Leita í fréttum mbl.is

Færsla tvö

Bleble veit ekki hvort ég nenni að fara skrifa eitthvað mikið núna, þoli ekki þegar það koma bilanir í kerfin og allt dettur út sem ég var búin að skrifa (og loksins ætlaði ég að koma með langa færslu) og mér finnst alltof mikil vinna þó það sé ekki að skrifa fyrst í word og setja það svo inn.  Bara eintóm leti, jájá ég get sjálfri mér um það kennt að ég nenni ekki að save-a, bleble!!

Reyndar kemur þessi færsla ekkert við þessari sem ég skrifaði í gær talaði um allt annað en allavega ég hef talað um það áður þegar fólk kemur að tali við mig um veikindin hennar Þuríðar minnar.  Jú einsog ég hef oft sagt áður þá finnst mér alls ekki óþægilegt að tala um veikindin hennar það bara hjálpar mér einsog þessi síða, reyndar eru margir mjög feimnir við að spurja mig um hana en þið þurfið þess ALLS EKKI þá bara segi ég það við ykkur ef ég væri ekki í stuði að svara einsog á djömmum. 

Reyndar varð ég ofsalega reið við eina manneskju  (hafði aldrei séð hana áður) þegar við vorum stödd útí Koben á Sálinni (vorum stödd á ballinu) þá kom ég að henni vera ræða um veikindin hennar Þuríðar minnar við Skara og ég hef aldrei verið jafn reið áður.  Ég veit ekkert hvort þessi manneskja les síðuna mína en þarna sagði ég bara stop og hættu nú og strunsaði í burtu, sagði henni smá til syndana að fólk gæti ekki skilið afhverju við færum svona útá lífið reyndum að hafa það gaman og reyna "gleyma" sem getur verið mjög erfitt en þá þurfa alltaf að birtast svona ein og ein manneskja og skemma allt.  Grrrrr!!  Já ég varð reið og sem betur fer strunsaði ég bara í burtu þegar ég var búin að tjá mig um þessi fáu orð.  Aaaaargh ég verð svo reið og pirruð!!

Líka er svo skrýtið þegar fólk er að spurja mig um Þuríði þá þarf það alltaf að telja upp alla sem hafa dáið úr þessum sjúkdómi, er það eitthvað sem mig langar að vita?  "já það eru doltið margir ættingjar eða vinir tengdir fjölskyldunni minni sem hafa dáið úr þessu" haaaaaaalllllóóó er ekki alltílagi?  Einsog um daginn hitti ég eða Skari (skiptir ekki máli hvort okkar) eina manneskju og að sjálfsögðu barst talið um Þuríði mína og það var verið að spurja hvernig henni liði og svona og okkur finnst alveg svakalega gaman að tala um hvað henni líður vel í dag (samt ekki á djamminu takk pent fyrir það) en þá fór þessi ákveðni maður að segja að hann ætti frænku sem greindist með slæmt krabbamein og voru gefnir nokkrir mánuðir en það gerðist kraftaverk.  Ok frábært hugsaði maður með sér (eða Skari eheh) og þetta kraftaverk entist fyrir mánuði síðan en þá dó þessi ákveðna manneskja, döööööö!!  Hún lifði í fjögur ár (minnir mig) eftir að hún hafði greinst en haaaallllóóó þetta er ekki heldur sem manni langar að heyra. 

Jú ég veit um eitt kraftaverk sem átti bara að lifa í nokkra mánuði en í dag er þetta kraftaverk níu ára og það er það sem manni langar að heyra.  Heldur það virkilega að manni langar að heyra um hina og þessa sem deyja akkurat þegar barnið manns er að berjast við sinn sjúkdóm og ekki gefið mörg ár?  Henni líður vel í dag en við vitum ekki hvernig morgundagurinn hennar verður, við lifum bara fyrir daginn í dag, hún gæti farið að krampa á morgun?  Við vitum ekkert en að sjálfsögðu vonum við það besta enda algjört kraftaverk hún Þuríður mín.  Flottust!!

Mig langar í lokin að minnast á að núna eru næstum því þrír mánuðir síðan Þuríður mín fékk síðast krampa reyndar þori ég mjög sjaldan að grobba mig á einhverjum hlutum sem tengist Þuríði minni en ég ætla að gera það núna.  Það eru tvö ár síðan henni leið svona vel síðast en þá var æxlið hennar ekki orðið illkynja, fyrir tveimur árum var hún krampalaus í þrjá mánuði en svo byrjaði það að versna hægt og rólega.  Það eru sem sagt yndislegir tímar hjá henni og maður sér hvað hún þroskast hægt og rólega með hverjum deginum sem líður, það hefur t.d. aldrei gerst að við þurfum eiginlega að hætta láta hana sofa á daginn.  Trallalalala!!  Draumur í dós!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórunn Eva

knús til þín :)

kvitt kvitt :)

Þórunn Eva , 7.5.2007 kl. 11:05

2 Smámynd: katrín atladóttir

það er bara stundum eins og fólk sé ekki með heila áslaug mín

en mikið ótrúlega er frábært hvað þuríði líður vel núna! ekkert smá skemmtilegt að heyra þetta!

knús til ykkar allra 

katrín atladóttir, 7.5.2007 kl. 11:15

3 identicon

Lífið er núna njótum þess!

Svo finnst mér bara frábært ef þið getið gert eitthvað saman tvö.  Látið ekki neikvæðnina í öðrum fara í skapið á ykkur.

Held svo áfram með knúsþema dagsins!  Knús knús!!

Tryllti (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 14:22

4 identicon

Æðislegt að heyra hvað dúllan er hress og ég vildi óska þess að ég væri á klakanum til að hitta ykkur.  Hugsa svo oft til þess en það verður bara þegar við komum næst á klakann.

Bara njótið alls hins besta

kv. frá okkur í Danaveldi já og KNÚS KNÚS KNÚS

Brynja (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 15:18

5 identicon

Það er svo sannarlega draumur í dós að hún Þuríðar Arna sé búin að vera þetta lengi laus við krampana og við biðjum til guðs á hverjum degi að það haldi áfram. Ég er loksins búin að fá sendingu frá vestmannaeyjum sem inniheldur afmælisgjafir handa stelpunum. Bara svona dekurgjöf frá mér. Ég vona að ég hitti ykkur á opna húsinu á föstudaginn. Knús og kossar. Kristín Amelía.

Kristín Amelía (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 18:22

6 identicon

Carpe diem - enjoy the moment ;)

Þið eruð flott fjölskylda, gangi ykkur rooosalega vel. 

Sunna Björg (ókunnug) (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 20:36

7 identicon

Sæl Áslaug

Hún tengdamamma fékk á annað brjóstið sitt 1984 og aftur 1998 og en enn sprelllifandi, orðin 81 árs. Bý heima og lítur svona prýðilega vel út. Hún hætti líka að reykja fyrir 11 eða 12 árum (eftir áratuga stóreykingar) og hefur ekki snert tóbak síðan. Hún er 10 barna móðir og svo framvegis. Kraftaverkin hafa verið mörg og hún er ein af hetjum hversdagsins.

Mikið skil ég þig vel að vilja hlusta á eitthvað annað en dánarfregnir.

Guð blessi ykkur og veiti ykkur bjartsýni, trú og von. Kveðja Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 22:55

8 identicon

Var nokkuð hugsi þegar ég las bloggið þitt.  Ég held að fólk meini almennt vel, stundum verður maður soldið asnalegur þegar maður hittir fólk í sömu stöðu og þið......og fer að blaðra einhverja þvælu.  Ég hugsa þó að þetta sé hugsunaleysi.  Láttu ekki neikvæðar tilfinningar ná tökum á þér.  Gangi ykkur vel.

Berglind (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband