26.4.2007 | 17:38
Hibbidíhæ hibbidíhó
Ég ætlaði mér nú ekkert að skrifa í dag fyrirutan að minna ykkur á nýja könnun en svo varð ég bara og ástæðan er hún Þuríður mín litla kraftaverkar hetjan. Ég fór nefnilega með henni í sjúkraþjálfun í dag sem er ekki frásögufærandi, ég hef ekki farið með henni í tvo eða þrjú skipti vegna veikinda og svona þannig Skari hefur farið henni.
Allavega þá var yndislega gaman að sjá hana í þjálfuninni, jú fyrsta lagi dreif stúlkan sig afstað þegar hún var komin í Real Madrid búninginn sinn ekki spurja mig afhverju hún á þannig búning en það var kanski vegna þess að Arsenal búningurinn er svo hrikalega dýr og ég tímdi ekki að kaupa hann dóóhh!! ....og KR-búningurinn hennar var skítugur en það er skylda hjá stúlkunni að mæta í fótboltabúning í þjálfunina og það er sko allt hennar. Hún veit sko alveg hvað hún vill en ekki hvað? Ok alltílagi með það, stúlkan dreif sig bara að gera æfingarnar án þess að kóngur né prestur hefði sagt henni hvað hún ætti að gera og gerði allt svona líka vel. Oh mæ god hvað ég varð stollt af henni en þetta hafði hún ALDREI gert og hvað þá gert þetta svona vel án þess að þjálfarinn segði henni til. Draumur í dós!!
Hún gerði allar sínar æfingar stór glæsilega, ég og þjálfarinn urðum eiginlega kjaftstopp. Þvílíkar framfarir á örfáum vikum, jú það þarf ennþá að ýta á eftir henni að nota hægri því hún eiginlega oftast gleymir að hún sé til enda búin að vera lömuð í henni í marga marga mánuði. Höndin er sem sagt að koma til þó hún sé ennþá máttlaus í henni og maður sér líka að kraftur í fótum er meiri en hann var og það sá ég svo sannarlega í dag þegar henni var skellt á hjólið. Jú hún þarf sérstök tæki fyrir lappirnar hennar sem eru festar við petalana en stúlkan gat í alvöru hjólað í fyrsta sinn á ævi sinni án allra hjálpar. Það eru sko ótrúlegustu hlutir að gerast og maður verður orðlaus yfir þessum kraftaverkum, ég var líka brosandi allan hringinn allan æfingatíman hjá henni.
Mikið er ég spennt eftir næsta sjúkraþjálfunartíma sem verður reyndar ekki fyrr en eftir tvær vikur og svo verður frí í allt sumar sem mér finnst synd því henni fer svo mikið fram og það á svona stuttum tíma.
Það er allavega allt að gerast hjá kraftaverkin mínu og ég er svo sannarlega farin að trúa á þau og held í mikla von ennþá að hún lagist af þessu öllu saman. Hvar værum við án allra vonar og trúar?
Knúsumst öll í tilefni dagsins
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegt að hún lætur ykkur vera kjaftstopp.Er ekki hægt að fara með hana eitthvert annað í sjúkraþjálfun?það er nú ótækt að KR búningurinn sé óhreinn verður bara að eiga lager af KR búningum.En glæsilegt að heyra.KR kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 19:39
Frábært að heyra þetta :)
Oddný (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 20:06
Æðislegt að lesa svona góðar fréttir af stelpunni Kraftaverkin gerast, það er greinilegt.
Thelma (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 20:29
Elsku þið ! æðislegt er að heyra þetta, maður vildi helst bara dansa :) Guð veri með ykkur og gefi litla gullinu kraft og orku til að halda svona áfram, bara æðislegt
Kveðja, Gunna á Skaganum :)
Guðrún Jóhannesdóttir, 26.4.2007 kl. 22:04
ó mæ god :) þetta eru sko bara æðislegar fréttir :) innilega til hamingju með þetta allt saman :)
förum að kíkja í heimsókn hver veit nema að maður kíki kannksi bara í næstu viku ef að það fer eitthvað að róast hjá manni :) sjáum til skvís og enn og aftur til hamingju með þennan flotta dag :)
koss og knús
Þórunn Eva , 26.4.2007 kl. 22:07
Yndislegast :)
KNÚÚÚÚS
Elsa Nielsen, 26.4.2007 kl. 23:31
Yndislegar fréttir...... höldum áfram að biðja þess að sigurgangan haldi áfram !
Njótið ykkar !
Lilja (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 08:26
Yndislegt að lesa hvað henni gengur vel!! það er hollt fyrir alla að lesa það sem þú skrifar Áslaug,þvílík jákvæðni,kraftur,skynsemi og dugnaður!!þú er bara flott! kv Harpa
Harpa Barkar (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 09:09
Elsku dúllan, ji hvað hún spjarar sig,maður bara vælir-af gleði- munið bara að lífið er ekkert LÍF, án VONAR ,BÆNAR, og kærleiks, elsku fjölskylda það er allt hjá ykkur ,þetta er bara yndislegt.Kv.Hrönn
Hrönn (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 09:52
JJuu þetta eru yndislegar fréttir er alveg með kökkinn í hálsinum ég er svo ángæð fyrir ykkar hönd,þetta er bara frábært Og það er ekki spurning Áslaug,það eiga margir eftir að knúsast í dag yfir þssum frábæru fréttum.það lifnaði alveg yfir mér að lesa þessa færslu þína Eigið yndislega helgi og við sendum ykkur RISA knús.
Kveðja Guðrún Bergmann,Jói og dætur.
Guðrún Bergmann Franz. (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 10:19
En yndislegt að lesa um svona frábæran dag Samgleðst ykkur innilega og ætla núna að knúsa börnin mín í tilefni dagsins Bestu kveðjur og takk fyrir að deila þessu með okkur.
Ólöf (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 13:17
Hæ hæ
En æðislegt að lesa svona góðar fréttir - og það er sko rétt hún Þuríður er gangandi kraftaverk. Hafið það gott og góða helgi.
Kkv. Martha og grísirnir
Martha (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 18:10
VÁ VÁ VÁ....... Enn yndislegar fréttir. STÓRT KNÚS á ykkur öll ;) Þetta er frábært, gvöð ég fékk alveg kökk í hálsinn og hnút í magann ÞEgar ég las færsluna. Veistu það er æðislegt að heyra þetta.
Enn er ekki hægt að fara með hana eitthvert annað í þjálfun eða gera eitthvað, mér finnst alveg synd að gera það ekki, ég myndio athuga það í ykkar sporum.
Elsku fallega kraftaverka stelpan ykkar er HETJA
Halla Rós, 27.4.2007 kl. 23:59
Óska öllum góðrar helgi og Guð veri með öllum,sérstaklega þeim sem eiga um sárt að binda.Verum dugleg að knúsa.Kv
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 00:10
jii hvað er alltaf æðislegt að heyra svona góðar fréttir hún Þuríður Arna er náttla bara hreint og beint ÆÐI! ég er komin í sveitina núnag ætla bara að nota tækifærið og óska litlu dúllunum mínum til hamingju með sfmælið;* þið eruð best endalaus KNÚS til ykkar!
Tinna Rut (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 10:48
Það er soldið síðan ég kíkti hingað síðast, samt búin að fylgjast með litlu hetjunni í langan tíma :o) Ég fékk alveg hlýtt í hjartað og virkilega sterka trú á kraftaverk eftir að hafa lesið nýjustu færsluna þína. Hún er kraftaverk nú þegar elsku stelpan ykkar, og sannar það alltaf aftur og aftur :o)
Knús til ykkar!
GunnSara (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 12:36
ÆÐISLEGT að sjá hvað gengur vel Mér finnst svo gaman að lesa fréttirna hjá ykkur fer orðið oft á dag og les sömu fréttirnar því maður verður eitthvað svo hamingjusamur fyrir ykkar hönd
Gangi ykkur öllum svona vel áfram alltaf beðið fyrir aðalhetjunni á þessum bæ
Kveðja
Margrét(sem þekkir ykkur ekki neitt en er búin að fylgjast með baráttu ykkar lengi)
Margrét (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 19:58
Sæl ágæta fjölskylda
Mikið er yndislegt að lesa um hetjuna í rauða fótboltagallanum. Þetta er það sem gildir að gefast ekki upp. Bið Guð um að batinn haldi áfram. Góð kveðja til ykkar allra. Ykkar styrkur er hreint kraftaverk.
Ömmuknús á öll litlu skottin ykkar frá ókunnugri ömmu norður í landi.
Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 00:40
Sæl kæra fjölskylda.
Mikið var gaman að lesa pistilinn þinn. Ekkert gleðilegra þegar barninu gengur svona vel. Sjá allar þessar framfarir hlýtur náttúrulega bara að vera toppurinn af tilverunni. Ef þetta heldur svona áfram þá hlýtur henni að vera batna. Frábært. Ég trúi því að vonin og trúin geti hjálpað ótrúlega mikið. Það hjálpaði mér alveg ótrúlega mikið í mínum veikindum. Ég er svo glöð fyrir ykkar hönd. Þið eruð öll algjörar hetjur.
Bestu kveðjur til ykkar allra.
Sigga Ásgeirsd.
Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 08:25
vonandi gekk veislan vel í dag :) koss og knús
Þórunn Eva , 29.4.2007 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.