Leita í fréttum mbl.is

Góðir dagar hjá Þuríði minni

Þuríður mín er búin að vera ótrúlega hress síðustu daga, hefur ekki hrakað meira, sem er æðislegt.  Hún er farin að segja svo mikið af orðum sem hún er ekki vön að segja sem er bara gaman, stundum líður manni þegar maður hlustar á hana að hún er að segja sín fyrstu orð.  Jújú hún er nýorðin fimm ára en hún er ekki einsog fimm ára gamalt barn, þessi "eiturlyf" sem hún er að taka seinkar þroskanum hennar en það er bara svo gaman að sjá hvað henni er að fara fram í tali.  Yndislegast!

Statusinn á mér er betri í dag en í gær, kanski vegna þess ég er ennþá uppdópuð af lyfjum ég veit það ekki? Er ennþá ekkert farin að sofa en gat fengið mér matarkex í mjólk í morgun sem er skref frammá við, vííí!!  Hálsinn er allur að koma til þó ég megi alveg fara sofa, held að þetta sé mest stress í mér vegna Þuríðar þess vegna sef ég ekkert.  Ég er líka endalaust þreytt og orka nánast ekki að gera neitt, ofsalegt rugl!!  Ætla fara prufa eitthvað af þessu sem þið hafið ráðlagt mér með að gera, búin að fá fullt fullt af mailum með góðum ráðum og vonandi verða ekki einhverjir sárir ef ég svara ekki en mailboxið mitt fyllist jafnóðum og ég tæmi það og ég er ekki alveg að orka svara öllum.  Sorrý en mér þykir samt ofsalega vænt um öll þessi mail þó ég svari ekki, knús til ykkar allra.

Ætla að ná í stelpurnar fyrr á leikskólann í dag því það er afmælishátíð uppá Barnaspítala og vinkonur þeirra Skoppa og Skrítla ætla að mæta á svæðið þannig við sleppum því ekki.  Þær eru svakalega spenntar að fara með því skilyrði að þær fengju að fara í pilsum eheh, mín má ekki svíkja það og verður að hafa fataskipti uppá leikskóla.  Ég meina maður fer ekkert í leikskólafötunum í afmæli að sjálfsögðu fer maður í pilsi, þær eru algjörar.

Kanski ég fari í Kringluna og reyni að eyða einu stk gjafabréfi sem ég fékk í afmælisgjöf, það er bara alltaf svona þegar maður getur og má eyða einhverju í föt þá finnur maður aldrei neitt.  Alveg típískt!  Kanski ég ímyndi mér bara þegar ég fer í mollið að ég megi ekki kaupa neitt og eigi ekki nein gjafabréf og þá kanski finn ég eitthvað, mhoho! Ég er svo sniðug ...eða ekki?

Afi gamli Árni Theodórsson á afmæli í dag en hann er áttræður í dag og minn ætlar að halda smá veislu í tilefni dagsins og að sjálfsögðu munum við láta sjá okkur nema börnin ætla að tjilla hjá Lindu sinni á meðan sem þeim finnst ekki leiðinlegt og láta strákana dekra við sig eheh.  Elski afi til hamingju með daginn og sjáumst hress og kát í kvöld.  Stórt knús!

Bið að heilsa ykkur í bili, ég er nefnilega farin að horfa á Skoppu og Skrítlu með litla pung áður en við förum út.
Hasta la vista babes!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elsa Nielsen

Elsku Áslaug

Ofsalega er ég glöð með að Þuríður Arna flotta stelpan þín eigi góða daga.

Góða skemmtun á Skoppu og Skrítlu - og til hamingju með afann þinn!

Þú verður svo að passa þig að detta ekki í sundur skvís - gott að þú ert að braggast.

KNÚS í kotið

Elsa Nielsen, 19.6.2007 kl. 10:06

2 identicon

Sæl Áslaug

Mikið er gott að Þuríði líður vel og sýnir framfarir. Hún er sniðug sú stutta og bara gefur læknaspám lagt nef eða þannig.

Já mjólkurkexið klikkar ekki, ég fékk að dýfa því í sætt mjólkurkaffi hjá afa mínum þegar ég var lítil. Þá þótt það uuummm, en núna jjjaaakkkk vont. Þú ferð að geta sofið það er ég viss um og þá kemur orkan. Mikið skil ég dömurnar að vilja fara í pilsum í veislu, skárra væri það. Sá stutti er auðvitað hrifinn af Skoppu og Skrítlu enda flottar skvísur og þræl skemmtilegar. Guð blessi ykkur öll og sendi Þuríði Örnu góðan og mikinn bata.

Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 10:10

3 Smámynd: Þórunn Eva

hafið gaman JS ættlar í afmælið en ég get ekki farið með honum kannski sjáið þið hann :)

hann er líka svoooo svakalega spenntur :)

koss og knús

Þórunn Eva , 19.6.2007 kl. 10:51

4 identicon

Sæl og blessuð, 

                         mikið er gott að heyra að Þúriði er farin að líða eitthvað skárri ,ég myndi samt vilja að þú fái að sofa eitthvað og sem fyrst ,ég var rúmlega tvö ár að ná rettri svefn , það var mjög erfitt að sofa á nóttini ég vakti stundum í tveggja tíma freisti víkum saman og stundum gat ég bara engu vegin sofnað, þó svo ég var úrvinda,það var bara stress og kvíði sem valdi mér þetta svefnleysi að mestu leyti en ég skil það vel að þú nái ekki að sofna eins og er,það er indislegt að ljósið þitt er allar að koma til og svona dugleg að tala líka flott hjá henni!!!Ég vona að þið skemmtið ykkar bara frábærlega hjá skobba og skrítla og tilhamingju með afa þína þetta er aldelis flott hjá honum Ö), ég get vel skilið að þú náir ekki að svara alla e mailið þitt, þú hefur nóg annað að snúast sýnist mér, þú ert afskaplega dúgleg og hress miðað við hvað gengur á hjá þér með litla dóttur þín ,þú lætur það ekki ná til þín alltaf mjög jákvæð, þú átt skilið hrós fyrir dugnaði þínu ,og ég bið guð um að gefa þér einhverja leið til að geta sofa  og bæta upp orkan þín,Guð verið með ykkar öll og hafið það sem allra best .

Kær kveðja Dee

Dolores Mary (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 14:41

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frábært að heyra að Þuríður sé betri. Góða skemmtun í dag. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.6.2007 kl. 14:48

6 identicon

Elsku Áslaug.

Indislegt að heyra að Þuríði líði vel og sé hress. Ánægjulegar fréttir.

P.s. þú verður að fara vel með þig og passa vel upp á sjálfa þig. svo vona ég að þið hafið skemmt ykkur vel á Skoppu og Skrítlu í dag. Hugur minn er hjá ykkur alla daga þó ég bloggi ekki daglega þá lít ég inn á bloggið þitt daglega. Í mínum huga eruð þið öll indislegar hetjur og verðskuldið aðeins hið besta sem lífið hefur upp á að bjóða.

Guð veri með ykkur öllum fögru hetjur. Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 22:04

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

gott að heyra að skottan er betri í dag, og já mamman líka :)  Áslaug mín ef þú ert ekkert að lagast að ráði þá mæli ég með Herbalife það er gott að kyngja sjeiknum og hann er fullur af allskonar "góðmeti" þ.e. vítamínum. Allstaðar hægt að nálgast þetta. 

Til hamingju með hann afa þinn.

Megi góður Guð vera með ykkur í þessari erfiðu baráttu ykkar

Kær kveðja frá Gunnu í OLÍS á Akranesi :*

Guðrún Jóhannesdóttir, 19.6.2007 kl. 22:33

8 Smámynd: Þórunn Eva

Án gríns held ég að það sé erfiðara að hitta þig heldur en drottninguna heeheheh :)

sjáumst fljótlega skvís :)

Þórunn Eva , 20.6.2007 kl. 13:44

9 Smámynd: mongoqueen

Þetta er fyrsta skipti sem ég skoða bloggið þitt!

Það eru hetjur eins og þú og fjölskyldan þín sem að kennið okkur hinum að meta lífið og segir manni að vera ekki að væla útaf einhverju sem skiptir ekki máli....

Takk fyrir að deila þessu með okkur hinum...ég verð daglegur gestur hér eftir á blogginu þínu

mongoqueen, 20.6.2007 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband