30.3.2007 | 10:53
2 daga seinkun
Það er búið að seinka myndatökunum hjá Þuríði minni um tvo daga eða þanga til 12.apríl og niðurstöður föstudaginn 13, hmmmm á ég að vera hjátrúafull? Það er nú í lagi að þeim seinkaði ekki meira en þetta en það skiptir svo sem engu við elskum að bíða eða þannig. Einsog læknarnir segja við okkur eigum við bara að horfa á Þuríði og sjá hvernig henni líður og henni líður vel, hún er súper dugleg. Hún var einmitt í sjúkraþjálfun í gær og hún er meira að segja farin að þrauka klukkutíma í þjálfun sem er æði, hún líka hjólað smá í þjálfuninni sem hefur ALDREI gerst. Reyndar var það með smá hjálp þar að segja hún er föst við petalana en sjúkraþjálfarinn ætlar að panta svoleiðis handa henni hjá TR þannig stúlkan getur farið út að hjóla í sumar þar að segja ef foreldrarnir gefi henni hjól í afmælisgjöf thíhí!! En Þuríður mín hefur aldrei haft krafta í að hjóla en með þessari aðstoð getur hún vonandi hjólað og það verður gaman hjá henni í sumar, víííí!! Kanski við fjölskyldan kaupum okkur hjól og hjólum hér í sveitinni í sumar?
Annars er flensna ennþá hér í sveitinni og það er sko alveg komið nóg, Theodór minn búinn að vera með hita í sex daga og það ekkert lágan eða milli 39-40, grrrrr!! Fór með hann til doktor Þuríðar í gær og þar voru teknar blóðprufur til að ath hvort þetta væri eitthvað alvarlegra en flensan en sem betur fer var það ekki. Drengurinn fer þá ekki í fermingarveisluna hjá honum Sindra Snæ okkar en tengdó ætlar að vera svo æðisleg að sitja hjá honum á meðan við hinum knúsum hann og borðum góðar kræsingar. slurp slurp! Vonandi verður hann orðinn hitalaus á morgun svo hann komist í næstu veislu. Dóóhh!!
Börnin hefðu átt að fara í næturpössun á morgun þar sem þau fóru ekki síðustu en það verður víst ekkert úr því vegna veikinda en Oddný mín Erla fær nú samt að gista hjá Evu sætu mús frænku og leyfa þeim frænkum aðeins að rífast thíhí!! En við Skari erum að fara í þrídugsafmæli (þá eru þau að byrja) en munum þá bara í staðin stoppa styttra, vonum bara að þessi flensa verði farin fyrir páska en þá ætlum við fjölskyldan að fara í sveitina, skoða dýrin og hafa það gaman.
Ætli ég fari ekki að sinna lasarasnum mínum sem er orðinn versti mömmukarl ever, má ekki líta af mér þá verður hann alveg snar. Hann liggur hérna hjá mér og segir "mamma" svona öðru hvoru en þá vill hann athygli þessi dekurrófa eheh!! Best að fara dekra við hann og góða helgi alle sammen. Njótið hennar í botn!!
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
föstudagurinn 13 er nú bara happadagur hjá sumum vonandi verður það hjá ykkur líka :)
koss og knús
Þórunn Eva , 30.3.2007 kl. 11:15
oh. við vorum búin að hlakka svo til að sjá Tedda gæjann í jakkafötunum í fermingunni. Hlökkum til að sjá ykkur hin.
kv. Linda og strákarnir
Linda Arilíusdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 12:49
Ég segji arg og garg við þessari flensu endalaust. Munurinn á þinni og minni flensu er að ég berst við uppúr og niðrúr. Alveg komin með nóg af þessum slappleika og sleni. Allir verða að vera komnir í form fyrir páska. Borðið á ykkur gat og skemmtið ykkur vel í veislum. Bið fyrir ykkur. Það verður frábært að hjóla þarna í sveitinni hjá ykkur í sumar. ;) Knús og kossar. Kristín Amelía.
Kristín Amelía (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 16:33
13 er lukkutala í minni fjölskyldu (t.d. barnsfæðingar borið upp á þennan dag) og ég hef orðið vör við að föstudagurinn 13. er yfirleitt alveg súperdagur hjá mér Óska ykkur þess sama - þið eigið það svo innilega skilið. Eigið góða helgi og vonandi fer stubbnum að batna.
Ólöf (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 18:06
góða helgi mín kæra og gangi ykkur vel
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 19:47
Hann Skari minn var þrettánda barnið sem fæddist á Akranesi árið 1973 (reyndar ekki á föstudegi) og síðan þá hefur talan 13 verið ein af mínum uppáhalds tölum Nú halda allir áfram að biðja og kveikja á kertum fyrir litlu elskuna okkar amma trúir ennþá á kraftaverk Guð gefi ykkur góða nótt. am
mamma (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 21:56
13 er líka ein af mínum uppáhaldstölum. Hefur aldrei haft vonda merkingu svo ég viti
Eigið góða helgi elskurnar og knús til ykkar allra af votvirðasömum vestfjörðunum.
Ylfa (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.