4.6.2007 | 15:38
Góðar og "slæmar" fréttir
Þá erum við búin að heyra í lækninum okkar, alltaf erum við í þessari óvissu endalaus óvissa en ég held samt að það sé betra heldur en við heyrum alltaf eitthvað slæmt, æjhi ég veit það samt ekki? Allavega æxlið hjá Þuríði minni hefur frekar minnkað ef eitthvað er sem eru mjög góðar fréttir svo kemur alltaf ENN..... Það er einhverskonar blaðra inní æxlinu sem hafði stækkað í síðustu myndatökum og hún hefur haldið áfram að stækka og að sjálfsögðu vill maður ekki að neitt sé að stækka þarna inni. Þannig það eru ekki góðar fréttir en læknirinn okkar veit eiginlega ekki hvað hann á að halda með hana þannig næst á dagsskrá er að ath með smá ef það má kalla smá aðgerð hjá Þuríði minni og taka sýni úr þessari blöðru og það góða við aðgerðina að hún yrði gerð hérna heima sem betur fer. (en þetta eru mjög erfiðar aðgerðir, svo mikið sem þarf að fara í "gegnum") Þeir eru komnir með aðeins betri græjur hérna heima heldur en þeir voru með fyrir rúmu ári síðan þegar við fórum með Þuríði til Boston. Þannig okkar næstu fundur með læknunum er á fimtudaginn og þá fáum við væntanlega að vita meira og þá verða líka allir krabbameinslæknarnir búnir að tala saman.
Þannig biðin heldur áfram og ég held áfram að vera stressuð fyrir fimtudeginum og með mikla magapínu, þetta er ótrúlega erfitt allt saman. Aaaarghh!! Við fjölskyldan höfum ákveðið bara að fara úr þessu stressi hér í bænum og ætlum að fara í sveitina og hafa það kósý saman.
Heyrumst síðasta lagi aftur á fimtudaginn þegar við erum búin að fundast.
psssssssss.ssss æjhi ég nennti ekki að breyta textanum sem ég var búin að skrifa en málið er að æxlið hefur ekkert minnkað, það er svo erfitt að útskýra allt þetta læknamál sem ég er ekki alveg að orka í. Skuggamyndunin í æxlinu hefur minnkað þar að segja á myndum, æjhi ég nenni ekki að útskrýa en það er allavega gott en blaðran sem er þar inní hefur stækkað og þess vegna getur verið að Þuríður mín hefur verið svona þreytt þú stækkun getur verið farin að þrýsta á sem er ekki gott. Æjhi mér finnst ég alltaf hafa meiri og meiri vonda tilfinningu gagnkvart þessu öllu saman þegar ég hugsa meira um þetta þess vegna held ég líka að það sé gott fyrir okkur að fara í sveitina og anda að okkur einhverju öðru lofti og leika okkur í pottinum og fleira.
Knús og kossar
Slauga dapra
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er í raun ekkert hægt að segja nema knús og njótið þið þess að vera saman. þið eruð ótrúlega sterk og ég hugsa til ykkar oft á dag þegar ég er að fást við mína erfiðleika"""""""
kossar og knús... ókunnug Birna en finnst ég samt þekka ykkur.
Birna Hrönn (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 16:45
Hafið það gott í sveitinni, njótið þess í tætlur að vera öll saman og safnið upp orku. kv Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann Franzdóttirg (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 16:52
hæ sæta
já það er tilvalið að þið drífið ykkur bara eitthvað og hafið það alveg svakalega gott
ég hef sko trú á henni og að þetta blessist allt.....
elsku Áslaug þú ert algjör hetja kiss og knús
Þórunn Eva , 4.6.2007 kl. 16:58
Njótið þess að vera í sveitinni Áslaug mín.
knús knús
kv Unnur
unnur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 17:35
Var að lesa viðtalið við þig í Ísafold áðan, mjög fínt viðtal. Vona að sveitaferðin verði góð og að þið náið að hlaða batteríin, duglegu hetjur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.6.2007 kl. 18:56
Sæl Áslaug mín.
Vona svo innilega að það verði hætt að gera eitthvað jákvætt fyrir Þuríði Örnu. Þið eruð algjörar hetjur og hafið það sem best í sveitinni. Njótið þess að vera í faðmi hvers annars og dúllast með litlu fallegu englana ykkar. Bestu kveðjur til ykkar allra frá Siggu Ásgeirsd.
Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 19:29
Kæra fjölskylda!
Fallegar myndir af ykkur í Ísafold! Þuríður er svo dreymin á þeim og svipurinn á henni segir svo margt. Verum nú dugleg að kveikja á kerti fyrir fjölskylduna þið allir sem komið hér inn og munum eftir bæninni því hún hjálpar mikið!
Þið eruð svakalega dugleg munið það og takk fyrir að deila þessu öllu með okkur hinum, þið haldið áfram að kenna okkur svo ótal margt!
góðar kveðjur 4 barna mamma
4 barna móðir (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 21:03
ÚFF ekki eru þetta nógu góðar fréttir, en þó ekki þær verstu.
Sendi ykkur allt það besta sem hægt er að senda í hlýjum góðum hugsunum og er einlægur aðdándi þinn og ykkar í þessari erfiðu raun.
Með kærri baráttukveðju frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 21:44
Elsku Áslaug !
Hugsa til ykkar og sendi hlýja strauma........ Þuríður Arna er sannkölluð hetja, bið fyrir góðum fréttum á fimmtudaginn. Hafið það gott fallega fjöldskylda :)
Kveðja úr Mosfellsbænum
Berglind (ókunnug) (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 21:50
Kæra fjölskylda. Var að lesa viðtalið við þig Áslaug í Ísafold, mjög gott viðtal og ég dáist af því hvað þið eruð dugleg, takk fyrir að deila þessu með okkur hinum, þið kennið mér svo margt. Gangi ykkur vel. Kær kveðja Birna, ókunnug.
Birna (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 23:51
Sæl Slauga
Já það er stundum erfitt að höndla allr sem sagt er við mann í svona málum og ekki síst þegar mikil álag er í gangi. Gott hjá ykkur að drífa ykkur í sveitina og slaka á. Það er líka mjög mikilvægt fyrir þuríði að komast í ró og frið, en þó í víðaáttu og frelsi. Mikið er gott hvað þið standið vel saman og haldið hvert utanum annað. Guð veri með ykkur og gefi ykkur góðar fréttir á fimmtudaginn.
Verða foreldrar einhvern tíman öruggir um barnið sitt sem er alvarlega veikt, hversu góðar fréttir sem þeir fá?
Kveðja Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 00:10
Þú stendur þig afar vel en orðin úrvinda sem sést á þínum færslum. Litla skottan er það sem skiptir mestu máli en auðvitað þið öll líka. Veikindi hennar hafa tekið sinn toll af ykkur en ekki síst henni. Lífið á ekki að snúast um að skapa minningar helfur njóta hverrar stundar.
Vona að ég sé ekki særandi en get ekki stillt mig um þessar vinsamlegu ábendingar
GBG (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 01:27
Elsku Áslaug
Endilega drífið ykkur í sveitina og hlaðið batteríin - gott að fá ferskt loft í sveitinni :) Við biðjum fyrir góðum fréttum á fimmtudaginn!
Flott viðtalið við þig í Ísafold - las það í gær ;)
...svo kem ég við tækifæri með smá ammælispakkling fyrir þig "gamla" mín - hehe - GLATAÐ að hafa misst að veislu ársins!!
KNÚÚÚÚS og hafið það gott !!
Elsa Nielsen, 5.6.2007 kl. 09:41
Njótið ykkar í sveittini og hafið það gott þar.
Þuríður er svo mikil hetja og þið lika.
Hulda Klara (ókunn) (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 10:23
Veit ekkert hvað ég á að segja við þig núna elsku Slauga. Svo ég segi bara: kossar, knús og stóóórt faðmlag. Þuríður litla verður áfram í bænum mínum.
Ylfa Mist Helgadóttir, 5.6.2007 kl. 11:03
Við sem fáum þann heiður að fylgjast með sögu ykkar, styðjum við bakið á ykkur, ég persónulega mun halda áfram að biðja fyrir dóttur þinni og ykkur. Kv. Linda.
Linda, 5.6.2007 kl. 12:04
Sæl Álaug
Sá þessa fínu mynd af þér í mogganum í hópi annarra styrkþega hjá Glitni. Innilega til hamingju með styrkinn. Það er alveg frábært að þú skulir fá þennan styrk. Það hjálpar þér fjárhegslega að fara í þetta nám, en ekki síður er þetta leið til að hafa verkefni sem tekur hugann frá glímunni við veikindi Þuríðar Örnu. Njótið ykkar vel í sveitinni og fáið svo góðar fréttir af hetjunni. Kveðja Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 13:35
Það er erfitt að rita eitthvað hér inn.
Það eru svo heitar tilfinningar, svo miklar vonir, svo miklar væntingar, svo mikil og yfirþirmandi örvænting, allt er þetta tengt þeim sem maður elskar,--börnin hvað mest og sætsárast.
HInn Hæsti Höfuðsmiður Himins og Jarðar veri með ykkur í baráttunni og verði Hans vilji.
Baráttan er erfið og tekur mjög á ykkur öll. Bæði vonin, vonbrigðin og væntingarnar. AUðvitað er allt sem maður hugsar lítilmótlegt við mæliker upplifunarinnar, sem þið þurfið nú að ganga í gegnum.
Þakkir fyrir að fá að lesa færslurnar þínar. Kveðjur til þín og þinna.
Megi þrek og þor fara í endurnýjun lífdaga í blessaðri sveitinni.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 5.6.2007 kl. 13:52
Guð gefi þér styrk og haldi utan um ykkur. Ekki gleyma að biðja um hjálp ef þú þarft á henni að halda. Við erum mörg sem getum aðstoðað þig. Ekki draga það að biðja um aðstoð Áslaug mín.
betu kveðjur,
Jónína Ben
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 17:22
Það er rétt hjá ykkur að fara í sveitina og reyna að slaka á. Ekki veitir af að hlaða batteríin. Eigiði góðar stundir í sveitinni og guð veri með ykkur í þessari baráttu. Það eru margir sem hafa ykkur í bænunum sínum.
Sigga (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 18:32
Kossar og knús til ykkar allra!
Frétti að afmælið hefði verið frábært, fúlt að missa af því!!
Hafið það gott í sveitinni.
Kv. Oddný
Oddný (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.