Leita í fréttum mbl.is

Stutt í dag

Ég er orðin algjörlega orkulaus, damn! Kanski vegna þess ég hef ekkert getað borðað síðan á miðvikudag þegar mín fór í kirtlatökuna og kanski líka því ég sef ekki mikið.  Ég sit hérna við tölvuna og get varla pikkað á tölvuna vegna orkuleysis, ég finn líka hvað ég er fljót að þreytast yfir daginn.  Ótrúlega skrýtið að finna fyrir þessari orkuleysi það er svona þegar maður nærist varla og sefur enn minna, hálsinn hefur verið betri en ég kvarta ekki.  Krakkarnir ö-a ánægðir að mamma getur ekkert gargað núna eheh, ekkert skammast í þeim.

Svo finnst mér við svo ofsalega sniðug en það er fullt af liði að koma til okkar í kvöld til að grilla og mín getur ekki smakkað kjötbita, dóóhh!!  Þannig Skari minn ætlar að reyna gera einhverja djúsí súpu handa mér og vonandi get ég borðað kanski nokkrar skeiðar af henni en það er alveg sama hvað ég reyni að setja inní þennan munn þá er ekkert að virka, allt skerst svo hrikalega í hálsinn.  Aaargghh!!  Núna langar mig virkilega í grillað kjöt bara því ég get ekki borðað það.

Þuríður mín er ágætlega hress í dag, reyndar kanski því hún lagði sig í tvo tíma áðan og hafði þá góða orku í að fara út að leika sem henni fannst ekki leiðinlegt.  Annars gisti hún hjá Oddnýju sys í nótt og var í smá "partýi" þar fyrir hana og Evu sætu mús en hin fór til ömmu og afa á Dragó og fékk þar líka smá "partý".  Afhverju finnst krökkum skemmtilegast að gista einhversstaðar annarsstaðar en heima hjá sér?

Well ætli ég verði ekki að fara undirbúa fyrir grillið í kvöld....... knús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ dúllu fjölsk. góða skemmtun í kvöld, Áslaug reyndu bara að drekkja kjötinu í góðri sósu þá er auðveldara að kyngja, en ég veit að það er ekki auðvelt. Góða helgi kæra fjölskilda.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.6.2007 kl. 17:06

2 identicon

 Já það er sko Aaarrggghh ef þú getur ekki borðað ketið.En Skari gerir góða súpu vonandi.Góða skemmtun samt.Kv

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 17:21

3 identicon

Góða skemmtun í matarboðinu og passaður vel hálsinn, fylgjast vel með hvort þú færð hita. Guð blessi ykkur öll

hm (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 18:23

4 identicon

Ég hef ekki kíkt hér inn nema einu sinni áður og þá sat ég í klukkutíma og las um veikindi dóttur ykkar og ég verð að segja að mér finnst þið öll fjölskyldan algjörar hetjur!!!!! Vonandi eigið þið gott kvöld þrátt fyrir að þú Áslaug getir ekki borðað en svona til að halda orku væri þá ekki sniðugt að drekka orkudrykki eins og EAS eða Poweraid (þú ert kanski að því nú þegar) En allavega takk fyrir þessa yndislegu síðu. Ég fæ styrk þegar ég les bloggið ykkar svo að munið það að þið gerið gott með henni :) Gangi ykkur sem allra allra best. Og takk fyrir að leifa mér að fylgjast með :))

Guðrún (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 19:45

5 identicon

Sæl Áslaug

Orka er eitthvað sem þú þarft og þarft mikið af þessa dagana. Þú ferð að geta borðað fljótlega það er ég viss um. Mér líst ekki nógu vel á að þú sofir ekki nóg, en ég lái þér ekki þó erfitt sé að sofa þegar svona stendur á. Gott að Þuríður er hress þó hún hafi lagt sig. Það er dásamlegt hvað þið eruð hugulsöm og góðir foreldrar. En þrátt fyrir það þá er það staðreynd að ömmur og afar hafa alltaf verið og verða alltaf vinsælt fólk, það verða mömmur og pabbar bara að sætta sig við hvað sem tautar og raular. Guð blessi ykkur og sendi ykkur bata fyrir elsku stelpuhnokkann ykkar. Kveðja Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 20:15

6 identicon

Fint að heyra að þið eruð eins og ótrúlega margir i veðurblíðunni að grilla og hafa það huggulegt, ekki gott að þú getur ekkert borðað.

Á Akureyri er búin að vera blíðan i dag og ég fann fyrstu grilllyktina í hverfinu um kl. 5. Bærinn er fullur af ferðafólki.

Vona af alhug að þið njótið helgarinnar og Þuriður þín verði áfram hress.

Með kærri sólarkveðju fra Sólveigu.

Sólveig (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 21:13

7 identicon

Elsku Áslaug mín.

Gott að heyra að Þuríði líður betur, það er fyrir öllu. Hins vegar er ekki nógu gott að þú náir ekki að hvílast yfir nóttina. Ég ætti ábyggilega erfitt með svefn væri ég í þinni stöðu. Fái maður ekki svefninn sinn þá er maður  alveg ómögulegur. Það þekki ég af eigin raun, ég vona svo innilega að þú farir að ná upp svefninum þínum. Þú ert svo dugleg og stendur þig alveg eins og hetja sem og þið öll gerið. Sagði vinkonu minni frá ykkur í gær og leyfði henni að lesa viðtalið við ykkur. Hún var mér alveg sammála að þið væruð stórkostlegar hetjur. Ég dáist svo af ykkur og þið eruð svo fallegar heilsteyptar sálir. Það ríkir svo mikil fegurð yfir ykkur hjónum, það sér maður á skrifunum. Þið eruð svoleiðis að berjast fyrir lífi barnsins ykkar. Ég man bara það þegar búið var að segja mér að það væri eitthvað að blóði sonar míns. Varð ég mjög hrædd og mér leið alveg djöfullega. Niðurstöður blóðrannsóknar lágu ekki fyrir fyrr en eftir tvo mánuði. Þetta þurfti að fara í gegn hjá rannsóknarstofu og var mér sagt að þetta væru flóknar mælingar. Þessi bið var mér ofboðslega erfið. Eina sem ég vissi að eitthvað var að en ekki hvað. Sonur minn er blæðari en sem betur fer er það mjög vægt, hann er alltaf undir meðallagi. Þetta gengur vel. Meðan maður var að læra inn á þetta var þetta erfitt. Þetta var þetta greiningar tímabil sem var mér mjög erfitt.  Ég greindist svo sjálf með æxli inn í mænugöngunum vorið 2005. Það reyndist svo vera góðkynja. Ég er ein af þeim heppnu, að greinast með æxli á þessum stað sem er ekki tengt við neina taug er náttúrulega stærsti lottovinningur sem hægt er að hugsa sér. Þið eruð að berjast alla daga og gerið það svo vel. Ég er svo stollt af ykkur og fleiri mættu taka ykkur til fyrirmyndar. Vona svo innilega að guð gefi að hægt sé að hjálpa Þuríði og hún nái sér. Þið eruð í huga mínum alla daga. Bestu kveðjur til ykkar allra og stórt knús. Eigið indislegt kvöld í kvöld. Kveðja Sigga Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 21:33

8 identicon

Ég er búin að fylgjast með ykkur í svolítinn tíma. Langar að kvitta loksins fyrir mig. Bið fyrir ykkur á hverju kvöldi. Mér finnst þig langduglegust. 

 Kveðja. Lovísa. 

Lovísa. (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 23:18

9 Smámynd: Agný

Æi ég öfunda þig ekki af því að vera bæuin að að láta rífa kirtlana úr þér. Man hvernig mínum 4 strákum leið fyrst á eftir, en að vísu voru þeir mjög sáttir við að mega lifa á ís og frostpinnum, en maður varð að taka súkkulaðið af, ástæðan var sú að færi að blæða að þá myndi maður ekki sjá blóðið. En ef þú átt safapressu þá myndi ég pressa ávexti og grænmeti (lífrænt) þá færðu orku og bætifni.

Ég sendi þér og þinum kærar kveðjur og þú verður líka að hugsa vel um þig kæra Áslaug ekki gleyma sjálfri þér, til þess að þú hafir næga orku í næsta mánuði.  Kær kveðja.

Agný, 17.6.2007 kl. 20:28

10 identicon

Sæl og blessuð,  

                         englanna ykkar,ég er búin að hugsa til ykkar stöðugt allan helgi og serstaklega í dag ,er með kveikt á kerti fyrir ykkar og ég vona svo innilega að það gengur bara vel í dag og auðvitað alltaf.Hvað ég vilði geta gert meira ef hægt væri en svona er nú lífið ,bara hafið það sem allra allra best og ég bið guðs englar að vera með ykkar og styrkja og hvíla ykkur,ég vona að þú ert farin að liða eitthvað betur í hálsinum og að þú nær að hvíla þig núna orðin, þó það er líklega mjög erfitt en það er nauðsynlegt,

Guð geymið ykkar öll baráttu kveðja Dee

Dolores Mary Foley (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband