Leita í fréttum mbl.is

Tímaritið Ísafold

Ef þið hafið áhuga þá er viðtal við mig í nýjasta tölublaði hjá Ísafold nokkrar myndir líka ehe!!

Þuríður mín fer í myndatökurnar á mánudag en ekki þriðjudag en ég held samt að við fáum engar niðurstöður fyrr en á miðvikudag þannig það breytir ekki miklu þannig séð, læknirinn okkar nefnilega vinnur ekki uppá Barnaspítala á þriðjudögum en maður veit aldrei nema einhver annar tekur að sér að útskýra niðurstöður fyrir okkur?  Það eru nú nokkrir læknar í teaminu fyrir Þuríði mína þannig það gæti verið?  Ég er ótrúlega kvíðin fyrir niðurstöðum að sjálfsögðu, vonast ég eftir enn meiri minnkun en er hrædd við að það sé ekki.  Vona að þessi þreyta sem er að segja til sín sé "bara" útaf krömpum sem við sjáum ekki sem gæti verið en að sjálfsögðu væri best ef þetta væru bara þessir dagar.  Úfffhh ótrúlega erfitt að bíða eftir þessu og maginn verður alveg á hvolfi þanga til en þá er líka gott að vera með nóg fyrir stafni svo maður reynir að "gleyma" sér.

Ég er að fara niðrí Glitni í dag á smá "athöfn" tralllalala!!  Fyrir nokkrum vikum ákvað ég að sækja um námsstyrk hjá þeim vegna námsins sem ég ætla að fara í haust sem verður reyndar í fjarnámi en allavega ég er að fara í nám, vííí!!  Námið er frekar dýrt allavega fyrir "atvinnulausa" manneskju eða það kostar 70.000kr og svo bækur bara frammað áramótum og mín ákvað að sækja um þennan styrk þegar ég sá hann auglýstan meira svona í ganni því ég bjóst aldrei við að fá hann en viti menn Glitnir ætlar að styrkja mig í námið eina önn, trallalala!!  Ótrúlega stollt af bankanum "mínum", ekki leiðinlegt!  Þannig mín er að fara þangað í dag og taka á móti þessum frábæra styrk þá verður ekki aftur snúið að sleppa því að fara í námið eheh!!  Get ekkert sagt núna að ég hef ekki efni á þessu eða þess háttar því bankinn borgar.

Í lokin langar mig að óska ykkur góðra helgar, mín er að fara halda uppá afmælið sitt á morgun (þrítugs) ef það var farið frammhjá ykkur eheh!!  Hlakka mikið til að vera innan um mitt fólk þannig það er best að fara gera eitthvað af viti, kanski þrífa?
Knús til ykkar allra og munið að knúsa hvort annað, endilega kaupa ÍsafoldWink.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallegasta stelpa sem ég hef séð

hæ elskurnar mínar ég kíki oft á ykkur á þessa síðu en hef aldrey kvittað. Ég vona að öllu mínu hjarta að niðurstöðurnar komi vel út, ég vona innilega að prinsessunni batni enda fallegasta barn sem ég hef séð ég má nú samt ekki gleyma syni mínum  mér langar ofboðslega mikið að skoða barnaland síðuna hennar ef ég mögulega má og ef þú vildir vera svo væn að senda mér lykilorðið á prakkarastelpan@hotmail.com =Ö) ástarkveðja og knús Lára

Lára (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 09:21

2 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Innilega til hamingju með þenna styrk frá Glitni. Það er flott hvað hann kemur sér vel. Þið þekkið mig ekki neitt en ég kem ofan af skaga og hef fylgst með ykkur bæði í gegnum bloggið og síðan með fréttum ofan af skaga. Þuríður og þið eruð í mínum bænum. Vegni ykkur sem allra best.

Matthias Freyr Matthiasson, 1.6.2007 kl. 09:30

3 identicon

Gott hjá þér að sækja um styrk og til hamingju með styrkinn.

kv Unnur.

unnur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 09:44

4 identicon

Til lukku með styrkinn og afmælið !!!!!!

Hrundski (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 10:39

5 Smámynd: Þórunn Eva

jiiii gaman að fá svona styrk :) til hamingju

kaupi ko pott þétt ísafold.... :)

hafði það gott i dag og of course á morgun :) heheh :)

við reynum að koma næst þegar að þið eruð ekki að hlaupa út hhehe :)

knús og koss fyrir górði helgi

Þórunn Eva , 1.6.2007 kl. 11:51

6 Smámynd: katrín atladóttir

vuuuuhúúú til hamingju með styrkinn!!! rosalega ertu mikill snillingur

hlakka annars ýkt til að koma í afmælið þitt á morgun.. er sko búin að vera með jógvan lagið á heilanum í 2 daga og er geðveikt að vona að hann verði leynigestur (hann eða justin timberlake..)

katrín atladóttir, 1.6.2007 kl. 13:41

7 Smámynd: katrín atladóttir

ps ég var að kaupa ísafold! á samt eftir að lesa viðtalið en myndirnar eru ógó fínar!!!

katrín atladóttir, 1.6.2007 kl. 15:31

8 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Til hamingju með styrkinn!! Þetta er bara snilld!

Ég fæ Ísafold örugglega ekki fyrr en eftir helgi, því að ég er í svo miklu krummaskuði! Góða skemmtun um helgina!

Ylfa Mist Helgadóttir, 1.6.2007 kl. 16:12

9 identicon

Til hamingju með afmælið, góða helgi og góðar fréttir í næstu viku af Þuríði Örnu. Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 16:32

10 identicon

Hæ hæ.  Til hamingju með veisluhöldin, þó afmælið sé í júlí

Frábært að þú skulir fá skólastyrk.... til lukku.  Vona svo að niðurstöðurnar fyrir Þuríði Örnu verði góðar. Krosslegg fingurna. Góða helgi og góða skemmtun.  Stella 

Stella A. (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 18:14

11 identicon

Til hamingju með styrkinn og námið.Megi góðar fréttir af Þuríði verða í næstu viku sem og alltaf.Eigið yndislega helgi elskurnar,skemmtið  öðrum  sem og ykkur.Er pallurinn ekki alveg skotheldur??Kv

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 20:19

12 Smámynd: Matti sax

Það er erfitt að nálgast Ísafold í Kópavogi. Spurning hvort það sé komið á svarta markaðinn. ???Ég skrepp kannski bara til Reykjavíkur og splæsi í eintak Til hamingju með styrkinn.

Matti sax, 1.6.2007 kl. 20:20

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Innilega til hamingju með styrkinn. Þú átt hann alveg örugglega skilið. Vona að allt gangi vel með dúlluna þína ... bara þær allar Ætla að kíkja í Ísafold á eftir, er með blaðið í poka hérna heima. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.6.2007 kl. 21:33

14 identicon

Jibbí.. ég hafði rétt fyrir mér  - eða a.m.k. að hluta til  Mér finnst bara alveg frábært að þú skulir vera á leið í skólann því það verður svo gott fyrir þig að fá að gera eitthvað fyrir þig sjálfa  og ánægðari mamma gerir líka börnin ánægðari  

Hjartanlega til hamingju með styrkinn. Ég bíð spennt eftir að komast í að lesa viðtalið við þig í Ísafold. Svo óska ég ykkur alls hins besta fyrir myndatökuna eftir helgi og bið fyrir góðum niðurstöðum

Ólöf (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 21:53

15 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Ohh Katrín mín þú átt eftir að vera fyrir svoooo miklum vonbrigðum

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 1.6.2007 kl. 22:31

16 identicon

Hæ Áslaug.. Herru takk fyrir að kíkja í netheimsókn til mín :) En þetta með þessa myndatöku sem þú spurðir um... á reyndar eftir að tala betur við lækninn minn.. hann hringdi bara í mig og á ég eftir að fara í viðtal ..En hann fékk einhvern annan læknir í lið með sér og eru að fara að prófa eitthvað sem ekki hefur verð prófað hér áður.. þeir setja mig í segulómun og verð ég tengdur í hitt og þetta,látinn tala, hlusta og eitthvað meira.. Get bara ekkert útskýrt þetta því ég veitt ekkert almennilega um þetta en. þeir eru bara að reyna að sjá hvað þeir geta tekið mikið, og vonandi sjá þeir það:) svo verð ég opnaður í ágúst... En gangi ykkur rosa vel og tölum saman.. bless bless

KIDDI (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 22:54

17 identicon

Sæl Áslaug

Ég keypti Ísafold og er búin að lesa viðtalið við þig. Mér finnst alveg með ólíkindum hvaða skilaboð er búið að send út í þjóðfélagið.  Eiga þeir sem eru að kljást við veikindi að vera svo fátækir að þeir geti hreinlega ekki leyft sér neitt.  Nú er þetta með fátæktargildrurnar farið að ganga of lengt. Að fólk meigi ekki eiga sér neitt líf með veikt barn. Þetta er hneyksli og á ekki að vera til. Mér finnst einmitt að fólk í ykkar stöðu þurfi að hafa svigrúm til að gera sér dagamun annað slagið. Þið hjónin eruð að ganga mjög erfiða braut í lífinu sem enginn gengur ótilneiddur. Þið eruð samhent og leggið ykkur fram um að gera það besta úr aðstæðum hverju sinni. Látið ekki neikvæðar raddir stjórna ykkur. Það er ekki þess virði að hlusta á slíkt. Njótið þeirra stunda sem gefst og látið ykkur líða sem allra best. Guð veri með ykkur öllum og sendi jákvæða strauma heilunar í Þuríði Örnu. Hún lengi lifi.

Fríða

fríða (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 01:46

18 identicon

Las viðtalið. Þér er nú alveg óhætt að kaupa þér bol. Til hamingju með afmælið,góða skemmtun í partýinu og vonandi koma góðar niðurstöður úr rannsóknum barnsins.

Anna (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 02:37

19 identicon

Hæ, hæ!

Hamingjuóskir með námsstyrkinn Áslaug! Ég hljóp beint út í búð og keypti Ísafold, viðtalið var æðislegt enda ekki við öðru að búast :-) Þið eruð svo heilsteypt og dugleg.

Hugurinn er hjá ykkur og við vonum að myndatökurnar á mánudaginn komi vel út.

Bestu kveðjur,

Svava (frá Boston).

Svava Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 08:34

20 identicon

Kæra Áslaug.

Hjartanlega til hamingju með daginn og megi dagurinn og kvöldið vera þér ógleymanlegt. Nú bara biðjum við og vonum svo innilega að Þuríður fái góða skoðun. Til hamingju með styrkinn og nú er bara að njóta sín í skólanum og vera dugleg að læra. Hugur minn er hjá ykkur. Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 09:18

21 identicon

Hæhæ

Skemmtið ykkur vel í kvöld og til hamingju með styrkinn. Vona að allt komi vel út í næstu viku.

Kveðja

Anna hans Ívars

Anna L (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 12:53

22 identicon

Til hamningju með daginn og góða skemmtun.

Unnur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 15:43

23 identicon

Góða skemmtun í kvöld elsku Áslaug og til hamingju með styrkinn bk til ykkar allra!

Sólveig & fjölsk.

Sólveig Ásta, Kalli & dætur (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 17:20

24 identicon

Sæl Áslaug,

Til hamingju með daginn. 

Ég var að lesa viðtalið og er það einlægt og fallegt eins og bloggin þín.  Þú og þín fjölskylda eruð að gera frábæra hluti til að gera ykkur kleift að komast í gegnum þetta allt saman og fyrir það dáist ég að ykkur. 

Tek undir með Fríðu, látið ekki neikvæðar raddir draga úr ykkur, svoleiðis fólk verður alltaf til og best að láta það sem vind um eyru þjóta.  Ef einhver á skilið að gera sér dagamun þá eru það þið og mikið er ég sammála að það eru einmitt minningarnar sem eru svo dýrmætar og það sem lífið snýst um þegar öllu er á botninn hvolft.

Vona að þú eigir frábæran dag og kvöldstund með þinni fjölskyldu og vinum.

Mbk,

Margrét

Margrét (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 17:40

25 identicon

Loksins kem ég því í verk að kvitta hér ..er búin að lesa síðuna lengi og fylgjast með ykkur dugnaðarforkunum..

En núna var ég að enda við að lesa greinina í Ísafold og mér finnst hún meiri háttar góð, og gaman að lesa hana ..ef það er hægt að segja svo ..en þið vitið vel hvað ég meina ..

Guð veri með ykkur í framtíðinni.

Kveðjur Raqkel

Rakel (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 17:48

26 identicon

Elsku Áslaug.

Var að enda við að lesa viðtalið við þig sem er bara frábært. Maður fékk meiri innsýn í hvað þið eruð að kljást við alla daga. Það var aðeins eitt sem sló mig, það var þetta með bolinn. Þegar fólk er að kljást við svona mikla erfiðleika eins og þið. Þá verður maður að leyfa sér eitthvað. Ég er alveg sannfærð um að þeir sem styrkja þig gera það af öllu hjarta eða maður skyldi ætla það. Ekki hafa samviskubit eða vera neitt að spá í hvaðan koma peningarnir. Þeir sem vilja styrkja þig gera það með gleði. Hlustaðu ekki á einhverjar leiðinlegar neikvæðar raddir. Vertu umfram allt góð við sjálfa þig og keyptu þér fallega flík. Þú ert svo heilsteypt og heiðarleg, frábær karakter og það er virkilega gaman að lesa pistlana þína. Óska þess svo innilega að Þuríður nái sér. Hugur minn er hjá ykkur og gangi ykkur ofsalega vel á mánudaginn. Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 18:47

27 Smámynd: Þórunn Eva

hæ babe :)

hafðu það óendanlega gott í kvöld þú átt það svooooo skilið :)

knús knús <3

Þórunn Eva , 2.6.2007 kl. 19:00

28 identicon

Sæl Áslaug!

Ég á barn á Hofi og hef fylgst lengi með ykkur á netinu. Þú ert dugleg og einstök manneskja sem hefur skynsemina greinilega að leiðarljósi. Ég fjárfesti í Ísafold í gær og las viðtalið við ykkur, komst reyndar að því að blaðið er ekki auðvelt að nálgast, en það er annað mál. Ég vona að guð gefi ykkur bjarta framtíð og óska ykkur alls hins besta.

kv. Erla.

Erla (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 10:48

29 identicon

Kæra Áslaug!

Til hamingju með stór afmælið. Vonandi hefur dagurinn verið æðislegur hjá þér. Einnig vil ég óska þér til hamingju með styrkin. Þú ert vel að honum komin. Þessi banki er sko besti bankinn í bænum. Ég er búin að kaupa Ísafold blaðið og lesa greinina. Sem mér fannst æðislega góð. Gangi þér allt í hagin og Guð veri með ykkur öllum.

Ein ókunnug sem les alltaf bloggið þitt.

Linda Birna (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband