.

Ylfa (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 13:21

3 Smámynd: Þórunn Eva

bara falleg myndin af Óskari :)

 það er nú gott að þú ert orðin hress en verra með hina á heimilinu :(

hafið það gott og hugsið um hvort annað :)

koss og knús

Þórunn Eva , 26.3.2007 kl. 14:28

4 identicon

Sæl Áslaug.

Alltaf jafn gaman að heyra að Þuríður skuli vera hin hressasta. Sendi ykkur hlýja strauma og vonandi fara sjúklingarnir að hressast. Bestu kveðjur til ykkar allra.

Góðan bata og gangi ykkur alltaf sem berst, frá einni sem dáist af því hvað þið standið ykkur vel í þessu öllu saman.

Kveðja Sigga Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 17:12

5 identicon

Dúdda mía þvílíkt og annað eins ástand á ykkur. Vonandi fer þetta að hristast af ykkur. Gott að heyra að Þuríður sleppi nú kannski við þessi ósköp og sé svona hress. Knús og kossar. Kristín Amelía.

Kristín Amelía (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband