24.5.2007 | 10:07
Ennþá orkulaus :/
Þó ég sé orkulaus, andlaus, leið, þreytt og svo lengi mætti telja dreif ég mig samt í ræktina í gær sem ég var sko ekki að meika en ég veit líka alltaf hvað ég hef gott af þessu og líður alltaf aðeins betur eftir hvern tíma. Verst hvað grindin mín er ekki að gera góða hluti og maður áttar sig eiginlega ekki alveg á því hvað ég má gera og ekki gera finn það bara eftir á. Dóóhh!!
Við fórum með Þuríði mína til doktor Ólafs og Sigrúnar hjúkku sem er teimið hennar Þuríðar minnar og það gekk ágætlega en þau vilja fá hana aftur eftir tvær vikur hefði eiginlega átt að vera ein vika en þar sem fólk þarf að fara í sumarfrí þá verður það ekki fyrr en eftir tvær og er alveg sátt við það. Því núna vilja þau fylgjast betur með henni ef henni er að hraka, því ég veit að ef henni heldur áfram að "hraka" (vitum ekki alveg hvað er í gangi9 en þá fer hún að sjálfsögðu í myndatökur í júní það er ekkert beðið með það. Óþarfi að senda hana strax því vonandi eru þetta bara "þessir" dagar einsog koma hjá okkur hinum, erum ekki alltaf jafn hress og kát alla daga og suma mjög þreytt þannig ég krossa bara fingur og vona að svoleiðis er í gangi með Þuríði mína þó ég sé mjög hrædd við hitt.
T.d. gærdagurinn hjá henni var ekkert ofsalega góður, jú stóð sig einsog hetja í leikskólanum og lagði sig ekkert þar en eftir að ég náði í hana var hún eiginlega ekki með sjálfri sér. Tók sér þrjár kríur áður en hún lagði sig alveg en oftast hefur dugað henni að fá sér eina kríu ef hún nær ekki að sofna á leikskólanum og svo hefur hún verið hress eftir það en það dugði henni því verr og miður ekki í gær. Eftir að hún sofnaði alveg var ekki möguleiki að vekja hana en stundum þegar hún sofnar er einsog hún sé algjörlega meðvitundarlaus og ekkert annað hægt að gera í stöðunni en að leyfa henni að sofa. Með réttu hefði hún átt að sofna ganga tólf í gærkveldi miðavið svefn hennar um daginn en neinei hún var sofnuð fyrir níu og var ekki einsog hún sjálf eftir kvöldmat. Einsog hún væri gangandi í svefni, ofsalega skrýtið að sjá hana í gærkveldi.
Ég myndi ljúga að ykkur ef ég myndi segja við ykkur að ég væri ekki hrædd þessa dagana, ég er ógeðslega hrædd og er ótrúlega viðkvæm. Það er ótrúlega sár hugsun ef henni er að hraka því henni hefur liðið svo vel og hefur staðið sig svo , ég er að reyna hugsa jákvætt og reyni að trúa því að þetta er eitthvað tímabundið. Vona það svo heitt og innilega.
Ég fékk annars þá spurningu á mánudaginn "hvað geriru Áslaug svona til að létta þér lífið og til að halda höfði, hvernig höndlaru þetta?" Hmmm stórt er spurt og ofsalega fátt um svör, það er náttúrlega ekkert annað í boði að en að höndla þessa hluti. Ég get ekkert grafið mig ofan í einhverja holu og vonast til að þetta hafi lagast þegar ég kem upp aftur svo einfalt er þetta ekki, þetta er víst eitthvað það erfiðasta verkefni sem ég hef verið að kljást við. Lífið mitt hefur alltaf verið svo gott hingað til, ekki það sé eitthvað slæmt bara svakalega erfitt að horfa uppá barnið sitt þjást og vita kanski að það eigi ekki framtíðina fyrir sér.
Mér finnst það ofsalega sárt og þá finnst mér heldur ekki geta verið að gera einhverja skemtilega hluti "bara" fyrir mig eða mig og Skara, mér finnst ég þá vera svíkja og vera vond. Ég veit að það er ekki rétt en það er bara svona, ég veit að ég þarf að gera eitthvað meira fyrir sjálfan mig en að fara í ræktina ekki einu sinni þrisvar í viku lengur. En þegar þessi spurning var lögð fyrir mér þá sá ég að væri bara EKKERT að gera en að hugsa um börnin mín sem mér finnst reyndar mikilvægast og svo förum við Skari til útlanda þegar okkur er boðið þangað. Þetta er skömm og synd því ég veit að við eigum góða að sem eru tilbúnir að hjálpa hvenær sem er en samt finnst mér þetta erfitt.
Annars var ég að finna gjafabréf í dekur uppí skáp sem ég var búin að gleyma sem ég ætla að skella mér í á næstu dögum áður en það verður útrunnið eheh. ...og Skari ef þú ert í vandræðum að gefa mér afmælisgjöf ehe þá langar mig í helgarferð í bústað BARA með þér , yrði nú ekki leiðinlegt!!
Í lokin langar mig að senda afmæliskveðju til bestu systir í heimi, well ég nú bara eina systir eheh þannig annað er ekki hægt ehe. Neinei hún er frábær þessi elska, alltaf tilbúin að hjálpa þegar þörf er á. Hmm Oddný það þyrfti nú að skúra yfir gólfið hérna? thíhí!! Allavega elsku Oddný systir hjartanlega til hamingju með daginn, geggjað að Sammi þinn hafi gefið þér hjól í afmælisgjöf hver veit nema einhver gefi mér líka hjól í afmælisgjöf svo við getum hjólað saman.
Knús og kossar til ykkar allra
Slauga sem er að reyna hlakka til 2.júní þegar mín heldur uppá þrítugsafmælið enda búin að fá fínan skemmtikraft í afmælið og á von á góðu fólki.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú verður að halda orkunni við með einhverjum ráðum, því nú reynir á. Nýttu þér alla þá aðstoð sem þú getur fengið. ÞÚ BARA VERÐUR. Þetta verkefni er svo stórt og erfitt. Við skulum samt treysta því að Þuríður þín sé í lægð, en hún rísi upp aftur sem allra fyrst frísk og fín.
Með kærri baráttu og batakveðju til ykkar allra. frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 11:07
Elsku kerlingin, ég hef aldrei skrifað en alltaf lesið, ég veit svo innilega hvað þú ert að ganga í gegnum því ég hef verið í sömu sporum og þú reyndar ÞIÐ. Það má nefnilega ekki gleyma því að það eru svo margir í kringum eitt líitið barn, sem er svona mikið veikt, sem eiga líka alveg rosalega erftt. Þegar að þessar lægðir koma þá er það bara vonin sem að heldur manni á floti, þannig að passið ykkur á að missa hana aldrei, ok? er það díll ? Gangi ykkur sem allra best í dag og takið bara einn dag fyrir í einu, kær kv. Dísa í Kef.
Dísa (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 11:22
Kæra fjölskylda. Við fylgjum mikið með ykkur. Við vonum og trúum því að þetta séu bara einhverjir þreyttir dagar sem flesti eiga hjá Þuríði og að hún fyllist orku með hækkandi sól.
Bestu kveðjur og til hamingju með öll afmælin
Elfa og fjölskylda (SKB) (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 11:31
Elsku Áslaug og Skari
Hugum til ykkar og vonum að þetta verði stutt lægð, ég trúi því allavega svo heitt og innilega.
Vertu dugleg að gera eitthvað fyrir þig :-)
Knús og kossar frá Akureyri, Sonja Sif og Co.
Sonja Sif (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 11:38
Kæra Áslaug og fjölskylda litlu hetjunnar, langar bara að óska ykkur alls hins besta og vona að þetta séu bara dagar í lægð hjá litlu prinsessunni. Hún og þið verðið í heitum bænum í kvöld klukkan 10 hjá fjöldanum öllum af fólki sem hugsar til ykkar. Guð gefi ykkur góða daga í framtíðinni.
Bára (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 12:22
hæ dúllan mín :)
vonandi er þetta eitthvað tímabundið eins og þú segir og reynum við að öllum krafti að hugsa bara um það en ekki hinn kostinn....
endilega drífðu þig sem allra fyrst í dekrið sem þú átt :)
knús og koss Þórunn Eva
Þórunn Eva , 24.5.2007 kl. 13:02
knús og jákvæðir straumar!
katrín atladóttir, 24.5.2007 kl. 14:22
Sæl Ágæta fjölskylda.
Þessi veraldlegu vandamál verða svo lítilfjörleg þegar bloggið ykkar er lesið. Bið Guð að senda ykkur frið og ró - heilsu og bata fyrir litlu stúlkuna ykkar. Börnin manns eru svo ómetanlega dýrmæt og hvert líf er svo dýrmætt. Cuð blessi ykkur öll. F
F (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 16:36
Takk fyrir afmæliskveðjuna Sjáumst á sunnudaginn híhí
Oddný (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 19:59
Elsku yndislega fjölskylda.
Þið eruð í bænum okkar á hverjum degi með von um styrk og kraftaverk fyrir hana elsku bestu Þuríði Örnu sem er engri lík. Endalaust knús og kossar. Megi guð og allir englar heimsins vaka yfir ykkur. Kv. Kristín Amelía.
Kristín Amelía (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.