25.6.2007 | 20:48
Dekurvika framundan
Dekurvikan mín byrjaði í dag en þessi vika verður algjörlega tileinkuð mér, ég ætla að reyna gera endalaust mikið fyrir sjálfan mig sem ég geri aldrei og mun heldur ekki geta það næstu vikur eða mánuði þar sem ég veit ekki alveg hvernig framhaldið verður hjá Þuríði minni en það verður væntanlega rætt í ágúst eða svo.
Þar sem ég get ekki mætt í ræktina þessar vikurnar vegna kirtlatökunar þá skráði mín sig á golfnámskeið sem byrjaði í dag en það er þessa vikuna en það endar með golfmóti í lok vikunnar, oh boy ég er strax að fara keppa í golfi. Mhúa verður ekki fögur sjón að sjá en sem betur fer mun það fara fram útá landi thíhí!! Ég tók Oddnýju systir með mér og við skemmtum okkur ofsalega vel á fyrsta degi þó það hafi komið nokkur vindhögg og svona en það er bara gaman. Skari vonar líka að ég fái bakteríuna eftir þetta námskeið svo hann geti farið í draumaferðina sína sem er golfferð með konunni. (verður vonandi kanski í ellinni eheh)
Jú svo ætlar mín að skreppa í klippingu og strípur í fyrramálið en það eru ansi margir mánuðir síðan ég leyfði mér það, hmmm ég er orðin einsog reitt hæna. Dóóhh!! Í lok vikunnar ætlar mín svo að fara fá sér neglur, úha!! Veit ekki alveg hvernig ég mun bjarga mér þegar þær koma thíhí, er þessi týpa sem nagar alveg niður í skinn og get ekki hætt. Aaaarghh!! En þetta ætlar mín að leyfa sér að gera fyrir afmælispeningana sem "frúin í Hamborg" gaf sér þar sem ég finn engin föt en vonandi finn ég þau bara í haust, get alveg beðið er hvorteðer ekki vön að hanga í kringlunni að versla mér föt. Þannig í staðin dekra ég við mig, oh mæ god hvað ég er spennt.
Annars er hálsinn að koma til, er farin að borða en get samt ekki alveg öskrað almennilega hemmhemm!! Ekki það að ég þurfi þess nokkurntíman en það er smá sársauki í hálsi en ég er hætt á verkjalyfjum og farin að borða sem er hið besta mál.
Svefninn er samt ekki að sama máli, skil þetta ekki?
Það er miklu léttara yfir mér þessa dagana en það var kanski vegna þess við fengum þessar góðu fréttir á föstudaginn að allri meðferð verði ekki hætt þökk sé Boston. Jú og líka vegna þess að það líður að sumarfríi sem ég hlakka endalaust til og mín ætlar líka að tileinka þessari viku mig. Vávh hvað það verður gaman að gera eitthvað fyrir sjálfan sig þannig næst á dagsskrá verður vika tileinkuð mér og Skara saman :) ...eða helgi, hmm það er reyndar ákveðin helgin sem Þura tengdó ætlar að taka að sér öll börnin, vávh ég hlakka ennþá meira til þeirra helgar heldur en þessara viku.
Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar sem þið hafið verið að senda okkur einsog ég hef alltaf sagt þá getiði ekki ímyndað ykkur hvað þær gera mikið fyrir mig.
mússí múss
Slauga
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
342 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 4870894
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Njotid vikunnar og helgarinnar kaeru hjon. Thetta eru svo sannarlega dasamlegar frettir!!! Her goladi eg eins og gedveik thegar eg las thetta og fjolskyldan kom a hardahlaupum til ad sja hvad eiginlega gengi ad mer!!!
Gud blessi Bostonska lækna.....segir madur bostonska???
Ylfa Mist Helgadóttir, 25.6.2007 kl. 21:05
það er svooo gaman að lesa bloggið þitt þessa dagana þú ert svooo glöð og ánægð...
hafðu það gott skvís koss og knús....
p.s gangi ykkur vel á fimmtudaginn...
Þórunn Eva , 25.6.2007 kl. 21:55
Rétt þetta dekur dekur og njóttu þess mín kæra.Mæli með að þú bjóðir Skara til Grundarfjarðar og gistir þar og TEKUR hann svo í golfinu , rétt fyrir utan Grundarfjörð.Klassavöllur og fínt.Ég skal koma því á koppinn ef viljið.Plús vona að börnin kíki í strætó með ömmu sinni.Knús á Boston lækna og alla.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 22:02
Sæl Áslaug
Mikið er GAMAN að lesa bloggið þitt núna. Frúin að fara á golfmót með gervineglur og nýsnyrt um höfuðið. Það er alveg frábært að þú skulir ætla að huga smá að sjálfri þér þessa viku, því eins og þú segir þá er stífur tími framundan og ekki miklar líkur á dekurvikum, (kanski dekurdögum). Þuríður Arna og hennar heilsa verður stóra verkefnið næstu mánuðina (eins og verið hefur í langan tíma) og þá verður þú að taka á öllu þínu. Mér finnst reyndar allt í lagi þó öskrin vanti fyrst matarlystin er að koma. Svefninn kemur, það er ég viss um. Það er nefnilega líka sjokk að fá GÓÐAR FRÉTTIR hversu einkennilegt sem það er. Ég fékk sjálf MJÖG GÓÐAR FRÉTTIR í síðustu viku (ekkert heilsutengt) og ég missti gjörsamlega fótanna í nokkra daga, snérist bara í hringi inn í mér.
Njóttu vel góðu fréttanna, dekurvikunnar, sumrafrísins og alls þess góða sem lífið býður. Kveðja Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 00:24
Njóttu þín, þú átt það alveg skilið :)
Ragga (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 00:26
Geggjað svona á þetta að vera, það er sem sé engin tilviljun að það er bongóblíða þessa vikuna meistarinn hefur ákveðið að nýju golfmeistarinn fengið blíðu á mótinu
Njóttu þín í botn og fáðu lit á kroppinn. Góða skemmtun.
kv Sigga
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 11:25
Mikið er gaman að lesa að þú ætlir að nota vikuna til að dekra við sjálfa þig. Njóttu vel :)
Þórunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 12:12
Frábært að þú ætlar að dekra svolítið við sjálfa þig Þú átt það svo skilið og bara verður líka að gera eitthvað gott fyrir sjálfa þig til að halda andlegu og líkamlegu þreki. Njóttu vikunnar mín kæra
Óla Maja (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 13:02
Frábært Áslaug mín svona góðar fréttir. Hugsaðu vel um þig og njóttu þess að láta dekra við þig. Hálsinn verður aftur góður en þetta tekur allt sinn tíma en það er bara ekkert gaman að bíða eftir því "en það kemur"
kv Unnur
unnur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 13:55
hæ babe :) gangi þér vel í golf tíma í dag..........
Þórunn Eva , 26.6.2007 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.