Leita í fréttum mbl.is

Krabbi kúkalabbi

Fyrir sirka ári síðan hitti ég konu í kringlunni sem er kanski ekki frásögufærandi en Óskar minn kynnti mig fyrir henni en hann hafði þekkt hana, þessi ákveðna kona var með illkynja heilaæxli einsog Þuríður mín og hafði gengið í gegnum fullt af meðferðum og t.d geislameðferð og hún tilkynnti okkur það að hún væri vonandi að fara til Svíþjóðar í aðra geislameðferð þar sem hún mátti ekki fara í fleiri hér á landi en vanalega má fólk ekki fara í nema eina svoleiðis meðferð en Þuríður mín fær að fara í tvær þar sem hin var "bara" í tvær vikur svo hún ætti möguleika að fara í aðra sem hún mun gera einsog flestir vita.

Þessi ákveðna kona er/var sú jákvæðasta sem á ævinni hef hitt og bjartsýn var hún þó hún væri þetta veik og ætti ekki mikla framtíð fyrir sér (læknar ekki búnir að gefa henni mikla von) en þá sleppti hún aldrei voninni og trúði svo sannarlega á kraftaverkið.  Hún var með svo mikið af plönum um framtíðina, sagði að maður ætti að hafa plön sem ég hef alltaf átt erfitt með að hafa en reyni samt.  Þegar hún veiktist byrjaði hún að ferðast rosalega mikið og var í því að panta sér ferðir um allan heim með manninum sínum og stundum þurfti hún að afpanta vegna veikinda en henni fannst það sko alltílagi því hún færi bara síðar.  Það var alveg ótrúlegt að hlusta á þessa konu og vikum eftir að ég hitti hana gat ég ekki hætt að hugsa um hana, það gaf mér ofsalega mikið fyrir þettta stutta og eina spjall sem ég átti með henni.  Well reyndar sagði ég kanski ekki mikið en ég hlustaði og þessi kona var alveg ótrúlegur einstaklingur þó hún væri þetta veik.

Afhverju er ég að tala um þessa konu, jú reyndar var ég búin að gleyma henni síðustu vikur þanga til í gær þegar ég sé dánartilkynningu í einu blaðinu.  Krabbinn var búinn að vinna þetta stríð, andskotans ljóti kúkalabbinn.  Þessi kona gaf mér ofsalega mikið og ég mun aldrei gleyma henni og finn ofsalega til með ættingjum hennar, þessi kúkalabbi vinnur alltof mikið og það eru alltof margar fallegar sálir sem eru að falla fyrir honum.  Er ekki komið nóg?

Ég er alltaf svo hrædd við að hann vinni stríðið við Þuríði mína sérstaklega það sem læknarnir hafa sagt við okkur en þá hættum við aldrei að berjast, ég hugsa ofsalega oft um það versta en að sjálfsögður vona ég það allra besta.  Vonin er ofsalega sterk og ég má aldrei missa hana og ég verð líka að trúa á kraftaverkið, þau verða til!!  Þuríður mín getur, ætlar og skal.  Hún er alltaf að koma læknunum á óvart og hún skal koma þeim á óvart enn meira og ætlar að hjálpa mömmu sinni og pabba í ellinni.  Takk fyrir það!!

Eftir að hafa hugsað um hvað þessi kona gerði allt til að láta drauma sína rætast ætla ég mér að reyna láta alla drauma hennar Þuríðar minnar rætast.  Nr.1 er að fara í skóla en það er hennar stærsti draumur, hún gengur um heimilið oft og mörgum sinnum með leikskólatöskuna á bakinu og segist vera farin í skólann að læra.  Hún er alltaf að biðja mig að skrifa hitt og þetta því henni langar svo að læra og ég ætla mér líka að fara í bókabúðina og kaupa einhverja stafabók handa henni og reyna kenna þeim systrum stafina.  Jú nr.2 dreymir henni að vera í tvívolíinu allan sólarhringinn eheh, hún er mesta og óhræddasta 5 ára tívolí barn ever eheh, þannig næst á dagsskrá er að fara með hana í Legoland og jólatívolílandið í Kaupmannahöfn hvenær sem það verður.  Geta ætla skal!!

Svona í lokin læt ég fylgja eina mynd af hverju barni frá Brosbörnum og aldrei að vita þið fáið að sjá fleiri:
1

40

41


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Camilla

Mikið eru þetta yndislegar myndir:)

Vildi bara segja þér að þú ert ótrúlega hjartahlý og hugrökk manneskja og dóttir þín hlýtur að vera ein magnaðast manneskja sem ég veit um og sem og systkyni hennar!

Ég vildi senda þér þetta ljóð og það sem ég er að reyna lýsa í því, er þessu hugrekki og hvað þið fjölskyldan eruð hreint út sagt mögnuð.

--

Birtudans Engils!

Blæfagur ómur barns

í hjarta og huga

tangó lífsins

með flögrandi

óvæntum takti

Ofbirta lífsins

í sömu andrá

en handan við sjálfið

gárast yfirborðið af sorg

en ekkert

en ekki neitt

snertir

það hugrekki

staðföstu trúna

dularfjarska öskur hjartans

sem veit að allt mun ekki fara

við fótskör hjartans

segir

með seiðandi hvísli

að Engill mun vera og ekki fara

ég sendi ykkur sterkar hugsanir:)

Steinunn Camilla, 18.7.2007 kl. 10:29

2 Smámynd: Steinunn Camilla

(seinasta línan er ekki partur af ljóðinu.. ég vildi bara senda ykkur sterkar og góðar hugsanir) :)

Steinunn Camilla, 18.7.2007 kl. 10:30

3 identicon

Fallegar og yndislegar myndir af börnumum. Ólíkar og svo sterkur karakter í hverri mynd fyrir sig.

kv Unnur

unnur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 10:32

4 identicon

Ofsalega eru þetta flottar myndir, enda af fallegum börnum :)  Ég hlakka mikið til að lesa um ferðirnar í Legoland og jólatívolílandið :)

Oddný (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 10:38

5 identicon

Já lífið er hverfult og því miður þá nær krabbafíflið okkur allt of mörgum,en Þuríður ætlar að vera í sigurliðinu,ég er sannfærð um það.Það er svo mikið hugrekki í ykkar skrifum og vonin er ávallt til staðar.Mér finnst þið alltaf vera hetjur og krafturinn sem einkennir ykkur er aðdáunarverður.Ég bið endalaust fyrir ykkur og vona að guðshönd nái að snerta Þuríði og gefa henni kraftaverkið sem við bíðum öll eftir.Myndirnar af börnunum eru alveg svakalega fallegar.Orðið gæs er notað í handboltaliði dóttur minnar og þýðir einfaldlega,ég get,ég ætla,ég skal og er ávallt notað fyrir leiki.Ég veit að þið getið þetta elskurnar.Gangi ykkur vel.

Björk Andersen (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 10:45

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Stelpan þín hefur ungan aldur í sínu vopnabúri.

Það er með hrienum ólíkindum, hvað ungir einstaklingar ná fyrr og hraðar bata en fólk komið yfir tvítugt.

 Megi Hann vera í horninu ykkar.

bjarni

Bjarni Kjartansson, 18.7.2007 kl. 11:34

7 identicon

Sæl yndislega fjölskylda

Trú von og kærleikur er yndislegustu og bestu eiginleikar hverrar manneskju og sterkustu öflin í alheiminum. Hvort sem við lifum lengur eða skemur og höfum þessa eiginleika þá er líf okkar innihaldsríkt og gefandi. Þess yndislega kona hefur lifað sínu lífi á innihaldsríkann og gefandi hátt. Það er afskaplega sorglegt þegar ungt fólk fellur fyrir þessum skæða sjúkdómi, en ég hef  séð alltof margar tilkynningar um fólk sem hefur látist á Líknardeildinni eða 11 E. Það er nokkuð sterkar visbendingar um hvert banameinið hefur verið.

En að litlu stúkunni með leikskólatöskuna, hún er svo frábær þessi elska. Ég sendi henni jákvæða strauma og sé hana fyrir mér í skólanum og ýmsum leiktækjunum í Tívolíinu. Eg þori bara ekki með henni í rússíbanann, en stend bara niðri og horfi á hana.

Myndirnar eru svo fallegar og flott teknar, ég segi meiri myndir - meiri myndir. Ég er sko kolfallin fyrir þessum flotta strák, hann er algjört knús knús. Svo er litla brellustelpan flottust en það má ekki gleyma henni þó hún sé heilbrigð þessi elska.

Guð veri með ykkur á morgun og alla dag. Kveðja Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 12:30

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert flottust Áslaug!  Baráttukveðjur

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2007 kl. 13:03

9 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Elsku hjartans Slauga mín. Ég sit í táraflóði eins og svo oft þegar ég hef lesið skrifin þín. Ég verð svo reið við almættið sem leggur þessa þungu þraut á þig og fjölskyldu þína! Og alltaf velti ég því fyrir mér: Hver er tilgangurinn? Ég get ekki sætt mig við að allt ykkar streð og stríð hafi engan tilgang. En við komumst líklega ekki að því hver hann er fyrr en okkar mikla ferðalag hefst.

Viltu taka fast of vel utan um litlu stúlkuna þína frá mér. Ég sendi þér og ykkur öllum alla mína bestu strauma og hlýlegustu hugsanir.

Ylfa Mist Helgadóttir, 18.7.2007 kl. 14:43

10 identicon

Já við biðjum hérna og vitum að hún Þuríður er sko sterkari en hitt..

Nú bara vil ég fara fá ykkur í heimsókn oh það væri svo gaman fullt af görðum og tívolíi til að fara í.  Bara lengja ferðina þegar þið farið í Legoland hvernig væri það nú.

Hugsa alltaf til ykkar og er svo stolt af ykkur.

kv. Brynja DK.

Brynja DK (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 16:06

11 identicon

Fallegu börn!

Votta mína samúð. Sendi ykkur baráttukveðjur.

Ragga (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 16:13

12 identicon

Yndislegar myndir, megi guð og góðar vættir vaka yfir ykkur..luv

Freyja (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 00:21

13 identicon

Kæra fjölskylda.

Við kíkjum á síðuna ykkar á hverjum degi til að fylgjast með litlu hetjunni ykkar. Myndirnar af börnunum eru dásamlegar og ekki er að sjá á þeim að hún Þuríður ykkar sé eins mikið veik og hún er. Greinilega dugnaðarforkur sem á örugglega eftir að stússast í kringum ykkur foreldrana í ellinni!!! Áslaug, hittumst vonandi í næsta SKB-mömmuspjalli en við vorum tvær mömmur sem fórum saman síðast í fyrsta sinn og höfðum mjög gaman af.

Guð veri með ykkur, hugsum til ykkar.

       Sóley, mamma Völu Örvars.

Sóley (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 01:51

14 identicon

Auðvitað kemur kraftaverkið, engin spurning við trúum því öll og þá kemur það. Mikið eru myndirnar yndislegar og börnin gull falleg, ég er að farast úr monti yfir að við eigum smá sameiginlegt blóð

Ég hef alltaf sagt að draumar séu til að láta þá rætast til hvers annars, go girl

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 08:39

15 identicon

Mikið eigið þið falleg börn,

                                        guð blessi þá .Ég bið dags daglega fyrir ykkar að allt mun fara að óskum og hún Þúríður mun ná sér að fullu .Það er gott hjá þér að tjá tilfinningar þínar svona mér finnst bara síðan ég fór að fylgjast með ykkar og öðrum í geggnum bloggið eftir vinur mín Þórir í ameríku greindist með heila æxli að það er allt of margir búin að falla fyrir þessu hræðileg sjúkdóm .Mér finnst það hafi haft mikið áhrif á mér að lesa um ykkar öll og ég met lífið á allt önnur hátt siðan ég fór að lesa um ykkar og öðrum sem er að berjast við krabbameinið.Ég er þakklátt því að vera á lífi og vera með þrjú heilbrigð börn .Ég óska ykkar bara alls hins besta og hugsa hlýtt til ykkar og sendi ykkar baráttustraum.Guð verið með ykkar og fjölskyldan þessu hetja sem þú nefndir áðan sem er farin frá þessu jörð ogvar svo sterk og jákvæð í sínu baráttu hún er  sennilega farin að styrkja og hjálpa öðrum í þeirri baráttu núna.Guð gæta ykkar og gangið ykkar sem allra best.

Kær kveðja Dee

Dolores Mary (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 12:07

16 identicon

Yndisleg börn sem þið eigið  Haldið áfram að vera bjartsýn og uppfylla alla ykkar drauma, eigið það svo sannarlega skilið.  Eruð svo hjartahlý og yndislegar manneskjur öllsömul

Stórt knús til ykkar allra!

Kærar kveðjur Sólveig & fjölsk.

Sólveig Ásta, Kalli & dætur (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband