22.5.2007 | 21:25
Bloggleysi?
Hef ekkert verið svakalega dugleg að blogga undanfarna daga þá meina ég blogga almennilega um hitt og þetta en samt aðallega þetta og það eru ástæður fyrir því.
Jú í fyrsta lagi hef ég lítið að segja og ég nenni ekki að blogga um EKKERT eða þar að segja að segja ykkur frá því hvernig dagurinn var hjá mér og mínum, frekar leiðinlegt blogg.
Öðru lagi þá er það hún Þuríður mín, jú einsog ég hef oft sagt áður þá fer líðan mín allt eftir Þuríðar minnar líðan og þegar henni líður ekkert of vel þá líður mér enn verr þar að segja andlega. Ég hef ekki hugmynd um hvernig Þuríði minni líður því hún er ekki vön að tjá sig mikið um það þannig maður horfir mest á krafta hennar og styrk sem hefur farið aðeins niður á við síðustu daga. Hef verið að vona síðustu daga að þetta væri einhver paranoia í mér og reyndi sem ekkert að hugsa um það en auðvidað fór þessi hugsun ekkert útí buskan.
Hún er sem sagt farin að þreytast meira síðustu daga, þær hafa tekið eftir því á leikskólanum þó hún sé með krafta í að leika sér með krökkunum enda reynir hún að láta lítið sem ekkert stoppa sig í hlutum sem henni langar að gera en þreytan er farin að segja til sín. Þetta var ekki nein ímyndun í mér því verr og miður því svo fórum við í sjúkraþjálfun í dag og þjálfarinn sá strax að hún var orðin valtari en hún er vön að vera og varð fljótt þreytt í tímanum en undanfarnar vikur hefur hún haft mikla krafta og ekkert látið stoppa sig. Mikil kraftakerling hún Þuríður mín!!
Þannig þessa dagana hefur manni ekkert liðið sérstaklega vel að sjá hana þreytast er ofsalega erfitt og hnúturinn í maganum verður svakalega stór, ég vona svo heitt og innilega að þetta sé eitthvað tímabundið en ekki eitthvað sem er að draga hana niður. Hún er búin að vera svo svakalega hress og þvílíkur styrkur í henni, finnst þetta allavega svakalega erfitt. Hún er aftur farin að þurfa leggja sig á daginn sem hún var nánast hætt og samt sofnuð milli sjö og átta á kvöldin, ohh ég verð svo reið!
Allavega ég veit ekkert hvort ég verð í miklu bloggstuði næstu daga? kanski mun ég hafa mikla þörf fyrir að tjá mig, ég veit það ekki? Mér finnst þetta bara erfitt en við erum að fara með hana á morgun til doktor Ólafs í smá tjekk en ef hún heldur áfram að þreytast enn meira þá munum við heimta myndatökur strax en ég vona svo heitt og innilega að við getum beðið þanga til í ágúst einsog planið var en það var aðal planið ef henni héldi áfram að líða svona "vel".
Farin að leggjast á koddan og kanski kveiki ég á imbanum eða kúri bara með henni Oddnýju minni Erlu sem bíður eftir mér að ég klári hér en hin tvö eru að sjálfsögðu sofnuð en Oddný mín er doltið gömul sál og þarf ekki að fara sofa fyrr en við förum að sofa, þarf óttanlega lítinn svefn miða við að vera bara þriggja ára gömul ehe!!
Langar í lokin að biðja ykkur að kveikja einu kerti fyrir hana Ástu Lovísu ein af hetjunum mínum hér til hliðar en hún þarf svo sannarlega á því að halda þessa dagana. Knús til þín Ásta mín!!
Verið góð við hvort annað og ekki gleyma knúsunum, góða nótt kæru lesendur.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elskulega fjölskylda.Sendi bara mínar hlyjustu kveðjur með von um það besta fyrir hetjuna og ykkur.Góða nótt.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 21:32
Sæl veriði
Komiði sæl!
Æj,æj. Ég sem var að vonast að nú væri þetta allt upp á við. Vona svo sannarlega að þetta sé ekkert komið til að vera. Hún er svo mikil hetja fallega stúlkan ykkar. Alveg dáist ég af þessu barni hvað hún er dugleg. Óska ykkur alls hins besta og vona að Þuríður hressist sem fyrst.
Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd.
Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 23:23
Bið fyrir snúllunni ykkar þegar ég leggst á koddann og mun gera áfram. Sendi ykkur baráttuhugsanir !
Lilja ókunnug (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 23:49
sendum ofurstrauma í sveitina :)
kveikjum á kerti og biðjum fyrir litlu hetjunni og ykkur öllum :)
knús og koss
Þórunn Eva , 22.5.2007 kl. 23:50
Mikið óskaplega eru allar fréttir eitthvað erfiðar núna , litla hetjan ykkar er búin að vera svo dugleg að það er aðdáunar vert, er þetta ekki bara þreyta að hún hafi ætlað sér of mikið elsku litla stelpan. Vona af heilum hug að hún rífi sig upp úr þessu og haldi glöð áfram sínu striki. Gangi ykkur vel í því sem koma skal. Guðs blessun í bæinn ykkar. Kveðja að norðan
KONA (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 00:13
Sæl Áslaug
Mikið skil ég þig (þó enginn geti sett sig að fullu í þín spor). Hnúturinn í maganum er svo erfiður ferðafélagi. Vona svo innilega að þreytan hennar Þuríðar eigi sér eðlilegar og heilbrigðar skýringar. Hvort ég mundi biðja um tékk ef ég væri þú. Svo sannarlega. Þú bloggar svo bara þegar þörfin kallar. Þú segir okkur hvað dr Ólafur hefur til málanna að leggja.
Guð blessi ykkur öll. Kveðja F
F (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 01:24
Megi góður Guð vernda Þuríði Örnu og vaka yfir henni.
kveðja
Kristbjörg ókunnug
Kristbjörg (ókunnug) (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 09:40
þetta eru ekki góðar fréttir , en litla hetjan virðist vera dugleg að berjast við sjúkdóminn. Ég kveikti samt á kerti fyrir litllu dömuna
Guð vaki yfir ykkur kæra fjölsk kv unns
Unnur R. H., 23.5.2007 kl. 10:19
Elsku Áslaug
Við höldum áfram að biðja fyrir áframhaldandi kraftaverki enda hetjan gangandi kraftaverk.
Kveikjum á kerti og sendum góða strauma.
Baráttukveðjur Guðrun og co.
Guðrún Bergmann (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 11:03
Úff, ég sem var svo ánægð í gær að heyra að allt var í jafnvægi þá. Vona að þetta sé eitthvert tímabundið slen, en auðvitað óttast maður alltaf það versta, þó maður voni það besta. Hvet ykkur til að biðja um rannsóknir strax ef ykkur finnst ástæða til. Tíminn skiptir öllu máli ef þarf að grípa inn í með einhverja meðferð. Megi svo allar góðar vættir vera með ykkur. kveðja frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 13:14
Að sjálfsögðu koma líka kveðjur héðan að vestan. Og til hammó með ammóið um daginn!
Guð geymi ykkur elsku fjölskylda.
Ylfa Mist Helgadóttir, 23.5.2007 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.